Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Side 13
brúöarkjól og fylla þessi föt af kjötvör- um, svona til aö minna á þaö, ad, þaö er ekki nóg aö vera ástfanginn og búa til brullaups í skyndi, það verður líka aö gera ráö fyrir því að hafa næga aura undir höndum til aö fylla búkinn af lost- ætinu frá Kjötbúöinni Bjúgnakræki — en þaö hét einmitt umrædd kjötvöru- verslun. Ég haföi líka látiö mér detta í hug aö leggja út frá nafni verslunarinnar og segja eitthvaö á þá leiö á spjaldi, að ekki væri nóg að krækja sér í konu, ef vantaði ket á krókinn. Þetta fannst kjöt- kaupmanninum svo bráðsmelliö og gamansamt, aö hann hló mikiö og lengi, og tárin runnu niður kinnar hans. Þaö var því ekki laust viö aö ég fyndi dálítið til mín, aö hafa fundiö upp á þessari hnyttilegu búðargluggaútstill- ingu, en þaö fóru hins vegar aö renna á mig tvær grímur, þegar mér varö þaö Ijóst, aö brúöarkjóiar liggja ekki á lausu. Jakkaföt brúögumans voru aldrei vandamál, því kjötkaupmaðurinn sjálfur bauðst til að útvega þau af sjálfum sér; meira aö segja fötin sem hann haföi sjálfur gift sig í, en þau hæfðu honum ekki lengur, að því er hann sagöi sjálfur, enda hafði töluvert bæst á miöjuna á honum síöan þá. En hann kvaöst því miður ekki geta útvegaö brúöarkjól, því konan hans heföi skiliö viö hann fyrir stuttu síöan og fariö frá honum og tekiö brúöarkjólinn meö sér án þess aö hafa nokkurt samráö viö hann um þaö. Og ég var alveg sammála kjötkaupmanninum aö því leytinu, aö heldur fannst mér þetta óviðeigandi af konunni aö taka kjólinn meö sér rétt sísona; eins og þaö gæti ekki allt eins veriö aö hann gifti sig á nýjan leik, eins og hún. Þetta hefði átt aö vera samkomulagsatriði, það fannst okkur báöum; þaö þeirra sem heföi gift sig fyrr, heföi átt aö eiga skýlausan rétt á brúöarkjólnum. Svo var auövitað aldrei að vita, nema eitthvaö á borö viö þetta kæmi upp á aö nota þyrfti brúðarkjól í annað en þaö sem hefðin sagöi til um. Kjötkaupmaðurinn reyndi reyndar aö hringja til konunnar sinnar fyrrverandi, bar upp vandræði okkar viö hana, og spuröi hvort hún gæti nú ekki aö minnsta kosti lánað okkur kjólinn, þó hún skilaöi honum ekki eins og henni þó bar, en þaö hefur greinilega staöiö eitthvaö illa í bólið hjá henni, því hún rak upp æöi taugaveikislegar hlátursrokur og kvaddi meö þeim orðum, aö „þú heföir nú alltaf skrýtinn veriö, Bjúgna- krækir!“ Þetta viöurnefni var nóg til aö koma kjötkaupmanninum í fýlu þaö sem eftir var vikunnar, og ég bauðst til þess í skyndi aö útvega brúðarkjólinn einn og sjálfur, og viö þaö lyftist brúnin dálítið á atvinnurekanda mínum og hann sendi mig af staö aö koma meö kjólinn þegar í staö, dauöan eöa lifandi. Þetta spaug fannst kaupmanninum svo sniöugt hjá sjálfum sér, aö hann komst þegar í staö í gott skap, og sagöi aö þaö væri ekkert mark takandi á svona kerlingum eins og hans fyrrverandi, þær væru ekkert ann- aö en illgjörn kvendi og rætin, eins og ég heföi sjálfur heyrt í símanum. Og ég samsinnti því auövitað, enda vildi ég fyrir hvern mun hafa hann góöan. Aö minnsta kosti þar til hann væri búinn aö greiöa mér fyrir vinnu mína. Og ég fór að leita aö brúöarkjól, og hringdi í nokkrar fornem kjólabúöir, sem ég þóttist viss um aö seldu brúöarkjóla, sem og raunin var. Hins vegar voru þessir kjólar allir svo hroöalega dýrir, að ég afskrifaöi þá á stundinni. Vissulega var hugmynd mín aö þessari gluggaút- stillingu alveg hreint Ijómandi góö, en ég þóttist viss um, aö kjötkaupmaöurinn væri ekki reiöubúinn aö greiöa mörg hundruö þúsund fyrir einn brúöarkjól. Ég var því í sömu sporum og fyrr, og fannst útlitið ekki sérlega bjart. Ég hringdi í nokkrar góöar konur úr lífi mínu, og byrjaöi á mömmu, sem ætl- aöi vart eldri að veröa, þegar hún var loksins búin aö átta sig á hvaö ég var aö fara. Þaö var eins og fyrri daginn meö blessaða móöur mína, að henni gekk ekki alltof vel aö skilja afkvæmiö sitt og eina athugasemd hennar var á þá leið, aö svona lagaö geröi maöur ekki. Nú, auövitaö er ekki hægt aö elta ólar ýkja lengi við allar tiktúrur í mæörum, slíkt yröi til aö æra óstöðugan, þannig aö ég spuröi bara í kveöjuskyni hvort hún heföi nokkuö litið nýlega á leiöiö hans pabba, og síöan baö ég hana vel að lifa. Hún tók heldur dræmt í það og ég hringdi í ömmu. Það varð mér hug- hreystingarefni í þessum brúöarkjóls- vandræöum mínum nú, aö konur í minni fjölskyldu eru yfirleitt langlífari en karlar, og því þóttist ég hafa góöa von um aö geta orðið mér úti um brúöarkjól innan ættar von.bráðar. Hinn lági meðalaldur karlpeningsins í ættinni var mér ekki ennþá orðið verulegt áhyggjuefni, eins og sakir stóöu hafði ég um annaö aö hugsa, og ekki trúöi ég ööru en aö ég myndi að minnsta kosti lifa það að geta útvegað einn brúöarkjól, sem gæti oröiö verðugar umbúðir utan um kjötlæri, bóg, síöu og slög í útstillingarglugga kjötbúðarinnar Bjúgnakrækis. Hinar langlífu konur ættar minnar reyndust lítiö ginnkeyptar fyrir gylliboö- um mínum og kjötbúöarinnar. Amma haföi gefiö sinn brúöarkjól eldri systur móöur minnar, en hún haföi aftur neyöst til aö selja hann, því þær mæögur höföu veriö svo gerólíkar aö vaxtarlagi aö móöursystur minni haföi reynst gersam- lega vonlaust aö gifta sig í honum þegar til kom. Hún og hennar maður höföu því orðið aö slá brúökaupinu á frest á síöstu stundu, en af því hún var ólétt og hann á förum út á land til vinnu, haföi þaö orðiö ofaná aö þau fóru til borgardómara aö kröfu ömmu. Eftir þaö hafði þeim fundist óþarfi aö efna til kirkjubrúðkaups. En móöursystir mín vissi aftur á móti af frænku minni í annan og þriðja, sem átti brúöarkjól, en hún bjó hins vegar er- lendis, haföi flutt til Ástralíu fyrir meira en tíu árum og áreiðanlega tekiö brúö- arkjólinn meö sér. Ég hringdi í Ollu, systur hennar ömmu, en Olla frænka á aö vita að því er sagt er yfirleitt allt um alla í fjölskyldunni og utan hennar. Áhugi hennar á fróöleik um aöra á sér engin takmörk, og þaö sem hún veit ekki um einkalíf annarra hefur einfaldlega aldrei átt sér staö. Hún er sömuleiðis margfróö um eignir ann- arra, og þaö birtist ekki svo smáauglýs- ing í dagblaði þar sem eitthvaö er selt, aö hún geti ekki rakiö sögu þess sem selt er langt aftur fyrir framleiöslutíma. Olla frænka gaf mér sjö nöfn kvenna, sem allar áttu að eiga sína brúöarkjóla hangandi inni í fataskáp, og hún fullviss- aöi mig jafnframt um, aö engin þeirra heföi á prjónunum áform um aö gifta sig aftur; ég ætti því aö geta sett sjö brúð- arkjóla í búöargluggann, alia bústna og þrifalega af alls kyns gómsætum kjöt- vörum. í staðinn varö ég að lofa Ollu frænku aö slá blettinn hjá henni, reyta arfann úr blómabeöunum, þvo gluggana á húsinu, og sparsla í sprungur og mála tvö herbergi í kjallara og þaö þriðja í risinu, sem hún ætlaöi að leigja, eins og hún komst aö orði, „intressant leigjend- um meö fjölskyldur og prívatlíf“. Svo spuröi hún hvort ég vissi ekki, hversu svag hún væri fyrir öllu svoleiðis, og hvort ég heföi rekiö eyrun í eitthvaö frá- sagnarvert. Ég kvaöst vissulega vita til þess, hversu svag hún væri fyrir öllu svoleiöis, og fullvissaöi hana um þaö, aö ég heföi hana ætíö í huga, þegar ég ræki eyrun í eitthvað frásagnarvert, en bætti því viö aö ég yröi því miöur aö hryggja hana með því, aö þaö væri svo fjarri því aö ég heföi rekiö eyrun í eitt eöa neitt, sem væri þess vert aö haft yröi eftir. Olla frænka baö guö aö blessa mig, færöi mér nokkrar fréttir sem ég haföi ekki heyrt áöur, af fjölskyldunni gegnum símann, og kvaddi mig meö mörgum fögrum orðum eftir aö ég hafði lofaö henni þrisvar og lagt drengskap og æru aö veöi aö ég kæmi mjög, mjög fljótlega til hennar aö vinna þessi smáviövik fyrir hana. Ég verö aö segja þaö alveg eins og er, aö fréttamiölunarþjónustu Ollu frænku er afskaplega mikið ábótavant, og ég hugleiddi þaö í alvöru, hvort ég ætti ekki að lauma því aö væntanlegum erfingjum hennar aö koma henni hið bráöasta á elliheimili; hún væri orðin kolrugluö hvort eö væri. Skemmst frá aö segja, haföi mölur komist fyrir slysni í tvo brúð- arkjóla af sjö fyrir um tíu árum síöan; einn hafði brunniö inni ásamt öllu innbúi ööru fyrir þremur árum, en haföi verið heillegur fyrir þann atburö; tveir höfðu eyöilagst á grímuballi eða jólatrés- skemmtun, sem einhver börn í fjölskyld- unni höföu farið á; einn haföi veriö gef- inn fatasöfnun mæðrastyrksnefndar (til hvers í ósköpunum, spuröi ég meö sjálf- um mér! en kunni ekki viö aö forvitnast um það) og eigandi hins sjöunda haföi látist fyrir um tveimur árum greinilega án vitundar Ollu frænku og eigur viö- komandi höföu dreifst um allar jarðir og enginn vissi hvert. Ég bölvaöi Ollu frænku í hljóði. Þarna haföi dýrmætur tími fariö til einskis, ein- göngu vegna þess aö eftir allt var ekki meira mark á henni takandi en slúður- dálkum dagblaöanna. Meira sárnaöi mér þó aö þurfa aö endurgjalda henni þetta einskis veröa blaður meö dýrmæt- um tíma mínum og vinnuafli, og hét sjálf- um mér því, að vinna verkið illa, ef þá nokkuð. Þessi heitstrenging mín svalaði sárustu vonbrigðunum, aö minnsta kosti í bili. Ég komst auövitað ekki í betra skap, þegar kjötkaupmaöurinn hringdi og vildi óöur og uppvægur fara að sjá árangur strits míns: brúöarhjónin í glugganum. Ég lofaöi honum því, aö nú færi eitthvað aö gerast mjög bráölega, fyrr en varöi skyldi ég birtast meö brúöarkjól í fang- inu inni á gólfi í búöinni hjá honum, og svo laug ég því, að óg væri aö leita uppi mjög skemmtilegan handsaumaöan brúöarkjól, sem væri áreiöanlega frá því fyrir aldamót, en afskaplega vel meö far- inn og hét honum því aö sá kjóll myndi selja fleiri lærissneiðar en hann gæti ímyndaö sér. Og hann kvaddi mig glað- ur, og sagöi aö þaö væri alveg Ijómandi aö hafa menn eins og mig í vinnu, og spuröi hvort ég vildi ekki læra kjöt- vinnslu hjá sér. Ég afþakkaöi pent og var gráti nær eftir aö ég haföi lagt símtóliö niöur. Nú voru hins vegar góð ráö orðin ægilega dýr, og mér leiö eins og hver víxillinn á fætur öörum hrapaði eins og fallaxarblaö að hálsinum á méh. Líöanin var sumsé ekki beint upp á þaö besta sem á varö kosiö. Reyndar held ég aö margir heföu hreinlega gefist upp í mín- um sporum, hætt aö hugsa og látið sig hverfa í farandverkamannavinnu eitt- hvaö út á land. En uppgjöf var fjarri mér, þaö var eins og ég tví- og þríefldist meö hverri raun, og ég var nú staöráðnari í því en nokkru sinni fyrr aö veröa mér úti um brúöarkjól, hvernig svo sem ég færi aö því. Eins og komið var, fannst mér aö tilgangurinn hlyti aö helga meðalið; nú skyldi hvert þaö ráö, er vænlegt gæti talist til árangurs reynt til þrautar, lög og siðgæöi skyldu engu máli skipta héöan í frá, enda æra mín og sómi sem glugga- útstillingamanns í húfi. Þaö yrði áreiö- anlega saga til næsta bæjar, ef þaö spyrðist, aö gluggaútstillingamaöur gæti ekki stillt einum brúöarkjól í kjötbúð- arglugga; slíka hneisu léti ég ekki um mig spyrjast! ÖrjDrifaráðiö var einkamáladálkur síö- degisblaöanna. Ég lét svohljóöandi auglýsingu í blaöiö: „Notaöur brúðarkjóll óskast, þarf aö vera vel meö farinn. Al- gerri þagmælsku heitiö.“ Þetta seinasta lét ég fljóta meö, ef ske kynni, aö ein- hver héldi aö ég væri meö þessu að gramsa í fortíð fólks, sem kæröi sig kannski ekkert um aö þaö vitnaðist aö þaö vildi losa sig viö brúðarkjólana sína. Þeir sem höföu áhuga á aö selja brúð- arkjóla áttu aö senda tilboö á afgreiöslu blaðsins. Innan fárra daga stóö ég meö nokkur bréf í höndunum, settist við símann, glaöur í bragöi, og opnaöi fyrsta bréfiö. Þaö var nafnlaust, skrifaö á ritvél, stutt- ort og gagnort, svohljóöandi: Tímiröu ekki aö kaupa nýjan kjól á brúöi þína, nánös! Ég var í töluverðum vafa hvernig ég ætti aö taka þessu en þar sem hvorki var í bréfi þessu að finna nafn eöa heim- ilisfang sendanda taldi ég það vonlftið mál aö hreyfa frekar viö þessu. Næsta tilboð var austan af fjöröum. Miðaldra kona skrifaði mér langt og fróðlegt bréf um tíðarfar og búskaparhorfur, og tjáöi mér jafnframt aö hún heföi í fórum sín- um brúðarkjól, sem hún gæti vel hugsað sér aö láta af hendi, gegn því aö hann yröi aðeins notaöur í Strandakirkju, sem hún hefði einu sinni heitiö á meö árangri. Til vara nefndi hún Árbæjarkirkju, sem hún kvaö hýsa góöa anda. Hún bauð mér svo í lok bréfsins aö sækja sig heim á bæinn til hennar og bóndans aö líta á kjólinn. Ég lagöi þetta bréf frá mér þungur á brún. Ég taldi þaö harla ólíklegt, aö þessi kona myndi nokkurn tímann fallast á þaö aö kjóllinn yröi nýttur til þess sem ég ætlaði. (Auk þess fannst mér heldur langt aö fara austur á firði að sækja búðarkjól utan um kjötlæri og síðuslög, þó mér tækist e.t.v. aö skrökva upp ein- hverri sögu um til hvers ætti að nota hann.) Þriöja bréfið sem ég opnaði var frá konu í Kópavogi, sem átti hvítan brúöarkjól, sem hún vildi óö og uppvæg selja. Þegar ég sá nafniö undir bréfinu, gaf ég hins vegar þessa von frá mér. Þaö var kona kjötkaupmannsins, sem ég var aö vinna fyrir, og ég dró þá ályktun, aö fyrst hún haföi ekki viljað hjálpa manni sínum þegar hann hringdi í hana, væri hún síst viljugri til þess nú. Og þá var eitt bréf eftir. Þaö var reyndar meö hálfum huga aö ég opnaði þaö, mér var skapi næst aö láta þaö líða ofan í ruslakörfuna á eftir hinum bréfun- um. En eftir aö hafa lesið bréfiö, þóttist ég þó eygja möguleika á að mér tækist eftir allt saman að veröa mér úti um brúöarkjól. Konan sem sendi bréfiö var gift, sagöist gjarnan vilja selja brúöar- kjólinn og skrifaöi nafniö sitt undir og heimilisfang í Reykjavík. Og svo haföi hún látið mynd fylgja, hvaö svo sem þaö hefur átt aö tákna. Ég ákvaö aö bregöa mér á staðinn og sjá hvers konar kjól ég gæti hugsanlega haft upp úr krafsinu. Stuttu eftir aö ég haföi hringt dyra- bjöllunni á fjarska fallegu einbýlishúsi, opnuöust dyrnar, og kona tók á móti mér og bauð mér inn fyrir, þegar ég haföi sagt erindið. Hún sagöi mér aö fá mér sæti inn í stofu, sem ég og gerði, en hún brá sér frá og náöi í þennan líka Ijómandi snotra brúðarkjól, sem hún sýndi mér. Hún spuröi mig hvort ég væri að kaupa þennan kjól fyrir væntanlega eiginkonu mína, og ég sagði henni eins og var, aö sú væri nú ekki raunin. Þá lagöi hún kjólinn frá sér og sagöist ætla aö ná í eitthvað hressandi handa okkur fram í eldhús. Hún birtist innan tíöar meö bakka í SJÁ NÆSTU SÍÐU. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.