Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Qupperneq 2
SMÁVAXMN NSI
Um norska skáldið Edvard Grieg
Sveinn Ásgeirsson tók saman
Grieg mun vera þekktasta norska nafnið
í heiminum nú, enda á tónlist hans greiða
leið að hjörtum manna, hvar sem er í
veröldinni, enda þótt hún þyggist á norskri
alþýðutónlist. Hún þarf engan þýðanda
eins og leikrit Ibsens. Fegurð tónanna, mál
hins Ijóðraena samhljóms geta allir skiliö.
Verk hans eru leikin og sungin um heim
allan, og hvaðanæva kemur fólk til hinnar
árlegu tónlistarhátíðar í Bergen, fæðingar-
bæ hans.
En af öllum þeim norsku stórmennum á
sviöi andans, sem náð hafa mikilli frægö,
var Edvard Grieg minnstur vexti. Hann vó
ekki nema rúmlega 40 kíló og var um hálfur
annar metri á hæð. Og skakkur var hann
og veikbyggður allur og svo heilsuveill, að
það gekk kraftaverki næst, að hann skyldi
ná 64 ára aldri. En andinn var óbilandi,
gæddur guðdómlegum neista, og Grieg
naut þess aö lifa, meðan hann gat samiö
tónverk, stjórnað, haldiö hljómleika og
kynnt verk sín, sem hvarvetna var ákaft
fagnað, um alla Evrópu.
Það var að áeggjan og tilstuðlan Ole
Bull, fiðlusnillingsins, sem fyrstur Norö-
Elsta myndin sem til er af Edvard Grieg,
tekin þegar hann var 11 ára.
Skopteikning af Grieg eftir Olav Gulbranson.
2
manna öðlaðist heimsfrægð, aö Grieg var
sendur til tónlistaráms í Leipzig 1858, er
hann var aðeins 15 ára aö aldri. Þeir Ole
Bull og Edvard Grieg voru báðir Bergenbú-
ar. En þótt Grieg sækti margt gott til
Leipzig, þá varö hann þar fyrir miklu áfalli,
þar sem hann fékk illkynjaða brjósthimnu-
bólgu með berklasmiti. Eftir það gekk hann
gegnum lífið siginaxla, mæðinn og máttfar-
inn. En í þessum hrörlega líkama bjó
heilbrigð sál. Hann var prýðilegum gáfum
gæddur og lét vel að tjá sig með orðum
bæði í máli og riti. Augnaráðið var
mönnum ógleymanlegt. Augun voru Ijósblá
og skær og drógu athygli manna til sín.
Menn horfðu framan í hann, en ekki yfir
hann, þótt lágvaxinn væri. Hann haföi
mikið yfirvaraskegg yfir lítilli höku, en þykkt
og mikið hárið, sem náði niður á kraga,
gæddi höfuðið virðuleika og reisn. Menn
teiknuðu óspart myndir af honum, máluðu
og mótuðu í leir.
Eftir námsdvölina í. Leipzig hélt Grieg til
Kaupmannahafnar 1862, 19 ára gamall, og
naut tilsagnar danska tónskáldsins N.
Gade. Grieg kunni ávallt vel við sig í
Kaupmannahöfn og dvaldi þar oft lang-
dvölum um ævina. Þar kynntist hann
frænku sinni, Nínu Hagerup, sem varð
lífsförunautur hans. Hún stundaði söng-
nám, og menn eru á einu máli um það, að
hún hafi á frábæran hátt túlkaö lög Griegs.
Eftir lát Griegs bjó hún lengstum í
Kaupmannahöfn og lifði allt fram til ársins
1935, en fædd var hún 1845. Á þeim árum
kom hún nokkrum sinnum opinberlega
fram sem undirleikari, er lög Griegs voru
sungin. Þau hjónin stóðu fast saman, þó að
stormar geisuðu í hjónabandinu um hríð.
Þau voru bæði skapmikil, en spiluðu
fjórhent á píanó og nutu þess að vera til.
Sveiflur voru talsverðar í skaplyndi
Griegs. Hann gat verið bæði hógvær og
kröfuharður, aösjáll og örlátur, íhaldssam-
ur og frjálslyndur. Hann naut sín einkar vel
í hópi vina og ættingja, en varð að hafa
fullkomið næði og ve»-a alveg einn, þegar
hann var að semja. Hann unni mjög
æskuslóðum sínum, og nálægt Bergen
byggði hann hús, Trollhaugen, þar sem
hann bjó frá 1885, og í helli þar hjá er aska
hans geymd. Hann var mikið á ferðalögum
og þjáðist þá oft af heimþrá, en er hann var
kominn heim, náöi útþráin fljótt tökum á
honum.
Margar ástæður hafa vafalaust til þess
legið, en ein kann að hafa verið sú, hvernig
húsið Trollhaugen var byggt. Þau hjónin
sýndu litla hagsýni í því efni. Það var vart
hægt aö búa í því á veturna og eiginlega
varla heldur á sumrin. Þetta var nær
óeinangrað plankahús og herbergin stór,
kuldaleg og þar var dragsúgur. Þar var og
sérstakur tónsmíöaskáli, sem var sagður
eiga sök á alvarlegu gigtarkasti, sem hann
fékk. Mánuðum saman bjuggu þau á
hótelum í nágrenninu.
Þaö voru löng tímabil í lífi hans, sem
hann samdi nær ekkert, en síðar önnur,
sem voru svo frjó, að tónverkin streymdu
Edvard Grieg og Nina.
Edvard Grieg situr fyrir hjá myndhöggvara árið 1903.
frá honum. Tónlistarmenntun hans var í
rauninni takmörkuö, og það háði honum
viö samningu meiriháttar verka, en hæst
nær hann í sönglögum sínum og píanó-
verkum. Grieg var gæddur snilligáfu, og því
fann hann hina einföldu, sjálfsögöu og að
því er virðist fyrirhafnarlausu túlkun á hinu
þjóölega, hvort sem um er að ræða náttúru
landsins eöa sögu þjóðarinnar og hvort
sem þaö var háleitt og göfugt eöa hrjúft og
frumstætt.
Grieg var uppi á tímum mikillar þjóðlegr-
ar vakningar í Noregi og'átti virkan þátt í
henni. Hann gekkst fyrir stofnun Tónlistar-
félagsins í Kristíaníu (Osló) 1871 og var
formaður þess til 1860. Hann hlaut fyrst
listamannastyrk frá norska ríkinu 1874, en
það var árið áður en hann samdi tónlistina
viö Pétur Gaut eftir Ibsen. Tónlistina viö
Sigurð Jórsalafara eftir Björnstjerne
Björnson samdi hann hins vegar þegar
1872.
ítarleg ævisaga Griegs eftir David
Monrad Johansen kom út 1934, en nú er
nýútkomin stórkostleg bók um ævi
Edvards Griegs eftir tónlistarprófessorana
Finn Benestad og Dag Schelderup —
Ebbe. Hún er 368 blaösíöur í stóru broti
með yfir 250 myndum. Bókinni fylgir auk
þess hljómplata, þar sem Grieg sjálfur