Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Qupperneq 9
Varla geta lóðirnar við Tryggvagötu verið mjög verðmætar fyrst hagkvæmt þykir að hafa þar önnur eins hús, áratug eftir áratug.
í sjálfu Austurstræti, þar sem trúlega eru dýrustu lóðir í Reykjavík. Finnst ekki öllum, að
nýtingin sé einstaklega góð þarna? Eða glæsileikinn?
í nánd við „Hið háa Alþingi" og Tjörnina, stendur þetta glæsihús, eitt af nokkuð mörgum
álíka í miðbæ Reykjavíkur. 1
nægja í bili en snúum okkur aö spurn-
ingunum og svörunum við þeim. Þetta
er yfirgripsmikiö mál, og mun aö öllum
líkindum veröa skipt niður á þrjú blöö
Lesbókar.
1. Hver er að þínu mati
ástæðan fyrir því, að svo til
ekkert hefur verið byggt í
miðbænum í Reykjavík um
áratuga skeið, og hverjar
eru ástæður fyrir því, að
sumar lóðir í miðbænum
hafa staðið ónotaðar eða
hálfnotaðar tímunum sam-
an, enda þótt eigendur lóð-
anna hafi viljað byggja þar
og haft fjárhagsmöguleika
á því?
Hverju er um að kenna?
Lesbók hefur sent nokkrum núverandi og fyrrverandi áhrifamönnum um
skipulagsmál höfuöborgarinnar nokkrar spurningar varðandi þessi mál
og eru hér birt fyrstu svör þeirra.
Spurningarnar voru 10 talsins, en tekið skal fram að ekki fengu allir í
þessum hópi sendar allar spurningarnar, en allir svöruðu þeim spurning-
v um sem þeim voru sendar, nema núverandi formaöur skipulagsnefndar
Reykjavíkur.
9