Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Qupperneq 9
Frank er mexíkanskur málari, þótt hann búi i Tucson og hann er einn af
fáum, sem tekizt hefur að halda hinu bernska svipmóti; er með öðrum
orðum naivisti. Til vinstri: Veggmynd af mannlífinu í mexíkönskum
smábæ. Tii hægri: Bóndi raeð kerru og asna.
Við hús þeirra Önnu og Franks í Tucson. Hér er gott að hafa byrgi til að skýla sér fyrir sólarhitanum. Til hægri: Maja og Metta með geitina Trillu.
myndskreyttur og hvert sem lit-
ið er má sjá styttur skornar í við
eða höggnar í grjót innan um
pálma, kaktusa og fíkjutré. í
þessum sælureit býr geitin
Trilla, en Anna var kölluð Trilla
á sínum bernskuárum á Akur-
eyri. Þarna eru einnig 15
hænsni, tveir hanar og dúfur,
sem steypa sér í kollhnís, sér og
öðrum til skemmtunar.
Frank er listamaður eins og
áður sagði, en listfengi er Önnu
einnig í blóð borin. Hún er dótt-
ir Sverris Haraldssonar listmál-
ara og Sigrúnar Gunnlaugs-
dóttur listakonu og kennara, en
Sigrún rak eina fyrstu og
skemmtilegustu listmunaversl-
un, sem ég man eftir, Dimma-
limm á Skólavörðustíg.
„Ég er Bandaríkjamaður og
ekkert annað,“ segir Frank þeg-
ar ég spyr hann um ætt hans og
uppruna. Þegar Bandaríkja-
menn eru að gefa út yfirlýsingar
um að þeir séu af þessu þjóðar-
brotinu eða hinu þá hafa þeir í
99% tilfellum á röngu að
standa; flestir vita í raun ekkert
hverra ættar þeir eru. Frank er
borinn og barnfæddur í Tucson,
en bjó í mörg ár í bernsku í Son-
ora, sem er sá hluti Mexíkó sem
snýr að Arizona.
Kynntust á íslandi
Hvar rákust svo leiðir Tuc-
sonbúans og Akureyringsins
saman?
„Við hittumst á íslandi, nán-
ara tiltekið í Reykjavík og ég
held að það hafi verið mitt stóra
lán að hafa ekki aðeins kynnst
Bandaríkjamanni heldur líka
manni frá Tucson,“ segir Anna
og brosir hýru brosi. „Allt frá
því að ég var unglingur langaði
mig að komast burt frá íslandi.“
Svipur Önnu verður alvarlegur:
„Ég vissi satt að segja ekki
hvert ég vildi fara eða hvað ég
vildi gera, ég vildi bara komast
burt. Mér fannst mjög gaman að
alast upp á Akureyri hjá afa og
ömmu, en eftir að ég fór að
stálpast og fluttist suður til
Reykjavíkur, settist að mér
eitthvert vonleysi. Mér fannst
tækifærin svo fá fyrir mann-
eskju eins og mig og alltof mikið
eftirlit með öllu, boð og bönn.
Ég gleymi aldrei þeirri frels-
istilfinningu, sem fór um mig
fyrst eftir að ég kom hingað. Ef
mig langaði til dæmis að kaupa
mér nýjan kjól síðdegis á laug-
ardegi gat ég bara labbað mig í
næstu búð. A íslandi voru búðir
lokaðar á laugardögum. Sama
var að segja um sjónvarpið. Hér
var enginn menningarviti eða
siðanefnd, sem ákvað fyrir fólk,
hvað það ætti að horfa á í sjón-
varpinu. Ég gat horft á rusla-
myndir er þannig lá á mér og ef
mig langaði til. Og aldrei hefði
ég getað haft geitur og hænsni
inn í miðri Reykjavík.
Kannski fannst mér best af
öllu, að hér gat ég verið ég sjálf
óáreitt. Klætt mig eins og mér
sýndist og gert það sem mig
langaði til, án þess að fiskisagan
væri flogin. Ég man til dæmis
alltaf eftir því þegar ég var fjór-
tán ára og var að fikta við að
reykja með vinum mínum í
sjoppu á Akureyri. Amma var
búin að frétta af því áður en ég
kom heim. Nágrannakonan
hafði séð til mín og hringt í
ömmu! — Og hér er hver og einn
eins og hann er sjálfur en ekki
eftir því hverra manna hann er.
Ég hegða mér nú sennilega á
svipaðan hátt og ég hefði gert á
íslandi — lifi siðprúðu og sóma-
samlegu lífi,“ bætir Anna við og
brosir rétt sem snöggvast, „en
það er bara ekki þessi þrúgandi
tilfinning; hér geri ég hluti til að
þóknast sjálfri mér, fyrst og
fremst, en ekki öðrum.
Á betri stað hefði ég varla
getað lent. Tucson er yndisleg
borg. Hér gætir sterkra menn-
ingaráhrifa bæði frá Mexíkön-
um og indíánum, sem setja sér-
stæðan og skemmtilegan svip á
mannlífið. Veðurfarið er með
eindæmum gott, sól og hiti
næstum allt árið og náttúrufeg-
urð mikil. Fjallasýnin hér minn-
ir mig á einhvern undarlegan
hátt á ísland, kannski er það
þess vegna, sem ég kann svona
vel við þennan berangur og
þessar miklu víðáttur."
Á valdi Bakkusar
„Ég verð þó að viðurkenna að
viðhorf mitt til íslands og ís-
lensks þjóðfélags mótaðist að
sumu leyti af mínum einka-
ástæðum.
Það var mikil drykkja í kring-
um mig; fyrir mér var það næst-
um eðlilegt ástand að vera full-
ur og ég byrjaði snemma að
drekka. Við Frank héldum því
áfram allt of lengi eftir að við
komum hingað." Anna lyftist í
stólnum og það gætti örlítils
ákafa í rödd hennar. „Ég vil
endilega láta þetta koma fram,
það er svo mikilvægt að aðrir
sem eiga við drykkjuvandamál
að stríða, fái að heyra að hægt
er að rífa sig upp úr drykkju-
skap með aðstoð annarra og eig-
in vilja.
Við drukkum viðstöðulaust og
vorum andlega, tilfinningalega
og fjárhagslega á hausnum, ef
svo má að orði komast. Við
sáum ekki fram á neitt. Frank
9