Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Qupperneq 6
Mona Reynolds, bresk hjúkrunarkona rifjaði furðu nákvæm- lega upp fyrra líf sitt, þegar hún þóttist vera Elsie Cain, reyndar náfrænka sjálfrar sín (innfellda myndin er af Elsie Cain). um eftir Ian Wilson í boöinu sagði svo: „Komdu, eins og þú varst." Og laugardagskvöld eitt fyrir skömmu komu hundruö endurholdgunar- sinna saman í Los Angeles til þess einmitt og tóku þátt í fyrsta Endurholdgunardans- leik sögunnar í sams konar klæðum og þeim, sem þeir töldu sig hafa boriö í „fyrra lífi“. Þarna voru pílagrímar innan um Rómverja og Forn-Egypta. Napoleon frá San Francisco dansaði viö mynduglega Kleópötru frá Omaha, og enginn virtist hafa neitt við það að athuga, þótt þar væru þrír Ríkharðar III. og meira að segja tveir þeirra konur. Frumkvöðullinn aö þessu samkvæmi fylgdist meö öllu með drottningarsvip. Þaö var Elizabeth Long, sem var glæsileg í sínum konunglega skrúða frá 15. öld. Hún trúir því sjálf, að hún sé ísabella, Spánar- drottning, endurborin og man þaö glöggt, þegar hún sendi Kólumbus af stað til aö finna Nýja heiminn, og eins þegar hún við annað tækifæri stjórnaöi her sínum í orustu, er maður hennar, Ferdinand, kon- ungur, var „einhvers staðar annars staðar." Hún andvarpar af ánægju og segir: „þaö er svo margt fólk, sem heldur, að það hafi lifað áður...“ Það er auðvelt aö afgreiöa þetta mál með því að segja sem svo, að þetta uppátæki sé ekki nema eins og hvað annaö, sem búast megi við frá vestur- strönd Bandaríkjanna, en staðreyndin er sú,,að fólk er í mjög auknum mæli fariö aö taka endurholdgun alvarlega á ný. En nú er liðinn aldarfjórðungur, síðan hiö fræga Murphy-mál upplýstist nokkurn veginn. Það var amerísk kona, sem taldi sig vera írska stúlku frá 19. öld endurborna, Bridey Murphy, en framburður hennar reyndist að miklu leyti byggður á sögum, sem írsk frænka hennar hafði sagt henni. Hinn aukni áhugi á endurholdgun er ekki einungis bundinn við iöjulaust efnafólk í Joe, dáleiðandi, sem hafði athyglisverða sögu að segja Goðsagnirnar endurholdgun Kaliforníu, því að nýleg Gallupkönnun í Bretlandi leiddi t Ijós, að nærri þriöjungur fullorðinna Breta trúir á endurholdgun í einhverri mynd, en það er 10% aukning á 10 árum. í mörgum bókasöfnun í Bretlandi hafa útlán stóraukizt á bókum, sem fjalla um þetta efni. Og jafnvel meöal kaþólikka í Bretlandi leiddi könnun á vegum háskólans í Surrey í Ijós, að 27% voru trúaðir á endurholdgun þrátt fyrir kenningar þeirra eigin kirkju. Það er Ijóst, að hugmyndin um endurholdgun er fyrir mörgum orðin miklu geöfelldari heldur en til dæmis hinar gömlu, kristnu kenningar um himnaríki og helvíti, og það er ekki erfitt að finna ástæðuna til þess. Enginn hefur hingað til lagt fram vott af vísindalegri sönnun fyrir því, aö himnaríki eöa helvíti séu til, en á undanförnum árum hefur fjöldi venjulegs fólks, sem svæft hefur verið dásvefni af dávöldum eða dáleiðslulæknum, sér sjálfu til mikillar undrunar oft á tíðum, rifjað upp atburði úr fyrra lífi að því er viröist. Aðferöin er sú, að því er skotiö aö hinum dáleidda, aö hann sé kominn aftur til tíma, áður en hann fæddist. í Bretlandi er um tugur dáleiðara starfandi við tilraunir með þessari aðferð, og sumir telja sig bókstaflega hafa flutt þúsundir manna þannig aftur í tímann til þeirra fyrra lífs. Einn þeirra, og sá hefur þá sennilega heimsmetið, kveðst hafa annazt slík ferða- lög til liöins tíma um 9000 sinnum. Hann heitir Joe Keeton og býr nálægt Liverpool. Þaö er undarleg og mögnuð reynsla að vera viðstaddur dáleiðslu hjá honum. Þar er ekkert, sem minnir á hið drungalega og dularfulla andrúmsloft andatrúarfundanna áöur fyrr. Fundirnir eiga sér stað í bjartri setustofu Keetons, og hann getur einfald- lega svæft fólk með blíðri rödd sinni og engum tilburðum öðrum. Setjum sem svo, aö hjá honum sé venjuleg húsmóðir íjeiðslu og henni sé gefið í skyn, að hún sé komin aftur til tíma, áður en hún fæddist. Þá gæti hún tekiö að hrópa í angist, þar sem hún lifi aftur verksmiðjubruna á 19. öld, eða að engjast sundur og saman af kvölum vegna pynt- inga á tímum gladraofsókna á 17. öld. Rödd hennar gæti breytzt verulega, bæði hvað snertir hljóm og framburð, orðið ellileg eða barnsleg, og hún gæti jafnvel farið að tala eins og karlmaður. Hún gæti bókstaflega virzt sjá fyrir sér liðna atburði og brugðizt við, eins og þeir væru aö gerast aftur. Og hún gæti þulið upp úr sér ítarlegar, sögulegar upplýsingar með ótölu- legum smáatriðum. Það er vart nein furða, þótt útbreidd blöð og tímarit hafi séð sér leik á borði aö notfæra sér þessi endurholdgunar fyrir- bæri til að auka söluna. Frásagnir af fyrra lífi kvikmyndastjarna, byggðar á upprifjun- um í dásvefni, geta verið alveg eins forvitnilegar og sögur af þeirra „fyrra ástalífi", svo aö ekki sé talað um, hve miklu minni hætta er á meiðyröamáli. BBC-út- varpið sýndi þá varkárni fyrir fimm árum að velja lítt áberandi tíma fyrir dagskrá um þessi efni, en á síðustu tveim árum hefur minni varúðar gætt. Og viötöl við Joe Keeton hafa veriö höfð í brezka sjónvarp- inu, þegar flestir horfa á það. Smám saman hefur áhugi fólks á endurholdgun nálgast það að veröa átrún- aður fyrir tilstilli hinnar nýju kynslóðar dávalda og dáleiöslulækna, sem eru hinir einu sýnilegu æðstu prestar. Og þaö er löngu kominn tími til að taka sumar goðsagnanna, sem um þessi efni hafa til orðið, til rækilegrar rannsóknar. í fyrsta lagi er litið svo á, að dáleiðslan virki eins og töfralykill til aö opna leiðina aö ómeðvituðum minningum, og þar af leið- andi megi líta á þær upþrifjanir, sem meö þessu móti komi í Ijós varðandi þetta líf, sem sannleikanum samkvæmar. En þar sem enginn veit, hvað dáieiðsla er, veröur að taka öllum túlkunum meö varúð. En sennilega hafa þeir sálfræðingar gengið heldur of langt, sem hafa haldið því fram, að dáleiðsla sé einfaldlega ekki til. Þaö hefur komið fram við rannsóknir í afbrotamálum bæði í Bandaríkjunum og ísrael, að fórnarlömb glæpa og vitni að þeim, sem litlar upplýsingar hafa getað gefið í vöku, hafa meö dáleiðslu rifjað upp hluti, sem miklu máli geta skipt og jafnvel 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.