Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 4
Úr háskólahTinu: Háskólakórinn á æfíngu undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar.
Háskólastúdentar í Félagsstofnun stúdenta.
lyfjajurtir. Úr slíkum jurtum
eru framleidd hráefni til lyfja-
gerðar, sem nefnast drógar. En
ekki má gleyma rannsóknunum.
Ég þekki þýska vísindamenn
sem unnið hafa við rannsóknir á
blóðbergi hér á landi, en það
hefur sem kunnugt er verið not-
að öldum saman sem lyfjajurt,
t.d. gegn hósta, kvefi, höfuðverk
og svefnleysi. í ljós kemur að í
íslenska blóðbergið vantar efni,
sem er í blóðbergi er vex erlend-
is. E.t.v. má rækta blóðberg í
gróðurhúsum og fá fram þessi
efni, en þau eru notuð til lyfja.
— Það er með Hveragerði eins
og lifrina og lýsið. Möguleikarn-
ir eru margvíslegir.“
— Snúum okkur að lyfjafræð-
inni. Hvað er hún?
„Grundvallarfögin eru efna-
fræði og líffræði, en auk þess
margar skyldar greinar. Á þeim
grundvallast sérgreinar lyfja-
fræðinnar, svo sem lyfjaefna-
fræði og lyfjagerðarfræði. Fjall-
að er um framleiðslu lyfjanna,
alveg frá upphafi, en einnig
„form“ lyfjanna, þ.e. töflur,
stungulyf, stíla o.s.frv."
— Hverjar eru helstu framfarir
í lyfjagerð?
„Geipileg þróun er i þessari
grein, og er of langt mál upp að
telja allar þær uppgötvanir á
lyfjum og á verkunum þeirra,
sem fært hafa mannkyninu
mikla blessun. En minna má á
stærstu sigrana svo sem súlfa-
lyfin og fúkalyfin. Og þá mörk-
uðu berklalyfin tímamót, eink-
um hér á landi í baráttunni við
berklana.“
— Hvernig er hagað námi í
lyfjafræði lyfsala?
„Námið tekur fimm ár og lýk-
ur með kandídatsprófi. Meðal
grunngreina er efnafræði og
henni skyldar greinar svo sem
lífefnafræði, eðlisefnafræði og
einnig efnagreining. En einnig
er stundað nám sem gefur
mönnum undirstöðu í að skilja
verkun lyfja á menn og dýr, sem
sé ýmsar líffræðilegar greinar.
Ofan á þennan grundvöll er sið-
an byggt nám í lyfjaefnafræði
og lyfjagerðarfræði og öðrum
greinum lyfjafræðinnar sjálfr-
ar. Þá stunda menn hagnýtt
nám í apótekum í 12 mánuði
samtals."
— Eru atvinnumöguleikar
kandídata góðir?
„Lyfjafræðingar fara til starfa í
apótekum, en einnig fá menn at-
vinnu við lyfjaframleiðslu og lyfja-
heildsölu. Þá þurfa sjúkrahúsin á
lyfjafræðingum að halda. Verði
hafín lyfjaframleiðsia hér á landi í
auknum mæli, t.d. efnafræðileg
vinnsla úr lýsi, verður þörf fyrir
mikinn fjölda lyfjafræðinga í
framtíðinni.“
4
Ragnheiður
með rjóða kinn
Við birtum að þessu sinni, eins
og oftast áður, vísur úr ýmsum
áttum og um hin margvíslegustu
efni. En kannski verða stökurn-
ar fleiri en áður, allgamlar og án
höfunda. Og þegar þær eru ein-
hverjum eignaðar eru það nöfnin
tóm, án allra upplýsinga. Nú
biðjum við lesendur að hlaupa
undir bagga, ef þeir geta. Mjög
gott þykir mér, ef ég fæ höf-
undarnafn, að getið sé tveggja
þýðingarmestu ártala og aðal-
heimilis, og þá hvar á landinu
það er, því bæjarnafn er ekki
nóg. Sími 41046, utanáskrift
Lesbók.
1.
Oftast svellin örlaga
illum skellum valda.
Fyrir brellum forlaga
fáir velli halda.
2.
í dalinn lágan nú skal ná,
náttstað fá hjá konum.
Lengur má ei una á
íslands háfjöllonum.
Mun vera ort í göngum.
3.
Þótt ég drekki svíns með sið
sorabollan hálfan,
er mér smekk þann illa við
eins og skollann sjálfan.
4.
Kerling ein á kletti sat,
Kötlu sands á stræti.
Vísað mönnum veginn gat,
var þó kyrr í sæti.
5.
Hátta og sofa helst ég vil,
hvergi ofan kreika.
Blunds af dofa dinglar til
draumastofan veika.
Það er enginn klaufi sem
svona yrkir.
6.
Syrgir margt hin sjúka lund,
sálar partast styrkur.
Unaðsbjarta breytist stund
brátt í svarta myrkur.
7.
Ragnheiður er rjóð á kinn
ríkust þöllin veiga.
Heyrt hef ég að Haliur minn
hana vildi eiga.
8.
Veröld svona veltir sér,
vafín dularfjöðrum.
Hún er kona hverfíynd mér,
hvað sem hún reynist öðrum.
Hér er önnur ljóðlína slöpp,
eins og oft vill verða.
9.
Mig þó græti meinsemd ný.
Minnst þó bæti trega,
ætla að mæta öllu því
ofur gætilega.
Bjarni Eggertsson er sagður
höfundur næstu vísu. Má
kannski kenna hann við Eyrar-
bakka? Getur þá nokkur sagt
mér meira um hann?
10.
Gakktu ei fram hjá Garðshorni,
gleði er þar að fínna.
Ljóðaguð að gullkorni
gætir leika sinna.
Á sömu slóðum var líka til
Þórður Jónsson. Veit nokkur
þar, hvort rétt er að kenna hon-
um þessa vísu eða einhverjum
nafna hans?
11.
Einn sá ég skunda oft um leir
álmalundinn fríða.
Fylgdu hundar honum tveir,
heimanmundur voru þeir.
Líklega er þessi vísa um nýj-
ungar í skepnuhaldi þótt vísan
sé tvíræð og þar liggi púðrið.
Gaman væri að frétta af þessu,
það ætti að vera meinlaust.
12.
Margt vill ama sérhvert sinn,
svo hefur enn til gengið:
Hrútafjarðarhreppstjórinn
hefur geitur fengið.
Flestir kannast við vísu Jóns
Ólafssonar, skálds og ritstjóra:
13.
Hálfan fór ég hnöttinn kring,
hingað kom ég aftur,
átti bara eitt þarflegt þing,
og það var góður kjaftur.
En vita menn hver sá Karl H.
Bjarnason var sem orti þennan
útúrsnúning, fleiri vísur eru til
eftir hann?
14.
Hálfan fór ég hnöttinn kring,
hitt og þetta stundum kvað.
Ég átti bara eitt þarflegt þing,
— en það er nú orðið forskrúfað.
Sverrir Magnússon á Klauf
orti. En hvar er eða var sá bær,
og hver var bóndinn þar.
15.
Ég má bera hallan haus,
hjá leið gæfustundin.
Mér var sæmra að lifa laus,
Ijótt er að vera bundinn.
J.G.J.