Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Side 8
um nágrenniö, safna gögnum sem síðan er
unniö úr á rannsóknarstofum skólanna þar
sem nemendur hafa aögang aö smásjám
o.fl. þ.h.
Sylvi Struksnes var Sþurð hvaða mál
væru efst á baugi hjá samtökunum núna.
„Efst á baugi nú eru mál sem tengjast
olíuborun og olíuvinnslu út af ströndum
Noregs, bæöi vegna mengunar og röskun-
ar á atvinnulífi. Núna á þetta einkum viö
vegna olíuleitar út af ströndum Norður-
Noregs. Þar er hætta á því að sjómenn
laðist aö vinnu sem tengist olíuiönaðinum
og fiskveiðar leggist niöur. Þetta er vanda-
mál í Stavanger núna vegna olíuvinnslunn-
ar í Noröursjó og allir eru sammála um aö
þurfi aö leysa farsællega, bæöi stjórnvöld
og fiskimenn. Komiö hefur líka til tals að
reisa stóra plastverksmiðju í Noröur-Nor-
egi í tengslum viö olíuvinnsluna, en við hjá
náttúruverndarsamtökunum teljum aö dýrt
veröi aö flytja þann varnig frá Noröur-
Noregi á markaöi. Við höldum þvi fram aö
vænlegra sé aö koma þar upp smærri iðn-
aði, bæta fiskiönaðinn, efla jarörækt og
koma á fót fleiri búgreinum.
Vegna olíuvinnslunnar er lífi í sjó og fjöru
hætt, eins og dæmin sanna nú þegar,
vegna útblásturs og mengunar frá olíupöll-
unum. Sjófuglar hafa fengiö illa útreiö og
heilir árgangar af fiski geta glatast ef illa
tekst til.
Forsvarsmenn olíuvinnslunnar segja aö
Norömenn hafi yfir aö ráöa bestu vörnum í
heimi gegn oliumengun í sjó — svokallaöa
„olíulensu" sem verkar eins og net á olíu-
brákina. Gera átti tilraunir meö hana í sjón-
um viö Noröur-Noreg til aö sanna ágæti
hennar, en þá kom í Ijós aö hún var óvirk ef
ölduhæö var meiri en 2'h metri. Samt er
tilraunaborunum haldið áfram. Þetta er
okkur áhyggjuefni. I Noröur-Noregi segja
menn að ekkert stöövi olíubrák á sjónum
nema fjaran.
Varöandi stórar vatnsaflsvirkjanir þá er
Alta-málið í fersku minni. Og nú er farið aö
tala um aöra stórvirkjun sem kennd er viö
Saltfjall í Nordland. Þar ætla 5 sveitarfélög
aö sameinast um eina stórvirkjun en við þá
framkvæmd fara 80—90 ferkílómetrar
undir miölunarlón. Nú þegar eru Norðmenn
búnir aö virkja 66% af því vatnsafli sem
tiltækt er í landinu.
Samkvæmt náttúruverndarlögum er gert
ráö fyrir aö friöa 6% af því vatnsafli sem
eftir er en viö viljum friöa 20%.
Mýrarnar eru okkur líka áhyggjuefni.
Alltaf er verið að ganga á mýrarnar og
mörg dæmi eru þess aö á þeim svæöum sé
settur niður stóriönaöur, aöallega ( Suður-
Noregi. Viö skiljum ekki hvers vegna iön-
aður þarf sama lífsvæði og vaöfuglar. Þar
hefur okkur þó oröið nokkuö ágengt og
fengist hefur í gegn aö friöa viss mýrlendi,
að vísu ekki stór — frímerki má kalla þau.
Viö höfum líka átt í deilum viö bændur
vegna villtra rándýra, en í Noregi fyrirfinn-
ast úlfar, gaupur, birnir og jarfar, sem eru
af marðarætt. Þessi dýr voru friðuö enda
sjaldgæf. Bændur hafa hins vegar haldið
því fram aö þau drepi fyrir sér fé, höföuöu
mál og unnu, svo friöuninni var aflétt. Nú
mega þeir skjóta þessi dýr en engin engin
talning hefur fariö fram, svo menn vita ekki
hvenær síöasta dýriö fellur. Okkur finnst
hins vegar sjálfsagt að bændur fái bætur
þegar sannaö er aö þeir hafi misst skepnu
vegna þessara villtu dýra. Þessi rándýr
drepa sér til matar, þegar þau eru svong.
Þau eru hluti af norskri náttúru. En
mönnum hættir til aö yfirfæra mannvonsku
á þessi dýr. „Gaupa drepur kind“, svona
frétt er slegið upp með stórum stöfum í
blöðunum. En er þaö frétt? Norskir bænd-
ur skilja ekki þennan þátt í náttúrunni. Viö
viljum heldur bæta þeim skaðann en út-
rýma tegundinni.
Þá get ég einnig nefnt þaö sem við köll-
um „súra rigningu“ en hún er vaxandi
áhyggjuefni náttúruverndarsamtakanna í
Noregi, einkum í suöurhluta landsins. Hún
stafar frá iönríkjum sunnar í Evrópu.
Brennisteinsdioxíd úr reykháfum verk-
smiöja stígur til lofts, berst víða um líka til
norðurs og fellur til jaröar meö regninu.
Afleiöingar eru þær aö vötn veröa fiskilaus.
i Suður-Noregi eru 11000 ferkílómetrar
8
stööuvatna orðin fiskilaus vegna þessa og
13000 ferkílómetrar á mörkum þess aö
veröa þaö. Umhverfismálaráðuneytið
norska hefur brugöist viö og beint tilmæl-
um til verksmiöja í Evrópu um aö nota
brennisteinsrýrari olíu. Aöildarlönd Efna-
hagsbandalagsins hafa loks skilið þessa
hættu og þar er farið aö ræöa þetta mál og
úrbætur. Nýlega sendi belgíska sjónvarpið
kvikmyndafólk til Suður-Noregs til að taka
kvikmyndir og kynna ástandið í Belgíu og
víðar og almenningsálitið er okkar megin.
Við fræöum túrista frá Miö-Evrópu um
þessi mál — þeir kynna þau síöan heima
hjá sér. Þeim er líka Ijóst aö um leiö og
farið er að gera eitthvað í málinu lagast
þeirra eigið andrúmsloft. Samt er augljóst
aö mikill skaöi veröur oröinn áöur en þess-
ari þróun verður snúiö viö. Stór-iðnaöinum
vex stööugt fiskur um hrygg, svo mikiö má
ef duga skal.
Áróöur okkar beinist líka aö hinum al-
menna borgara. Viö hvetjum hvern og einn
til aö líta í kring um sig í sínu eigin umhverfi
— sínu nánasta umhverfi. Hvernig er
leiksvæði barnanna og leikvellir viö skóla,
útivistarsvæöin, eigin húsagarður eða bara
gróðurkassinn á svölunum?
Fyrir nokkrum árum var gengist fyrir sér-
stöku átaki undir kjöroröinu „Plant et træ“,
en þaö voru garðyrkjufélögin sem áttu þaö
frumkvæði. Þaö bar góöan árangur. Og viö
höldum áróörinum áfram og hvetjum fólk
til aö gera umhverfi sitt hlýlegra. Reyndar
veröur þaö æ algengara aö fólk kýs aö
rækta sitt grænmeti sjálft í eigin göröum
og þá jafnvel á kostnaö skrautblóma.
„Hvaöa þjóöfélagshópar eru það sem
sýna náttúruverndarmálum áhuga öörum
fremur?"
„Samkvæmt skoöanakönnun sem fram
fór ekki alls fyrir löngu er þaö fólk úr öllum
stjórnmálaflokkum, þetta eru „þverþóli-
tísk" mál. En flest er þarna þó um að ræöa
fólk meö háskólamenntun (65%) eöa aöra
álíka menntun og þeim fjölgar.
Töluveröur fjöldi svaraöi þvi í könnuninni
aö þeir þekktu ekki nógu vel til en voru þó
reiöubúnir aö skoða málið — og svo voru
loks þeir sem hvorki vilja eöa geta skiliö
samhengiö — vilja aöeins ganga á land- og
náttúrugæði."
„Hver er afstaöa norskra stjórnvalda?"
„Þar gætir nokkuö mikiö tregöulögmáls-
ins eins og fram hefur komiö. Jú, náttúru-
vernd er sjálfsögö og fastur liður á stefnu-
skrá stjórnvalda og allir eru sammála um
aö sinna þurfi þeim málum, en þar er ekk-
ert nánar tiltekiö hvað á að vernda, hve
mikiö eöa hvar. Svo þegar einstaka nátt-
úruverndarmál koma til umræöu í Stór-
þinginu þá segja menn, jú, jú, við viljum
vernda, en ekki þetta — og svo um næsta
mál, jú, en ekki þetta. Hvaö veröur þá eftir
aö lokum?
í slíkum tilvikum þegar viö teljum nátt-
úruverðmætum hætt vegna einhverra
framkvæmda, þá leggjum viö fram okkar
gagntillögur og sendum ráöamönnum. Þeir
eru því miður oftast ansi tregir eöa hug-
myndasnauöir kunna ekki aö hugsa inn í
framtíðina. Trúa okkur ekki eöa nenna ekki
aö lesa bréfin frá okkur.
Viö viljum t.d. halda því fram að meö
samstilltum orkusparnaði séu stórvirkjanir
óþarfar eins og komiö er í Noregi enda lítiö
oröiö eftir aö virkja sbr. þaö sem fyrr er
sagt.
Viö sjáum þó rofa til. Borregárd, eitt
stærsta iðnfyrirtæki í Noregi, hefur unnið
aö endurmati á orkuþörf fyrir framleiösluna
og þar kemur fram aö hægt er aö spara
gífurlega orku, auðvitaö meö miklum til-
kostnaöi í byrjun en til lengdar er sá kost-
urinn miklu hagkvæmari. Þarna er um að
ræöa kostnað upp á 2—3 milljarða
norskra króna og breytingin tekur 1—2 ár
fáist hún í gegn. En stjórnvöld vilja heldur
eyöa milljöröunum í nýjar virkjanir frekar
en flytja þá yfir í „sparnaöar-kassann".
Sparnaður má ekkert kosta þótt vitað sé
aö hann sé hagkvæmari fyrir framtíöina.
En þegar stórfyrirtæki eins og Borregárd
hefur komið auga á réttmæti málsstaöar
náttúruverndarmanna, þá fara stjórnmála-
mennirnir ef til vill aö hugsa sig um í al-
vöru.“
„Grösug hlíð meö berjalautum“ þar sem heitir Strynsvatn. Hér ríkir þessi rómaöa norska landsli
sýnist. Þetta stóra og 200 metra djúpa fjallavatn er nú oröiö fiskilaust vegna þess, aö þangaö berst
Evrópu. Smtals 13 þúsund ferkm. af veiöivötnum í Noregi eru að verða fiskilaus af sömu ástæöu
Stærsti foss í Noregi er Vöringsfossinn í innra Haröangursfiröi. Falliö er 180 metrar. Fimmti
hluti vatnsaflsins hefur þegar verið virkjaöur.