Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1983, Blaðsíða 14
Bandaríska skáldið
William Carlos Williams
Á þessu ári eru liðin hundrað
ár frá fæðingu bandaríska
skáldsins William Carlos Willi-
ams. Williams er lítið þekktur
hér á landi, enda ekkert verið
þýtt eftir hann á íslensku þó svo
af nógu sé að taka. Eftir hann
liggur mikið safn af ljóðum,
skáldsögum, smásögum, ritgerð-
um um listir, menningu og
sagnfræðileg efni, gagnrýni og
leikritum. Hann var afkasta-
mikill rithöfundur, leiðtogi
yngri skálda og ber höfuð og
herðar yfir bandarísk ljóðskáld
á þessari öld þó svo hann stund-
aði ritstörfin í hjáverkum alla
tíð, því hann var heimilislæknir
í fæðingarbæ sínum, Rutherford
í New Jersey, allt til dauðadags.
Williams fæddist þann 17.
september 1883 og var faðir
hans Englendingur með danskt
blóð í æðum, en móðir hans frá
Puerto Rico af frönskum upp-
runa. Hann stundaði nám í
læknisfræði í Pennsylvania-
háskólanum í Philadelphiu frá
1902—1906 en þar kynntist hann
fyrst Ezra Pound og urðu þeir
strax mestu mátar þó gerólíkir
væru og hélst sú vinátta ævi-
langt. Samband Williams og
Pound, þessara tveggja risa, var
merkilegt, því þeir eru þau skáld
sem mest áhrif hafa haft á
bandaríska ljóðlist a öldinni,
kepptu um athyglina og varð
þrátt fyrir það aldrei vart við
öfund þeirra í milli, því þeir
voru ólatir við að hvetja hvor
annan til dáða. Heimildir um
samband þeirra er að finna í
merkilegum bréfaskriftum þar
sem þeir tala tæpitungulaust
um eigin persónur, lífið, listina
— og um stjórnmál. Þeir voru
bestu og jafnframt óvægnustu
gagnrýnendur hvor annars, voru
ósammála um flest, m.a. um til-
gang listsköpunar, en báru
takmarkalausa virðingu hvor
fyrir öðrum. Oft urðu í sam-
skiptum þeirra ýmis þau atvik
sem gert hefðu alla venjulega
menn að svörnum óvinum, en
þeir höfðu þroska til að láta
slíkt ekki eyðileggja góða vin-
áttu. í háskólanum kepptu þeir
um hylli sömu stúlkunnar (það
var skáldkonan Hilda Doolittle
sem notaði rithöfundarnafnið
H.D.) og á stríðsárunum varð
Pound til þess að að FBI hand-
tók Williams, gerði hjá honum
húsleit og olli honum ýmsum
erfiðleikum. Williams skildi vel
að allt var það í besta tilgangi
gert, enda hafði Pound ekki
gerst sekur um annað en gefa
honum meðmæli í gegnum út-
varpið, þegar hann var að flytja
einn af illa séðum áróðurspistl-
um sínum fyrir ítölsku fasist-
ana. Meðmælin frá Pound hljóð-
uðu upp á það að Williams væri
eini Bandaríkjamaðurinn sem
væri þess virði að taka mark á.
Auðvitað tók Williams sig síðan
til og skammaði vin sinn ræki-
lega í bréfi: „Þú ert svo andskoti
skilningssljór að þú veist ekki að
þú ert sofandi."
Verk Williams eru mikil að
vöxtum og ber ljóðabækurnar
þar hæst og þá einkum hinn
langa bálk, í fimm bindum, sem
heitir Paterson, tyrfið snilldar-
verk sem talið er einn mesti
ávinningurinn í bandarískri
ljóðlist eftirstríðsáranna. Þá er
sjálfsævisagan bitastæð, skáld-
sögurnar In the Money og White
Mule, en í þeim segir hann frá
fjölskyldu innflytjenda og bar-
áttu hennar við að aðlagast
bandarísku þjóðllifi. Þá er rit-
gerðasafnið In the American
Grain mjög frægt, en það er e.k.
skilgreining á menningarlegum
uppruna Bandaríkjanna, en af
misjöfnum leikritum hans er
Many Loves þekktast og þá eink-
um vegna þess að það var eitt
fyrsta viðfangsefni þess goð-
sagnakennda leikhóps The Liv-
ing Theatre. Það sem allir læsir
Bandaríkjamenn þekkja Willi-
ams af eru smáljóðin, tærar og
ofureinfaldar lýsingar á hug-
hrifum og sýnum, fátæku fólki,
auðnuleysingjum og fábrotnum
lífsháttum. í einfaldleika sínum
minna þessi ljóð einna helst á
raunsæismyndir bandaríska
listmálarans Edward Hooper.
Williams gerði greinarmun á
sínu persónulega ljóðformi og
því frjálsa (vers libre), sem hér
hefur stundum verið nefnt því
óheppilega nafni „óbundin ljóð“,
m.a. til þess að enginn gæti
spyrt hann við T.S. Eliot, sem
hann hafði litlar mætur á. Hann
notaði það sem hann kallar „The
American measure", eða amer-
íska ljóðlínu, og skrifaði um það
mikið mál og ruglingslegt, m.a.
til þess að gera gys að háskóla-
menntuðum bókmenntafræðing-
um. Þó var hann einfaldlega að
leggja áherslu á nauðsyn þess að
bandarísk ljóðlist öðlaðist
sjálfstæði frá ensku hefðinni og
leit á Whitman sem sinn eina
lærimeistara. í þessu skyni not-
aði hann bandarískt talmál,
mállýskur og hvunndagsmál lág-
stéttafólks, það tungutak sem
var ekkert annað en bandarískt.
Þar af leiðandi varð hrynjandi
þess tungutaks mælieiningin í
ljóðlínum hans og hann átti það
líka til að nota sinn eigin andar-
drátt sem mælieiningu á ljóðlín-
urnar (nokkuð sem Charles
Olson gekk lengra í). Hann smíð-
aði sér þannig nýjar reglur og
frelsaði þar með, að margra
áliti, bandaríska ljóðlist undan
erlendri áþján.
Frá því síðari heimsstyrjöld-
inni lauk hefur Williams verið
helsta fyrirmynd ungra ljóð-
skálda í Bandaríkjunum og hef-
ur m.a. Allen Ginsberg kallað
hann guðföður sinn, en aðrir
sem líta á Williams sem sinn
mikla forvera eru, svo einhverjir
séu nefndir, Robert Creely,
Kenneth Rexroth, Denise Lever-
tov, Lew Welch, Gary Snyder,
Philip Whalen og Robert Dunc-
an. Denise Levertov er bresk og
settist að í Bandaríkjunum eftir
stríðið. Hún segir um áhrif
Williams: „Áhrif William Carlos
Williams voru mér nauðsynleg,
því án þeirra hefði ég ekki getað
breyst úr rómantísku bresku
skáldi með rætur í Viktoríu-
tímabilinu í bandarískt skáld
með lífsmarki."
William Carlos Williams lést
4. mars 1963, sjötíu og níu ára
gamall. Hann var óvenjulegur
einstaklingur, snillingur með
skýra og persónulega listsýn og
fágætan trúnað við hæfileika
sína. Aðeins tveimur dögum eft-
ir lát hans barst sú fregn til
Bandaríkjanna að loksins hygð-
ist breskur útgefandi koma
verkum hans á markað í Bret-
landi og tveimur mánuðum síöar
hlaut hann Pulitzer-verðlaunin
fyrir ljóðlist og gullmedalíu
fyrir ljóðlist frá National Instit-
ute of Arts and Letters. Fátt
hefði glatt hann meira í ellinni
en öll sú upphefð, en hann var þá
horfinn í aðra ljóðheima.
Þrjú Ijóð eftir
William Carlos Williams
Harmur ekkjunnar á vori
(The Widow’s Lament in Springtime)
Sorgin er garðurinn minn
þar sem nýsprottið gras
logar eins og það hefur logað
áður oft en aldrei
af þeim kalda eldi
sem lykur um mig í ár.
í þrjátíu og fimm ár
bjó ég með bónda mínum.
I dag er plómutréð hvítt
af blómamergð.
Blómamergð
sveigir kirsigreinarnar
og litar suma runnana
gula og aðra rauða
en sorgin í hjarta mínu
er sterkari en blómin
þvíþó þau væru yndi mitt
áður, sé ég þau í dag
og lít undan til að gleyma.
Sonur minn sagði mér í dag
að á túnunum
við jaðar skóganna stóru
í fjarska, hafi hann séð
tré með hvítum blómum.
Mér finnst sem mig langi
að fara þangað
og falla í þessi blóm
og sökkva í mýrina hjá þeim.
Árni Ibsen tók saman í tilefni 100 ára
afmælis skáldsins og þýddi ljóðin
sem hér eru birt.
Nakta tréð
(The Bare Tree)
Nakta kirsitréð
sem gnæfir yfir þakið
gaf gnótt af berjum
í fyrra. En hvernig
skal tala um ávöxt frammi
fyrir þessari beinagrind?
Þó líf sé eftilvill í því
ber það engan ávöxt.
Höggvum það þessvegna niður
og notum viðinn
gegn þessum nístandi kulda.
Gömul kona vakin
(To Waken an Old Lady)
Ellin er
flug lítilla
tístfugla
sem flögra um
nakin tré
hrímug.
Þeir lyftast og hníga
berjast
í myrkum vindi —
En hvað?
Hópurinn er sestur
á stökka njólastöngla,
snjórinn
þakinn brotnu
fræhýði
og vindurinn stillist
af hvellum
allsnægtasöng.
21. hluti
Ásgeir Jakobsson
tók saman
Gissur var þá eftir (er
Þórður fór út til íslands) og
þótti honum það all-þungt.
Var honum þá skipuð sýsla
norður í Þrándheimi. Þor-
gils, frændi Þórðar (sonur
Böðvars á Stað), var þá eftir
með konungi svo sem í nokk-
urri gislingu fyrir Þórð til
trúnaðar við konung.
(Til er heilleg saga af Þor-
gilsi skarða og sá sem hana rit-
ar virðist hafa haft hið mesta
dálæti á Þorgilsi og vilja gera
hlut hans sem mestan, en tekst
það ekki betur en svo, að Þor-
gils verður með leiðustu
mönnum síns tíma í íslands-
sögunni. Hann er að vísu hinn
mesti vígamaður en foringja-
hæfileikinn ekki þar eftir og
hann virðist hafa verið þurs í
sér. Það sýnir saga hans víða
og það fannst föðurbróður
hans, Sturlu Þórðarsyni, því
hann sagði svo um þennan
frænda sinn: „Við (Sturla og
Þorgils) fundumst á hausti að
Helgafelli og komum við þá
engu ásamt með okkur. Mátti
ég ekki það mæla er eigi tæki
hann með forsi og fjandskap.
Mun hann þrályndur í skapi
sem faðir hans, en hafa brjóst
verra."
Frá því er sagt í Þorgilssögu
skarða, að þegar Þórður kakali
var úti í Noregi veturinn 1247,
þá kom Þorgils til fundar við
hann og var löngum með hon-
um.
„Og einn dag, er þeir drukku
í konungsherbergi (Þórður og
konungur) mælti konungur til
Þórðar: Hví lætur þú eigi gera
að lýti frænda þíns? (skarði í
vör, sem Þorgils dró nafn af).
Þórður svarar: Þar þurfum við,
herra, að njóta við þinna ráða,
en ég vil þar eigi fé til spara, ef
þér ætlið að megi gera.
Konungur mælti: Það ætla
ég, að að megi gera, og nefndi
til lækni þann, er Vilhjálmur
hét. Var þá leitað að læknin-
um, og urðu þeir kaupsáttir.
Gerði hann með konungsráði
að. Sat konungur sjálfur hjá.
Þóttust menn sjá, að þetta var
mikil þrekraun en Þorgils þoldi
það vel. Gréri sárið svo, að
Þorgils varð maður lýtlaus og
var nú maður fegri yfirlits en
áður.“)
„Sumar það, er Þórður fór til
íslands (1247), var tveimur
vetrum eftir það er Kolbeinn
ungi andaðist og Svarthöfði