Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Síða 9
~S' indstrekkingur var í St. Moritz og kaldur nokkuð, - en raunar var það eina golan sem vart varð í allri ferðinni. En maður er ekki beint á höttunum eftir vindstrekkingi, svo við flýttum frekar för frá skíðastað milljóneranna, - eftir að hafa ská- skorið brekkur unz kom að einskonar höll, sem ugglaust er hótel. Þaðan er eins og að sjá úr lofti yfir allt plássið og dalinn. En degi var mjög tekið að halla og ætlunin var að róla sér eitthvað suður eða vestur á bóginn í von um skap- legra verð á gististöðum. Frá St. Moritz er ekki um margar leiðir að velja. Annaðhvort er það leiðin suðvestur yfir Maloja-skarðið, sem liggur inn í Ítalíu, ellegar austur í fjöllin og síðan suður yfir Bernino-skarð og þaðan vestur að Como- vatni. Við völdum Maloja-skarðið og það var orðið nokkurnveginn dimmt, þegar þangað kom. Þar standa nokkur hótel og eftir að hafa litið þar inn úr dyrum, völdum við Sweitscherhaus, þar sem herbergin kostuðu 85 franka; þetta er stórt hús í dæmigerðum alpastíl; Gott var líka að vakna í morg- unsólinni á Malojaskarði þann 14. september; það var þessi hvíta haustsól og loftið var tært eins og nærri má geta í 1815 metra hæð. Eitt af því sem einkennir svona staði eru göngugarpar í fjallgönguskóm og með Týrólahatta. Þeir voru að leggja í hann þennan morg- un eins og ugglaust alla morgna, — og allt um kring biðu tindarnir. ætlunin; heldur að fara suður að Como-vatni til Lecco og Como. Sem sagt: Þefa agnarögn af Ítalíu. O Bella italia ítölsk náttúrufegurð er óvíða meiri en kringum vötn- in við suðurhlíðar Alpanna. En það veltur á veðri, hvernig hún nýtur sín; stundum hindrar mistur útsýni og það getur lagst yfir þoka, það fengum við síðar að reyna. í þetta sinn skein hádegissólin á okkur við vatnið og það var spegilslétt. Bílstjórinn hefur að vísu ekki mik- inn tíma til að gaumgæfa fegurðina, því vegurinn með- fram vatninu er frekar mjór og geysileg umferð. Þessi vegur liggur í gegnum hvern höfðann á fætur öðrum, sem skagar út í vatnið og þeir eru ekkert að splæsa í ljós í þessum göngum. Það verður bara myrkur í bili og svo allt í einu þessi himnaríkisfegurð með hvítum segl- bátum og húsum, sem líkt og svífa í lausu lofti í blá- móðu hlíðanna. Lecco-vatnið er eins og mjór fjörður suðaustur úr Como-vatni og bærinn Lecco stendur við enda vatnsins; brött fjöll eins og turnar að baki. Hér er góður án- ingarstaður í síðdegissólinni; gott að tylla sér niður yfir capuccino eða bjór eða kíkja á stóran útimarkað þar sem fatnaður, búsáhöld og antíkmunir eru í einni bendu. ágætur gististaður. Perlan í Ticino, hinum ítalska hluta Sviss, er borgin Lugano, sem byggð er í skeifu meðfram Luganoratni. Höfðinn, sem minnst er á í greininni, er til vinstri i myndinni. Við settumst aftur á móti inn í Opelinn og leiðin liggur niður í djúpan dal, sem nær allar götur að Como-vatni. Vegurinn hlykkjast niður í dalinn eftir svo þéttum skógi, að þar er naumast hægt að aka útaf. Allt í einu verða undraverð umskipti: Heitt, suðrænt loft tekur við af fjallaloftinu svala, þegar niður kemur í brekkurnar og nú er að taka upp passann: Landamæri framundan með vígalegum embættismönnum og getur orðið stórmál ef ekki er samvizkusamlega greint frá hálfflösku eða nokkrum sígarettum. Sem sagt: Allt und- ir kontrol hjá embættismannavaldinu og síðan er að finna banka í Chiavenna og skipta einhverju í lírur. Nú kostar allt hrikalegar upphæðir, finnst manni; það er svona eitthvað í líkingu við krónuna okkar sálugu. Chiavenna, já, það er þó nokkur bær á krossgötum í dalnum og hér ríkir annar bragur; ekki er allt nýsópað og hreint eins og hjá Svissurum. Héðan væri hægt að aka norður á bóginn og eftir krókaleiðum á St. Gott- ard-skarðið, sem getur talizt einskonar miðpunktur í Sviss með leiðum til allra höfuðátta. En það var ekki Héðan væri freistandi að halda lengra til suðurs; það er aðeins smáspölur austur til Bergamo og um 50 km suð- ur til Mílanó. Það hefði þessvegna verið hægt að komast í Scala-óperuna með kvöldinu, — og þó; í miðjum september er hún líklega ennþá í sumardvalanum. Við völdum leið, sem liggur til vesturs meðfram smá- vötnum og 25 km síðar var komið til Como á degi úthallanda og þótti vissast að festa mótel í útjaðri bæjarins. Það reyndist ódýrasti gististaðurinn í ferð- inni, kostaði sem svarar 600 krónum herbergið, en held- ur óhrjálegt og alltof hávaðasamt við aðalveginn. Aftur á móti er Como fallegur bær og með alvöru borgarsniði, þegar komið er í miðbik hans, einkum á torgin tvö sem nefnd eru eftir þeim Cavour og Garibaldi. Hér gnæfir dómkirkjan yfir allt jarðneskt eins og vera ber í landi Efst: Morgunsól í Malojaskarði. í miðju: Allt er með öðrum brag, þegar komið er inn í Ítalíu til Chiavenna. Neðst: Blámóða og blíða í Lecco. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 7. APRÍL 1984 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.