Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Side 12
Mynd: Pétur Halldórsson Smásaga eftir Jakob S. Jónsson Þaö var ekki laust viö að ég væri í töluveröum vandræðum. Mig vantaði brúöarkjól, og það þurfti aö vera fínn og vandaður brúðarkjóll með síöu slöri, kjóll, sem gæti fengið hvern sem væri til að snúa sig úr hálsliðnum af einskærri hrifningu yfir handbragðinu og þeirri dul- úögu fegurö, sem sérhver vandaður og vel með farinn brúðarkjóll á að vera gæddur í ríkum mæli. Hins vegar mátti hann helst ekki kosta mikiö, fyrir það fyrsta var ég og er ekkert of vel efnum búinn, þar sem ég hef ekki haft fasta atvinnu um skeiö, og svo var hitt, aö ég þarfnaðist hans ekki fyrir sjálfan mig. Ég var hvorki á biðilsbuxunum né hef ég sérstaka þörf fyrir aö uþpábúa mig í kjóla og (jess háttar — og ef væri svo, væri kjólasmekkur minn áreiöanlega það vel í samræmi við efnahaginn, að ég færi varla að leita sérstaklega að brúð- arkjólum til þeirra nota. Mig vantaöi sem sagt brúöarkjól í al- veg sérstökum tilgangi. bað er kannski rétt að skjóta því hér að, að ég er langt frá því að vera einn af þeim fyrirhyggju- sömu karlmönnum sem kaupa sér íbúö, bíl, mávastell og hnífapör, húsgögn og 12 klukkustrengi og brúðarkjól, og leita síð- an þar til þeir finna sér konu sem fellur vel að þessu öllu — og þá ekki síst kjólnum, með rauðar varir og rjóðar kinnar og spékoppa. Ég er nú þannig geröur, að ég vil eiginlega fremur að einhver kona finni mig og veröi svo yfir sig hrifin að hún kaupi þetta allt sjálf og meira til handa okkur báðum. En þaö hefur því miöur ekki gerst ennþá, hvort sem þaö stafar af því að konur eru al- mennt ekki svo fyrirhyggjusamar eða einhverju öðru. En þaö skiptir reyndar ekki máli í þessu tilviki, því nú var það ég sem var í stökustu vandræöum, af því mig vantaði brúöarkjól. Þannig var nefnilega mál meö vexti, að ég haföi á þeim tíma sem ég naut þess ekki aö vera í föstu starfi og hafa þar meö fastar reglulegar góöar tekjur, dálítið upp úr mér með því að vinna fyrir versiunareigendur og kaupmenn með því aö stilla fyrir þá út í búöarglugga. Þó ég segi sjálfur frá, þá hafði ég og hef allgott auga og næmt fyrir fegurö og smekkvísi, og þaö kom sér vissulega vel í starfi sem þessu. Auk þess hefur hug- vísi mín löngum fleytt mér vel áfram í lífsins ólgusjó, og það er svo sem enginn sérstakur munur, finnst mér, á því aö finna sér gróðavon í einhverju miður sið- samlegu uppátæki eða finna þá útstill- ingu í búöarglugga, sem hefur söluhvetj- andi áhrif eins og þaö er kallað. Allt er þetta auðvitað spurning um aö geta fundið upp á einhverju nýju, einhverju krassandi, einhverju sem vekur athygli. Og þegar um búðargluggaútstillingar er aö ræöa, sakar heldur ekki að notfæra sér þann þjóðlega fróðleik sem sérhver íslendingur trúir og treystir eins og nýju neti, en það eru málshættirnir. Ófáa slíka hefi ég selt góðu verði kaup- mönnum og höndlurum sem stóðu reyndar í þeirri trú að þeir væru að kaupa eitthvaö nýtt og frumsamið. Og þaö hefur vissulega oft komið fyrir, að mig hefur bráðvantaö málshátt sem hæfði til dæmis grænum baunum, nú, eða þá beikoni eða marmelaöi og þá hefur þaö komiö sér vel, aö ég er mælskur á þjóðlega vísu. bannig hef ég fjölgað málsháttum um nokkur par hundruð þar sem þjóöin hefur enga málshætti átt fyrr og jafnvel ekki áttað sig á að þörf væri fyrir. Ég hreyki mér því vissulega af því að hafa auögað máls- háttaríkidæmi þjóðarinnar sem nemur öllu því er snertir söluvörur úr búð, og allir eru þessir málshættir til á sþjöldum, sem geymd eru í viðkomandi verslunum, auk þess sem ég hef tileinkað mér þann námkvæmnissið aö skrá alla slíka málshætti á þá reikninga, sem ég læt hverjum og einum kauþmanni í hendur fyrir vinnu mína. Mér hefur oft veriö bent á, að senda þessa reikninga mína skattstofunni, en vegna málsháttanna heföi ég fremur kosiö að senda þá Landsbókasafninu og Orðabók háskól- ans. Það hefur þó ekki orðið af því enn- þá- En það var sem sagt brúðarkjóllinn, sem olli mér hvað mestum heilabrotum. Ég haföi fengiö gott tilboö frá kaup- manni nokkrum sem verslaði meö kjöt- vörur af öllu tagi: lærissneiðar og kótil- ettur, hangið ket og bjúgu sem sumir nefna grjúpán aö gamni sínu, pylsur og álegg af öllu tagi auk ýmiss annars sem snertir kjöt og kjötvörur. Og nú var það hugmynd mín — sem kjötkaupmaöur þessi haföi orðiö hreint stórhrifinn af — að verða mér úti um dökk jakkaföt og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.