Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Síða 12
Nokkur aðskotaorð í íslenzku Eftir Sigurö Skúlason, magister LAKKRÍS, sælgætistegund, svört og seig (OM). Oröiö má rekja til glykyrrh- iza í grísku (af glykys, sætur, og rhiza, rót). Þ. Lakritze, d. lakrids, e. licorice. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1850 (OH). LAMADÝR. jórturdýr áþekkt sauð- kind, notaö sem buröardýr í Suður- Ameríku (OM). Oröið lama er ættað frá Perú. Þaö merkir einnig: sérstök laust ofin efni. Þ. Lama, d. lama, e. Ilama. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1827 (OH). LANSÉ, samkvæmisdans, dansaöur af fjórum pörum í fimm umferðum. Þetta er franskur dans og heitir á frönsku: quadrille des lanciers, en þaö merkti upphaflega: ferndardans kesju- mannanna eöa eitthvaö á þá leið. Þ. Lancier, d. lancier, e. lancers. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1966, stafsett lang- sé (OH), en er miklu eldra í talmáli. LASTINGUR, tegund vefnaöarvöru, mikiö notuö sem fatafóður (OM). Orðiö er ættaö úr ensku, stytting á oröinu everlasting sem merkir sá sem endist von úr viti. í þessu heiti felast býsna góö meömæli meö þessu sterka efni. Þ. Lasting, d. lasting. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1895 (OH). LÁD, fyrsta einkunn, góö einkunn (OM). Oröiö er komið af laud í latínu sem er stytting á lo. laudabilis er merkir: lof- samlegur. D. og e. laud. Finnst í ísl. rit- máli frá 19. öld (OH). LASSARÓNI, róni (OM). Oröið er komið af lazzarone í ítölsku sem merkir: holds- veikur. Nú hefur þaö hlotiö meinlausari merkingu: tötramaöur. Lassaróni er upphaflega myndaö af nafni hins kaun- um hlaöna Lazarusar sem sagt er frá í 16. kapítula Lúkasarguðspjalls. Þ. Lazz- arone, d. lazaron, e. lazzarone. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1882 (OH). LEGÁTI, sendimaður (páfa); kumpáni, náungi (niörandi) (OM). Orðið er komiö af legatus í latínu og hefur þar hina viröulegu merkingu: sendiherra. Þ. Leg- at, d. legat, e. legate. Finnst í ísl. forn- máli (Fr.). LEGÍÓ, mergö, fjöldi (um eitthvað „ótelj- andi“) (OM). Oröiö er komiö af legio í latínu og merkir þar eiginlega: úrvalsliö (af so. legere, velja). Þ. Legion, d. legio og legion, e. legion. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1924 (OH). LEXÍA, námsefni (tiltekins dags, kennslustundar); lærdómur, áminning (OM). Oröið er komið af lectico í latínu og merkir þar: lestur. Þ. Lektion, d. lektie, e. lesson. Finnst í ísl. fornmáli, stafsett lektia (Fr.). LEKTOR, lægsta gráöa fastráöinna kennara (á íslandi aöeins viö háskóla); sendikennari (OM). Orðiö er komiö af lector í latínu og merkir eiginlega: Sá sem les (af so. legere, lesa). Þ. Lektor, d. lektor, e. lector. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). LEKTARI, eins konar borö, súla á krossfæti, notuö til aö láta bók standa á viö lestur, fyrrum notaöur í kirkjum eins og prédikunarstóll (OM). Oröiö er komiö af lectorium í miöaldalatínu. D. lectori- um, e. lectern. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). LÉN, forræði, ríki, stjórnarumdæmi (OM). Oröið er komið af len í miðlág- þýsku. Þ. Lehen og Lehn, d. len. Finnst í ísl. fornmáli (Fr.). LEVKOJ, ilmskúfur (OM). Oröiö er kom- iö af leukoin í grísku (af leukos, Ijósleitur, hvítur). Þ. Levkoje, d. levkoj. Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1898, en orömyndin leukoja frá 1886 (OH). LOMBER, sérstakt þriggja manna spil (OM). Orðið er komiö af l’hombre í frönsku, en þaö orö er komið af hombre í spænsku sem komið er af homo, maö- ur, í latínu. Spiliö merkir því eiginlega: maður sem spilar viö tvo aöra. Þ. Lomb- er, d. I'hombre (sama orömynd og í frönsku). Finnst í ísl. ritmáli frá árinu 1859, en orömyndin l'hombre-spil finnst frá árinu 1897 (OH). LÍBERALISMI, frjálslynd viðskipta- stefna, sú kenning aö efla beri sem mest frjáls viðskipti landa á milli (OM). Oröiö er komið af libéralisme í frönsku. D. li- beralisme, e. liberalism, þ. Liberalismus. Finnst í í ísl. ritmáli frá árinu 1949 (OH). í skarðinu Kramh. af bls. 5. sofa. Gamli maöurinn á metnað víöan sem himininn og örlög þunn sem pappírsörk." Þegar hann vill koma einhverju í verk hefst hann ekki að. Hvernig getur hann þá orðiö ástfanginn? Hvernig ætti hann að voga þaö? Líttu í eigin barm: ef þú sérö stúlku, Ijóta eða fallega, rennirðu hýru auga til hennar eins og hún sé kona þín. Þegar þú hefur kvænst, eins og bókarinn hérna, muntu sjálfsagt hegða þér betur.“ Það fór vindhviða um húsið. Þaö setti aö þeim hroll. „En hvert er gamli maöurinn að fara? Hvað hyggst hann fyrir?" Skrifarinn notaöi tækifæriö til aö skipta um umræöuefni. „Hann ætlar útí eyðimörkina, eftir því sem hann sjálfur sagði," sagði Hsi virkis- vöröur mæöulega. „Honum tekst þaö aldrei. Þar er ekkert salt að fá eða hveiti — jafnvel vatn er fágætt. Þegar hann fer að svengja efa ég ekki að hann mun koma aftur." „Þá látum við hann rita aðra bók.“ Bók- arinn Ijómaði. „En hann má ekki láta greip- ar sópa um ósýrða brauðið. Viö skulum segja honum að reglunum hafi veriö breytt og nú sé ætlunin að örfa unga rithöfunda. Við látum hann aöeins fá fimm sneiðar af ósýrðu brauði fyrir tvær spjaldlykkjur." „Meðþví gætum viö móögað hann. Þá fer hann í fýlu eöa fer að brúka rnunn." „Hvernig getur hann brúkað munn ef hann er svangur?" „Ég er bara hræddastur um að enginn vilji lesa þetta bull." Skrifarinn bandaði hendinni frá sér. „Vera má við fáum ekki einu sinni brauðverðið endurgreitt. Ef það er til dæmis satt sem hann segir, ætti hús- bóndi okkar að segja lausu starfi sínu sem virkisvörður. Það er eina leiðin til að ástunda aögerðaleysi og verða maður með mönnum ...“ „Hafðu engar áhyggjur," sagði bókarinn. „Einhverjir munu lesa hann. Er hér ekki fjöldinn allur af virkisvöröum sem eru hætt- ir störfum, og einsetumönnum sem eru ekki enn orðnir virkisveröir? . . .“ Fyrir utan gaus upp vindhviöa og þyrlaði upp gulu rykinu svo hálfur himinninn myrkvaðist. Virkisvörðurinn leit til dyra og sá þar standa nokkra lögregluþjóna og njósnarmenn. Þeir hlustuðu á samræöurn- ar. „Á hvaö eruð þið aö glápa?" hrópaði hann. „Þaö er orðið dimmt. Er ekki einmitt þá tækifæri til að smygla vörum yfir múr- inn? Farið og leitið ykkar svæöi!" Mennirnir útifyrir hurfu einsog reykur. Mennirnir innifyrir urðu þögulir. Skrifarinn og bókarinn fóru báðir hljóðlega út. Hsi virkisvörður strauk rykiö af boröinu með erminni, tók síðan upp spjaldlykkjurnar tvær og setti þær uppí hillurnar sem á var hrúgaö salti, sesamfræjum, fatnaði, baun- um, ósýrðu brauði og öðrum smyglvarn- ingi. Hafdjúp tímans og fossniður Rósa B. Blöndals Upphaf þessa Ijóds birtist í Lesbók 3. okt. síðasti. undir hcitinu „Fossröddin í straumi tímans". Þá var þess ekki gætt að geta þess að það var aðeins brot úr Ijóði og er beðist velvirðingar á því. Ljóðið er nú birt hér í heild. Ósýnilegar — utan sem Ijós og myrkur — eru lífstundir vorar á hraðri ferö. í hafdjúpi tímans hulinn er langur gangur horfinna mæöra og feðra á leið til mín. Horfinna alda hamingja, líf og kraftur, sem hófst aö öldufaldi iífsins um skeið, en dvínaði, hvarf og dó — og hneig þangaö aftur, sem duftið einn morgun reis af heilagri jörð í líki barnsins — með Ijós þess ríkis í augum, sem lánar allt fagurt og gott, allt heilt og satt. Þess ríkis, þess Drottins, þess lífs, sem lífsandinn vekur, þess Ijóss, er frá dögun í sérhverju hjarta býr. Einn dag var það ég, sem lífsandinn lyfti frá dufti og leiddi um veg, sem þá var hulinn og nýr. Hugfangin sá ég þá himininn, jöröina, fjöllin, himininn bláa og logandi gyilta sól. Og ána djúpu, ólgandi, bjarta strauminn, sem alltaf líöur jafnt og stöðugt fram, áþekkur bæöi lindinni skæru og læknum og líkist tæru vatni í barnsins hönd. Því vatnið er eitt af þeim undrum, sem barniö skoðar á allra-fyrstu göngu um nýjan heim. Eitt þeirrar furöu, sem árgeislinn fyrsti boðar. Það sytrar í gegnum greipar á lítilli hendi, sem getur þess kyrru mynd á fletinum deilt. Ó undur! Sé hendin aftur tekin í burtu, þá er það á skammri stundu jafn slétt og heilt. En fossinn hvíti, sem fellur í svörtum hömrum, og freyðandi löðriö byltist um gljúfraþröng, hann tendrar í sál þinni, brjósti þér, árblik af eilífð, — eldur í seiðandi rödd hans og stuölaöa söng. Og leikur geislans á máttarins mikla enni mæli í iöu fossins tímann viö klett. — Oft er eins og sólin silfur í fossinum brenni. Um síökvöldum breiðir hún gull á hans konungs-skrúða. Og regnboginn hvelfist fagur í fossins úöa, — fegurð og tign og kraftur og Ijóssins iöa. Ég heyri aldirnar allar í fossinum niða, ævir, sorgir og gleöi frá tímans hljóði. Svo margvísleg örlög felast í fossins óði, öll forlög þeirra, sem lögðu á tímans braut. Sumir á hægfara sorgar- og þjáningagöngu, sumir á ólmum fákum, gleöinnar börn. En allir hurfu þeir eitt sinn úr fossanna landi. Allir gengu þeir dauöans margbreytta stig. Vonsviknir fóru þeir einir aftur til baka frá uþphafs vegum að dauöans afvikna hliði. Sumir hverfa í sælum bernskunnar glaumi, sumir í morgunsins stígandi, fjölradda kliði, deyja meö sérhverjum æskunnar ófyllta draumi, eins og geisli, sem hverfur í fossins niði. Syngdu nú fossinn minn söngvana þínu dýru með sól í hrynjandi hvítu lokkanna fansi. Tístrengja glóandi gígjurnar láttu þá hljóma, gullhörpusláttinn fyrir hnattanna dansi. Röddinni þinni óbornir ármenn fagni, þótt ólgandí fjör hverrar liðinnar aldar þagni. Þú varst á lífi, þegar mín fyrsta móðir' þaut á grönnum leggjum æskunnar veg. Þú varst á lífi, er allir til grafar gengu, sem gengið hafa veginn á undan mér. — Nú er þaö spurning, hvort þú yfir gröf minni þyiur, hvort þú verður leiddur fyrri, ellegar ég. Þótt fossinn yrði af fjölvísum spellvirkjum grafinn, þeir fá ekki sigrað tímann í daganna röð. En komi sá dagur, aö fossinn fagri sé hafinn, þér fylgiö til grafar landsins dýrustu gjöf. Þjóö mín, þá fylgir þú fornyröislagi tímans. Þú fylgir til grafar krafti þíns eigin blóös. Þú fylgir til grafar fegurstu tungu jaröar. Þú fylgir til grafar söng hennar stuðlaða Ijóös. Erlingur E. Halldórsson þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.