Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Síða 8
Flugvélar framtíðarinnar Þær verða öruggari en nokkru sinni áður, enda heyra þær og hugsa og munu sumar líta út eins og risavængir, sem bæði vantar á skrokkinn og stélið BYGGT AÐ MESTU Á SCIENCE DIGEST EFTIR TOM YULSMAN „United einn sjö, það er klárt fyrir flug- tak.“ Með þessum orðum byrjar Flug 17 hálfs dags ferð sína milli Seattle og Hong Kong. Flugmaðurinn opnar fyrir benzín- gjöfina til hreyflanna þriggja. Þeir svara með hvini, og þegar vélin heldur af stað, þrýstumst við aftur í sætin. Smáskellir frá hjólunum aukast með ört vaxandi hraða vélarinnar. Ljósin á brautinni dofna, um íeið og þau þjóta framhjá gluggunum. Vél- in hefur ekki enn lyft sér af brautinni og við nálgumst óðfluga enda hennar. „HÆTTA VIÐ FLUGTAK," þrumar flug- vélstjórinn. Flugstjórinn stillir óðara í aft- ur á bak, beitir hemlunum og berst síðan við að hafa vald á 280 tonnum af farþegum og málmum, sem geysast eftir flugbraut- inni á 180 mílna hraða á klst. Við sveigjum til hægri og vinstri eins og skíðamaður í svigi. Við hverja voðalega sveiflu nálgumst við æ meir endamörk brautarinnar. Nokk- ur augnablik leit svo út, sem við myndum lenda úti á akri. Flugmaðurinn barðist harðri baráttu gegn þeim ósköpum, sem gátu hent okkur, og honum tókst að stöðva vélina á brautarbrúninni. Þarna skall hurð nærri hælum? Ekki beinlínis. Rofi er snertur, og myndirnar í gluggun- um snúast til baka, þangað til þær sýna aftur staðinn, sem við lögðum frá. „Við skulum reyna þetta aftur, Dick,“ segir einhver. Maður fyrir aftan mig hallar sér fram og hvíslar: „Það er gaman að þessum gervivélum, eins og þú sérð núna.“ Ég stíg út um dyrnar og lít í kringum mig. Það er skær birta á æfingastöð flug- félagsins United Airline í Denver, þar sem smáhýsi á gljáandi þrýstivökvastólpum eru á víð og dreif eins og bátar á sjó. í slíkum gervivélum æfa áhafnir sig í að takast á við hvers kyns hugsanlegan vanda, sem að höndum getur borið í flug- vél, svo sem til dæmis að hætta skyndilega við flugtak. Þarna stýra tölvur vandlega hreyfingum, hljóðum, upplýsingum mæla og myndasýningum í gluggum í gervivél- inni til að láta allt gerast, eins og um alvöruflug væri að ræða. Þessar furðulegu vélar líkja eftir flugi á svo raunsannan hátt, að flugmaður þarf ekki að eyða einni einustu stund í loftinu til að fá réttindi í atvinnuflugi. Banda- ríska flugmálastjórnin hefur veitt. United Ieyfi til að þjálfa flugmenn sína einvörð- ungu í gervivélum. Að sjálfsögðu eru nem- endurnir þegar orðnir reyndir flugmenn, þegar þeir ganga í þennan skóla. En tölvustýrt gerviflug er aðeins eitt dæmið um byltingu í flugi. Nú eru farnar um 14.000 flugferðir aðrar en á vegum hersins í Bandaríkjunum á degi hverjum. Flugmálastjórnin telur, að sá fjöldi muni tvöfaldast á árunum fram til ársins 2000. Bygging nýrra flugvalla er svo dýr og land svo takmarkað á helztu stórborgarsvæð- unum, að þeir flugvellir, sem fyrir eru, verða að duga. Fleiri og fleiri flugvélar munu sveima yfir alltof aðþrengdum áfangastöðum. Nú þegar hellist yfir flug- mennina flóð af upplýsingum við lendingu og flugtak og álagið er ótrúlega mikið. í hinni auknu umferð yrði þeim um megn að fljúga með þeirri nákvæmni, sem hún út- heimtir. „Tölvuvædd sjálfvirkni," segir Malcolm Burgess hjá Geimferðastofnuninni, „mun gera mönnum kleift í öllum sínum van- mætti að standast hina risavöxnu aukn- ingu allra upplýsinga og vandamála í stjórnklefanum." Bylting í Flugi Þeirri byltingu í flugi, sem fyrirsjáanleg er, munu einnig fylgja feikilegar breyt- ingar á flugvélunum sjálfum. Hringlaga

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.