Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Qupperneq 3
Tjaamg H@miiiiss]iLiia mnuiHii] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavfk. FramkvstJ.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gisli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: Aöalstrœti 6. Sími 10100. Sögulok eru nú hjá þeim Fjalla-Eyvindi og Höllu. Þau báru beinin vestur í Jökulfjörðum, þar sem kynni þeirra hófust. Að enduðu birtist uppdráttur Sverris Schevings Thorsteinssonar af helztu viðkomustöðum Eyvindar og Höllu á hálendinu. Ragnarök munu ekki bæta þá, sem hugsanlega gætu lifað slík ósköp af, en í heimi martraðar munu hinir verstu ráða ferðinni, segir vís- indamaðurinn og haffræðingurinn Roger Revelle, sem áður var ráðgjafi Kennedys forseta í vísindalegum efnum. Forsíðan Draumur á Jónsmessunótt eftir Shake- speare er á fjölunum hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó um þessar mundir — í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Sýningin hefur vakið verðskuldaða athygli; þykir litrík og sýnir okkur að sá gamli Shake- speare á enn fullt erindi við okkur. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Guómundur Ingólfsson/ímynd Textílsýning vegna 10 ára afmælis Textílfélagsins stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Af því tilefni birtist samtal við einn af sýnendun- um, ínu Salóme textíllistakonu, sem hefur kosið sér starfsvettvang úti í Finnlandi. Pierre Jean Jouve Bletturinn Ég sá þykkan grænan olíuflekk lekinn úr einhverri vél og ég hugsaði á heitri steinlögn í óhrjálegu hverfi lengi, lengi um blóð móður minnar. it Því að hið hvíta hörund er næturteikn og hvílíkar auðnir hafa þeir ekki troðið þessir dag-fætur? Skuggi — slíkur sem það er — er ekki skelfdari né klúrari, né jafn-hræðilega illur. Syndlaus maður er sá sem ætti ekki að deyja, er því sá sem þekkti ekkert bann, er því sá sem ætti sér engan jafningja, og ætti ekki skilið líf. Paul Eluard Aö deyja Sá ærist sem ekki vill deyja Sá huggast sem lítur sig liðinn Hvað mun spretta út af þér Hvaða kyrra dansmær Hvít af stökustu nákvæmni Hvaða beiningakona sumarsins Búin ófölskvuðum dygðum Brosandi þjökuðum brosum Hvaða glæsikona með blygðunarsama hanska Með ósnortnar hendur með slétt enni Hvaða dagur og augnaráð og draumur Ósjáandi jarðneska skugga Munt þú deyja með augun opin Sigfús Daðason þýddi úr frönsku Pierre Jean Jouve (1887—1976) samdi skáldsögur, ritgeröir (einkum um tónlist), en var þó fyrst og fremst Ijóöskáld, eitt hið sérkennilegasta I tuttugustu-aldar skáldafylkingu Frakka. Ljóöin sem hér eru þýdd eru úr Sueur de Sang, sem kom út 1935. Paul Eluard (1895—1952), vlöfrægt skáld, var I hópi surrealistanna frönsku, en skáldskapur hans var auövitað alveg persónulegur og sjálfstæöur, og einstæður, og llklega þó meö mestum ágætum I safni þvi sem hann kallaöi le Livre ouvert, og geymir skáldskap hans frá fjóröa áratug aldarinnar. Úr þvl safni er Ijóðiö sem hér er þýtt. Þýðandinn, Sigfús Daðason, er skátd l Reykjavik. Fyrirmyndir og foreldrahappdrætti au eru svo heppin með dóttur sína“ heyrir mað- ur stundum sagt, eða „þau eru nú svo ansi óheppin með drenginn". Maður heyrir hinsvegar ekki oft „hún er svo sér- staklega heppin með for- eldra" eða „hann er svo óheppinn að eiga erfiða foreldra". Þó er það oftast það sem ræður úrslitum. Nú er ár æskunnar. Raunar má segja að síðustu einn til tveir áratugirnir hafi verið ár æskunnar í ýmsum skilningi, að minnsta kosti á Vesturlöndum. Það er hæpið að viðhorfum ungs fólks og þörfum þess hafi í annan tíma verið gert jafn hátt undir höfði og að frelsi þess til orðs og æðis hafi áður verið meira. Samt er enn talað um unglingavanda- mál, sem er auðvitað oftast foreldravanda- mál, þegar grannt er skoðað. Mótun æskufólks, hamingja þess eða óhamingja, öryggi þess eða öryggisleysi, hlýtur að ráðast að verulegu leyti af því hvaða fyrirmyndir það hefur. Annarsveg- ar innan heimilis og fjölskyldu og hinsveg- ar úti í þjóðfélaginu. Kennari í framhaldsskóla hér í borginni segir mér að komið sé upp vandamál í skólanum hans. Þetta er myndbandasýki. Nokkrir nemendur hafa sýnt einkenni sem talin eru nægilega alvarleg til að blanda sálfræðingi í málið. Þessi einkenni eru raunveruleikabrengl, áhugaleysi á sam- skiptum við aðra, ruglað gildismat og skortur á einbeitingarhæfni. Framkoma þessara ungmenna lýsir sér í árásarhneigð ef ýtt er við þeim eða gerðar til þeirra kröfur, en rólyndi og áhugaleysi ef þau eru látin í friði. Hér mun vera um að ræða nemendur sem horfa talsvert meira á myndbönd en gengur og gerist, oft ein, en stundum fleiri saman á heimilum þar sem foreldrar eru að heiman í vinnu. Ef þetta dæmi er ekki afmarkað fyrir- brigði, heldur vísbending um ákveðna þróun, hlýtur áleitin spurning að koma upp í hugann. Er velferðarþjóðfélagið kannski að rétta æskunni myndbandsspólu í staðinn fyrir samskipti við foreldra eða annað fullorðið fólk? Mér virðist ungt fólk í dag yfirleitt vera vel upplýst, frjálst af sér og áhugasamt um nýjungar. Því liggur dálítið á að verða stórt númer á vinnustaðnum, húseigendur, og helst vel efnað innan við þrítugt. Það er vel menntað í réttindum sínum á flestum sviðum, en illa menntað í skyldum og ábyrgð. Það reiknar með þessum réttind- um eins og hverju öðru náttúrulögmáli, ekki síst i kjölfar kosninga sem oftar en ekki einkennast af kapphlaupi um bestu tilboðin til unga fólksins. Raunveruleikinn kemur þessu unga fólki stundum óþægilega á óvart. Því finnst það hafa verið svikið og það lítur jafnvel á verkefni sem ungt fólk á öllum tímum hef- ur fengið í fangið og þótt eðlilegt að fást við sem hið mesta andstreymi og meiri- háttar óréttlæti. Þeir sem ekki eru nestað- ir heiman að frá sér með sjálfstrausti, bjartsýni og aðlögunarhæfni missa móð- inn. Þegar forystumenn þjóðarinnar birtast í sjónvarpinu er það langoftast til að undir- strika hvað ástandið sé slæmt, æ fleiri sund séu að lokast og ekki sé bjartara framundan. Því miður er þetta oft satt. Hinsvegar er málflutningur af þessu tagi ekki til þess fallinn að telja 1 menn kjark og fá þá til þess að bretta upp ermarnar og freista þess að snúa stöðunni við. Stjórn- málamenn og leiðtogar hagsmunasamtaka eiga ekki eingöngu að gefa almenningi réttar upplýsingar. Þeirra hlutverk er mun víðtækara en að vera upplýsingamiðl- arar. Þeir eiga að gefa fólki réttar upplýs- ingar með þeim hætti, að menn eflist til átaka í stað þess að missa móðinn. Það eflir ekki þjóðarmetnað og örygg- iskennd æskufólks að hlusta á þær ein- kunnir sem æðstu menn þjóðarinnar gefa hver öðrum í opinberri umræðu. Það gefur ekki fyrirheit um eftirsóknar- verða framtíð að heyra að verið er að stofna til erlendra skulda sem munu sliga þá sem nú eru ungir og börn þeirra og að lán til húsnæðisbygginga séu svo erfið, að launamenn standi ekki einu sinni undir vöxtunum einum, þrátt fyrir öll fyrirheitin um umbætur í þessum málum. Það er ábyrgðarhluti að ala á uppgjöf og vonleysi. Einhverra hluta vegna mun það hafa færst mjög í vöxt, þótt þess sé sem betur fer sjaldnast getið í fréttum, að ungt fólk fyrirfari sér. Eitthvað af því má rekja til eiturlyfjaneyslu, en ekki nema hluta. Sú spurning hlýtur að vakna, hvers vegna ungt fólk treystir sér ekki til að horfast í augu við lífið í velferðarþjóðfélaginu, þar sem menntun, upplýsingamiðlun og vel- ferð eru eins og best gerist. Hér er auðvitað ekki verið að saka for- ystumenn þjóðarinnar um þessa þróun. En ábyrgð þeirra er samt meiri en þeir oft virðast átta sig á. Ef ungt fólk flosnar uppúr námi, sér ekki tilgang í að halda áfram, bugast undan húsbyggingarfárinu eða grandar eigin lífi, þá er það ekki bara einstaklings- og fjölskylduvandamál. Þjóð- félagið, sem er rammi utan um líf þessa fólks, er þá á einhvern hátt afvegaleitt og þeir sem móta það geta ekki verið „stikkfrí". Kennarar eru ekki bara fræðarar og að hluta til uppalendur, heldur líka mikil- vægar fyrirmyndir nemenda sina. Nem- endur í framhaldsskólum hafa verið í vissri spennu í allan vetur og óvissu um hvort þeir fengju kennslu eftir 1. mars. Þótt menntamálaráðherra framlengdi uppsagnarfrest kennara samkvæmt lög- um, gengu þeir úr starfi og brutu þar með lög. Þetta er raunalegt fyrir stéttarvirð- ingu kennara sem eru á ýmsan hátt ein mikilvægasta stétt landsins og þetta er af- leitt fordæmi fyrir nemendur þeirra. í þessu sambandi skiptir það engu máli þótt kröfur þeirra séu skiljanlegar, enda hafa landsmenn yfirleitt skilning á þeim og yilja ánægða kennara með mannsæmandi laun í skólum landsins. Ef efnt er til lagabrota þegar menn telja sér henta í kjarabaráttunni eins og gert var í haust og aftur núna, á þeirri forsendu að aðstæður réttlæti það, er verið að grafa undan því skipulagi sem við búum við. Með því að hafa lög að engu er verið að hrinda af stað hlutum sem ekki sér fyrir endann á. Þeir sem nú brjóta lög, þurfa kannski að hafa skjól af lögum seinna, en þá getur hentað öðrum hópi að hafa þau að engu. Þessvegna er það sýnu alvarlegra en ella þegar löggiltir leiðbeinendur æskunnar sýna slíkt fordæmi. Æskan í dag, eins og æskan á öllum tímum, er auðvitað vaxtarbroddur eigin þjóðfélags. Ég sé ekki að hægt sé að færa íslenskum ungmennum betri óskir á ári æskunnar en að þau fái sem vandaðastar fyrirmyndir á opinberum vettvangi og að sem flestir fái vinning í foreldrahapp- drættinu. JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. MAR2 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.