Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Síða 11
AKNRÆNT IYJA TIMA Gaddafi kveöst sækja mátt sinn í trúna og draumur hans er stórarabískt ríki — aö sjálfsögöu undir hans eigin stjórn. Hér biöst leiö- toginn fyrir í eyöimörkinni. Þær fá leyfi á meögöngutímanum og laun eftir barnsburö. Eigi aö síður er Gaddafi hættulegasti maður í heimi. Þessi fyrrverandi bedúíni hefur sjúklega ágirnd á „stóra egginu", eins og hann kallar kjarnorkusprengjuna. Þegar áriö 1975 hóf „byltingarforinginn" aö fjár- magna kjarnorkuáætlun í Pakistan. Og sér- fræðingar búast viö, að hinir pakistönsku vísindamenn muni brátt geta smt'öaö sprengju. En þó hafa samskipti Líbýu og Pakistan versnaö undanfarið. En heima hjá honum í Líbýu eru Sovétmenn að byggja handa honum litla tilraunastöð, en sagt er, að hún komi atómsprengjusmíöi ekkert viö. En bandarískir sérfræöingar eru fullir tortryggni. Höfundar bókarinnar „Fimmti riddarinn" telja sig horfa fram í tímann. I skáldsögunni, þar sem staöreyndir eru hafðar meö, er því lýst, hvernig Gaddafi beitir Bandaríkjastjórn kúgun — meö fal- inni kjarnorkusprengju í New York. Gaddafi brosti út undir eyru, þegar hann var eitt sinn spuröur um álit sitt á bókinni. „Þetta er góö saga, en kjarnorkuna á aöeins að nýta í friðsamlegum tilgangi." Þessi strangi múhameðstrúarmaður, sem þegar eftir valdatöku sína bannaði áfengi, fyrirbauð vændi, rak alla útlendinga á burt og lagði meira að segja bann viö hárgreiðslustörfum, af því að þetta sam- rýmdist ekki kóraninum, óttast þó sjálfur um líf sitt. Hann skiptir um svefnstað á hverri nóttu, aldrei er skýrt frá ferðaáætl- unum hans og i varúöarskyni sendir hann í hverri ferö annan bíl eöa aðra flugvél á undan. Eftir síöustu för hans til Moskvu reyndist þessi aðferö árangursrík, því að vélin, sem hann sendi á undan sér, þegar hann sneri til baka til Trípólí, var raunveru- lega skotin niður — yfir Líbýu. Gaddafi er sagður eiga 10 milljóna dollara villu í Grikklandi, og hún á að vera búin rafeinda- öryggisbúnaði og leynileg göng kváðu liggja til sjávar. Jafnvel nánustu trúnaðarmenn hans vita aldrei, hvað „leiðtogi byltingarinnar" ætlist fyrir næst. Þessi ofstopi vinnur 19 stundir á sólarhring, þó að oftsinnis hverfi hann á braut til að iðka hugleiðslu og sé að því heila viku. Þá situr hann í tjaldi úti í eyöi- mörkinni. „Ég er friðarboði alls heimsins," segir hann við sjálfan sig, og í bók sinni, „Þriðja allsherjarkenningin", skrifar hann, hvernig hann hugsi sér heiminn. Hann af- skrifar kapítalismann, því að honum fylgi arðrán. Hann afskrifar kommúnismann, því hann sé guðlaus. Tími Janahitiyah, „ríkis fjöldans", sé runninn upp. En þó virðist Gaddafi ekki geta innleitt hina „gullnu framtíð" með friðsamlegum hætti, heldur aöeins með ofbeldi og hryðju- verkum. 12 islamskir þjóðarleiðtogar hafa þegar slitið stjórnmálasambandi við þenn- an ofstækismann. — SvÁ — úr „BUNTE“ Fyrir eina slíka eldflaug mætti rækta heil flæmi af eyöimörk Líbýu, því þaö er mjög auðvelt og útheimtir ekki annað en vatn, sem er fyrir hendi, ef borað er. En áherzla Gaddafis er öll á að birgja sig upþ af vopnum og hér er nýjasta dásemdin af því tagi sýnd lýðnum við hátíðlega athöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.