Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Page 14
Matthías Johannessen
Mynd af
Marilyn Monroe
látinni
1.
Horfin frá hvítu ljósi
og himni sem lék sér í silki-
mjúku hári og augum
horfin frá alþekktum vanga
yfirgefnum sem jörðin
án sólar stjarna og yls
horfin þeim augum sem eitt sinn
voru tvær lýsandi sólir
og svipbrigðalausri ásjón
horfin þér sjálfri og síðan
veit enginn hvers er að vænta
svo yfirgefin sem jörðin
án sólar stjarna og himins
og augu þín negldir hlerar
á einmana húsi, án glugga
horfin þér sjálfri og öðrum
sem áttu samleið, en kvöddu
sem fugl kveðji heiðar á hausti.
2.
Sem þytur af væng á hausti
kom dauðinn á miðju sumri
og sótti vorið á vanga
vorið í augum þínum
stjörnum sem hættu að blika
á leið inní okkar myrkur
inní það hvíta myrkur
sem leysist sundur að lokum
í gulri sól sem er svörtust.
1) Sbr. Lesbók Mbl. 30. júlí sl.
Framhald af bls. 13
valdamiðstöðvar í landinu, önnur i
suðurhlutanum en hin í norður-
hlutanum, og urðu þetta síðar
sjálfstæð konungsríki. Landið var
sameinað aftur árið 2040 f.Kr.
undir sterku hervaldi, en þjóðfé-
lagsástandið hélzt mjög ótryggt.
Árið 1991 f.Kr. hófst annað gull-
aldartímabil Forn-Egyptalands.
Var þjóðfélagið nú byggt upp á
velskipulögðu eftirlitsmannakerfi.
Efnahagur ríkisins var sterkur, og
ráðist var í miklar framkvæmdir.
Voru áveituskurðir víða grafnir,
og reist voru glæsileg musteri og
konungshallir. Aðeins fáeinir
pýramídar voru nú byggðir. Voru
þeir úr grófgerðum múrsteini, en
múrhúðaðir að utan. Voldugustu
mannvirkin voru reist úr kalk-
steini, sem skorinn var niður í
smá hleðslusteina. Síðan voru
mörg þessara mannvirkja rifin
niður og efnið úr þeim notað í aðr-
ar byggingar. Frægasta mann-
virki Miðríkisins var völdunarhús-
ið mikla Labyrint, sem löngu er
eyðilagt. Musterið í Der-el-Bahari
í Þebu, hinni nýju höfuðborg
landsins er langmesta mannvirki
Miðríkisins, sem varðveizt hefur. f
tengslum við musterið var reistur
pýramídi, sem stóð á steinpalli, en
grafhýsi var höggvið inn í mikið
bjarg, sem musterið stóð við.
Hnignun Miðríkisins hófst um
1786 f.Kr. og stóð í tvær aldir,
áður en Nýríkið var stofnað árið
1567 f.Kr.
Vegur Forn-Egyptalands reis
hæst á fyrri hluta Nýríkisins.
Tímabilið einkennist einkum af
alþjóðahyggju og hernaðarmætti.
Var föstum atvinnuher fljótlega
komið á fót, og urðu Forn-Egyptar
mikið herveldi, sem átti víða mik-
illa hagsmuna að gæta. Stríðs-
fangar voru nú teknir í stórum stíl
og hnepptir í þrældóm. Var vinnu-
framlag þeirra ákaflega þýðingar-
mikið við byggingu hinna mörgu
og íburðarmiklu mannvirkja, sem
var nú ráðizt í.
Helmingi stærra en
Péturskirkjan í Róm
Margir konunganna gerðu það
að venju sinni að þakka guðinum
Ammon stærstu sigurvinninga
sína með því að reisa honum bygg-
ingar við hið stórfenglega Amm-
onmusteri í Karnak, skammt frá
Þebu. Þarð þetta að lokum eitt al-
stærsta mannvirki jarðarinnar, og
t.d. um helmingi stærri en Pét-
urskirkjan í Róm varð síðar. Kon-
ungarnir létu nú ekki reisa sér
lengur grafhýsi, heldur voru þeir
grafnir í sérstökum grafreitum í
Konungadal, andspænis Þebu.
Tútmósis 3. (1481—1448 f.Kr.) var
mestur herkonunga Forn-Egypta,
og náði auðlegð landsins hámarki
í stjórnartíð hans. Ríkidæmið
leiddi hins vegar af sér ýmis konar
spillingu í þjóðfélaginu. Konung-
urinn lét reisa og ljúka við mörg
musteri í landinu, þeirra á meðal
var musterið í Lúxor fyrir sunnan
Þebu. Að Tútmósis 3. látnum tóku
Iknatón og kona hans Nefritíte við
ríkinu. Afnámu þau átrúnað á
hina fornu guði. Landsmenn fóru
hrakfarir í orrustum, en enn
komst losung á ríkið. Ramses 2.
(1304—1238 f.Kr.) lét reisa fjöl-
mörg musteri og ýmis konar
minnismerki. Að honum látnum
seig enn á ógæfuhliðina hjá Forn-
Egyptum, og féll Nýríkið árið 1075
f.Kr. Tóku klerkarnir nú öll völd í
sínar hendur, en Egyptaland
greindist í mörg smáríki. Biðu
landsmenn ósigur í mörgum
orrustum á næstu öldum, og var
ástæðan m.a. sú að ekkert járn-
grýti fannst í Egyptalandi, en
þjóðir þær, sem Egyptar áttu í
ófriði við, voru búnar mun full-
komnari vopnum úr járni. Ass-
ýríumenn herjuðu á Egyptaland,
og lögðu þeir Þebu í rúst árið 666
f.Kr. Persar lögðu allt landið und-
ir sig árið 525 f.Kr. og laut
Egyptaland stjórn Persakeisara
um eina öld.
Alexander mikli stofnaði borg-
ina Alexandríu við Nílarósa, og
gerði hann hana að höfuðborg
beimsveldis síns. Varð borgin
miðstöð grískrar menningar og
bárust grísk áhrif inn í allt landið.
Risastór viti við hafnarminni Al-
exandríu var eitt sjö furðuverka
fornaldar. Margar glæsilegar
byggingar voru reistar í borginni,
og bárú þær flestar grískt yfir-
bragð. Við dauða Kleópötru
drottningar, árið 30 f.Kr., varð
Egyptaland rómverskt skattland
og var það fram til ársins 395.
Rómversku keisararnir létu reisa
margar ágætar byggingar í land-
inu og reyndu að koma sér vel við
landsmenn, sem þá voru ennþá
meðal mestu kornræktarþjóða
heims. Þegar Þeódósíus mikli
fyrirskipaði kristna trú í öllu róm-
verska beimsveldinu árið 381, var
fjölda egypzkra mustera breytt í
kirkjur, og ennfremur var mikið
reist af nýjum kirkjubyggingum.
Varð oft úr þessu furðuleg blanda
byggingarstíla. Hinn nýi siður
veitti hinni gömlu byggingarhefð
endanlega banahöggið. Egypta-
land laut Miklagarðskeisara fram
til ársins 650, en féll þá í hendur
Araba, og landsmenn tóku
íslamska trú. Verða íslömskum
arkitektúr í Egyptalandi gerð skil
síðar.
14
Guð gefi þér
gleðilegt sumar
Þessi svipmynd úr bæjarlíf-
inu, sem ég hef dregið upp úr
fórum mínum, er sannarlega
komin til ára sinna, hún er frá
þeirri tíð þegar Hafnarfjarðar-
vagnarnir höfðu aðsetur sitt á
sjálfu Lækjartorgi. — Ritað
1946.
Það var í vor að ég þurfti ein-
hverra heiðarlegra erinda vegna
að bregða mér út úr bænum. Um
sjöleytið að morgni var ég kom-
inn á torgið, en það var hvoru-
tveggja í senn of snemma og of
seint til þess að ná í strætis-
vagninn samstundis, svo ég varð
að bíða.
En ég var ungur og mér leið
vel og lá ekkert á. Vorkyrrðin
ríkti í borginni. Túnblettirnir í
miðbænum voru farnir að
grænka. Enn var umferðin ekki
teljandi. Einstaka verkamaður,
léttklæddur, með kaffitösku í
annarri hendinni hraðaði sér í
átt til hafnarinnar. En á einum
bekkjanna á torginu sat mið-
aldra maður, dálítið hniprings-
lega, eins og hann væri ekki
nema að hálfu leyti tilheyrandi
vökunni. Ég skipti mér auðvitað
ekkert af honum, heldur sneri ég
augum mínum að þeirri fegurð
dagsins, sem lá ofar hinu
mannlega.
En hann ... Hann hafði auð-
vitað uppgötvað mig og kallaði
til mín.
Ég gerði ráð fyrir því að þetta
væri einn af hinum venjulegu
fimmtíuaurabetlurum, sem ætíð
eiga svo brýn erindi suður í
Hafnarfjörð, en skortir farar-
eyri og villast svo að jafnaði inn
á einhverja kompu niður við
höfn, þegar aurarnir eru komnir
í lófa þeirra. Það getur orðið út-
dráttarsamt fyrir menn með
ábyrgðartilfinningu og kannski
ekki of mikil fjárráð á erfiðum
tímum, að sinna slíku kvabbi.
Ég tók því ávarpi hans fálega í
fyrstu. En hann var nú ekki á því
að gefast upp og hélt því áfram
að klappa steininn. Veðrið var
nú líka svo gott og í rödd hans
var ekki þessi alþekkti uppgerð-
ar smeðjuhreimur, sem maður á
nú svo oft að venjast hjá svona
fólki. Ég labbaði því til hans,
ábúðarmikill og þegjandi. Þetta
var veðurbarinn sjómaður á
fimmtugsaldri. Hann rétti mér
hönd sína til kveðju, þykka og
siggharða.
— Áttu eldspýtu, sagði hann.
Wagner
Frh. af bls. 5.
að viðhalda og magna þá skoðun
óafvitandi með Wagnersdýrkun
sinni fyrir hönd Þriðja ríkisins.
Enda telja margir músíkina
rammfasíska.
Orsakir fordóma þessara eða
hugmyndatengsla segir Magee
vera að finna í því, að Wagner
tjái hvatir, er aðrir listamenn
láta jafnan liggja í láginni,
hvatir, er t.d. hníga að sifja-
spelli og morði á fjölskyldumeð-
limum. 1. þáttur „Valkyrjunnar"
fjallar t.a.m. um ástir tvíbura-
systkina.
Slíkar hvatir eru fljótt bældar
niður í uppeldi barna, enda lúta
þær að þyngstu „tabúurn" eða
forboðum samfélagsins. Sam-
kvæmt niðurstöðum nútíma
sálfræðinga haldast hvatir þess-
ar eftir sem áður í undirmeðvit-
undinni undir vissu fargi, sem
leitt getur til tilfinningalegrar
streitu.
Um þetta er lítt hægt að veiða
úr músíkinni einni, enda er hún
„merkingarlaus", eins og Strav-
insky á að hafa orðað það, nema
hvað megi álykta út frá hug-
myndatengslum vegna leiði-
stefja, eins og áður var ritað. Ef
menn vilja vefengja tilvist
slíkra huggulegheita í verkum
Wagners, má t.d. benda á söng-
texta „Hringsins", þar sem hjá-
svæfelsi systkinanna Siegmunds
og Sieglinde í lok 1. þáttar „Val-
kyrjunnar" er greinilega litið
velþóknunaraugum af sjálfum
Valföður (Wotan): „Hvað gerðu
þau af sér, að unnast hér um
vorið?“, þó að spúsa hans, Frigg,
maldi í móinn, enda hjóna-
málaráðherra Ásgarðs. Þá vill
ekki betur til en að Óðinn fellst
á að refsa Siegmund, sem er
raunar sonur hans og Jarðar
(Erda), fyrir legorðsbrotið og
drepur hann (!) á meðan á ein-
vígi Siegmunds og Hundings
stendur.
Inntak músíkdramans, segir
Magee, er unnið að miklu leyti
með hliðsjón af lögmálum, er
fyrst voru skýrgreind hálfri öld
síðar af brautryðjendum dulsál-
arfræðinnar. En það er í
hljómsveitinni, sem sálarátökin
í tónlist Wagners eiga sér stað.
Á máli Freuds mundi söngvar-
inn fara með „Ego“ en hljóm-
sveitin með „Id“. Það „hættu-
lega“ við tónlistina er, að hún
smeygir sér framhjá „censorn-
um“, þ.e. meðvitaðri dómgreind
áheyrandans, ef svo mætti taka
til orða, meðan „tabúum" text-
ans er hafnað af siðgæðisástæð-
um. Er nema von, að æri óstöð-
ugan, er hann gefst ósjálfrátt á
vald frumstæðra tilfinninga, er
tengjast athæfi, sem bæld hafa
verið niður frá því er hann man
eftir sér!
Mörgum áheyranda finnst
hann kynnast innra manni í
fyrsta skipti, er hann gefur sig
Wagner á vald. En það fer þó
væntanlega eftir því hvernig
honum líkar þau kynni, hvort
hann á eftir að hata „umboðs-
mann heimsendis" eða elska.
— R.Ö.P.