Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.08.1982, Blaðsíða 5
 Ljóðiö mun rísa Steinn Steinarr Teikning eftir Örlyg Sigurðsson mikla taugar til skáldskapar Guðmundar Böðvarssonar, en þótti ljóð hans að sjálfsögðu misgóð. Ég man ekki eftir dóm- um hans um Jón Helgason, nei- kvæð ummæli hefðu orðið mér minnisstæð. Um skáldskap Jó- hannesar úr Kötlum talaði hann alltaf af lítilli hrifningu eða virðingu, en hlýhug bar hann til hans sem manns og var það gagnkvæmt. Jóhannesi þótti mikið til Steins koma bæði sem skálds og gáfumanns. Ég held að gagnrýni hins gamla lærisveins hafði stundum sært hann. En Jóhannes mátti nú margt hnífil- yrðið þola um sína daga, bæði frá Steini og öðrum, en hann átti líka stærri hóp aðdáenda en Steinn meðan báðir lifðu. Eitt samtímaskáldið og raun- ar tvö hef ég ekki nefnt: Davíð Stefánsson og Einar Benedikts- son. I æsku og sem unglingur mun Steinn hafa verið mikill að- dáandi Einars og fyrsta kvæði Steins, eftirmæli sem birtust í Tímanum, ég las það einhvern- tima, var ort undir áhrifum hans. Þessa gætir og í bókar- kvæðum, einu eða fleirum. En svo mun honum hafa þótt Einar of kaldhamraður. Áður en Steinn kom fram á sviðið var það skáld, sem mest hafði mótað persónuleika hans, um það bil búinn að vera. Það var Stefán frá Hvítadal. Honum kynntist Steinn í sveitinni sinni. Honum hefur hann eflaust mest viljað líkjast. Hann var sá ljúfl- ingur og ævintýramaður sem kotungspilturinn hagmælti sá í draumsýn. Jóhannes úr Kötlum sagði mér, að um margt hefðu þeir verið svo undarlega líkir að skaplyndi og dagfari að sumir hefðu haldið að þeir væru feðg- ar. Þeir voru óskyldir, en með þeim voru góð kynni á meðan þeir áttu samleið. Ég man að Jó- hannes sagði: Mórall þeirra í sið- ferðisefnum var hinn sami. Þrír menn komu fram á sjón- arsviðið sem rithöfundar um líkt leyti: Stefán, Davíð og Sigurður Nordal. — Steini mun hafa þótt mest til Stefáns koma. Hann mun líka hafa átt mestu gengi að fagna í fyrstu hjá einlægustu listvinum í landinu. Hinir tveir komust fljótt á toppinn og héldu sæti sínu uns yfir lauk, hvor með sínum hætti. Steinn varð enginn lærisveinn Stefáns í ljóðagerðinni, en vand- virkni hans tók hann sér til fyrirmyndar. En hann var mjög gagnrýninn á ljóð og stefnu Davíðs, fannst hann kaupa hylli þjóðar sinnar með daðri við fyrirfram vinsælar kenningar og sléttrímaðar kellingabækur. Þetta eru ekki Steins orð en andi hans í garð Davíðs. Með öðrum hætti var hann gagnrýninn á smekk Sigurðar Nordals og ekki ánægður í páfaríki hans. Ég kynntist Steini mjög fljót- lega eftir að ég kom til Reykja- víkur, um það leyti sem fyrstu bækur hans voru að koma út. Ég hygg að ég hafi verið í þeim und- arlega og margiita hópi, sem hann fann að létu sér með ýms- um hætti annt um hann. Honum þótti vænt um þá umhyggju sem honum var sýnd og ég held ekki að hann hafi erft það við menn lengi, þótt milli hans og þeirra kastaðist stundum hressilega í kekki. Ég frétti stundum eftir honum meinlegar athugasemdir um mig og mína ljóðagerð. Við fórum þar mjög hvor sína leið. Honum fannst ég óþarflega ein- faldur og kannski of einfeldn- ingslegur. Mér fannst margt í Tímanum og vatninu óhugsað orðagjálfur og meiri tónlist og jafnvel málverk en ljóðagerð. Hann sýndi mér nokkurt föður- legt umburðarlyndi, tæpum ára- tug eldri. Ég dáðist að listtökum hans og snilli, leit ótvírætt upp til hans, en allur lífsmáti hans var mér fjarri skapi. Við Steinn vorum báðir miklir aðdáendur Laxnessbóka, þótt við þættumst að sjálfsögðu geta fundið þar einhverja hnökra. Ég man að við ræddum einhverju sinni um nýkomna bók, ann- aðhvort úr Ljósvíkingsflokknum eða íslandsklukkunni. Ég mun hafa haft um bókina og höfund hennar öllu sterkari orð en Steinn, en þó mátti kannski ekki á milli sjá. En allt í einu segir Steinn: En það er sama, Jón minn, hversu vel sem þeir nú standa sig í prósanum, þá verður það okkar grein, ljóðið, sem ber yfir allt og rísa mun hæst. Ég sagði ekki neitt. En ég held að ég hafi aldrei fyrr eða síðar heyrt Stein taka sér í munn al- varlegri orð og jafn alvarlega meint. — Þrátt fyrir sitt hrjúfa og oft meinfýsnislega, miskunn- arlausa viðmót var hann einn þeirra, sem mikið var hægt að fyrirgefa. Hann sagði: „Og ég var aðeins til í mínu ljóði." Þau orð held ég að hann hafi viljað að væru heilagur sannleikur. Jón úr Vör Kristín Bjarnadóttir SKILNAÐUR (eftir sýningu á leikriti Kjartans Ragnarssonar) ... og hin fulikomna nekt gat ekki verið meira en fullkomin sama orðið yfir tvennt: ytri og innri nekt og villidýrin stara og teyga í sig orðin gegnum rimlabúr menningar, sem heldur þeim víggirt hugarfylgsni bræða úr sér... vegna þess að hið sjálfsagða segir sig sjaldnast sjálft (kók og kvöldsól í hléinu) óttinn gat ekki óttast dauðann meira en svo að hann hlyti að deyja að skilnaði og við drögum rítinginn úr kvið okkar göngum út og byrjum með nýjum kjark alltaf frá upphafi sem aðeins leikhús kann að enda fullkomið skefjum 20. júní ’82 EKKI „ÚTÍ BLÁINN áá við verðum að vinna bug á þunglyndi þínu sagði hann og hún skildi ekkertí afhverju hún var þunglyndari með honum en með sjálfri sér þá rauk hún útí Buskann og í Fjarskann til að huga að þunglyndinu ísér þar fann hún þunglyndið hvergi en ekki heldur hann ... UTI „BLAINN áá hvernig varð herbergið blátt? var það litla bláa kannan, sem ég las barn eða hafiðbláahafið, sem við sungum allaleið uppá ás er það blái litur frelsis í DDR eða blái litur tískunnar í ár er það dökkblár jakki mömmugöggu eða kúrekabláminn, sem selst svo vel er það blái litur bláklukkna eða skærbláu klukkunnar sem vekur mig er það kóralbláa armbandið frá parís eða ítölskubláu skórnir frá ífyrra er það fuglasöngur sem hljóðnar bakvið bláma himinsins eða verður herbergið hvítt? vegabréfið er blátt 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.