Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Síða 15
Ul? MINU
l-ICRNI
— Nei, því miður, svaraði ég.
— Gerir ekkert. Ég á nógar
eldspýtur, sagði hann
glaðklakkalega. Má bjóða þér
sígarettu, vinur.
— Nei, þakka þér fyrir.
— Mér fannst ég endilega
verða að bjóða þér gleðilegt
sumar, vinur, sagði hann þá.
Ég tók því vel.
— Það er þó forfanen sumar-
dagurinn fyrsti í dag, sagði
hann.
Ég leiðrétti það ekki, þótt mér
fyndist reyndar að hverjum heil-
vita manni ætti að vera kunnugt
að sá drottinsdagur hafði runnið
sitt skeið fyrir hálfu dægri.
— Eigum við ekki að verða
vinir, sagði hann. Það er sko mín
meining, að ef meira væri af
kammeratskap hér í lífinu, að ég
nú ekki tali um góða vináttu, þá
væri margt öðruvísi en það er.
Ertu ekki á sama máli, ha.
Ég gerði nú góðan róm að
þessu máli hans, því mér fannst
satt að segja, að hann hefði lög
að mæla.
Við þessar undirtektir færðist
hann líka allur í aukana.
— Ég á engan óvin í þessum
heimi, sagði hann. En ég á
hundruð vina í þrettán löndum.
Og er ég þó ekki merkilegur
maður eins og þú sérð. En það er
þetta sem hefur hjálpað mér,
lagsmaður. Mitt skip hefur ekki
alltaf verið bundið hér við kæ-
ann, máttu vita. Ég hef verið í
siglingum í 26 ár, skal ég segja
þér. Tuttugu og sex ár í haust, ef
ég lifi, sem ég lifi, ha ha, vinur.
Já, ertu kannski nokkuð of góður
til að vera vinur svona sjó-
mannsflækings, ha?
Nei, ég þóttist ekkert upp yfir
það hafinn og hét honum nú um-
yrðalaust vináttu minni í góða
veðrinu, hún skyldi að minnsta
kosti ekki bregðast, sagði ég,
fyrr en strætisvagninn kæmi.
Mér var þegar farið að verða
hlýtt til mannsins.
— Þú fyrirgefur það, vinur,
þótt ég sé dálítið kenndur í dag,
sagði hann. Rödd hans og lát-
bragð allt var svo einstaklega
auðmjúkt og vingjarnlegt, að
mér fannst sem snöggvast að ég
hefði þekkt hann lengi. Svo
bætti hann við.
— Það er nú svona með okkur
þessa sjómenn, sem erum vanir
því að stíga ölduna, við týnum
því niður að ganga á jafnsléttu.
Það verður eitthvað svo ankana-
legt að hafa fast undir fótum. Þá
er eina ráðið að fá sér einn grá-
an, þá kemur strax hreyfing á
skútuna, kunningi.
Ég virti þennan nýja vin minn
fyrir mér þar sem hann sat.
Buxurnar hans voru fyrir löngu
farnar úr tízkubrotunum í ósjá-
legar gúlpur, jakkinn var í ótelj-
andi krympum, eins og hann
hefði legið í sjómannspoka í
mörg ár. Hann var í blárri
skyrtu, en hún var óhneppt að
honum og á strjálhærðu brjósti
hans gat að líta mynd af fá-
klæddri konu, sem listamenn
hins stóra heims höfðu á við-
kvæmri stund flúrað inn í húð
hans.
— Er þetta konan eða kær-
astan, sagði ég og benti á lista-
verkið.
— Neihei, svaraði hann.
Konulaus og kærustulaus hef ég
hjakkað hingað til, og hef ég þó
skemmt mér eins og aðrir. Ha.
Myndin sú arna er bara mis-
skilningur. Þessir flúrarar eru
alltaf á hælum manns í útland-
inu. Ég var í fylgd með félögum
mínum og mér rann í brjóst á
meðan ég var að bíða og hafði
þetta uppúr því. Og varð meira
að segja að borga eins og hinir.
Svo þagnaði hann.
— Já, kvenfólkið og tækifær-
in, já, maður hefur nú kannski
ekki alltaf látið þau ónotuð tæki-
færin ... Ja, nema einu sinni
... Og eftir því sé ég á meðan ég
lifi.
Og ég þurfti einskis að spyrja.
Eftir stutta þögn hélt hann
áfram.
— Þú hefur heyrt getið um
hann Finn ríka Snjólfsson.
Hann var svo ríkur, að hann gat
notað bankóseðla fyrir þarfa-
blöð, þegar hann var fullur, en
hann gerði það víst ekki oft, því
þetta var mesti grútur. En höfð-
ingi var hann, um það var aldrei
að villast og auðæfin voru nóg.
Ég var einu sinni í vinnu-
mennsku hjá honum, þegar ég
var strákur. Dóttir hans, það var
nú höfðinglegur kvenmaður,
skal ég segja þér, þó hún væri
kannski ekki það sem kallað er
snoppufríð. En það eru nú ekki
allar ástir í andliti fólgnar. Það
var margt sem hægt var að
horfa á hjá þeirri stúlku, maður
var nú að stelast til þess að gefa
ýmsu auga, biddu fyrir þér, við
gátum nú haft augun hjá okkur
sveitastrákarnir, þótt uppburð-
arleysið ætlaði okkur lifandi að
drepa. Hún var þremur árum
eldri en ég og það höfðu þrír
menn héðan að sunnan beðið
hennar, það var altalað, en hún
hryggbraut þá umsvifalaust.
Hún var ráðskona á bænum
hjá föður sínum og þéraði alla
nema hann, hafði verið á
kvennaskóla í Reykjavík. Henn-
ar fyrirskipunum hlýddu allir á
bænum orðalaust. Mikið las hún
af bókunum. Það voru nú meiri
ósköpin.
Einu sinni fóru allir af bæ
nema ég og hún. Ég var búinn að
ljúka miðdegisverkunum. Ég lá
inni í piltakamesinu og horfði
upp í loftið. Kemur hún þá ekki
til mín með heitan sviða-
kjamma. Slíku átti maður ekki
að venjast á þeim bæ. Þar fékk
enginn neitt á milli mála. Ég
borðaði þegjandi og hún tyllti
sér á rúmið á móti mér, með ekk-
ert í höndunum. Og þegar hún
tók diskinn fram rétti ég henni
höndina og þakkaði fyrir mig.
Þá horfði hún undan og svo
sagði hún: — Forláttu það, góði.
Svona hlýlega hafði ég aldrei
heyrt hana tala til nokkurs
manna. Fólkið hafði farið í brúð-
kaupsveizlu í næstu sveit, en
hún fór aldrei í svoleiðis boð.
Um kvöldið fórum við tvö í fjós-
ið. Og þegar ég er að troða í
meisana inni í myrkustu geilinni
kemur hún til mín og segir með
gáska í röddinni. — Nú skal ég
hjálpa þér að troða, Stjáni minn.
Taktu eftir því: Hjálpa þér,
Stjáni minn. Og svo fórum við að
troða og hár hennar straukst við
vanga minn. Hún hló og gerði að
gamni sínu, eins og hver annar
venjulegur kvenmaður. Það veit
guð að mér leið ekki vel. Oft var
að mér komið að grípa utan um
hana og kyssa hana, en ég stóðst
freistinguna ... Ég þorði það
ekki. Ég var bara fátækur strák-
ur. Og þó ég væri kannski
sterkasti pilturinn í sveitinni
gat ég ekki trúað því að hún
væri hrifin af mér. En seinna
vissi ég, að svo hefur það einmitt
verið. En þá var tækifærið liðið
hjá. Hún las svo mikið af bókum.
— Þakka þér fyrir söguna,
sagði ég. Nú var vagninn kom-
inn.
— 0, þetta er engin saga,
sagði hann.
Svo kvaddi ég hinn nýja vin
minn og gekk mig út úr lífi hans
inn í strætisvagninn.
— Halló manni, heyrði ég að
hann hrópaði á eftir asamiklum
góðborgara, sem gekk framhjá í
þessum svifum.
— Áttu eldspýtur, vinur.
— Nei, sagði hinn og hélt
áfram.
— Ha? Jæja, guð gefi þér
gleðilegt sumar.
Jón úr Vör
Sveinbjörn I. Baldvinsson
Kaupmannahöfn
1982
Rakir og háir
eru veggir húsanna
yfir dimmum bakgarðinum
sæbrött björg
gnæfa yfir ládauðu bikinu
á gluggasyllunum
korra
bjargfuglarnir með ólund
djúpt inni í bjarginu
álfar og tröll
með kveikt á útvarpinu.
Þrúðvangur
— leiðrétting
Oft er varlegt að treysta minn-
inu; á því hafa blaðamenn oft
fengið að kenna. Allir kannast við,
þegar „eitthvað situr í manni“ en
reynist svo byggt á misskilningi,
röngum upplýsingum eða mis-
minni. Þetta átti sér stað í Lesbók
10. sept. sl. þar sem birtar voru
myndir af ýmsum athyglisverðum
húsum í Reykjavík frá fyrstu ára-
tugum aldarinnar. Þar á meðal
var mynd af einu af eldri stein-
húsum bæjarins, húsinu númer 8
við Laufásveg, sem Einar Erlends-
son teiknaði. Þetta hús er rang-
lega kallað Þrúðvangur, en það
rétta er, að Þrúðvangur, þar sem
Einar Benediktsson bjó um tíma,
er hinum megin við götuna,
nokkrum húslengdum norðar.
Þrúðvangur er byggður 1918 og
eitt allra fegursta hús sinnar teg-
undar hér í borg. Menntaskólinn í
Reykjavík hefur húsið nú til um-
ráða.
GS.