Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Page 12
Nokkrir nýir EFTIR JÓN B. ÞORBJÖRNSSON Eitt af nýjustu framlögum Japana til bílahönnunar, „rúmgæðingur“ frá Mitsubishi. Tilraunabílinn VESTA frá Renault. Með díselmótor eyðir þessi 520 kílóa þungi bíll aðeins 2,991/100 km að meðaltali. Vindstuðullinn er nálægt 0,25. rið 1983 var gott ár fyrir bílaframleiðendur. Framleiðslufæriböndin hófu að starfa með eðlilegum hraða á ný og lífið í verksmiðjun- um tók að færast í það horf sem það hafði verið í fyrir orkukreppuna ’79—’80. Tilfinn- ingin hefur verið svipuð því og þegar síldin fór að sjást aftur á Sigló, — taka tunnu, tóma tunnu, salt! anum. Það var í þá góðu gömlu daga, þegar stærsta tekjulindin var fólgin í smáskuld- um í annars stórskuldugu landi. Jafnvel hjá Chrysler gamla fyrir vestan haf varð umtalsverður hagnaður að þessu sinni. En þaö er í fyrsta sinn eftir að Jimmy Carter bjargaði samsteypunni frá gjaldþroti árið 1980 með því að láta ríkið taka á sig ábyrgð fyrir stórláni til sam- steypunnar. Og í þá daga þurfti eitthvað meira til en eitt pennastrik. Nýtilkomna velgengni sína á Chrysler kannski ekki hvað síst að þakka nýstárlegri og nokkuð sniðugum framleiðsluháttum; eins konar einingakerfi. Að vísu hefur ávallt viss þáttur n útímabílaframleiðslu verið byggður á framleiðslueiningum, þar má nefna drifásina og eins fastákveðnar mót- orstærðir. En nú samanstendur allur und- irvagninn hjá Chrysler einnig úr eining- um. Kannski að næsta skrefið hjá Chrysl- er verði yfirbyggingar úr einingum? Hugs- ið ykkur ef það væri nú hægt að fá sér Plymouth og Dodge með einingahúsi. ÁHRIF VlÐSKIPTAKREPPUNNAR Svo kom Steingrímur & co. Síðan er ekki hægt að verða ríkur af engu, eða réttara sagt, síðan þarf allt í einu að fara að greiða til baka það sem maður hefur feng- ið lánað. Og síðan sést vart nýr bíll í bæj- um landsins og borg. En fyrir vikið munu líka færri umferðaróhöpp eiga sér stað en ella og það mun verða minna um slys á vegum landsins. Kannski ekki það versta sem gat komið fyrir. Eftir að stjórninni tókst að messa verðbólgubálið niður á svotil einni nóttu, næstum eins og í Þús- und og einni nótt, hefur líka margt breytst. Kannski helst hugarfarið; þeir sem áður sáu hag sinn í því að skulda sem mest, sjá núna stærstu kjarabótina vera fólgna í stöðugu verðlagi og marktæku efnahagskerfi út á við. Það leiðir aftur af sér að einn góðan veðurdag munu íslend- ingar hafa efni á því að kaupa sér nýja bíla á ný. Ef til vill verður það strax á þessu ári og því er ekki úr vegi að gera svolitla út- tekt á bílamarkaðnum 1984, — þetta átti jú að verða grein um bíla en ekki innanrík- ismál. Sjaldan eða aldrei áður hafa bíla- framleiðendur skartað svo mikilli tegundafjöld. Þar ætti hver að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, jafnvel þótt sumir verði að láta sér nægja að eignast óskabíl- inn í draumum sínum. í fyrra voru það dísilvélar og nafnið „Turbo"; í ár eru það fjórventlamótorar og fjórhjóladrif sem gefa til kynna hvert stefnir í þróun bíla. Til þess að teljast bíll þarf því viðkomandi helst að hafa mótor með fjórum ventlum á strokk og drif á öllum hjólum. Ottómótorar búnir for- þjöppu og díselmótorar í flestum stærðar- flokkum, helst líka með forþjöppu, eru hinsvegar orðnir daglegt brauð undir vél- arhlífinni. Made in great britain Reyndar hefur ekki borið sérlega mikið á nágrannaþjóð okkar Bretum, hvað þessa nýju tækniþróun varðar. En þeim mun duglegri voru þeir við díselinn og forþjöpp- una á síðasta ári. Afraksturinn er meðal annars að finna í litlum kraftaköggli frá British Leyland, sem heitir MG Metro Turbo og hefur yfir um 100 hestafla mótor að ráða. Eitthvað virðist þó á skorta til þess að framleiðsla þeirra Bretanna geti talist virkilega sannfærandi og í takt við tímann. Til dæmis sýnir þessi áðurnefndi Metro ríka tilhneigingu til yfirstýringar (afturendinn losar hjólin í beygju við „krítískan" hraða, afleiðingin er að bíllinn snýst inn í beygjuna). Nú á tímum eru það ekki lengur forréttindi sportbíla að vera þannig hannaðir með hliðsjón af réttri í dag virðist almenningur trúa því að þessi vísir að viðskiptakreppu sem gerði greinilega vart við sig fyrir rúmu ári heyri nú fortíðinni til. Og eins og alkunna er, þá flytur trúin fjöll; í þessu tilfelli fjár- magnsfjöll. Þannig varð fjöldi seldra bíla árið 1983 meiri en oftast áður í flestum löndum EvrópU og víðar um hnöttinn. Til dæmis seldust fleiri bílar í V-Þýskalandi en nokkru sinni fyrr, ef frá er talið metárið 1979. í einu Evrópulandanna dróst hins vegar sala nýrra bíla ár- ið 1983 meira sam- an milli ára held- ur en dæmi voru áður til um. Það var á íslandi. Það ætti víst engum að koma á óvart sem veit að þessi þjóð hefur getað leyft sér að lifa helst til lengi sæl við ást og óð og auð sem friðsæld gaf — eða nei, voru það kannski erlend lán sem gáfu auðinn og velmegunina? Því á meðan aðrar þjóðir fóru ekki varhluta af kreppuástandinu, var ekkert einfaldara fyrir Islendinga en að spóka sig um á fjórhjóla fákum, beint úr kassanum upp á krít hjá Alþjóðabank- Daimler Benz stokkar upp stóran hluta fólkshílaframleiðslunnar íár. Nýju gerðirnar munu bera sterkan keim af „litla bróður", Mercedes Benz 190. Myndin sýnir sportútfærsluna; 300 SL. þyngdardreifingu, að þeir verði hlutlausir hvað yfir- eða undirstýringu varðar. Þetta þykir einfaldlega sjálfsagður aksturseigin- leiki hjá bílum af öllum stærðum og gerð- um og auðveldar venjulegum ökumönnum að hafa vald á bílnum í beygjum. Þannig er Norðurárdalshlutinn af þjóðvegi númer 1 orðinn óbeint auðveldari viðureignar fyrir þá bílstjóra sem aka um á „nútíma- bílum". Allt of víða er einnig að finna frá- gangsgalla í afurðum breskra bílafram- leiðenda. Jafnvel fínasta útgáfan af Aston Martin, Lagonda, sem myndi kosta eins og eitt stykki hús með lóð í Arnarnesinu til íslands kominn, lætur það sannast á sig að gefa upp öndina í prufuakstri hjá þýsku bílablaði. Og sömuleiðis brotnar ódýr lyk- ill að nýrri Bentley-límúsínu frá Rolls Royce í skránni undir svipuðum kringum- stæðum. Hins vegar er Brithish Leyland óspart á lofið um eigin framleiðslu. Þegar Austin Metro kom fram á sjónarsviðið fyrir fáeinum árum, um það bil fimm ár- um eftir að smábílaaldan reið yfir bíla- markaðinn, hét það að Metro væri „tíma- mótamarkandi" og „tæknilega fullkomnari en nokkur önnur bílategund í sínum flokki". Og ekkert minna en „The miracle Maestro" er látið nægja í auglýsingum sama fyrirtækis um hinn nýlega milli- stærðarvagn frá Austin. Það sem knýr áfram ’84 módelið af Maestro eru samt sem áður hálf afdankaðir mótorar, komnir í beinan karllegg af fyrsta Austin Mini- mótornum frá 1959. Tjallinn má víst muna sinn fífil fegurri. Vonandi fer þó að rætast úr samkeppnismöguleikum þessarar vina- þjóðar okkar á tæknisviðinu, — og vonandi finnur hún sitt fræga „English underesti- matement" á ný. Fjórir Ventlar og Fjórhjóladrif Úr ríki Karls Gústafs berast þær fréttir að SAAB sé að slá sér upp með þremur ítölskum bílaframleiðendum, Alfa Romeo, FIAT og dótturfyrirtæki FIAT, Lancia. Árangur þessa samstarfs er fjórhjóladrif- inn fólksbíll. SAAB-útfærslan mun heita SAAB 990, arftaki 99 og 900 gerðanna. En sunnan Alpafjalla mun pródúktið bera nafnið „Tipo quattro". Auk þess er SAAB að koma með endurbættan 900 á markað- inn þessa dagana, Saab 900i. Hann er bú- inn 900 Turbo-fjórventlamótor með slatta af viðbótarhestöflum umfram venjulega mótorinn, sem var þó enginn aumingi. Renault býður einnig uppá ýmsar nýj- ungar. Þar má fyrstan nefna Renault R 3, arftaka hins vinsæla R 5. Mótorinn er núna þverliggjandi og R 3 mun einnig verða framleiddur með þriggja strokka díselmótor, ættuðum úr tilraunabílnum Vesta. Þá kemur á markaðinn Ranault R 25 sem leysir af hólmi R 20 og R 30 gerð- irnar. Athyglisvert við R 25 er að vind- stuðullinn, sem verksmiðjurnar gefa upp fyrir þennan bíl er sá lægsti sem þekkist fyrir fjöldaframleiddan bíl, eða cw 0,28. Og Fuego verður núna fáanlegur með fjór-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.