Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Side 4
I'
I
I
l
\
I
I
I-
►
I
I
En hvað um það, Margeir var fyrst beð-
inn að segja frá tildrögum þess að hann
lagði fyrir sig taflið.
„Það var pabbi sem kenndi mér að tefla
og við tefldum síðan mikið saman,
einnig afi minn og bróðir. í skólan-
um var sömuleiðis töluverður áhugi
á þessu — við vorum svona fimm,
sex strákar sem lágum yfir skák-
mni, og það var reyndar fyrir
heimsmeistaraeinvígið 1972.
En þegar það var haldið
fékk maður náttúrlega
alveg ólæknandi bakt-
eríu. Við strákarnir
héldum til úti á
bókasafni meira
og minna allt
sumarið, þar voru
nefnilega töfl og
við vorum að frá
morgni til
kvölds. En auð-
vitað var þetta á
mjög lágu plani
hjá okkur, við vor-
um ekki eins góðir
og við héldum. Það
kom best í ljós þegar
við fórum upp í Taflfé-
lag um haustið og byrjuð-
im að keppa við okkur reynd-
ari stráka. Framfarirnar,
beinlínis vegna einvígisins,
voru hins vegar miklar. Ég
hafði tekið þátt í unglingaflokki
á skákþingi íslands 1972, og varð þá
næstneðstur, en um haustið tefldi ég í
sama flokki á haustmóti Taflfélags
Reykjavíkur óg varð í öðru sæti.“
Með hvorum hélstu í heimsmeistara-
einvíginu?
Ég hélt með Spasskí. Það var rekinn svo
mikill áróður gegn Fischer að maður
lét það hafa áhrif á sig.“
Hver heldurðu að sé ástæðan fyrir því
að þú hélst áfram að tefla en margir
sem fengu skákdellu ’72 duttu fljót-
lega út aftur?
„Eg hugsa að það sé ekki síst
vegna þess að ég var búinn að
tefla alllengi þegar einvígið var
haldið. Ég hafði teflt reglulega
í ein fimm ár, þó maður væri
auðvitað lélegur, og fylgst
með því helsta sem gerðist.
Ég fylgdist með Fischer í
heimsmeistarakeppninni
alveg frá 1970, og fylgdist
líka með alþjóðamótunum
hér heima allt frá ’68 —
þá var maður að pæla í
mótstöflunni. Svo var ég
á góðum aldri þegar ein-
vígið var, svona tólf
ára, og úr því að mér
gekk vel að tefla
næsta vetur á eftir,
þá var engin leið út
úr þessu. f raun-
ir inni hefur mér
aldrei dottið í hug
að hætta. Ég var,
man ég, alveg
fótbolta og náði nú aldrei miklum frama
þar, en ég hafði ógurlega gaman af að
fylgjast með úrslitum, til dæmis í ensku
knattspyrnunni, og pældi mikið í slíku.
Svo tók skákin við og maður fór að velta
fyrir sér úrslitum móta, hver væri besti
skákmaðurinn og svona — ég þekkti brátt
hvert einasta nafn í bransanum — og svo
leiddi það til þess að ég fór að stúdera
skákteóríu. Ég hef, má segja alltaf haft
jafn gaman af að stúdera skák og að tefla,
alveg frá upphafi — það er að segja frá
Fischer-Spasskí-einvíginu."
Beitirðu mjög vísindalegum vinnu-
brögðum í þessu grúski?
„Ja, ég skrái til að mynda skákir eftir
byrjunum og ætli ég sé ekki kominn með
svona fimm þúsund skákir inn í þá skrá.
Svo safna ég teóríubókum og reyni að ná í
öll slík rit, jafnóðum og þau koma út, og
náttúrlega allar nýjustu skákir sem tefld-
ar eru milli stórmeistara og alþjóðlegra
meistara. Svo er það mikil vinna að færa
nýjustu upplýsingar inn í teóríuritin svo
maður standi ekki á gati. Skákin er komin
dálítið út í svona upplýsingastríð, og það
ræður oft úrslitum ef annar skákmaðurinn
hefur kynnt sér einhverja teóríubók sem
hinn hefur ekki séð. Þetta kemur alltaf
fyrir öðru hvoru. Menn eru líka sífellt að
finna nýja leiki, þróa afbrigði og reyna að
setja andstæðinginn út af laginu. Þetta
einkennir skákina töluvert um þessar
mundir."
Finnst þér það neikvætt í sjálfu sér,
eins og stundum er sagt?
„Nei, ég get ekki fallist á það. Það er
talað um að skákin sé allt í senn: list,
íþrótt og vísindi, og þessar teóríurann-
sóknir eru ekkert annað en vísindalega
hliðin á henni."
Þegar þú byrjaðir að taka skákina al-
varlega, var þá einhver einn stórmeist-
ari sem þú hafðir mest álit á og lærðir
mest af?
„Ég stúderaði Petrósjan voðalega mikið,
man ég. Hans stíll höfðaði til mín, þótt
ótrúlegt megi virðast, því strákar á þess-
um aldri eru yfirleitt hrifnastir af glæsi-
legum sóknarskákmönnum. Þegar ég var
að byrja þóttu Tal, Spasskí og Fischer
skemmtilegastir, ég heillaðist strax af
þessum varnar- og stöðustíl sem Petrósjan
er frægur fyrir. Þetta var kannski vegna
þess að í fótboltanum hafði ég alltaf leikið
í vörninni! En mér var sem sagt alveg
sama þótt ég fengi á mig mátsókn ef ég sá
fram á að ég ætti einhverja varnarmögu-
leika. Síðan hefur þetta breyst töluvert
mikið og ætli uppáhaldsskákmennirnir
mínir núna séu ekki Fischer, Karpov og
Portisch — og svo Kasparov nú síðast."
Hvernig myndurðu skilgreina þinn
eigin skákstíl núorðið?
„Ég veit það ekki, ætli ég sé ekki bara
orðinn skákstílslaus? Ég byrjaði sem sagt
í mjög passífum varnarstíl og var þá ekki
mjög mikið fyrir að fara í sókn, en hins
vegar tók ég alltaf vel á móti ef ráðist var
á mig. Svo kom nú af sjálfu sér að maður
fór að tefla taktískt líka og jafnvel sækja
eins og hinir! Það fór meira að segja að
koma fyrir að ég fórnaði einhverju; — ég
fann að ég gat það alveg þegar svo bar
Illugi Jökulsson ræðir við
MARGEIR PÉTURSSON
einn hinna snjöllu skák-
manna okkar af yngri
kynslóð
(Mýsanleg sæla
fylgir því að standa upp frá taflborði eftir að hafa unnið
Allt í einu hefur orðið nokkurs konar spreng-
ing í íslensku skáklífi. Hvert alþjóðamótið
rekur annað, ungu skákmeistararnir leggja
hvern heimsþekktan stórmeistarann af öðr-
um að velli og raka að sér titiláföngum i
leiðinni, von er á mikilli stigahækkun
þeirra flestra. Allt saman hófst þetta með
alþjóðlegu móti sem Búnaðarbanki Islands
hélt af myndarbrag fyrir nokkru, og rétt
áður en það mót hófst var tekið eftirfar-
andi samtal við alþjóðameistarann Mar-
geir Pétursson. Margeir hefur ekki látið
sitt eftir liggja á mótum þeim sem hér
hafa verið haldin undanfarið; hann hafn-
aði í öðru sæti á Búnaðarbankamótinu og í
4.—6. sæti á Reykjavíkurmótinu, aðeins
hálfum vinningi k eftir sigurvegurunum.
Lesendur Lesbókar þekkja hann aukin
heldur af reglulegum skákskrifum fyrir
blaðið. Af einhverjum ástæðum dróst að
birta þetta samtal og er rétt að það komi
fram.
heltekinn af þessu og fyrir unglingamótið
haustið ’72 — þegar maður fékk loksins að
vera með í móti — þá gat ég ekki sofnað
fyrr en seint og um síðir kvöldið fyrir
fyrstu umferðina. Vaknaði svo klukkan sex
um morguninn, þetta var svo mikið fjör!“
Og hvað var svona mikið fjör?
„Á þessum aldri held ég að það sé met-
ingurinn sem skiptir mestu máli. Strákar
eru alltaf að metast um hver sé bestur í
fótbolta og svo framvegis, og þeir sem eru
lélegir í fótbolta vilja náttúrlega vera góð-
ir í einhverju öðru. Ég fann það í skákinni
— það var gaman að máta hina! Fyrir mig
skipti líka miklu máli sú grúsknáttúra sem
ég held að sé voðalega mikið í krökkum á
þessum aldri. Ég hafði til dæmis verið í
undir. Þannig að skákstíllinn er orðinn all-
miklu hvassari en hann var, en samt sem
áður er ég ennþá stöðubaráttuskákmaður
umfram allt. Það sem Lasker kallaði
klassískan stíl má líklega nota um minn
stíl. Ég er sæmilega heima í teóríunni og
er ekki mikið fyrir að fara í sókn upp á von
og óvon, a.m.k. ekki undir venjulegum
kringumstæðum."
Hversu miklu máli skiptir metnaður-
inn þegar um það er að ræða að ná
árangri í skák?
„Hann skiptir gífurlega miklu máli,
metnaðurinn og sjálfstraustið. Við verðum
að athuga það að skákin er sálræn íþrótt.
Sálfræðin leikur mjög stórt hlutverk og ef
sjálfsímynd skákmannsins versnar
skyndilega þá fer hann að tefla verr.
Margir skákmenn eiga erfitt með að taka
áföllum. Ef þeir tapa einni skák, þá tefla
þeir næstu skák á eftir líka illa. í rauninni
má segja að menn séu jafn góðir í skák og
þeir halda að þeir séu. Þetta hljómar
kannski fáránlega en það er mikið til í
þessu. Fischer, til dæmis, efaðist aldrei um
4