Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 6
 INDl ANALJOÐ Þessi indíánaljóö frá Miö- og Suöur-Ameríku eru þýdd meö aöstoö kunningja frá Perú og Chile. Þau hafa þar til fyrir skömmu aöeins veriö til í munnlegri geymd, en hafa ásamt fleiru úr Ijóölist frumstæöra þjóöa veriö tekin upp í bókina „Antologia de Poesia Primitiva“ eftir Ernesto Cardenal (Madrid og Buenos Aires 1979). Steinar V. Árnason cand. mag. Pampa-indíámr (Argentím) Ákall til sólarinnar Taktu aldrei frá mér himininn bláa, öldungur með ásjónu bjarta en sendu mér öðru hvoru eitt af skýjunum hvítu aldna sál með logagyllta höfuð. Lát aldrei bregðast þína Ijómandi vernd gullingeir, því fyrir þig hefur okkur borið til þessa blessaða lands. Gresjan okkar Þetta er bræður landið okkar víða þar sem ekkert nemur staðar en allt er á ferö og vindurinn ekki sefur og sjónarröndin líður. Þetta er bræður jörðin okkar víða og þegar sólin lækkar tökum við upp tjöldin. Þannig er lífið okkar. Þetta er bræður sléttan sem heitir pampa hún engin þekkir þrengslin, því viðáttan er nóg og öllum tekur jafnt sem hingað suður berast. Piaroas (Venequela) Hvíti maðurinn Hvíti maðurinn er aftur kominn í kofann. Augu hans sem leiftra í myrkrinu minna á neistaflugið þegar við sjóðum fiskinn. Hann sveiflar löngu handleggjunum sínum og slítur festina af hálsi Eurari hramsar örvar Remie pilsi Chirimíku og tekur litla hengirúmið hans Kamó. Þær gráta eins og lítill hvolpur gelti. Mamma þrýstir Kamó að brjóstinu og segir: farðu og láttu okkur í friði. Miskitos (Nicaraqua) Bréf til unnustunnar Ég er hærri en kókospálminn því augu mín ná yfir krónu hans og sjá fuglana sem flögra yfir honum. Eg næ yfir meiri víðáttu en Wakifljótið því ég heyri fjarlægt sjávarhljóðið og þegar ég loka augunum sé ég gyllta ströndina. Og brjóst mitt bylur hærra en ljónynjan í Alimkamba því kvöl mín í letur færð nær lengra en öskrið hennar alla leið til stúlkunnar minnar í Bilwaskarma. Stúlkan mín, ég þrái þig. Égfinn stöðugt ilminn af hörundi þínu. Ég vildi hvíla höfuð mitt í skauti þínu en ég er einn, ligg undir tré og heyri aðeins í hafinu. Öldurnar dynja langt úti en ég heyri ekki röddina þína. Quechua (Perú) Drekkum úr höfuðskel svikarans, notum tennur hans í hálsfesti. Úr leggjum hans gerum við flautur, úr húð hans gerum við trumbu. Síðan dönsum við. Araukanar (Chile) Það er ekki langt milli lífs og dauða. Vegurinn, brúin sem tengir undirheima og Himnaríkið bláa er styttri en leiðin héðan og niður. Þannig er munur lífs og dauða. Yaquis (Mexíkó) Söngur Mörg falleg blóm, rauð, blá og gul. Segjum við stúlkurnar: förum að skoða blómin. Vindurinn kemur og vaggar blómunum. Stúlkurnar eru eins og þau þegar þær dansa. Sumar eru stór blóm og opin, aðrar eru smáblóm. Fuglarnir elska sólina og stjörnurnar. Ilmur blómanna er mjög sætur. Stúlkurnar eru sætari en blómin. 1 í haust var minnst 100. ártíðar Wagners hér í Lesbók með tveimur greinum og í sjónvarpinu hefur verið sýnd- ur myndaflokkur um hann. Þar hafa áhorfendur séð, hver urðu tildrögin að byggingu hátíðaleikhússins í Bayreuth, þar sem einungis eru sýnd verk Wagners. Richard Wagner fæddist í Leipzig 22. maí 1813 og lézt í Feneyjum 13. febrúar 1883. Árið 1871 fluttist Wagner til Bayreuth, þar sem hann hafði valið hinu þjóðlega leikhúsi stað, og ári síðar, 1872, var lagð- ur hornsteinn að byggingu Há- tiðaleikhússins. í ágúst 1876 fóru fram fyrstu sýningarnar í hinu ófullgerða óperuhúsi að viðstöddum Vilhjálmi I. Þýzka- landskeisara, Lúðvíki II., kon- ungi í Bayern og útvöldum lista- mönnum af ýmsu þjóðerni. í júlí og ágúst í sumar, 1983, voru hátíðaleikarnir sýndir í til- efrii þess, að hundrað ár voru liðin frá láti hins mikla meist- ara hinnar þýzku óperu. Þegar mér kom til hugar að vera við- stödd hátíðina í sumar, en það var ekki fyrr en í apríl, voru all- ir miðar löngu seldir, eða síðan í nóvember í fyrra. Miðasalan hefst árlega í nóvember fyrir sýningar sumarið eftir. Margir aðdáendur Wagners verða oft að bíða árum saman, áður en þeim tekst að fá miða. En ég var svo ótrúlega heppin að fá aðgöngu- miða í mái fyrir tilstilli Wolf- gang Wagners, sonarsonar meistarans, og það á bezta stað í húsinu. En þar sem ég vildi þá ekki fara ein í þessa ferð til Bay- reuth, vantaði mig annað sæti. Og svo ótrúlegt sem það er, þá tókst það einnig þegar í júní. Síðan lögðum við upp i ferð- ina, tveir tónlistarmenn frá tveimur heimsálfum, leigðum okkur bíl í Luxemborg og ókum þaðan til Bayreuth til að hlýða á „Parsifal" undir stjórn banda- ríska hljómsveitarstjórans Lames Levine. „Parsifal“ var síðasta ópera Wagners, og þótt tónlistin sé á köflum hin fegursta, þá er verkið slíkt með hinum sífelldu endurtekningum, tilbreytingar- leysi textans, hinu tvíræða og mótsagnakennda táknmáli og samblandi undra og furðuverka úr píslarsögunni og helgisög- unni um Gral, að maður getur ekki hlustað eins oft á það og „Tristan" eða „Meistarasöngv- arana", nema þá af sérfræði- legum áhuga, hversu vel sem til tekst með sviðsetningu og stjórn á okkar tímum í anda Wagners fyrir 100 árum. Hátíðaleikhúsið er enn í dag eins og það var, þegar Wagner byggði það. Þetta er lítið, frem- ur drungalegt óperuhús með hörðum viðarsætum á gólfi og á tvennum svölum, en þar er hljómburður svo frábær, að hin- ir fínustu tónar heyrast jafn vel í öllum sætum. Hljómsveitin er skipuð hljóðfæraleikurum úr hinum beztu, þýzku hljómsveit- um, og leika þeir þarna í sumar- leyfum sínum. Þeir eru þó ekki sýnilegir áhorfendum og ekki stjórnandinn heldur, því að hljómsveitargryfjan er að hálfu yfirbyggð að undirlagi Wagners, en það kemur í veg fyrir að hljóðfæraleikurinn berL radd- irnar á sviðinu ofurliði í eyrum áheyrendanna í salnum. Hinn frægi hljómsveitar- stjóri, Georg Solti, sem í ár var í fyrsta sinn i Bayreuth og hefur víst ekki verið vel kunnugur hljómburði hússins, lét fjar- lægja hluta af þaki hljómsveit- argryfjunnar fyrir uppfærslu sína á Niflungahringnum, svo að hinar veikari raddir áttu erfið- ara uppdráttar. Fyrir þetta var Georg Solti gagnrýndur óspart, eins og hinn gamli meistari væri ekki nógu sveigjanlegur lengur. Þá hefði það heldur ekki verið sumarhitunum að kenna, að blásararnir í „hringnum" fóru út af laginu. Okkur virtist ekki sem sum- arhitinn truflaði hljómsveitina neitt í „Parsifal". James Levine náði fram svo hljómfögru sam- spili strengjahljóðfæranna, að það verður manni ógleymanlegt. Hljómsveitarstjórarnir Horst Stein og Daniel Barenboim eiga báðir heiðurinn af hátíðinni að þessu sinni. Horst Stein, Ba- yreuth-maður dagsins, var með „Meistarasöngvurum" sínum sá foringi söngvaranna, sem þeir treystu í einu og öllu, og hann er einnig frá stílrænu sjónarmiði í fremstu röð hljómsveitarstjóra. Uppfærsla Barenboims á „Trist- an“ var einnig ein hinna frábær- ustu, sem nokkru sinni hafa sézt á þessari hæð hátíðaleikanna. Við hlýddum á Peter Hof- mann í hlutverki „Parsifals". Sem söngvari var hann hrífandi sem og að ytra útliti, en þó fannst okkur hann standa nokk- uð að baki Simon Estes í hlut- verki „Amfortas". Persónusköp- un hans og leikur tók öllu fram. Hér sannaðist það, sem Wagner skrifaði Mathilde Wesendock 1859: „Nánar séð er Amfortas miðdepillinn og aðalatriðið." Þegar söngvarar og stjórn- andi birtust fyrir framan tjaldið að lokinni sýningu, var þeim tekið með kostum og kynjum og blómvendir svifu yfir sviðið, en ... það heyrðist einnig púað,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.