Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Qupperneq 4
Kínversk saga frá 5. öld f. Kr. endursögð af Lu Hsun. Lao Tse sat óbifanlegur einsog skynlaus trjádrumbur. „Meistari, Kung Chiu er kominn aftur!" hvíslaði lærisveinn hans Kengsang Chu hálfergilega þegar hann kom inn. „Bjóddu honum inn . . . „Hvernig líöur þér meistari?" spurði Confucius og hneigði sig lotningarfullur. „Eins og endranær," svaraði Lao Tse. „Og þér? Ertu búinn að lesa allar bækurnar í safni okkar?“ „Já. En . . .“ í fyrsta skipti virtist Confuc- ius dálítið fumandi. „Ég hef lesið Hin sex sígildu rit: Söngvabókina, Sagnabókina, Tónfræðibókina, Helgisiðabókin, Bókina um breytileikann og Vor og haust annála. Að mínu viti hef ég tileinkað mér efni þeirra fullkomlega á þessum langa tíma. Ég fór og heimsótti sjötíu og tvo prinsa, enginn þeirra vildi þiggja mín ráð. Það er sannar- lega torvelt að láta aðra skilja sig. Eða er það ef til vill Vegurinn sem torvelt er að skýra?" „Heppinn ertu að hafa ekki hitt mikilhæf- an stjórnarmann,“ svaraði Lao Tse. „Hin sex sígildu rit eru götutroöningar konung- anna gömlu. Hvernig mega þeir ganga nýja slóö? Orð þín eru eins og götuslóðar troðnir á ilskóm — en ilskór eru ekki sama og vegur." Hann þagði um stund og mælti svo: „Hvíthegrar þurfa aðeins aö líta hvasst hver á annan, og kvenfuglinn skilur. Meðal skorkvikinda klakar karlinn undan vindi og konan leitar á móti vindi, og hún er sædd. Tvítóla verur hafa tvö kyn og frjóvga sig sjálfar. Náttúrunni er ekki unnt að breyta, örlögunum er ekki unnt aö breyta; tímann er ekki unnt að stöðva, Veginn er ekki unnt að teppa. Ef Vegurinn er þinn er allt þér fært; ef þú glatar honum er þér ekkert fært.“ Líktog við höfuðhögg sat Confucius þarna eins og andinn hefði yfirgefiö hann, að öllu leyti skynlaus trjádrumbur. Átta mínútur eða svo liöu. Hann andaöi djúpt aö sér og stóð upp að fara, þakkaöi meistaranum að venju mjög hæversklega fyrir fræösluna. Lao Tse aftraði honum ekki. Hann stóö upp, studdist við stafinn og fylgdi honum að hliði bókhlöðunnar. Confucius var að stíga upp í vagninn þegar gamli maöurinn tautaði loks annarshugar: „Þarftu að fara? Viltu ekki te? ...“ „Nei þakk." Confucius steig upp í vagninn. Hann laut að láréttri vagnslánni og rétti upp spenntar hendur lotningarfullur í kveöjuskyni. Jan Yu lét smella í keyrinu og hrópaði: „Hott hott!“ Vagninn rann af stað. Þegar hann var kom- inn meira en tíu stikur sneri Lao Tse aftur til herbergis síns. „Þér viröist glatt innanbrjósts í dag, meistari." Kengsang stó viö Lao Tse og hélt að sér höndum þegar hann settist á ný. „Þú hélst langa ræðu .. .“ „Satt er,“ sagði Lao Tse mæðulega og andvarpaði lágt. „Ég talaði of rnikið." Hon- um datt nokkuð í hug. „Heyrðu, hvað varö um villigæsina sem Kung Chiu gaf mér? Var hún hengd upp og söltuö? Ef svo er, sjóddu hana og éttu hana. Ég er hvort eð er tannlaus svo hún er mér ónýt.“ Kengsang gekk út. Lao Tse, þögull sem fyrr, lagði augun aftur. Ekkert rauf þögnina í bókhlöðunni nema hvað bambusstöngin gnauðaði við upsir hússins þegar Keng- sang tók niður villigæsina sem hékk þar. Þrír mánuðir liöu. Lao Tse sat óbifanleg- ur sem fyrr, eins og skynlaus trjádrumbur. „Meistari! Kung Chiu er enn kominnl" hvíslaði lærisveinn hans Kengsang hálf- hissa þegar hann kom inn. „Hann hefur ekki komið svo lengi, fróðlegt er að vita hvaö hann vill . . .“ „Bjóddu honum inn . .." Eins og jafnan sagði Lao Tse ekki meira en þetta. „Hvernig líður þér meistari?" spurði Confucius og hneigði sig lotningarfullur. „Einsog endranær," svaraöi Lao Tse. „Þú hefur ekki látið sjá þig í langan tíma. Efalaust hefurðu setið við lestur í heima- húsurn?" „Ekki það," svaraöi Confucius hógvær. „Ég var heima að hugsa. Þaö er farið að 4 í skarðinu eftir Lu Hsun Erlingur E. Halldórsson þýddi örla á skilningi. Krákur og skjórar kroppa hvert í annað; fiskar væta hver annan með slefu sinni; sfeks-flugan breytist í annað skordýr; þegar yngri bróðir fæðist grætur sá eldri. Hvað megna ég, löngu skilinn við hringrás myndbreyt'nganna; lánast mér nokkurntíma að breyta öðrum?“ „Rétt er,“ sagði Lao Tse. „Þú hefur ööl- ast skilning." Fleira sögðu þeir ekki. Þeir litu út eins og tveir skynlausir trjádrumbar. Átta mínútur eða svo liöu. Confucius andaði djúpt að sér og stóð upp að fara, þakkaði meistaranum að venju afar hæ- versklega fyrir fræðsluna. Lao Tse aftraði honum ekki. Hann stóð upp, studdist við stafinn og fylgdi honum að hliði bókhlöðunnar. Confucius var að stíga upp í vagninn þegar gamli maðurinn tautaði annarshugar: „Þarftu að fara? Viltu ekki te? . „Nei þakk.“ Confucius steig uppí vagninn. Hann laut að láréttri vagnslánni og lyfti spenntum höndum lotningarfullur í kveöjuskyni. Jan Yu lét smella í keyrinu og hrópðaði: „Hott, hott!“ Vagninn rann á staö. Þegar hann var kominn meira en tíu stikur hélt Lao Tse aftur til herbergis síns. „Þér virðist óglatt innanbrjósts i dag, meistari." Kengsang stóð við hlið Lao Tse og hélt að sér höndum þegar hann settist á ný. „Þú sagðir harla fátt . . „Satt er,“ svaraði Lao Tse mæðulega og andvarpaði lágt. „En þú skilur þetta ekki. Ég held ég verði að fara.“ „Hversvegna?" Þó Kengsang hefði séð eldingu í heiðskíru lofti heföi undrun hans ekki orðið meiri. „Kung Chiu skilur hugmyndir mínar. Hann veit að ég einn get gagnrýnt hann, og það hlýtur aö gera hann órólegan. Ef ég fer ekki geta orðið vandræði . . .“ „En er ekki Vegur ykkar hinn sami? Því skyldirðu fara?“ „Nei.“ Lao Tse veifaöi hendinni mótmæl- andi. „Vegur okkar er ekki hinn sami. Vera má við séum í samskonar ilskóm en mínir eru til að ferðast á þeim um eyðimerkurnar, hans til að ganga á þeim til hirðarinnar." „Þú ert hans meistari enguaðsíður!" „Ertu enn svona mikiö barn eftir öll árin með mér?“ Lao Tse skríkti. „Hve satt að náttúrUnni sé ekki unnt að breyta, aö ör- lögunum sé ekki unnt að breyta! Þú ættir að vita að Kung Chiu er ekki líkur þér. Hann mun aldrei koma aftur eða kalla mig framar meistara. Hann mun tala um mig sem „gamla karlinn" og hafa mig aö skimpi á bak.“ Það hefði mér aldrei getað komið til hugar. En þú hefur ævinlega rétt fyrir þér meistari, í dómum þínum um aðra menn . . .“ „Nei, í byrjun skjátlaðist mér líka oft.“ „Jæjaþá," sagöi Kengsang eftir stutta umhugsun, „við látum sverfa til stáls . . .“ Lao Tse skríkti enn og galopnaði munn- inn: „Sjáðu! Hve margar tennur á ég eftir?" „Enga.“ „En hvað um tunguna?" „Hún er enn þarna." „Skilurðu þetta?" „Þú átt við meistari, að hið harða eyðist en hið mjúka endist." „Hárrétt. Ég held þér sé skást að taka saman pjönkur þínar og fara heim til kon- unnar. En kembdu áður blakka uxanum mínum og berðu hnakkinn og sööulklæðin útí sólina. Mitt fyrsta verk í fyrramálið verð- ur að leggja á.“ Þegar nær dró Hanku-skarðinu stýrði Lao Tse uxanum útaf veginum sem lá bein- ustu leið þangað og fór inn á afveg til að komast að múrnum eftir krókaleið. Hann vænti þess að hann gæti klifið múrinn; svo hár var hann ekki, og með því að standa á baki uxans hefði hann sjálfsagt getað vegið sig uppá hann. En þá hefði hann orðið að skilja uxann eftir innan hans. Að koma honum yfir heföi þurft krana, og hvorki Lu Pan eða Mo Ti voru fæddir á þeim tíma, en það var ekki á færi Lao Tse að ímynda sér þvílík furðuverk. í stuttu máli, hvernig sem hann braut heilann fann hann enga undan- komuleið. Hann vissi lítið um að þegar hann fór inná afveginn kom njósnarmaðúr auga á hann og bar tíöindin rakleitt til varðarins í virkinu. Hann hafði því farið litlu meira en tuttugu stikur þegar flokkur manna kom á þeysireiö á eftir honum, í fararbroddi reið njósnarmaður, næst honum virkisvörður- inn, Hsi, ásamt fjórum lögreglumönnum og tveimur tollvörðum „Stans!“ hrópaði einhver. Lao Tse tók fljótt í taumana á blakka uxanum, óbifanlegur eins og skynlaus trjá- drumbur. „Hvaða, hvaða!" hrópaöi vörðurinn undrandi þegar hann þeysti framfyrir Lao Tse og sá hver þetta var. Hann hljóp af baki og heilsaði með bukti. „Ég var að velta fyrir mér hver þetta gæti verið. Svo það er Lao Tse, yfirbókavörður. Óvænt æra!“ Lao Tse klifraði í flýti af baki uxanum. Hann pírði augum á vörðinn og sagði dræmt: „Mig brestur minni .. „Auövitað. Það er eðlilegt. Hvernig mættirðu muna eftir mér. Ég er Hsi, virkis- vörður. Ég leit inn hjá þér fyrir nokkru, herra, fór í bókhlööuna að blaöa í „Eðli skatta ..." Á meðan rannsökuðu tollverðirnir hnakkinn og sööulklæðin. Einn boraði gat maö nafri og stakk fingri í gatið og þreifaði fyrir sér. Svo labbaði hann þögull í burtu ólundarlegur. „Ætlarðu aö fá þér reiðtúr meðfram múrnum?" spurði Hsi virkisvörður. „Nei. Ég hugsaði mér að fara út aö fá mér gott loft . . ." „Gott er. Hreint afbragð. Nú á tímum er mikiö talaö um heilsurækt. Heilbrigt líferni er þungt á metunum. En nú býðst okkur einstakt tækifæri, við verðum að biðja þig að gista nokkrar nætur í tollstöðinni svo viö getum notið góðs af lærdómi þínum Áður en Lao Tse gæti svaraö höfðu lög- regiumennirnir þust fram allir fjórir og lyft honum á bak uxanum. Einn tollvarðanna rak nafarinn í hupp skepnunnar og uxinn kippti halanum að sér og tók sprett í áttina að skarðinu. Þegar þangað kom opnuðu þeir aöalsal- inn til aö fagna honum. Þetta herbergi var í miöjum varðturninum og útum glugga hans var ekkert að sjá nema löss-sléttuna, af- hallandi útað sjóndeildarhring. Himinninn var blár, loftið tært. Þetta reisulega virki gnæfði í brattri brekku og beggja vegna hliðsins var þverhnipt niöur svo kerruveg- urinn í gegnum það virtist liggja á mjóum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.