Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Page 13
Þessi SAAB Turbo 16 S hefur veriö endurhannaður með tilliti til lágmarks loftmótstöðu. Uppbaflega átti þessi útgáfa, sem er búin 16 rentla (4 strokka) forþjöppumótor, að heita SAAB Turbo 16 Aero. í Ijós kom að Opel hefur einkarétt á „Aero“ nafninu, sro SAAB rarð að bakka með upphaflegu nafngiftina. Hámarkshraði SAAB Turbo 16 S er 210 km/klst. hjóladrifi a la mode ’84. Það sama á við um landa hans, Citroen BX og Visa, og enn fremur er eitthvað verið að krukka í Peu- geot 205 í sama tilgangi. JAPÖNSK Gæða- FRAMLEIÐSLA Japanir bjóða eins og venjulega upp mikið úrval nýrra gerða, meira en svo_ hér sé hægt að telja upp með góðu móti. Bnda er heildarsvipurinn gegnum gang- andi nokk sá hinn sami innan sömu stærð- arflokka, hver svo sem skráður er fram- leiðandi viðkomandi ferhjólungs. Rétt eins og allir væru þeir samfeðra, en móðernið af mismunandi toga spunnið. Japanir brydda þó að þessu sinni upp á athyglis- verðri nýjung, eða réttara sagt nýjum stærðarflokki bíla. Ef til vill mætti kalla þá rúmgæðinga, vegna þess hversu rúm- góðir þeir eru, sambland af fjölskyldubíl, litlum sendiferðabíl og rútukálfi. „Prairie" heitir þessi útfærsla hjá Nissan en „Space Wagon" hjá Mitsubishi, svona eins og til þess að gefa hugmynd um rýmið. Auk þess eru Japanir víða að hefja framleiðslu á fjórventilmótorum í bíla fyrir almennan markað, en Honda lætur sér nægja þriggja ventla mótor í nýjustu útgáfu sinni af Civic 1,3, talsvert huggu- legum bíl. BMW ætlaði sér að koma með viðbót við þristasafnið þetta árið. BMW 324d, þ.e.a.s. þristur með díselvél án forþjöppu. For- þjöppuleysi er samt ekki sama og mátt- leysi í þessu tilfelli, því afköstin nema engu að síður 90 hestöflum, í stað 115 í BMW 524td. Sennilega verður það þó ekki fyrr en 1985 sem 324d birtist. Aftur á móti eru þristarnir nú fáanlegir fjögurra dyra. Eins og við mátti búast er Audi fremst- ur í flokki þeirra þýsku framleiðenda sem bjóða upp á fjórhjóladrifna fólksbíla í fjöldaframleiðslu. VW Passat 4x4 er reyndar á leiðinni, en bæði Porcsche og Mercedes Benz eru ennþá á þróunarstiginu hvað þetta atriði varðar. Audi hefur nú aukið fjórhjóladrifsframboðið sitt svo að allar gerðir Audi, frá Audi 80 til Audi 200, verða nú fáanlegar með fjórhjóladrifi. Reyndar er Audi 90 þar undanskilinn, en hann er ný lúxusútfærsla af Audi 80. Einnig verður nú styttri útgáfa af Audi quattro með 2,4 1, 240 hestafla fjórventla- mótor á boðstólum. Og þá fer nú að verða erfitt að greina milli fólksbíla og jeppa hjá Audi. Samt gæti ég trúað því að þess verði langt að bíða þar til bændur í sveitum landsins fara að spenna þessa gerð af Audi fyrir skítadreifarana. Að þessu sinni rekur „auðnustjarnan" lestina. Eftir 8 ára árangursríka fram- leiðslu 200—280 gerðanna, sem á verk- BRAGI MAGNÚSSON Sátum við... Meðan tungl óð í skýjum, sem skutust og þú sagðir við mig: vinur minn eins og skaflajárnaðir gæðingar vertu ekki hræddur, um hjarn himinsins, hér er ekkert illt á ferðinni. og vindurinn gnauðaði um gisið guðshúsið, þar sem vetrarflugurnar sváfu Þá óx mér ásmegin til að vakna með vorinu og allan heiminn skyldi ég sigra ogleggja flatan að fótum þínum. og sáluhliðshjarirnar kvörtuðu kveinandi um korrandi veröld hinna framliðnu, Mér var hlátur í hjarta. sem ég óttaðist, — óttaðist, Eru hundrað ár síðan ? sátum við tvö á leiði ogfjölluðum — um framtíðina, Þegar vindsorfin váský sem var fjarlæg eins ogóborinn draumur. velkja fullu tungli hugsa ég mér til hreyfings Þetta var lítið leiði, eins og hinir, og saman svifum við á því það er ekkert illt á ferðinni, út úr síðastaleik hjátrúarinnar — aðeins ég. um vindsorfin váský inn í heiðríkju hamingjunnar og höfðum að föruneyti stálbláan mána í stjörnugeri, Bragi Magnússon er Siglfirðingur. Hann hefur starfað á Siglufirði við löggæzlu og verið gjaldkeri hjá bæjarfógeta. Ljóö eftir hann hafa áður birzt í Lesbók Renault R3 er heitið á þessum, sem tekur rið af R5. R3 rerður fáanlegur með þriggja strokka díselmótor. Þær fréttir berast ennfremur þessa dag- ana frá landi rísandi sólar, að Nissan sé að hefja framleiðslu á yolkswagen Santana samkvæmt vináttusamningi sem VW og Nissan gerðu með sér árið 1980. Ekki er samt búist við neinni rífandi sölu hins nýja VW/Nissan Santana, enda þykir hann vera orðinn heldur gamaldags eftir rúmlega tveggja ára framleiðslu í Þýska- landi. Hins vegar eru flestir sammála um að Santana made in Japan sé í hærri gæðaflokki heldur en hinn þýski bróðir hans, — og þrátt fyrir það talsvert ódýr- ari. ÞÝSKI MARKAÐURINN Hjá Þjóðverjum er margt nýtt að sjá á matseðlinum ’84. Eftir að hafa komið nýj- um Golf á markaðinn í fyrra bætir Volks- wagen nú líka við nýju módeli af Jetta, sem er eins konar Golf með skotti. Sömu- leiðis hafa Ford-verksmiðjurnar hnýtt skotti aftan á Escortinn. Þannig lagaður heitir hann nú Orion. Opel er strax kominn með nýjan Kadett-arftaka, en Kadettinn hefur átt miklum vinsældum að fagna undanfarin ár. Á eftir VW Golf hefur hann verið sölu- hæsti bílinn í Þýskalandi í sínum flokki. í samræmi við tíðarandann mun nýi Kad- ettinn hafa talsvert mýkri línur en sá „gamli“. smiðjumáli kallast W 123, ætlar nú Daiml- er Benz að stokka heldur betur upp hjá sér. Nýja módelinu, sem heitir W 124, svip- ar mjög til hins nýja Mercedes Benz 190 og er notast einnig að miklu leyti við sömu tækninýjungar og „litli Benz“. Þannig mun nýja gerðin til dæmis vera búin sams kon- ar „rúmspyrnu-afturás" og MB 190, þ.e. einum föstum ás og fjórum spyrnum. Spyrnurnar sjá um að halda hjólinu í eins hagstæðari stöðu gagnvart bíl og braut, eins og mögulegt er. Mótorhönnuðirnir hjá Daimler Benz hafa heldur ekki setið auðum höndum. Jafnt 6 strokka ottómótorarnir sem allir díselmótorarnir hafa verið hannaðir upp á nýtt. Díselmótorarnir verða nú af þremur stærðum; 4 strokka 2 lítra, 5 strokka 2,5 lítra og 6 strokka 3 lítra; allir með sama rúmtaki á hvern strokk. Flaggskipið í mót- orflotanum verður svo endurhannaður V8 5,6 lítra mótor. Þetta er sá stærsti frá Benz og fyrir þá sem hafa gaman af hest- öflum, mun þessi hafa úr 280 slíkum að moða. í stuttu máli verða bílar af árgerð 1984 rétt einu sinni tæknilega fullkomnari, þægilegri og kröftugri en áður, — og með nokkurri vissu einnig dýrari. Jón B. Þorbjörnsson er ungur Kópavogsbúi og stundar nám í bllaverkfræði í Vestur-Þýzkalandi „Spiller ingen rolle ... UR SAGNABANKA LEIFS SVEINSSONAR Madur er nefndur Bjössi bláþráöur og er rafvirkjameistari á Akureyri. Hann er manna uppáfinningasamastur og hafði heimilisvinur þeirra hjóna orö á því aö aldrei gæti Bjössi fundið upp á svo furöulegu uppátæki, aö konunni ofbyði. Bjössi kvað ekki örgrannt um, að hann gæti það. Það var svo skömmu seinna, að barnabarni þeirra hjóna var komið fyrir hjá þeim og var haföur koppur á svefnlofti heimilisins handa barninu. Nú er þaö kvöld eitt að Bjössi bláþráður kemur heim mjög seint og á hann sækir þorsti, er hann er genginn til hvflu. Biður hann konu sína um eitthvaö við þorstanum, en hún segir honum aö fara sjálfum niður í ísskáp og fá sér eitthvaö að drekka. Ekki segist Bjössi nenna því, réttu mér heldur koppinn. Konan var svo forviða, að hún réttir Bjössa koppinn, en í honum var gulleitur vökvi og brúnt sparð flaut ofan á. Bjössi drekkur þetta án tafar og var þá konunni allri lokið. Síðan snýr Bjössi sér til veggjar hinn rólegasti og sofnar. Morguninn eftir fékk kona hans skýringuna. Bjössi hafði undirbúið hrekkinn fyrr um daginn, hvítþvegið koþþinn, hellt í hann orangejuice og sett súkkulaðihúðaða rúsinu út í. Jakob Havsteen heildsali frá Akureyri fór tíðum í innkaupaferðir til Kaup- mannahafnar fyrir viðskiptavini sína, en misjafnlega gekk að ná í viðtal við þá stóru. Einn af þeim haföi látið Jakob bíöa eftir viðtali í hálfan mánuð. Loks er Jakobi vísað inn til stórgrosserans og ávarpar hann Jakob þessum orðum: Til Deres rádighed har jeg kun ti minutter. Spiller ingen rolle, jeg har kun fem, var svar Jakobs. Leiðréttingar. I grein Leifs Sveinssonar um hlaupavorið 1971, 24. mars sl. Mynda- ■ texti undir mynd af þeim KASKO-hlaupurum við heita pottinn í Laugardal var ekki allskostar réttur. Réttur er textinn þannig: Þeir síðustu verðlauna þá fyrstu: KASKO-félagar afhenda Sigurði Helgasyni frá Frjálsíþróttasambandi Islands bikara að gjöf til að keppa um í hinum ýmsu víðavangshlaupum. I síðustu Lesbók, 31. mars, urðu þau mistök að undir mynd úr tannlæknadeild Háskólans stóð Örn Bjarnason, en þar var að sjálfsögðu Örn Bjartmars Pétursson, prófessor í tannlæknadeild. Eru lesendur og hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. LESBÓK MORGUNBLAOSINS 7. APRlL 1984 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.