Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Síða 7
ir hommar. Krítikin já. Nei, það
er bezt að fara ekki að gizka á
neitt.
Sú fimmta heitir: „Gott er að
þeir hafa ekki fleiri limi." Hér er
mikið at og menn kútveltast
allavega og skrifa, mála, höggva,
syngja og hver veit hvað.
Kannski þetta sé það, sem
stundum er nefnt „gróskan í
menningarlífinu" og sumir kjósa
að kalla dugnað fúskaranna.
Sú sjötta heitir: „Asninn ræð-
ur för.“ Goyá notaði stundum
asna til undirstrikunar á karakt-
er knapans, og þótt asninn sé
ekki íslenzk skepna, þá hefur
hann táknræna þýðingu hér eins
og raunar flest í þessum mynd-
um. Undirtitillinn á spænsku:
„Pesadilla de la vieja verde" ger-
ir málið torráðið, því hann út-
leggst: „Plágan sú gamla,
græna.“ Maður getur sér þess til
að plágan sé sú, sem á asnanum
ríður og líklega fáum til góðs. En
hún er ánægð með sig á asnan-
um og líklega gulltryggt að hún
dettur ekki af baki. Græna kell-
ingin er í rauninni bara sæt, —
henni finnst það að minnsta
kosti, með þennan lika fína hatt.
En ekki er nokkur lifandi leið
að láta sér detta í hug, hver
þetta á að vera. Þannig er það
bezt; það ósagða skiptir ævinlega
mestu máli.
Þvílíkar Goyerskur. Ég sé þær
í anda í bönkunum, — bankarnir
eru jú þær stofnanir sem einna
helst kaupa stórar og góðar
myndir á sýningum. Mér finnst
samt liklegt, að Baltasar láti
Listasafn Islands ganga fyrir,
enda er það við hæfi.
GfSLI SIGURÐSSON
Því er ekki að neita að gömlu
lengdarmálin, þótt skemmtileg
væri þeirra fjölbreytni, voru hin
mesta grautargerð, víðast hvar
og ekki sízt í ensku máli, og það
er einmitt þar, sem breytingarn-
ar þurfa að gerast og þær hafa
þá síðan áhrif um allan heim.
Englendingar búa enn við
inches, hands, spans, feet, yards,
fathoms, rods, cable-length,
links, chain, furlongs, miles
(statute og nautical) og leagues.
Sjálfir áttum við íslendingar
þokkalegan graut af lengdarein-
ingum eins og þumlung, fingur,
lófa, þverhönd, spönn, fet, alin,
skref, kvartil, faðm og vega-
lengdir á landi voru bæjarleið og
þingmannaleið en á sjó vikur,
tylftir og dægur og kann ég ekki
allt það að nefna, sem notað var
fyrrum og á hinum ýmsu tímum
til lengdarmælinga ýmiss konar.
Margar hinna fornu lengd-
armælieininga okkar til forna
eru aldauða en aðrar líflitlar, en
geta tórt lengi í orðatiltækjum
svo sem að þumlungast áfram,
spönn frá rassi, þverhandar síða
og svo framvegis, og sum eru enn
við góða heilsu, svo sem fet í
timburmælingum og faðmur í
sjómannamáli og oft áætla menn
enn lengd með því að skrefa
hana.
Þessi gömlu lengdarmál eru
þægileg enn að því leyti að mæli-
tækið er alltaf við höndina en
ókosturinn er náttúrulega
ónákvæmnin, sem ekki hentar
nútímanum og breytileg
merking með hinum ýmsu þjóð-
um. Það gerði gamla kerfið í
raun illnothæft þegar viðskipti
tóku að aukast með þjóðum.
Þumlungurinn var upphaflega
lengd þriggja maltkorna, en fet-
ið jafnt fótlengd kóngsins, og
það var svo sem eðlilegt að þess-
ar mælieiningar væru á reiki.
Enskt fet er t.d. ekki nema
0,305 metrar en íslenzkt (danskt)
0,314 metrar. Mílulengdin var
einnig margvisleg með þjóðun-
um, ensk landmíla er 1609 metr-
ar en dönsk 7532, svo dæmi sé
nefnt.
Þá er metrakerfið miklu þægi-
legra en gamla kerfið að því leyti
að metrakerfið byggir á tugakerf-
inu, tíundu pörtum. Þess vegna
vilja margir ákaft kasta gamla
gráðukerfinu og hafa hringinn
400 gráður. Sama er að segja um
tímamælinguna. Menn vilja
koma henni í tugakerfið.
Þá vilja menn einnig í Banda-
ríkjunum og Bretlandi flýta sér
að taka upp tugakerfið í þunga-
vigt bæði fljótandi og fastri. í
báðum löndunum eru þessi
mælikerfi mjög flókin og má þar
nefna, það sem okkur íslending-
um kemur nú mest við, að á
brezka fiskmarkaðnum eru
mælieiningar stone, kits og
baskets og enn eru í gangi bæði
hjá Bretum og Bandaríkja-
mönnum short ton (2000 lbs) og
long tons (2240 lbs) og loks nú
metric ton (2204,6 lbs).
Þessar miklu verzlunarþjóðir
hafa nú tekið upp tugakerfið í
peningamynt og metrakerfið er
að ryðja sér til rúms.
Það er nauðsynlegt að þetta
gerist, en leiðinlegt er að missa
alla fjölbreytnina í gamla mál-
inu og auðvitað er þetta eitt
skrefið enn í áttina til vélmenn-
isins. Við kveðjum því faðminn
með söknuði.
Asg. Jak.
w u R M áT 1 N U
H O R N 1
Heimssagan
og okkar
heimamenn
Þeir Sem Stefnunni
Réðu
Það er undarlegur sannleikur,
að þótt sagan sé rituð af okkur
sjálfum lesum við hana ekki með
eigin augum. Það gera afkom-
endur okkar í þriðja og fjórða
lið. Síðustu daga hef ég farið yfir
síður bókar, sem heitir Þeir
settu svip á öldina. Ritstjóri og
höfundur eins þáttanna er Sig-
urður A. Magnússon rithöfund-
ur. Mikið rit og að sjálfsögðu
fróðlegt. Ekki ætla ég hér að
fjalla að ráði um þessa bók. Ég
er ekki til þess ráðinn og rúm
mitt takmarkað, jafnvel stilli ég
mig um að segja, hvað ég hugs-
aði á meðan bókin var í mínum
húsum. En það, sem stendur á
þessu blaði, er þó vakið af lestri
hennar. Hins verður þó að geta,
að mér virðist hér rita nokkuð
einsýnir menn um goð sín. Stefn-
ur og straumar í íslenskum
stjórnmálum eru ekki krufin til
mergjar, ekki varpað nýju ljósi á
menn og málefni. Til þess hefur
ekki verið ætlast.
Heimssagan Lesin A
Milli Línanna
Þórarinn Tímaritstjóri er einn
af höfundum þessarar bókar. Ég
get þess ekki vegna þess að hann
riti öðruvísi en hinir, heldur af
öðru tilefni. Ég hef áður borið
lof á hann fyrir greinar þær um
erlend málefni, er hann hefur
ritað og birt í blaði sínu. Mér
virðist þær gagnlegri og heiðar-
legri blaðamennska en við eigum
yfirleitt að venjast. Vissulega
rita fleiri en hann ágætar grein-
ar um þessi efni. En á því hef ég
lengi furðað mig hvernig Þór-
arni hefur tekist að láta eigin
skrif um þessi mál verða áhrifs-
laus á eigin pólitíska breytni
sína og annarra framsóknar-
manna. Mér og vonandi fleirum
hafa komið þessar yfirlitsgrein-
ar vel og gert okkur fært að lesa
á milli línanna í almennum
fréttum fjölmiðlanna.
Hér hafa fæstir almennir
blaðalesendur aðgang að erlend-
um ritum sem birta greinar um
alþjóðamál. Á síðustu árum hafa
t.d. komið út í Bandaríkjunum
merkisbækur um forseta þeirra
s.s. Eisenhower, Kennedy og
Nixon, svo einhverjir séu nefnd-
ir, sem varpa nokkuð öðru ljósi á
feril þeirra og pólitík en sam-
tímafjölmiðlar gerðu. Auðvitað
geta slíkar bækur verið varhuga-
verðar, en þar koma þó alltaf
fram nokkrar áður ókunnar
staðreyndir, sem athugulir les-
endur hafa gagn af að kynnast.
Á íslandi er ritað um fallna
stjórnmálamenn sem óskeikul
gáfnaljós og ofurmenni.
ÞEGAR Farþega-
FLUGVÉLIN VAR
Skotin Niður
Ég var staddur í Svíþjóð síð-
sumars á síðasta ári þegar mikl-
ir hörmungaatburðir gerðust við
austurlandamæri Sovétríkjanna,
fréttir af því skóku alla heims-
byggðina. Ég á þá auðvitað við
það mikla hernaðarslys, þegar
hundruð manna fórust vegna
skothríðar sovétmanna á far-
þegaflugvél, sem flaug yfir þýð-
ingarmikla herstöð þeirra.
Heimspressan og stjórnmála-
menn vesturheimsins notuðu að
sjálfsögðu sitt stærsta letur og
sterkustu orð.
Utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna var spurður um það, hvort
þetta gæti ekki haft afdrifarík
áhrif á heimsmálin. Nei, ekki
hélt hann það. Þetta verður
fljótt að gleymast.
Auðvitað sagði hann og sam-
herjar hans margt fleira en þessi
orð urðu mér minnisstæðust
Svona hugsa og tala stjórnmála-
menn. Ekki aðeins í austri, held-
ur um allan heim. Sjálf látum
við okkur ekki svo mjög bregða
við, þótt eitt hundrað, fleiri eða
færri menn, séu myrtir, jafnvel
píndir til dauða, víðsvegar um
heim, svo að segja í hverri viku
vegna aðgerða eða að fyrirmæl-
um stjórnmálamanna. Fjöl-
skyldur þeirra, sem missa þó
ekki sé nema einn mann og
kannski allar eigur sínar,
gleyma þessum og þvílíkum at-
burðum aldrei.
Vissulega voru allir í Svíþjóð
harmi lostnir og ótta slegnir
haustdagana í fyrra og heimtuðu
skýringar á þessu voðaverki. Ég
sá líka fljótt blöð að heiman, og
gat því gert mér ljóst, hvernig
hér hafði verið þrugðist við,
Kannski skáru okkar fjölmiðlar
sig ekki mikið úr, en þó.
í Svíþjóð gerðist ég áskrifandi
tveggja borgaralegra blaða og
las þau þær vikur, sem ég var
landinu. Það var málgagn frjáls-
lyndra, Dagens Nyheter, og
hægri manna, Svenska Dagblad
et. Á forsíðum voru þar stóryrði
eins og hér á íslandi, en þar birt
ust líka fljótt greinar, sem lýstu
sjónarmiðum sovétmanna og
því, hve hættulegan ögrunarleik
Bandaríkjamenn höfðu leikið
mánuðum saman í lofthelgi Sov
étríkjanna. Á þessum slóðum
hafði því ríkt múgsefjaður ótti.
Jón úr Vör
LESBÓK MORGUNBLAOSINS 7. APRlL 1984 7