Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Qupperneq 2
Evtusjenko í vinnustofu sinni í Moskvu: Engin eftirgjöf gagnvart ritskoduninni. snýr sér að kvikmyndagerð Evgeni Evtusjenko, eitt kunnasta skáld Sovétríkjanna, þykir hafa komizt upp með eitt og annað, sem öðrum væri ekki þolað, en nú reynir hann á þolrif kerfisins á nýjan hátt að var engin flóðlýsing, og engir límúsínar komu með frægt fólk á staðinn. Fólkið, sem fyllti hinn geysistóra áhorfenda- sal Félags kvikmyndagerð- armanna í Moskvu 20. janúar sl., var yfirleitt hversdagslega klætt, en ekki í síðum kjólum og smóking. Þá var það einnig allt öðruvísi en þeir hafa það í Holly- wood að því leyti, að eftir sýn- inguna kom kvikmyndastjórinn ekki fram á sviðið einungis til að hneigja sig, heldur til að hlusta á menn úr hópi áhorfenda, sem stóðu upp hver á fætur öðrum til að segja álit sitt á myndinni. Maður kvöldsins var Evgeni Evtúsjenkó, hið fræga og á stundum umdeilda skáld í Sov- étríkjunum, og tilefnið var frumsýning í Moskvu á fyrstu kvikmyndinni, sem hann hefur samið handrit að og stjórnað. Myndin heitir „Kindergarten", „Leikskóli", og lýsir reynslu hans í bernsku á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, þegar hann var fluttur burt ásamt þús- undum annarra Moskvubúa til Síberíu í öryggisskyni, er þýzkar hersveitir sóttu að borginni. Enda þótt sovézk stjórnvöld sú þess hvetjandi, að eldraun Sov- étríkjanna í síðari heimsstyrj- öldinni sé viðfangsefni kvik- myndagerðarmanna, gæti mynd Evtúsjenkós eigi að síður mætt andspyrnu þar í landi. Annað tveggja nektaratriða olli því, að margir áhorfendur stóðu á önd- inni, en í því birtist nýgift kona nakin niður að mitti. Nekt er sjaldgæf i sovézkum myndum og fyrir því er séð af hinu opinbera eftirliti. í „Leikskólanum" er Gyðingapresti, öldruðum rabbí, lýst með virðingu og aðdáun, en hætt er við að slíkt gæti valdið gremju yfirvalda, því að á Gyð- inga og gyðingdóm má eiginlega ekki minnast í Sovétríkjunum — það efni er „tabú“. Skáidið og kvikmyndastjórinn er viðbúinn vandræðum. „Mér finnst einhver ósýnilegur óvinur vera að vinna gegn myndinni minni," segir Evtúsjenko, sem leiftrar enn, fimmtugur, af því æskufjöri, sem átti sinn þátt í að gera hann að bókmenntalegri poppstjörnu á sjöunda áratugn- um. „Eg held, að þessi óvinur muni koma í veg fyrir, að kvik- mynd mín verði sýnd í Sovétríkj- unurn." Þó að véitt hafi verið bráðabirgðaleyfi til sýninga á „Leikskólanum", verður viss rík- isstofnun nú að ákveða, hvort hún megi fara til dreifingar inn- an lands og utan. Evtúsjenkó fullyrðir að hann muni ekki klippa neitt úr myndinni. „ ég geri engar frekari breytingar," segir hann. „Ég mun ekki láta undan ritskoðun. Ef maður rétt- ir ritskoðuninni litla fingur, gleypir hún mann með húð og hári og spýtir út úr sér kjötbit- um.“ í eyrum þeirra, sem fylgzt hafa með Evtúsjenkó, hljómar þetta, eins og hið „reiða unga skáld“ sé enn að tala, þótt fimmtugt sé. Á stjórnarárum Krútsjevs varð Evtúsjenkó hetja hinna frjálslyndu, sovézku menntamanna fyrir hin djörfu kvæði sín gegn Gyðingahatri (Babi Yar) og ógnarstjórn Stal- ínstímans (Arftakar Stalíns), en hann flutti mörg þeirra sjálfur á upplestrarferðum um Vestur- lönd. Þegar líða tók á sjöunda áratuginn, virtist sem andófs- áhugi hans færi dvínandi, þar sem hann fór að yrkja „opinber" kvæði til að lofsyngja sovézka verkamenn, en ráðast á Banda- ríkin. En nú kann að vera, að hann birtist á ný í hlutverki uppreisn- armannsins. Fyrstu skáldsögu hans, „Óræktuðum berjum", sem komið hefur út í 4 milljónum eintaka í Sovétríkjunum og er væntanleg á markað í Banda- ríkjunum í júní nk., var úthúðað í meiri háttar bókmenntatímar- iti í Sovétríkjunum í desember sl. og hún sögð bæði óheiðarleg og ósiðleg. En Evtúsjenkó hefur enn ekki hreinsað sig af hinum gömlu ásökunum um að hafa lát- ið kaupa sig. „Bandarískir fréttamenn líta gjarna þannig á, að ef listamaður er ekki á geð- veikrahæli, tákni það, að hann sé þræl! stjórnarinnar," segir hann. „Það er of mikil einföldun." Evtúsjenkó hefur einnig feng- izt við ljósmyndun og leiklist. Hann lék fyrst í sovézku kvik- myndinni „Af stað“ 1978. En hugmyndina að fyrstu kvikmynd sinni fékk hann á upplestrarferð sinni um Bandaríkin 1972. Þegar hægrisinnaðir mótmælendur trufluðu upplestur hjá honum í St. Paul, rifbeinsbrotnaði Evt- rúsjenkó í átökum, sem þá urðu. Læknir, sem rannsakaði hann, fullyrti, að beinið hefði brotnað áður. Þá rifjaðist það upp fyrir Evtúsjenkó, að hann hefði verið barinn illa í áflogum út af mat á stríðsárunum. Þá sagði læknir- inn við hann, að endurminningar hans frá stríðsárunum væru kjörið efni í kvikmynd. Það tók Evtúsjenkó tíu ár að hrinda tillögunni í framkvæmd. Hann byrjaði að kvikmynda kafla úr ævisögu sinni í sept- ember 1982 í Moskvu og í þorp- inu Zima í Síberíu. Hann fór að dæmi ítölsku „neorealistanna" og notaðist aðallega við ólærða leikara (amatöra). Ein undan- tekning var Klaus Maria Brand- auer, sem leikur viðfelldinn þýzkan liðsforingja. Evtúsjenkó kemur snöggvast fyrir í mynd- inni sem einmana skákmaður. Kvikmyndin kostaði um 900.000 dollara. Móttökurnar, sem „Leikskól- inn“ fékk við frumsýninguna í Moskvu, voru misjafnar. Þrátt fyrir vandaða myndatöku og raunsæjar sviðsmyndir frá líf- inu í Síberíu fannst sumum áhorfendum þetta vera an- kannalegur samsetningur raun- veruleika og hugarburðar. (í einu atriðinu eru rússneskir her- menn sýndir með hægum hraða, þar sem þeir marséra og hver þeirra ber riffil og gullfiska- skál.) „Myndin er í eðli sínu eins og Evtúsjenkó," sagði einn áhorfenda eftir frumsýninguna. „Hún er margslungin og misjöfn. Sumt tekst vel og annað miður." Hvað sem um „Leikskólann" verður, þá er Evtúsjenkó þegar farinn að undirbúa næstu mynd sína, sem á að fjalla um „Skytt- urnar þrjár" á efri árum. „Ég vil verða kvikmyndastjóri, en mér finnst, að mér hafi ekki tekizt það fyllilega enn,“ segir hann. Hann vill, að myndatakan fari fram í Frakklandi, býst við, að hún muni kosta 30 millj. dollara og vonast til að fá Brandauer, Peter Ustinov og Jean-Paul Belmondo til að leika í mynd- inni. Ef hann kemur þessu öllu í kring, gæti einmitt svo farið, að við frumsýningu á annarri mynd Evtúsjenkós yrði þörf á nokkr- um límúsínum og flóðlýsingu. — svá — úr „Time“. ■ ■ ■ ■ GLUGGA , gamans:] ■U.aprir Lagið sem hefur fylgt Guðrúnu Á. Símonar í gegnum lífið verður henni ef til vill samferða á Litlu iðnsýninguna sem Álafossbúðin býður gluggaeigendum á dagna 9.-14. apríl. • 18 nýir ÁLAFOSS-möguleikar í gluggatjaldaefnum. • Ókeypis ÁLAFOSS-námskeið í gluggatjaldasaumi. • Byltingarkennd aðferð við hreinsun gluggatjalda. • Blómaskreytingar I glugga. í fyrsta skipti eftir 2ja ára hlé ætlar Guðrún Á. Símonar að taka lagið í Álafossbúðinni - fimmtudaginn kl. 17.00. Sannkallað GLUGGAGAMAN! Verið velkomin. ^lafossbúóin Vesturgötu 2, sími 22090. *þó gluggarnir séu litlir eru þeir augu hússins 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.