Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 10
Áslaug Ragnars:
Himinn og haf
Ég vildi ég væri fugl
þá skyldi ég fljúga fljúga hátt.
Ég flygi hátt yfir landinu
sæi allt en enginn sæi mig.
Ég vildi ég væri lítill grár fugl
sem enginn þekkti frá öðrum fuglum.
Ég skyldi setjast á steininn í fjörunni
stein sem væri grár eins og ég.
Ég vildi velkjast á vaggandi öldum
öldunum gráu sem bæri viðgráan himin
breiða út vængina og lyftast
hátt yfir land og haf.
En hvar værir þú?
Þú værir lítill grár fugl
á flugi hátt yfir landi og sjó
og enginn sæi þig nema ég.
Þegar ég liti á þig sæi ég annan fugl
ég sæi mig í þér og þig í mér.
Einn lítill grár fugl
ýfir fjaðrir og lyftir vængjum
hefst hærra og hærra lengra og lengra
og hverfur inn í himininn.
Ekki meir
í vor komstu hlæjandi og sagðir
það er farið að þjóta í stráunum
vertu fljót vertu fljót.
Er það sagði ég og svo var það ekki meir.
I sumar sagðirðu ekkert
og þögnin lét hærra en regnið sem lamdi jörðina.
Og það var ekkert meir.
í haust spurði ég h vað er að þér
en samt var það ekkert meir.
Jæja þá sagðirðu bara og svo var það ekki meir.
Trén sem þú sérð eru ber
og nú er kominn vetur.
Eg veit hann verður langur og enginn segir neitt.
Samt kemur vorið aftur og þá verður þú þar.
en hvort nokkur segir neitt
og hvort eitthvað verður meir
veit enginn nema ég — og kannski þú.
r
Áslaug Ragnars er blaöamaður og rithöfundur í Reykjavík.
Sigríður í söngvakeppninni í Cardiff
síðastliðiö vor, en þangaö fór hún
sem sigurvegari í söngvakeppni ís-
lenska sjónvarpsins.
Syng sjálfri
mér til ánægju
Framhald af bls. 9
„Það held ég ekki, nei, ég á
enga uppáhaldssöngvara. Þegar
ég heyri vel sungið, þá hrífst ég.
Svo einfalt er það nú. Jú annars,
það má segja, að Elly Ameling
skipi sérstakan sess hjá mér
sem ljóðasöngkona."
En þú ætlar sjálf að stefna á
önnur mið?
„Já, sjálf hef ég meiri áhuga á
óperusöng en ljóðasöng, enda
miklu meiri atvinnumöguleikar
á því sviði.“
Óperan lifir góðu lífi. Ég var að
lesa það nýlega, að þetta gamla
list- og skemmtiform hafi aldr-
ei verið vinsælla og frekar að
ný óperuhús rísi en að þeim
fækki. En fyrir verðandi óperu-
söngkonu kemur ný hiið til
skjalanna, nefnilega sú leik-
ræna. Hefurðu eitthvað lært að
Jeika?
„Það er nú meinið; þessi þátt-
ur gleymist gersamlega, eða er
vanræktur í söngnámi á íslandi
og það er furðulegt. Erlendis
læra óperusöngvarar skylm-
ingar, dans, framsögn og fleira.
Uppá síðkastið hef ég verið á
námskeiði í leiklist hjá Oktavíu
Stefánsdóttur leikara og jazz-
söngkonu, þar sem maður lærir
að snúa sér við, láta líða yfir sig,
detta rétt, já, það er stórmál að
láta líða yfir sig og detta á rétt-
an hátt. Og það er heilmikil
kúnst að setjast óaðfinnanlega í
stól. Sem sagt; ýmislegt sem
maður vissi ekki um, en þyrfti
að vera með í söngnámi frá upp-
hafi. Það er erfitt að koma fram
á sviði og vita ekkert, hvernig
maður á að standa."
Þinn söngferill er óskrifað
blað; vonandi stórt blað með
mikilli sögu í fyllingu tímans.
Er framtíðin spennandi eða
kvíðvænleg?
„Hvort tveggja held ég. Ætli
við segjum ekki, að það sé jafnt
af hvoru.“
Helgi Skúli Kjartansson:
Er feigöin
trúlofun?
Nokkur atriði um Ijóö
eftir Jónas Hallgrímsson
1 Eilífur snjór í augu mín
2 út og suður og vestur skín,
3 samur og samur út og austur.
4 Einstaklingur, vertu nú hraustur!
5 Dauðinn er hreinn og hvítur snjór.
6 Hjartavörðurinn gengur rór
7 og stendur sig á blæju breiðri.
8 Býr þar nú undir jörð í heiðri.
9 Víst er þér, móðir, annt um oss.
10 Aumingja jörð með þungan kross
11 ber sig það allt í ljósi lita,
12 lífið og dauðann, þunga og hita.
Ekki veit ég hvort ljóð getur verið torskilið á öllu
yfirlætislausari hátt en þetta litla feigðarkvæði Jónas-
ar, sem Jóhann Hjálmarsson rifjaði upp fyrir mér í
haust, þegar hann valdi það til birtingar í Lesbókinni
og fylgdi úr hlaði með prýðilegri greinargerð. Eins og
hann bendir á, er merking þess einkennilega dul í ein-
stökum atriðum, þótt yfirbragðið sé allt með Jónasar
heilaga einfaldleik.
Erindi mitt hér er að varpa fram nokkrum uppá-
stungum um skýringar á ljóðinu, mest á einstökum
orðum, og skal ég þó fyrirfram játa að allt orkar það
tvímælis. Enda hæpið að komast til botns í því með
orðskýringum, einmitt af því sem Jóhann bendir á, að
Jónas fer hér að sumu leyti líkt að og nútímaskáld, þau
sem myrkt kveða, en það er annálað hve illa orðskýr-
ingar þita á ljóð þeirra. Fram samt með skýringarnar,
og dæmi svo lesendur hvort nokkru sé nær en áður.
Jörð í heiðri í 8. línu finnst mér í aðra röndina merkja
„jörðin sem brúður", sbr. heiðursdagur (konu), þ.e.
„brúðkaupsdagur". Blæjan (7. lína) sem hún býr undir,
minnir þá líka í aðra röndina á brúðkaup, sbr. blæju-
brími, en ekki aðeins á líkklæði. Nú fjallar miðvísan
skýrt og greinilega um dauðann, og er hér þá á ferðinni
sú algenga skáldlíking, að maður gefist í dauðanum
jörðinni sem brúði.
En strax í næstu línu (9.) er jörðin ávörpuð sem
móðir, og er þar komin önnur og enn algengari skáldlík-
ing. Jónas stillir líkingunum markvisst saman: Annars
vegar er hlutskipti þeirra sem lifa, og jörðin er þeim
móðir. Hins vegar hlutskipti hins feiga sem hlýtur jörð-
ina að brúði. Engum snýr hún baki við. Krossinn þungi
(10) er þá í senn mynd — kross yfir leiði hins látna —
og kristilegt tákn fyrir meðlíðun og endurlausn, þar
sem meðlíðunin lýtur að þeirri önn sem jörðin elur fyrir
þjáðum börnum sínum, endurlausnin að friði hins
dauða.
Kvæðislokin (11—12) eru enn leikur að andstæðum.
Hér kemur aftur snjóbirtan úr fyrri erindunum: Hún er
ljósið sem jörðin iitar með dauðann og kuldann. Að lita
(11) er sérkennilega valið orð um svo hreina birtu og
hvíta, en styrkir hina hlið samanburðarins sem er ný í
ljóðinu og þarf því fremur undirstrikunar við; hvernig
jörðin í móðurhlutverkinu slær litum gróðursins á lífið
og hitann.
Móður jörð er „annt um oss“ (9), oss í fleirtölu, en í
dauðanum er maðurinn einn, enda er hinn feigi ávarp-
aður í eintölu, meira að segja kallaður einstaklingur (4),
sem varla hefur í munni Jónasar haft sömu fastmótuðu
merkingu og í nútímamáli, heldur vísar til þess hvernig
feigðin einangrar manninn. Kannski til hins um leið, að
hann er enn ógefinn jörðinni og í þeim skilningi ein-
hleypur, alveg eins og hann er enn vörður hjarta síns (6),
ekki búinn að gefa það brúði sinni í dauðanum.
Það er auðvitað hinn feigi sjálfur (í eintölu líka) sem
horfir í snjóbirtuna (1—3) og stappar stálinu í sjálfan
sig (4). Brýningin hrífur, því að rór (6) gengur hann út á
blæjuna breiðu, til móts við dauða sinn og brúði.
Jónas dýrkar hér sem endranær náttúruna, lífið og
ljósið, og hann sættir sig við dauðann með því að kveða
hann í tengsl við þessi átrúnaðargoð sín.
10
Gísli Sigurðsson