Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Qupperneq 4
WAGNER Eftir Ríkarð Örn Pálsson Hinn 20. maí 1849 birtist í Leipziger Zeitung skipun um handtöku á hinum „konunglega hljómsveitarstjóra" Richard Wagner, gefin út af lögreglu- embættinu í Dresden fjórum dögum áður. í þessu „Steck- brief" er handtakan heimiluð vegna „töluverðrar þátttöku" tónlistarmannsins í „uppreisn- arhreyfingu", er látið hafði til skarar skríða skömmu áður. Árið 1849 var Wagner kominn í úlfakreppu. Kaup hans í Dresden var lágt, en jafnvel verra var, að sultarlaun hljóð- færaleikara og söngvara fældu frambærilega flytjendur frá með þeim afleiðingum, að tæknileg gæði á uppfærslum voru undir meðallagi. „Hollendingurinn", „Tann- háuser" og síðast „Lohengrin" (1848) höfðu lítilli lýðhylli náð. Eins og kemur fram í riti Wagn- ers frá sama tíma, List og bylt- ing, átti hann erfitt með að sætta sig við það og skellti skuldinni á þjóðfélagið. Nú var kominn tími til að breyta því. En hagir Saxlands breyttust lítt eftir uppþotið í Dresden. Það gerðu hins vegar hagir Wagn- ers. Byltingarfrömuðunum Röckel og Bakunin var stungið inn, en Wagner tókst að strjúka til Sviss. Ritstörf í Ziirich Wagner dvaldi næsta áratug í Zurich og hafði þar tiltölulega meira næði en hann hafði áður kynnzt. Fyrstu árin fóru nær eingöngu í ritstörf. Nú sáu dags- ins ljós múrsteinsritgerðirnar miklu, Um listaverk framtíðar (1849), Ópera og leiklist (Oper und Drama, 1850—51), auk Skilaboð til vina minna (1851), verk sem nægt hefðu næstum atvinnurithöfundi sem ævistarf. Rit þessi hafa að geyma aðalhugmyndir Wagners um hina fullkomnu óperu. Enda þótt þau séu sízt auðlesin, höfðu þau mikil áhrif til langs tíma og voru sem slík meðal þýðingar- mestu ljósmæðra 20. aldar tón- hugsunar. Flest tónfræðirit eru í eðli sínu afturhverf. Þau fást við að skilgreina og staðla það sem við- gengizt hefur fram að ritunar- tíma. Wagner var sér á báti í því, að hann setti fram nýjar kenningar og framkvæmdi þær síðan í verki. í áðurnefndum rit- um koma fram nýstárlegar hug- myndir, er áttu eftir að birtast óperugestum í seinni verkum tónskáldsins, þ.e. „Niflunga- hringnum", „Tristan og ísold", „Meistarasöngvurunum í Núrn- berg“ og „Parsifal". Slíkt er einsdæmi í sögu vestrænnar tónlistar. Því er vert að staldra eilítið við og rifja upp megin- inntak þeirra kenninga Wagn- ers, er áttu það ósammerkt með framtíðarsýnum flestra manna NI.IS7 Síðari hluti fyrr og síðar að verða að raun- veruleika, meðan höfundurinn var enn á lífi. Sagt var, að ritsmíðar Wagn- ers væru ekki léttasti afþrey- ingarlestur sem völ væri á. Koma þar til skrautlegar lík- ingar, ofhlaðið orðaval, óþarf- DUL- SÁLFRÆÐINGUR ÓPERUNNAR bók hans, er þó leiftrar af skarpvitru innsæi og nefnist „Aspects of Wagner" (1968). Fylgir útdráttur af samantekt hans hér á eftir: Wagner áleit hámarkið í sköpunarsögu mannsandans hafa náðst með gríska harm- leiknum. Kostir hans voru fimm- þættir: 1. Hann sameinaði listgreinarnar í eina heild (þ.e. ljóðlist, leiklist, söng, dans og hljóðfæraslátt), 2. hann studdist við efni úr goðsögnum (er bezt skýra dýpstu hvatir manna fyrr og nú), 3. flutningur hans hafði trúarlegt gildi, 4. trúarbrögð Forngrikkja voru mannleg og lífhvetjandi (andstætt kristinni kirkju, er lagði áherzlu á, að þetta líf væri aðeins táradalur; ef annað líf væri það sem máli skipti, hvers virði væru þá listir þessa lífs? (hér glyttir í Feuer- bach og Nietsche)) og, 5. allir samfélagsþegnar gríska borg- Richard Wagner ásamt eiginkonu sinni. Osvikin aðdáun eða grunur um illt eðli Kvalafull ást: Úr Tristan og ísold eftir Wagner. lega huglægt málfar og flókin setningaskipan. „Margir kaflar eru óþolanlega leiðinlegir og sumir merkingarlausir með öllu,“ segir Bryan Magee. Magee telur raunar skýringuna á stundum þokukenndri fram- setningu Wagners vera fólgna í því, að kenningar tónsmiðsins hafi orðið til út frá óperum þeim, er á eftir komu — enda þótt þær væru einungis til í huga hans, ér hugmyndafræði þeirra var fest á blað — en ekki öfugt, eins og í fljótu bragði virðist og Wagner hefur sjálf- sagt ætlazt til að menn héldu. að minnsta kosti hafa orsök og af- leiðing eitthvað víxlazt á köfl- um, eins og oft vill verða. Það er gamalt bragð að yrkja stökuna út frá hámarki síðasta vísuorðs. í hverju voru þá óperukenn- ingar Wagners fólgnar? Þær hafa verið dregnar saman af áð- urnefndum Bryan Magee í lítilli ríkisins tóku virkan þátt í list harmleiksins (nema e.t.v. þræl- arnir, en þeim er að vísu alltaf sleppt, er róma skal fornaldar frægð). Úrkynjun í hámarki á 19. öld Er menning fornaldar leið undir lok, sundraðist allt. Hver listgrein hélt sína leið. Listin er óður til lífsins, en táradals- og hatursáróður kristinnar kirkju gagnvart mannlegu eðli vildi í raun alla list feiga. Maðurinn firrtist tilfinningalíf sitt, var ekki lengur talinn í guða líki, heldur aumustu maðka í moldu. Á 19. öldinni, segir Wagner, náði úrkynjunin hámarki. Oper- ur voru þá orðnar að innantómri afþreyingu góðborgarastéttar og yfirbragð þeirra í senn dað- urslegt og andfélagslegt hjóm undir kristilegu yfirvarpi mátt- arstólpa þjóðfélagsins. Hefðir óperunnar voru orðnar skrípa- leik líkastar, söguþræðir þeirra fáránlegir og söngtextar for- heimskaðir, en það þótti allt í lagi, því ópera 19. aldar átti einkum að vera vettvangur glæstra sýningaratriða, dægur- laga og raddfimra stjörnusöngv- ara. Úr því að óperuformið engu að síður fól í sér áhrifamestu möguleika allra listgreina, gat Wagner ekki komizt hjá því að álykta, að byltingar væri þörf. Til sanns vegar má færa, að hann var ekki sá fyrsti, er ausa vildi sannleika úr Mímisbrunni Forngrikkja, nægir að nefna Flórantínumenn um 1600 og Gluck á 18. öldinni. En Wagner var fullljóst, að eftir daga Sóf- ókleisar og Evripídesar höfðu komið til Shakespeare og Beet- hoven og þar með verkefni fyrir listamann framtíðarinnar. Framlag Wagners til „fram- tíðarlistar" fólst einmitt í að byggja á og tvinna saman nýj- ungar Shakespeares og Beet- hovens í splunkunýrri listgrein, er hann nefpdi músík-drama. Músíkdramað lagði áherzlu á innri fyrirbæri persónanna, andstætt hefðbundinni óperu, þar sem söngtextinn, „líbrettó- ið“, var aðeins snagi til að hengja á glansmyndaatriði og dillandi, dísætar melódíur. Framvinda músíkdramans sner- ist um mannlegar tilfinningar, ekki um markmið þeirra, og jós úr fylgsnum sálarinnar. Hnyðj- ur Wagners og hnallar til þess arna, hvað tónlistarhliðina eina varðar, sótti hann í vopnabúr Beethovens, er varð fyrsti hljómsveitarkompónistinn til að tjá persónulegustu tilfinningar sínar í sinfónískum tónverkum. Hann samdi textana sjálfur Eins og áður hefur verið drep- ið á, samdi Wagner textann að öllum óperum sínum sjálfur. Þetta greinir hann á afdrifarík- an hátt frá öðrum óperutón- skáldum, er sömdu tónlistina við fyrirliggjandi óperutexta sérhæfða líbrettóhöfunda. Enda þótt Wagner vissulega byrjaði nýtt sviðstónverk á því að semja „líbrettóið", er ekki þar með sagt, að tónsköpunin hafi fyrst hafizt, er því var lokið. Þvert á móti var textinn að miklu eða mestu leyti saminn með tiltölu- lega fastmótuð tónferli í huga, ýmist í stóru broti eða smáu, og tónlistin því í verulegum mæli frágengin, þegar blekið var þornað í síðasta orði söngtext- ans. Frægustu tengingartól Wagn- ers milli tónrænnar framvindu og atburðarásar í orðum eru sem kunnugt er hin margumrit- uðu „Jeiðistef“ hans, er á sífellt meðvitandi hátt þræða óperur hans upp frá Hollendingnum fljúgandi og komast í algleym- ing í „Hringnum“. Leiðistef er stutt stef eða tónafrum, er ávallt tengist ákveðinni per- sónu, hlut eða hugtaki verkið út í gegn. Bregða mátti leiðistefj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.