Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Page 15
>
Skáldin yrkja betur
en oft áður
hún klykkti út meö því aö segja, aö eng-
inn skyldi nefna konur kjöt í sinni nær-
veru.
Og þaö rann upp fyrir mér, aö konan
haföi misskiliö mig aldeilis herfilega, en
áöur en ég gat komiö upp oröi til aö
leiörétta þennan leiöa og sorglega mis-
skilning var hún búin að spyrna mér út á
tröppur og skella huröinni aftur. Hún
birtist í glugga eftir andartaksstund og
hótaöi mér lögreglunni ef ég heföi mig
ekki á brott úr garðinum þegar í staö.
Ég tók þann kostinn aö hverfa á braut
sárhryggur og brúðarkjólslaus. Nú virt-
ust mér öll sund lokuö, hvergi var brúö-
arkjól aö fá, og nú yröi kjötkaupmaður-
inn í Kjötbúöinni Bjúgnakræki æfareiö-
ur. Ég sá fyrir mér atvinnu- og ærumissi
og þóttist þess fullviss, að þaö tæki mig
langan tíma aö ná mannorði mínu á nýj-
an leik eftir þessar auömýkjandi uppá-
komur.
Reyndar tókst mér stuttu síðar aö
ganga frá kjötbúðargluggaútstillingunni,
þó þaö væri ekki alveg eins og um haföi
verið samiö upphaflega. Þannig vildi til,
aö kunningi minn bjó nokkru utan viö
bæinn, og átti þar nokkur svín, sem voru
nýbúin aö eiga þessa gríðarlega snotru
grislinga. Ég fékk tvo grislinga lánaða og
stóran kassa undir þá, og fór meö þaö í
kjötbúðina, þegar ég þóttist viss um aö
kjötkaupmaöurinn væri úti, og sagöi viö
innanbúöarmanninn, aö hér væri loksins
umrædd gluggaútstilling komin, hvort
hann gæti ekki hjálpaö mér aö koma
henni fyrir og borga mér svo reikninginn.
Hann geröi þaö af stakri greiövikni, og
ég fór hiö snarasta niöur á umferöar-
miöstöö og keypti mér farmiöa í ónefnt
sjávarþorp, þar sem ég vissi aö þörf
væri fyrir farandverkamenn.
Af kjötkaupmanninum og Kjötbúöinni
Bjúgnakræki frétti síðan ekkert fyrr en
nokkum dögum seinna, aö sagt var í
útvarpsfréttum aö heilbrigöiseftirlitiö
haföi lokaö búöinni vegna ólöglegs
dýrahalds í sýningarglugga verslunar-
innar. Næstu daga á eftir liföi ég milli
vonar og ótta um aö kaupmaðurinn
kæmist aö því hvar ég væri niöurkom-
inn, en bragö mitt virtist hafa heppnast,
og smám saman hvarf mér hræöslan.
Svo var það einhverju sinni, ári síöar,
aö ég var aö taka til uppi á háalofti
aldraörar konu í þorpinu og rakst á ægi-
fagran brúöarkjól vafinri í plast. Gamla
konan féllst á að gefa mér kjólinn, og ég
sendi hann meö flutningabílnum suöur
meö kærri kveöju til kaupmannsins í
Kjötbúöinni Bjúgnakræki.
ÚtKcfandi: Ilf. Árvakur. Rcykjavik
Framkv.stj.: llaraldur Svcinssun
Uitstjórar: Matthias Juhanncsscn
Styrmir Gunnarsson
Kitstj.fltr.: Gisll SÍKuróssun
AuKÍýsinKar: Baldvin Junssun
Rltstjórn: AAalstrætl fi. Siml 10100
Engum þýðir að keppa við skáld
um vinsældir, ef það á annað borð
er ástsælt hjá þjóó sinni. í rauninni
má segja, að þjóðin gangi svo langt
í væntumþykju sinni, að hún slái
eign sinni á skáldiö formálalaust
med því að kalla þad „þjódskáld
Og Tómas Guömundsson hefur auk
heldur orðið að „borgarskáldi“ og
þar með sérstakt stáss Reykvík-
inga, svo að það er betra fyrir menn
utan af landi að hafa ekki of hátt
um það, efþeir kunna að meta Ijóð-
in hans.
Þessar vinsældir skáldanna
breytast ekki með árstíðunum eins
og þau væru stjórnmálamenn á við-
kvæmum aldri eöa poppstjörnur.
Til þess ristir væntumþykjan allt of
djúpt, — jafnvel svo að heil kynslóð
sér ekki önnur skáld en þetta eina,
sem hún kallar þjóðskáldiö sitt,
með þeim afleiðingum, að það
verður kannski vanmetið næsta
mannsaldur á eftir. Síðan þokar því
aftur upp á við í skáldastiganum en
þó sjaldnast jafnhátt og forðum.
Kristján fjallaskáld var mest lesið
allra skálda um sína daga, eftir því
sem mér er sagt. Við lestur Ijóða
hans getur þetta ekki komið á
óvart, því að hann ögrar jafnvel
Jónasi Hallgrímssyni meö því að
vera svo blátt áfram og alþýðlegur í
Ijóðum sínum, Ijóðaþýðingum og
stökum, að það er fullkomlega rétt-
mætt að nefna þá tvo í sömu and-
ránni, þegar báðum tekst bezt upp.
Guðmundur Friðjónsson á Sandi er
svo kjarnyrtur í Ijóðum sínum, sög-
um og greinum, að Halldór Laxness
verður að gæta sín, þegar skáld-
bóndinn fyrir noröan tekur flugiö.
Ef maður gefur sér tíma og næði til
aö njóta þess, sem þessir menn
hafa skrifað og ýmsir aðrir þeirra
jafningjar (og þó þeir nái því ekki),
verða þær stundir lengi minnis-
stæðar og gagnlegar.
Frá því ég man eftir mér hefur
verið uggur í mönnum sakir þess,
að heldur fari þeim fækkandi sem
verðskulda skáldaheitið. Þessum
umræðum er gjarna haldið uppi af
miðaldra fólki og eldra, sem ekki
hefur lengur nennu til þess að fylgj-
ast með nýjum straumum, af því að
það er svo önnum kafið við að rifja
upp og tileinka sér það, sem það
hafði vanrækt svo lengi, — skáld
sinnar eigin kynslóðar.
Ég var svo lánsamur að vera af
kynslóð, sem átti sitt Ijúflingsskáld,
Hannes Pétursson. Kvæðabók hans
gleyptum við með húö og hári og
sulgum í okkur Ijóðþyrstum munni,
busár í menntaskóla, sem áður
höfðum fyrir satt, að engir hefðu ort
betur Erni Arnarsyni og Þorsteini
Erlingssyni, að ógleymdum þeim
fjórmenningunum, Davíð frá Fagra-
skógi, Tómasi Guðmundssyni,
Steini Steinarr og Jóhannesi úr
Kötlum. Sjödægra var okkur opin-
berun og við gátum aldrei komizt
yfir það, að stökunni skyldi ortur
dýrasti óðurinn í nokkrum versum
óstuóluðum og órímuðum:
í sléttubönd vatnsfelld og stöguð
hún þrautpíndan metnað sinn lagði
í stuðla hún klauf sína þrá
við höfuðstaf gekk hún til sauða.
Það var svo ógleymanlegt ævin-
týri, þegar Halldór Laxness fékk
Nóbelsverðlaunin. í stundarhrifn-
ingu var ég svo uppnuminn, að ég
vissi ekki fyrri til en ég var kominn
inn á sellufund hjá kommúnistum,
þar sem öðlingurinn Stefán Bjarm-
an hélt erindi um skáldið. í Birtingi
sagði Steinn Steinarr þessi
ógleymanlegu orð, þegar hann var
beðinn um að láta í Ijós álit sitt á
þessari verðlaunaveitingu: Þegar
miklir atburðir gerast eiga litlir
menn að þegja.
Þegar ég skrifa þessi orð er ég
nýbúinn að hitta mann, sem er
galvaskur þeirrar skoðunar, að við
eigum ekki lengur nein skáld nema
ofan í moldinni. Ég benti honum á,
að ég hefði spurnir af nær 40 Ijóða-
bókum, sem út hefðu komið fyrir
þessi jól, hefði lesið sumar þeirra
en blaðað í öðrum og skildi raunar
ekkert í því, hversu góð skáld við
ættum og batnandi mörg þeirra.
Ofan í kaupið eru hljóðstafirnir aö
vinna aftur á, sem ég get ekki
nógsamlega dásamað, enda bók-
menntasögulegt heimsslys, ef við
týndum niður tilfinningunni fyrir
því, hvað væri rétt og hvað röng
stuðlasetning. Tunga okkar yröi
töturleg á eftir og þjóðlega reisnin
ekki söm og áður.
Eftir það sem ég hef lesið síðustu
vikurnar er ég sem sé ekki í vafa
um, aö það er ort betur nú en oft
áður. Mörg skáld af eldri kynslóð-
inni hafa kveðiö sér hljóðs og sleg-
ið á nýja strengi og ungu skáldin
eru vitaskuld „alltaf á uppleið“, —
sum kannski dálítiö feimin í fram-
setningu, en önnur bæta það þá
upp með því að vera þeim mun
upprifnari.
Halldór Blöndal
15