Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Síða 7
Silja: Ég fyrirlít þig ekki hakk. Ég vor- kenni þér. Og langar til að þú hugsir. Mamraa, þú fílar ekkert. Þú hcfur áreiðanlega aldrei lagst niður með einhverjum og sagt: Viltu vera memm ... — leiktu við mig ... — leikum okkur ... Örn: Þú kálar þér ekkert. Hallaðu þér bara upp að mínu þreytta unga hjarta. Við breytum engu hjá þessu vonlausa, elsku fólki okkar, en við getum samt ýmsu breytt. Þegar þú hættir að vera svona gasalega reið og hlærð svoldið að þessu. Við flytjum saman, — við byrjum á því. Anna: Já, — og ég er nógu góð til að lifa á. Þá er ég nógu góð. Þá er gott að eiga þessa þrælnauðguðu dulu að. (Slær hana.) Finnst þeim það líka hinum dópistunum? Haf- ið þið hugsað út í hvernig ég á að borga þetta? Er þetta byltingin ykkar? Er hún svona? dulúðug. Mikið er ég fegin að rómantíkin skuli aftur vera komin í tísku. Á tíma var fólk hrætt við tilfinningasemi, og ég sjálf varð hrædd því ég yrki eins og ég yrki, um tilfinningar. — Gerði þessi hræðsla það að verkum að sviðsverk þín, Hælið og Súkkulaði handa Silju, eru skrifuð sem raunsæisverk? — Sumpart, en þó mest vegna þess að efniviðurinn krafðist þess. En raunsæið getur verið ljóðrænt. Ljóðræna býr í hversdagslegustu samtölum. Ljóðið er ólíkt leikritinu að því leyti að það er svo knappt: eitt ljóð er einn heimur. Ljóð verð- ur til í djúpdraumaástandi, líkt og kveikj- an að leikriti, en þegar persóna í leikriti er komin í huga mér vinn ég eins og iðnaðar- maður. — í Súkkulaði handa Silju er oft farið heldur ófdgrum orðum um karlmenn. Þeir eru kallaðir pungar, nauðgarar og notendur. Þeir eru svínfullir og lúberja konur. Endur- speglar þessi afstaða leikritsins álit þitt á helmingi mannkynsins? — Nei, nei, alls ekki. Þið eruð ágætir þessar elskur. En leikritið fjallar nú einu sinni um konur sem eru bældar, kúgaðar af ástandi sem þær ráða ekki við, og þessu ástandi er því miður sumpart haldið við af aldagömlu karlaveldi. Þessu hlýt ég að mótmæla. En það er langt í frá að mér sé illa við karlmenn. Ég á mann og þrjá syni, og hund og kött. Það hafa sumir spurt mig að því hvort það sé ekki erfitt að vera skáld undir þessum kringumstæðum. Ég get bara svarað því til að víst getur það verið erfitt, en allt annað myndi reynast mér erfiðara. Mér hefur aldrei gengið eins vel að vinna og nú að undanförnu. Eg fékk starf sem ég sótti um. Ég fæ að lifa heilbrigð, elska og yrkja. Ég er heppin kona. Svaösamur stjömufraðingur Af Tycho Brahe sem var ekki aðeins frábær vísindamaður og óskiptur í áhuga sínum á fræðum himin- geimsins, heldur einnig frægur fyrir svall sitt í veizlum og lét lífið, þegar þvagblaðran sprakk í veizlu í Prag. Eftir Richard Morris. Heldurðu, að vísindamenn séu yfirleitt alvörugefnir hófsemdarmenn? Ef svo er, þá er fróðlegt fyrir þig að lesa um æviferil og hömlulaust líferni Tycho Brahe, hins stórmerka stjörnufræðings á sextándu öld. Stjörnuathuganir Brahe, sem gerðar voru með einstakri nákvæmni og vand- virkni, lögðu að verulegu leyti grunn að nútíma stjörnufræði. En þó var þessi snill- ingur, sem mældi næturhimininn með hin- um stóru kvaðröntum sínum og öðrum tækjum, einhver mesti ofstopi og óhófs- maður í sögu vísindanna. Árið 1576 fékk Friðrik 2. Danakonungur honum að léni eyjuna Hveðn í Eyrarsundi til að skapa honum sem bezta aðstöðu til vísindaiðkana. En því miður ríkti hann yf- ir hinni litlu eyju, sem er 7,5 km!, sem miðaldafursti, en þá voru þar 40 bónda- býli, sem leiguliðar bjuggu á ásamt fjöl- skyldum sínum. Tycho Brahe var ruddi gagnvart öllum, sem honum mislíkaði við, og Kristján 4. konungur, arftaki Friðriks 2., var einn af þeim. Hann krafðist einnig meiri vinnu og afurða af leiguliðunum en honum var heimilt, og hann hunzaði jafn- vel Hæstarétt Danmerkur með því að varpa leiguliða og allri fjölskyldu hans í fangelsi. Tycho Brahe byggði brátt feikimikla stjörnuathugunarstöð á eynni, sem var eins og kastali, enda var þar einnig bú- staður hans. Hann kallaði bygginguna Ur- anienborg. Arthur heitinn Koestler segir, að Uranienborg hafi litið út eins og „sam- bland af Palazzo Vecchio (tilkomumikilli höll í Feneyjum) og Kreml“. í sölum kast- alans var fullt af klukkum, sólúrum. hnattlíkönum og táknmyndum. í kjallar- anum var prentsmiðja og bræðsluofn fyrir gullgerð, og þar voru einnig einkadýflissur Tycho Brahe. Á landareigninni voru frið- lýst veiðidýrasvæði og tilbúnar fiskitjarn- ir, lyfjastofa og pappírsmylla. Stjörnuathugunartæki meistarans voru hin frábærustu á þeirra tíma mælikvarða. Sum þeirra kostuðu meira fé en hinn gáf- aði aðstoðarmaður hans, Johannes Kepler, átti eftir að vinna sér inn um sína daga. Silfurnef jaður meistari En hófleysi Tycho Brahe var ekki ein- ungis bundið við stjörnufræði. Fjöri var hleypt í mannskapinn á stjörnuathugunar- stöðinni með stanzlausum stórveizlum, þar sem hinn drykkjuglaði meistari var í for- sæti. Hann stjórnaði drykkjunni af misk- unnarleysi, henti matarbitum í hirðfíflið, dverginn, og bar smyrsl á sitt eigið silfur- nef. Tycho Brahe missti miðsnesið í einvígi á stúdentsárum sínum, reyndar 1566, en tildrög einvígisins voru þau, að hann deildi við annan danskan aðalsmann um það, hvor þeirra væri meiri stærðfræðingur. í stað þess hluta nefsins, sem hann missti, setti hann blöndu af gulli, silfri og kopar. Það hlýtur að hafa gert hann hrikalegan ásýndum og verið kynlega í stíl við karakt- erinn. Tycho Brahe lézt árið 1601, 55 ára gam- all, af völdum þess að þvagblaðra hans sprakk. Svo virðist sem hann hafi drukkið sleitulaust í kvöldverðarboði, sem barón að nafni Rosenberg hélt í Prag, og hann hafi ekki staðið upp til að kasta af sér vatni. Þetta síðasta kvöld ævi sinnar var hann haldinn ölæði (delirium) á vægu stigi og tautaði í sífellu: „Látið ekki líta út eins og ég hafi lifað til einskis." Það var Johannes Kepler, sem var að- stoðarmaður hans um tíma, sem sá um, að hinzta ósk hans rættist. Hann gerði það með því að komast yfir hans ítarlegu gögn. Og þegar svo var komið, hóf Kepler að kanna nákvæmlega brautir reikistjarn- anna. Þessi ungi Þjóðverji hafði lengi unn- ið að kenningu, sem byggðist á því, að brautir reikistjarnanna um sólu væru full- komnir hringferlar. En hinar nákvæmu mælingar Tycho Brahe bentu til þess, að brautirnar væru í rauninni sporbaugar en það var hugmynd, sem Kepler hafði fyrst vísað á bug sem „klárri dellu". En að lokum komst Kepler að þeirri niðurstöðu, að mælingar Tycho Brahe væru of nákvæmar til þess að framhjá þeim yrði gengið, og hann mótaði lögmál sitt um sporbrautirnar. Síðar setti hann fram tvö önnur lögmál um hreyfingar reikistjarnanna. Annað var um það, að brautarhraði reikistjarnanna væri breyti- legur og mestur, þegar þær eru næst sólu, en hitt, að umferðartími reikistjörnu sé háður meðalfjarlægð frá sólu og massa hennar og sólarinnar. Þessi þrjú lögmál eru talin mestu afrek Keplers. Án þeirra hefði Newton ekki getað uppgötvað þyngd- arlögmálið. Ef Kepler hefði ekki tekið hin ítarlegu gögn Tycho Brahe traustataki, hefði hann aldrei gert þær uppgötvanir, sem tryggt hafa honum sess í sögu stjörnufræðinnar. — svá — úr „Science Digest“. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBROAR 1984 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.