Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Side 3
Sá óvænti atburöur varö hér í upphafi skammdegis, aö íslenzkur myndlistar- maöur, búsettur erlendis um árabil, kom og efndi til sýningar aö Kjarvalsstööum á nýju skipulagi fyrir Reykjavík og teikn- ingum af næsta framandlegum húsum, sem hann vill sjá hér í staö steinsteypu- kassanna. Þessi maður er Þórður Ben Sveinsson, einn af stofnendum SÚM og löngum verið kenndur viö framúrstefnu í myndlist, en starfandi sjónmenntakenn- ari í Dusseldorf í Þýzkalandi um 11 ára skeiö. Menn segja gjarna aö hugsjónir séu sem óöast aö deyja út meö alda- mótakynslóöinni, sem var ölvuð aö framfarahug. En hér höfum viö þó aö minnasta kosti eitt dæmi um mann af yngri kynslóö, sem leggur á sig geysi- lega vinnu viö að teikna upp hugmyndir sínar, bæöi af skipulagi Reykjavíkur, svo og einstökum geröum húsa, — og tekur á sig þann kostnaö aö flytja þetta til islands og sýna að Kjarvalsstöðum án þess aö hafa von um aö hægt sé aö selja uppí innrömmunarkostnaö, hvaö þá meira. Hvaö geröist svo? Sum dagblaðanna sáu ástæöu til aö ræöa viö Þórö; þar geröi hann grein fyrir hugmyndum sínum og ekkert nema gott um þaö aö segja. Frá arkitektum heyröist hvorki stuna né hósti, og heföi þó staöiö þeim næst að hefja umræður og skoöanaskipti um sýninguna og hugmyndirnar, sem þar voru reifaöar. Hjá almenningi hefur sýn- ingin ugglaust fariö fyrir ofan garö og neðan í upphafi jólaannríkisins, enda er fólk alveg afskiptalaust um þaö um- hverfi, sem ókunnugum mönnum við teikniborö þóknast aö búa til handa því. Sýningin var tvískipt. Annarsvegar voru skipulagshugmyndir um Reykjavík framtíöarinnar, þegar íbúatalan hefur tvöfaldast frá því sem nú er, en hinsveg- ar hugmyndir um yfirbyggö ylstræti og gerö íbúöarhúsa fyrir íslenzkar aöstæð- ur. Örfá orö um skipulagið fyrst. Eins og margsinnis hefur veriö bent á hér í Les- bók og víöar, vill Þóröur taka flugvall- arsvæöið í Vatnsmýrinni undir byggð. Hann gerir ráö fyrir að gamli miðbærinn teygist þangaö svo sem eðlilegt verður aö teljast. Á miðju svæöinu er einskonar kjarni, eða yfirbyggt torg og liggja yfir- byggð ylstræti út frá því. Þóröi finnst á hinn bóginn aö ekki sé hægt aö flytja innanlandsflugiö til Keflavíkur og vill leysa máliö meö flugvelli vestast á Sel- t'arnarnesi. a/,Sfór?} Á Álftanesi gerir Þóröur ráö fyrir allstórti bypgö raöhúsa, sem tengist Vatnsmýrarsvæöinu meö brú. Onnur brú tengir það við Kópavogstangann og brú er úr Kópavogi og yfir í Nauthólsvík. Þessar brýr eiga sinn þátt í aö stór- minnka fjarlægðir og draga úr óhófleg- um akstri. En Þóröur gerir einnig ráö fyrir að borgin vaxi til austurs. Fáránleg- ar vegalengdir innan borgarinnar eru kostnaðarsamar og tímafrekar og svo mjög hefur borginni veriö drepiö á dreif, að hún er stærri um sig en sumar millj- ónaborgir. SJÁ NÆSTU SÍÐU. Þórður hefur iagt til, að í stað hinna kassalöguðu íbúðarblokka, verði byggt meira af smærri húsum, þar sem öll frumformin koma ffyrir — og garður, yfirbyggður með gleri, á hverju þaki. Hér má sjá þrjár gerðir slíkra húsa. 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.