Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Side 5
Jón úr Vör Nu a haustdögum kambi. Einn leirhnullungur heföi dugað til aö loka veginum Þeir drukku soöiö te og átu ósýrt brauö. Og þegar Lao Tse haföi hvílst um hríö bauð Hsi virkisvöröur honum aö halda fyrirlestur. Neitun kom ekki til greina og því samsinnti Lao Tse þessu fúslega. Allt komst í háaloft þegar virkisbúar fengu sér sæti í stofunni. Auk mannanna átta sem færöu hann til stöðvarinnar voru þarna fjórir lögreglu- menn til viðbótar, tveir tollþjónar, einn skrifari, einn bókhaldari og einn kokkur. Nokkrir komu meö þensil, hníf og tréspjald aö skrifa hjá sér minnisatriði. Lao Tse sat í miöju einsog skynlaus trjá- drumbur. Eftir djúpa þögn hóstaði hann fimm sinnum og varir hans bæröust í hvítu skegginu. Allir héldu niörí sér andanum og hlustuðu innviröulega þegar hann hóf máls meö hægö: Það alvald, sem um er talað, er ekki Vegur eilífðarinnar. Þaö nafn, sem unnt er aö fá því, er ekki ímynd hins eilífa. Tilvistarlaust er það upphaf himins og jarðar. í tilvist er það móöir allra hluta. Tilheyrendur litu hver á annan. Enginn skrifaöi orð. Lao Tse hélt áfram: Sá, sem lyftir sig yfir hneigðir, opnar fyrir leyndardóminum, en heillaðir af hneigðum sjá menn aöeins yfirboröið. Hiö tilvistarlausa og tilveran eru innst inni eitt og hiö sama, en ólík aö framkomu og nafni. i einingu nefnast þau undirstaðan, djúp á bak viö djúp, hlið leyndardómsins. Ólundarteygjur voru sýnilegar á hverju andliti. Sumir virtust ekki vita hvaö þeir ættu aö gera við hendur sínar og fætur. Einn tollþjónanna dró ýsur; skrifarinn sofn- aöi og missti hníf, pensil og viðarspjöld og svo þau duttu á mottuna með skelli. Lao Tse virtist ekki taka eftir þessu; þó hlýtur hann aö hafa gert það því nú varö ræöa hans ýtarlegri. En hann var tannlaus og framsögn hans þar af leiðandi ekki skýr; hljóðin „1“ og „n“ rugluðust saman; enn- fremur lauk hann hverri setningu meö gorhljóði. Þeir skildu hann þvi ekkert betur en áöur. En um leið og mál hans varð ýtar- legra uröu leiöindi þeirra auösæilegri. Til aö hlýöa settum reglum uröu þeir aö hlusta til loka. En hægt og hægt lögðust sumir flatir og aðrir teygöu frá sér skank- ana, einsog hver og einn sökkti sér í eigin hugsanir. Aö endingu sagöi Lao Tse: „Hinn vitri starfar án baráttu." Þegar hann þagnaöi bæröi þó enginn á sér. Lao Tse beið um stund, bætti síðan viö: „Er þetta allt og sumt.“ Viö þetta virtust þeir vakna af langæum draumi. Eftir svona langa setu voru fætur þeirra orönir dofnir svo þeir gátu ekki staö- iö undireins upp. En í hjörtum sínum glödd- ust þeir og fögnuöu einsog fangi sem er tilkynnt náöun. Lao Tse var fylgt inn í hliðarherbergi og boðin hvíld. Þegar hann haföi drukkið nokkra sopa af soönu vatni sat hann þar óbifanlegur, aö öllu leyti skynlaus viðar- drumbur. Á meöan fór fram áköf umræöa úti fyrir. Áöur en leiö á löngu komu fjórir sendimenn inn til hans. Aðalefni erindis þeirra var eftir- farandi: Þareö hann haföi talaö of hratt og ekki notaö kórréttan framburð haföi eng- um tekist aö rita neitt hjá sér. Það væru mikil leiöindi ef enginn útdráttur væri til. Fyrirþví báðu þeir hann aö láta eftir ein- hverjar útlistanir. „Um hvaö var hann að tala? Ég skildi einfaldlega ekki orö!“ hrópaði bókarinn, en framburöur hans sjálfs var aðfluttur. „Best væri þú skrifaðir þaö allt niöur,“ sagöi skrifarinn á Soochov-mállýsku. „Þeg- ar það er komið í letur hefuröu ekki talaö til einskis." Lao Tse skildi þá ekki heldur of vel. En mennirnir tveir höföu sett pensil, hnif og viöarspjöld fyrir framan hann og því skildist honum aö þeir vildu fá fyrirlestur hans rit- ~~ aöan. Neitun kom ekki til greina, og hann samsinnti þeim fúslega. En þaö var áliöiö dags og hann lofaði að hefjast handa um morguninn. Sendimennirnir skildu þá við hann ánægöir meö erindislokin. Næsta morgun var himinninn skýjaöur. Lao Tse var illa fyrirkallaöur en hann hóf starfiö; honum var mikið í mun aö komast í gegnum skaröið eins fljótt og hægt væri. Og það gæti hann ekki ánþess að láta af hendi orö sín skrifuð. Honum leið enn verr þegar hann leit á hlaðann af spjöldunum. En án minnstu svipbrigöa settist hann hljóölega og hóf aö skrifa. Hann vakti upp í huga sér þaðsem hann haföi sagt daginn áöur og færöi í letur hverja setningu eins og hann mundi hana. Þetta var áður en gleraugun voru fundin upp og hann verkj- aöi í gömul og sljó augun sem hann píröi uns þau voru einsog örmjóar rifur. í hálfan annan dag skrifaði hann og hvíldist aöeins meöan hann drakk soöið vatn og borðaöi bita af ósýröu brauði, en samt var fram- leiðslan ekki meiri en fimm þúsund tákn- stafir. „Þetta ætti aö nægja svo ég komist gegnum skaröiö," hugsaöi hann. Hann tók tvinna og þræddi spjöldin saman, og skipti þeim i tvær lykkjur. Síöan hélt hann, studdur viö stafinn, inní skrif- stofu varðarins aö fá honum handrit sitt og ía aö þeirri ósk aö fá að leggja á staö án tafar. Hsi hliðvörður var afar ánægöur, afar þakklátur, afar hryggur aö heyra um brott- för hans. Árangurslaust reyndi hann að fá Lao Tse til að tefja lengur, setti þá upp mæðusvip og smþykkti brottför hans; skip- aöi lögreglumönnum aö leggja á blakka uxann. Meö eigin höndum tók hann onúr hillu pakka af salti, pakka af sesamfræjum og fimmtán sneiðar af ósýröu brauði. Þessu stakk hann í hvítan poka og gaf Lao Tse til feröarinnar. Hann tók skýrt fram aö aldraðir rithöfundar nytu forréttinda. Yngri maður heföi aöeins fengiö tíu sneiðar. Meö mörgum þakkaroröum tók Lao Tse pokann. Hann gekk niörúr virkinu. Allir íbú- ar þess fylgdu honum úr hlaði. Hann teymdi uxann í gegnum skarðið þartil Hsi virkisvöröur baö hann að stíga á bak; og þegar hann haföi neitað því kurteislega um hríö lét hann loks til leiðast. Hann kvaddi virkisbúa, beindi uxanum á veginn og hann þrammaöi í hægöum sínum niður hallann. Uxinn fjarlægðist óöum stórum skrefum. Hinir horfðu á eftir honum úr skarðinu. Þegar Lao Tse var kominn sjö eða átta stikurti burtu gátu þeir ennþá séð hvítt hár hans og gula hempuna, blakkan uxann og hvítan pokann. Þá reis upp rykský sem huldi bæöi mann og skepnu og geröi allt grátt. Síöan var ekkert aö sjá nema gult rykiö — allt annaö var horfið sjónum þeirra. Þegar þeir komu aftur til tollstöövarinnar réttu þeir úr limunum einsog þung byröi hefði verið tekin af herðum þeirra og smjöttuöu einsog þeir heföu hagnast á viöskiptum. Nokkrir fylgdu Hsi virkisveröi inn í skrifstofuna. „Er þetta handritiö?" spurði bókarinn og tók upp aöra spjaldlykkjuna og velti þeim viö. „Þetta er minnstakosti snotur rithönd. Ég þori aö fullyrða að finna má kaupanda að þeim á markaðnum." Skrifarinn gekk fram og las af fyrsta spjaldinu: „Þaö Alvald sem um er talaö er ekki Vegur eilíföarinnar! .. .“ „Puh! Sami gamli þvættingurinn. Ég fæ undireins höfuöverk, bara ómur orðanna gerir mig veikan . . .“ „Besta lækningin viö höfuðverk er svefn,“ sagði bókarinn og setti spjöldin niöur. „Æjá!... Ég ætla að sofa þaö úr mér. Ef satt skal segja bjóst ég viö aö fá að heyra um ástamál hans. Ef ég heföi vitað aö okkar biöi allt þetta bla-bla heföi ég ekki lagt þaö á mig að sitja þarna stundum saman í öngum mínum ...“ „Þín eru mistökin aö líta manninn röng- um augum," sagöi Hsi virkisvörður og hló. „Hvaöa ástamálum ætti hann að segja frá? Hann hefur aldrei veriö ástfanginn." „Hvernig veistu þaö?“ spuröi skrifarinn hissa. „Heyrðiröu hann ekki segja, „Meö aö- geröaleysi má koma öllu í verk“? Ef hann legði ást viö einhvern yrði hann aö elska alla. Það eru líka þín mistök aö vilja fara aö Framh. á bls. 12. Á hverju hausti, þegar útséð er um þaö aö ekki sé annars en harðinda aö vænta, og þingmennirnir koma úr leyfum, ábúðar- fullir og hátíðlegir, einhver valinn prestur hefur þrumað yfir þeim í Dómkirkjunni áður en þeir setjast á rökstóla, koma ósjálfrátt fram í huga minn haustljóð skáldanna. Og svo er nú fyrir aö þakka aö ég hef sjálfur ort kvæöi sem heitir Haustþing. Þaö er lík- lega frá 1941 og satt að segja hef ég kunn- að það utanbókar og kann óg þó ekki mörg kvæöi, hvorki eftir sjálfan mig né aöra. Þaö var ekki bjart yfir heimi á því hausti, sem ég er aö tala um. Heimsstyrjöldin síö- ari, sem hófst haustið 1939 og var ekki átakamikil á okkar slóöum fyrstu misserin, haföi vitjað okkar í fullri alvöru. En hennar gætir þó ekki í haustvísum hins þáverandi unga manns: Haustiö var komið og hríöar í vændum, á hey komnar skepnur hjá efnaðri bændum. í brekkum og lautum blóm voru kalin. Hungraöir hrafnarnir héldu inn í dalinn. Nú skyldi haustþingiö halda aö vanda, ef þaö mætti hungursins herskörum granda. Og saman þeir krunkuðu og krunkuöu lengi. En hrím var á stráum og helfrosin engi. Og soltnir í þinglok þeir svifu til náöa. Vonuöu aö rollurnar veiktust af bráöa. Hér er átt viö bráöapestina alræmdu, sem þá haföi lengi legið hér í landi og herj- aöi á annan aðalatvinnuveg þjóöarinnar, þingmönnum er líkt við úrræðalitla hrafna, sem létu skeika aö sköpuðu. Á þessum árum var ég eldheitur áhugamaöur í póli- tikinni og horföi meö miklum ugg til þess, sem var aö gerast úti í heimi, og einnig hér á landi. Nú fyrir nokkrum vikum var ég aö lesa grein eftir einn af mestu áhrifamönnum aö- al hægri flokksins á íslandi. Hann var aö vara viö svokölluðum friöarstefnumönnum nútímans, sem hann lýsti sem skýjaglóp- um, likti þeim viö forsætisráöherra Breta á fyrirstríðsárunum, manninn með regnhlíf- ina, gamla Neville Chamberlain. Nú spyr ég sjálfan mig, gamall maöurinn: Hef óg þá alla ævina veriö samherji þess stjórnmála- manns æskuára minna, sem mér fannst þá of aumkunarverður til þess að ég gæti fyrirlitiö hann, forustumann breskrar íhaldsstefnu, sem eftir minni hyggju, fyrr og síðar, átti ríkastan þátt í því aö steypa heiminum út í heimsstyrjöld. Þaö er ný söguskoöun, aö kenna þenn- an dæmigerða íhaldsbreta viö friöar- og frelsispólitík. Hann rak út í ystu æsar auð- valdsstefnu síns tíma. Börn hermannanna, sem féllu í fyrra striöinu og þeir sem liföu þær hörmungar af, sættu sig ekki lengur viö þau sultarkjör, sem foreldrar þeirra uröu aö búa við. Auðmennirnir, sem áttu atvinnutækin og löndin, svöruöu meö atvinnuleysi og kreppu. Óánægjueldar log- uöu glatt í Þýskalandi og ítalíu, Spánn var orðinn fasistaland, eins og Þýskaland og ítalía. í Frakklandi var að vaxa upp sam- fylking vinstri manna. Þá er ónefndur voö- inn sjálfur: Sovétrússland var orðið stór- veldi, grátt fyrir járnum. Eina von auð- valdsrikjanna var styrjöld milli Þjóðverja og Rússa. En þessi pólitík snerist í höndum gömlu nýlenduherranna í Lundúnum. Meira þarf ekki að segja. Þetta skrifa ég vegna þessarar greinar, sem ég nefndi. Þar ritar ungur menntaöur þingmaður. Mér er spurn: Eru nútíma stjórnmálamenn okkar ekki betur aö sér en þetta í veraldarsögunni? Kannski er þaö ekki undarlegt þótt þeir stjórnmálamenn okkar, sem lágu i vöggu 1939 eöa voru alls ekki fæddir þegar heimsstyrjöldin síöari hófst, hugsi öðruvísi en sú kynslóö sem ólst upp á kreppuárun- um. Viö sáum flestar eöa allar hugsjónir okkar og björtustu framtíöarvonir fyrir allt mannkyn verða aö engu. Meginhluti þess liös, sem skýst nú prúöbúinn yfir sundiö sem aðskilur Alþingi og Dómkirkju hefur drukkiö þá kenningu meö móðurmjólkinni aö hernaður og hernám sé ill nauösyn, og aö íslendingar hljóti um aldur og ævi aö vera dæmdir til aö vera taglhnýtingar eins eöa fleiri heimsvelda. Vissulega getur þaö ástand skapast aö smáþjóö neyöist til að skipa sér í alþjóða- fylkingu meö eða móti hættulegum styrj- aldaraöilum. Þaö geröist á síöustu styrjald- arárum. En þrátt fyrir það ættu gáfumenn múgsefjunarliðsins ekki aö þurfa aö grípa til sögufalsana í þjónustu liðsafnaðar síns. Þetta eru nú orðin fleiri alvöruorö en ég ætlaði mér aö setja á prent að þessu sinni. Ég er ekki þátttakandi í hinu pólitíska stríöi, þótt ég nú sem fyrr telji mig mann friðarstefnu og trúi enn á hlutleysi smá- þjóöa og raunar flestra þjóöa um deilumál vopnavelda og helsprengjugarpa. Því hefur aldrei verið haldið fram, aö hlutleysisstefna gæti tryggt öryggi nokkurrar þjóöar, þegar styrjöld er hafin, en slíkt öryggi veita heldur ekki nein hernaöarbandalög, hvorki í austri né vestri. Það má segja meö sanni, aö ég búi vel að mínu í þessum þætti, læt ekki duga aö vitna einu sinni í eigin Ijóö, heldur lýk máli mínu að þessu sinni með ööru kvæði úr bók frá 1942. Þaö lýsir vel viðhorfi ungs friöarsinna mitt i blóðugu stríöi, þar sem hann er að vísu sjálfur aöeins áhorfandi meö ugg í brjósti. Enn trúir hann á heiminn og þetta stríö: Það ár sem ég fæddist var friður saminn, er fávísir menn settu grið. En áfram var haldið og barist og barist og búiö viö vopnaðan friö. Og vestur á fjöröum var friðnum slitiö, og fátækir daglaunamenn börðust þar fyrir betra heimi — og berjast þar sumir enn. Mín ævi er aðeins stund milli stríöa. — nú stríöa þeir enn. Ég bíð og trúi á heiminn og fegurð og frelsi og friðinn — og þetta stríö Jón úr Vör 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.