Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 3
Fátt hefur borið til tíðinda í ís- lenzkum húsgagnaiðnaði uppá síð- kastið, nema hvað sú óheillaþróun hefur farið árvaxandi, að innlendur húsgagnaiðnaður leggur upp laupana og búðirnar fyllast af innfluttum varningi. Varla getur það talizt heillavænleg stjórnun. Guðmundúr Guðmundsson í Víði er meðal þeirra sárafáu, sem þrjózkast við að fram- leiða, — þeim sé heiður og þökk. Víðir hefur nú flutt aðalbækistöð sína á Smiðjuveg 2 í Kópavogi, en auk þess er Víðir með verzlun í Síðumúla 23. í búðinni á Smiðjuvegi eru á boð- stólum innflutt húsgögn og íslenzk frá Víði og verður ekki séð, að þau séu síðri. I fyrra var gert nýtt átak í þá veru, að finnskur húsgagnaarkitekt, Ahti Taskinen, var ráðinn til að teikna sófasett og borðstofu ásamt tilheyrandi skápasamstæðum og þar að auki húsgögn í barnaherbergi. Þetta er ákaflega stílhreint og létt og í hreinræktuðum skandinavíustíl, en verkar tæpast sem nokkur nýjung og öllu fremur að farið sé ögn aftur í tímann, þegar húsgögn af þessu tagi voru allsráðandi. Nokkrar óánægju- raddir heyrðust frá íslenzkum hús- gagnateiknurum, sem töldu fyrirtæk- ið hafa leitað langt yfir skammt. Verður ekki annað séð en innlendir kunnáttumenn á þessu sviði hefðu leyzt málið eins vel og bessi Finni. Þessi húsgögn voru á húsgagna- sýningu í Kaupmannahöfn og var það gert með hugsanlegan útflutn- ing í huga. í samtali við Guðmund Guð- mundsson verzlunarstjóra Víðis í Síðumúla, kom fram, að hann hafði orðið var við þá skoðun, ekki sízt hjá ungu fólki, að færi maður af stað með eitthvað í þessum dúr, yrði allt á heimilinu að vera í þeim stíl. Við vor- um sammála um það, verzlunarstjór- inn og sá er þetta skrifar, að þar væri á ferðinni mikill misskilningur. Það vill einatt verða stift og óheimilislegt og líta út eins og deild í húsgagna- verzlun, þegar áherzla er lögð á að hvergi verði frávik frá einhverjum stíl. I erlendum tímaritum um hús- búnað er oft bent á, hvað það getur farið vel að blanda saman stíltegund- um og hafa ólíka hluti saman, sé það gert með tilfinningu. Antíkhúsgögn geta til dæmis farið vel með einhverju nýtízkulegu. Hillusamstæðan hefur þann galla, að skúffurnar i sökklinum eru full lágt til að þægilegt sé að komast í þær og hætt er við að fingraför sjáist með tímanum á þessu ljósa beyki, þar sem ekkert er til að taka á skúffum og skáphurðum annað en sjálfur viður- inn. En uppröðunarmöguleikar á veggsamstæðunni eru mjög margvís- legir. Sæmilega þægilegt er að sitja í sófanum og stólnum; áklæðið úr alull. <------------ Hillusamstæða úr beyki er seld í stykkjatali og hægt að fá hverja hillu fyrir sig. Glerhurðir eru fyrir hillunum, sem hér eru fyrir miðju, en einnig geta þetta verið bókahillur. í sökklinum sem er breiðari, eru skúffur. Svo tekið sé mið af því sem sést á myndinni, þá er verð á röðinni lengst til vinstri kr. 4.746,-, mið- röðin kostar kr. 6.219,- og sú til vinstri kostar kr. 5.086,-, eða samtals kr. 16.051. <------------ Húsgögn í barnaherbergi, teiknuð af_, Taskinen eins og allt hitt. Hér er uni' ýmislegt að ræða, en við tökum mið áf því sem sést á myndinni. Þar er barna- eða unglingarúm með hákoju og tröppu, einnig fylgja dýnur og 3 púðar í hvora koju. Allt kostar það kr. 9.455.- en hægt er að fá eitt rúm úr sama efni, en með tveimur skúffum undir botninum og það kostar kr. 5.316,-. Á neðri myndinni má einnig sjá skápasamstæðu í barnaher- bergi; þar í eru hillur fyrir plötuspilara og vinnuborð. Þessi samstæða er ekki hvítmáluð eins og sést á myndinni, held- ur úr beyki og kostar kr. 7.376. Almenningur þar um slóðir virðist helst horffa til íslands sem lítillar íshafseyju í norð- urhöfum, þar sem íbúarnir þrumi í hálfgerðri vesöld, dragi fram lífið á frumstæðum fisk- veiðum og búi við lífskjör svipuðum þeim, sem Skandinavar bjuggu sjálfir við um síð- ustu aldamót. I fyrra sumar las ég grein eftir ágætan bakara sem hélt því fram að við íslendingar ættum að rækta korn okkar sjálfir. Þá datt mér í hug út- varpserindi sem fræðimaður nokkur hélt fyrir nokkrum árum; hann nefndi erindið: Hvar er ísland? Og í fram- haldi af því komu upp í hug- ann ummæli fransks hag- fræðings sem hafði hér viðdvöl fyrir enn fleiri árum, klappaði íslendingum kump- ánlega á öxlina og sagði: Þið eigið ekki að vera að rækta kartöflur, hér í þessu norð- læga landi. Og enn minntist maður orða Julian Huxley: Island liggur á mörkum hins byggilega og óbyggilega. Hvar er Island — var furða þótt spurt væri? Sé litið á venjulegt Evrópukort liggur það efst í vinstra horni, jafn- ofarlega — og þar með jafn- norðarlega og nyrstu hlutar Island kortinu Skandínavíu. En kortið blekkir, breiddargráðulín- urnar liggja í boga — niður til miðjunnar en upp til hornanna. Skandínavar vilja helst tengja okkur við svo- kallaða Norðurkollu, nyrstu héruð Noregs. Svíþjóðar og Finnlands. Landfræðilega stenst það ekki. Flestir þéttbýlisstaðir á íslandi liggja á svipaðri breiddargráðu og Þránd- heimur í Noregi sem Norð- mönnum þykir, held ég, naumast teljast til neinna norðurslóða. Öll ná lönd þessi langt norður fyrir ís- land, t.d. mun allt að þriðj- ungur Finnlands liggja norð- ar en nyrstu oddar Islands. I Skandinavíu eru að sönnu fáeinir »íslandsvinir« sem hafa sökkt sér niður í íslensk fræðit komið hingað og vita hvar Island er. En a 1- menningur þar um slóðir virðist helst horfa til íslands sem HtiIIar íshafseyju í norðurhöfum þar sem íbú- arnir þrumi í hálfgerðri ves- öld, dragi fram lífið á frum- stæðum fiskveiðum og búi við lífskjör svipuð þeim sem Skandínavar bjuggu sjálfir við um síðustu aldamót. Satt er það að stundum vorkenna þeir þessu afskekkta fólki og líta til þess í náð. En miklu oftar gætir hörmangara- hugsunarháttar og drembi- lætis. Sú var t.d. þrautin þyngst á uppgangstímum ís- lensks millilandaflugs að fá að lenda íslenskum flugvél- um á Norðurlöndum. Hroka- fyllsti andstæðingur okkar þar var þá Olof Palme, þá- verandi samgönguráðherra Svía. Það var engu líkara en köld og grá vofa einokunar- innar teygði ágirndarkrumlu sína upp úr moldugri gröf- inni. — Palme varð seinna róttæklingahetja og friðar- postuli! Meðan Skandínavar kepp- ast við að byggja upp stór- iðju og vinna olíu úr sjó segja þeir við íslendinga: Þið eigið að halda landi ykkar hreinu. Þeir vilja að við varð- veitum okkur sem eins konar dýragarð með sömu rökum og þeir predika verndun sjaldgæfra dýrategunda. Þróunarhjálp sú, sem Islend- ingar leggja fram, fer oft um hendur Skandínava, t.d. lýsi til Póllands sem fór með norskum skipum. Halda , menn að þeir hrópi um leið og þeir skipa varningnum á land: Þetta er frá okkur og hitt er frá Islendingum. Það er þá að minnsta kosti nýtt ef þeir eru farnir að nefna sjálfa sig og íslendinga sem eins konar lagsbræður og jafningja. Hvað um Svía sem veigra sér við skítverkunum heima hjá sér? Tyrkir, Júgó- slavar og Finnar eru nógu góðir til að vinna þau. Þegar íslendingar vörðust breska flotaveldinu í þorska- stríði voru Svíar beðnir um fáein smáskip til kaups eða leigu. Þeir sögðust engin eiga! Tvisvar eða þrisvar hefur íslenskur þjóðhöfðingi heim- sótt Svíþjóð og Svíakóngur jafnoft birst hér, til endur- gjalds. Þá er stórþjóðinni nóg boðið — að slík og þvílík flatey skuli telja sig til sjálfstæðra ríkja: vorkunn- semin víkur fyrir háði og spotti. í norrænni samvinnu eru Islendingar taldir eiga heima með áðurnefndri Nordkalott- en. Við ættum að senda þeim karlakór Kolbeinseyjar sem skemmti hér fyrsta apríl fyrir nokkrum árum. »Fá- tækrahverfi fyrir ofan snjó- línu.« — Þannig lýsa þeir Breiðholtinu okkar. Þetta sakaði ekki svo mjög ef við skoðuðum okkur ekki sjálf með augum Skandín- ava. Það er að vísu rétt að ísland liggur á þess konar veðramótum á hnettinum — mitt á milli golfstraumsins og Grænlandsjökuls — að hér viðrar sjaldan til sól- baða. Hins vegar er hér oftast — eins og bóndi nokk- ur komst að orði — ágætis vinnuveður. Ég trúi ekki að neinn flytjist héðan til Norð- urlanda til að komast í betra loftslag. Væri það takmarkið dygði ekki að halda skemmra en til Suður-Spánar eða Kal- íforníu. Það er ekki veðráttan sem hér hefur komið í veg fyrir framfarir heldur sú ótrú á landinu sem í aldanna rás var flutt hingað inn frá Skandínavíu með vatns- blönduðu brennivíni og möðkuðu mjöli. Erlendur Jónsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.