Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.1984, Page 15
Er EGLA eftir tvo höfunda? ÚTVEGSBANKINN SI3AKIS|( )IM K VÍ;i ,ST|(')KA UÍRZlUNfiRBRNKINN Þegar rætt er um ís- lendingasögur kemur eðlilega upp sú spurn- ing: Hvar og hvenær þær muni vera ritaðar, af hverj- um og í hvaða tilgangi. Egils saga er með þeim elstu þeirra, talin rituð upp úr 1200. Ekki hafa fræðimenn talið vafa á því, að hún sé rituð í Borgar- firði „og getur sá einn, sem ferð- ast hefur um þessar slóðir með Egils sögu í huga, metið að verð- leikum, hversu nákunnugur höf- undurinn er, einkum í kringum Borg,“ segir Sigurður Nordal í formála að fornritaútgáfunni. Þar getur hann einnig um, að sá fyrsti, sem varpaði fram hug- mynd um höfund sögunnar, hafi verið danski menntafrömuður- inn, sjálfur Grundtvig. Nefndi hann til Snorra Sturluson, sem síðan fleiri fræðimenn hafa tek- ið undir og jafnvel haft fyrir satt. Næstur kom Björn M. Ólsen fram með mikla ritgerð, með höfuðröksemdir í tólf grein- um, árið 1904. Margir merkir fræðimenn féllust á þessa skoð- un, en litlum andmælum var hreyft. En árið 1927 kom út doktors- ritgerð sænska fræðimannsins Per Wieselgren „Forfatterskapet til Eigla", þar sem allt er tekið upp til nýrrar rækilegrar athug- unar. En þar tekur hann allar röksemdir Björns Ólsens og ann- arra fyrir því, að Snorri sé höf- undur sögunnar, til meðferðar og finnur þær léttvægar með öllu. Og færir síðan fram sín eig- in rök fyrir því, að Snorri geti ekki hafa skráð eða samið sög- una og þar með munu flestir hafa fallist á, að sú skoðun væri kveðin niður. Sigurður Nordal tekur undir þessa skoðun Wieselgrens og finnur flestar röksemdir Björns léttvægar. Ein þyngsta röksemd Wieselgrens gegn Snorra sem höfundi er stíllinn, sem hann tel- ur svo ólíkan á Egils sögu og Heimskringlu, að ekki komi til mála, að um sama höfund geti verið að ræða. En nú snýr Nor- dal við blaðinu og enda þótt hann hafi hafnað flestum rök- semdum B.M.Ó. og fallist á þá skoðun, að stíll Egils sögu sé frábrugðinn stíl Heimskringlu. Samt bendir hann þar á, að stíll- inn geti verið það frábrugðinn frumhandritinu, að allt geti ver- ið eðlilegt. Ennfremur bendir hann á, að frásagnarlist Snorra komi fram í því að lýsa sama hlutnum frá tveimur sjónarmið- um, jafnvel þar sem hann hlaut að vera öðrum aðilanum hlynnt- ari. Slíkt hlutleysi vitsmuna gegn tilfinningum virtist honum rit Snorra og Egils saga hafa og eiga sérstöðu meðal íslenskra sagnarita um forna viðburði. Síðan segir Nordal: „Þetta mál verður aldrei útkljáð til fullrar hlítar með þeim gögnum, sem vér þekkjum nú. Eg er fús til þess að skiljast við það sem álitamál. En sjálfur hef ég sann- færst um það, þí meir sem ég hef kynnst Egils sögu betur, að hún sé verk Snorra, og ég mun fram- vegis ekki hika við að telja sög- una með ritum hans, nema ný rök komi fram, sem mér hefur sést yfir.“ En nú hefur fundist sú brota- löm í sögunni, sem þessum ágætu fræðimönnum svo bless- unarlega hefur sést yfir, sem kippir um leið að verulegu leyti grunninum undan þeirra hæpnu rökum fyrir því, að Snorri Sturluson sé höfundur Egils sögu. Þessa uppgötvun er að finna í síðasta Skírni. Er það rit- gerð eftir Svein Bergsveinsson, byggð á margra ára athugunum og fundin við rannsókn á drótt- kvæðum hætti. Gagnvart stílrannsóknum mun dr. Helgi Pjeturss fyrstur hafa bent á það í Nýal, að höf- undarmark á íslendingasögum mætti finna af vissum orðatil- EFTIR SIGURÐ SIGURMUNDSSON í HVÍTÁRHOLTI kenndara og meira í ætt við lygasögur en flestar íslendinga- sögur aðrar. Og þar sem í fyrri hluta flest bendir til þess, að efnið sé rakið til frásagnar Egils sjálfs eða hans ættmenna og honum þá til hróss og upphefðar. En með seinni hlutanum verður fyrst fyrir að ætla, að hann sé skrifaður með öðrum viðhorfum nokkuð löngu seinna og þar verði flest verk Egils honum hvorki til virðingar né sæmdar. Niðurstaða þessara orða verð- ur þvi sú, að enda þótt fyrri hluti sögunnar kunni að vera eftir Snorra Sturluson, sem rökin eru þó hæpin fyrir, þá verði að telja, að þarna hafi verið fundin óyggjandi rök fyrir því, að um síðari hlutann hafi annar maður tækjum og bendir þar á eitt, sem Snorri Sturluson notaði áber- andi í ritum sínum þ.e. orðið „feginsamliga". Það kemur þrá- faldlega fyrir í Heimskringlu og konungasögum, sex sinnum í Eg- ils sögu en aldrei t.d. í Njálu. En við athugun á persónu- legum stíl sögunnar beinir Sveinn Bergsveinsson rannsókn sinni að samtengingum. Um það farast honum svo orð: „Rithöf- undar og afritarar gefa þeim sjálfir næsta lítinn gaum eins og skiljanlegt er, en ef texti breytir allt í einu um samtengingu, t.d. tímalengingu frá „en er“ — í „ok er“ sömu merkingar, þá er at- hugavert, hvort þar sé um einn eða tvo höfunda að ræða. Þetta verður skiljanlegra, ef nýr höf- undur tekur við, „sem setur sög- ur sarnan," en afritari, sem ritar eftir öðru handriti eða forlagi. Niðurstöður mínar byggjast á þessu lögmáli, sem mun vera nokkuð þekkt meðal fræðimanna í rannsókn á tekstum fornum og nýjum." Eftir að hafa lesið Egils sögu tvisvar yfir, komast hann að þeirri niðurstöðu, að um skiptir við 57. kapitula. Þar með birtir hann töflu — síðan segir hann: „Það sem út úr töflunni má lesa, segir meira en löng greinargerð: við 57. kafla Egils sögu skiptir næstum um tímatengingu. Ég endurtek töfluna í orðum: f fyrri hluta eru tengingar með atviks- orði og sagnorði, sem hefjast á „en ér“ 152 að tölu „ok er“ 20. í síðari hluta snýst þetta við, tengingar með „en er“ 13, með „ok er“ 109, og er sá hluti Eglu miklu styttri." Sá, sem les Egils sögu með hliðsjón af þeim athugunum, sem hér hafa verið ræddar, kemst að raun um það, að með 57. kafla skptir um efni þannig, að hér verður augljós brotalöm, þótt dulist hafi áður fræði- mönnum. Er þá byrjað aftur á að lýsa athöfnum Haralds konungs hárfagra, þegar hann kom til ríkis í Noregi, eins og sagan væri þá að hefjast. Það fer heldur ekki á milli mála, að efni síðari hlutans verður stórum ýkju- LESBOK MORGUNBLAÐSINS 7. APRlL 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.