Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Síða 4
Hér fer á eftir meginhluti viðtals, sem Esther Wanning rithöfundur hafði við Roger Revelle fyrir tímaritið „OMNI“. Revelle er heims- kunnur vísindamaður, sem um nokkurt skeið hefur sérstaklega beint athygli sinni aö aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu og hugsanlegum áhrifum hennar á lífíð á jöröunni. Hér er um að ræða hin svokölluðu „gróðurhúsaáhrif“, en Revelle hefur ekki áhyggjur af þeim nema síður sé. Roger Revelle, sem mun verða 76 ára á þessu ári, hefur verið prófessor við Kaliforníu-háskóla í San Diego og vann í áratugi við Scripps-stofnunina í Kaliforníu, en hún er elzta haffræðistofnunin í Bandaríkjunum. Hann gat sér fyrst orðstír sem haffræðingur, en haffræði var skammt á veg komin, þegar hann sneri sér að henni 1931 fyrir áeggjan stjórnenda stofnunarinnar. Hann var þá að vinna að doktorsritgerö í jarðfræði. Forstöðumaður Scripps-stofnun- arinnar var hann 1951—1964, og á þeim tíma voru gerðir út miklir rannsókn- arleiðangrar á vegum hennar, sem juku stórlega þekkingu manna á hafsbotni. 1961 varð Revelle ráðunautur Kennedys forseta í vísindalegum efnum. Þess má geta, aö Revelle sat hafréttarráðstefnuna frá upphafí, enda ber hana einnig á góma í viðtalinu, þótt meginefni þess sé aukning koltvísýrings í andrúmsloftinu og hugsanleg áhrif hennar í fyrirsjáanlegri framtíð. grófust í lögum á sjávarbotni, og sum urðu að olíu og kolum. Þar sem koltvísýringur- inn safnaðist í jarðlögum, urðu gróður- hósaáhrifin hjá okkur aðeins hófleg í sam- anburði við það, sem varð á Venusi. En á skömmum tíma, aðeins örfáum manns- öldrum, hafa fólksfjölgun og iðnvæðing verið að eyða eldsneyti, sem safnazt hafði saman á hundruðum milljóna ára. — Hvernig hefur eyðing skóga áhrif til aukningar á magni koltvísýrings? Revelle: Viðarbrennsla framleiðir CO2 og vatn. Hluti af CO2 verður eftir í loftinu. Þótt viður sé ekki brenndur, þá sýrist hann, en bara hægar. — Eitt sinn var talið, að hafið drykki í sig umframmagn af CO2 en það hefur þeg- ar að geyma sextíu sinnum meira magn af COzen loftið. Síðan var það árið 1957, að þú og starfsbróðir þinn sem haffræðingur, Hans Seuss, sýnduð fram á, að höfin taka miklu minna af koltvísýringi til sín en áð- I heimi martraðar munu hinir verstu ráða ferðinni Samtal við ROGER REVELLE haffræðing og fyrrum ráðgjafa Kennedys forseta í vísindalegum efnum. Eftir ESTHER WANNING. Einn af starfsbræðrum þín- um hefur sagt, að þú getir á óviðjafnanlegan hátt fjallað af skilningi um vandamál frá sjónarmiði jarðfræði, efnafræði, líf- fræði og eðlisfræði í senn. í mörg ár hefur þú beint athygli þinni að vandamáli, sem er fólgið í vaxandi magni koltvísýrings (CO2) í and- rúmsloftinu og gæti valdið hlýnandi lofts- lagi á jörðunni. Er þetta í rauninni að gerast? Revelle: Ég held það. Niðurstöður trú- verðugra mælinga sýna, að koltvísýringur í andrúmsloftinu hefur stöðugt verið að aukast síðan 1957. Niðurstöðurnar koma frá stöðvum, sem settar voru upp á Mauna Loa á Hawai og á Suðurpólnum á hinu alþjóðlega jarðeðlisfræðiári 1957. Þessir tveir staðir voru valdir, af því að þeir eru lausir við staðbundna mengun og þar er völ á vel blönduðu lofti til sýnatöku. Kol- tvísýringur hefur verið mældur á mörgum stöðum núna, og við höfum komizt að raun um, að aukningin hefur numið einum og hálfum milljónasta hluta á ári. Þegar rannsóknirnar hófust, voru hlutföllin 315 af milljón, en eru nú 344. Það táknar 9% aukningu síðan 1957. Ég áætla, að heildar- aukningin á síðustu 100 árum hafi verið um 21 af hundraði. En hvort aukningin muni leiða til verulegrar hækkunar á hita- stigi jarðar, getum við ekki sagt með vissu. — Hvað telja vísindamenn sennilegt að muni gerast? Revelle: Koltvísýringur hitar loftið, því að hann tekur í sig innrauða geisla, sem annars myndu hverfa til baka út í geiminn og CO2 sendir geislana aftur til jarðar. Til að jörðin haldi stöðugu hitastigi verður hin innrauða útgeislun plánetunnar að haldast í hendur við hina aðfengnu sólar- geislun. Almennt er talið samkvæmt fræðilegum útreikningum, að með aukn- ingu koltvísýringsmagns um helming muni hitastig jarðar í heild hækka um að meðaltali tvær til þrjár gráður á Celsíus. — En er ekki hækkun hitastigs um heim allan aðeins tilgáta, enn sem komið er? Revelle: Við höfum reyndar eitt sterkt sönnunargagn, þar sem er reikistjarnan Venus. Andrúmsloftið þar er að mestu koltvísýringur, og þar ríkja gróðurhúsa- áhrif, sem víti líkjast. Hitinn á yfirborði Venusar er um 375 gráður á Celsíus. Það er enginn vafi á því, að CO2 hefur sín áhrif. Spurningin er aðeins, hversu mikil þau verði. — Hvað veldur aukningu koltvísýrings í andrúmsloftinu ? Revelle: Brennsla eldsneytis úr jörðu og eyðing skóga eykur CO2 í andrúmsloftinu. í sögu jarðar hefur myndazt óhemju magn af koltvísýringi við eldgos. En það hefur nær allt umbreytzt í kalsíum karbónat og magnesíum karbónat eða i lífræn efni. Þau Roger Rerelle. „Ef kjarnorkustríð brýzt út og grundvöllur menningar okkar verður eyðilagður, munu þeir sem lifa það af og komast til valda, verða hinir sterkustu líkamlega, hinir ófyrirleitnustu andlega og siðferðilega og skeytingar- lausir um annarra hagi. Hið versta í mannlegu eðli mun þá fá útrás.“ ur hafði verið talið. Gætir þú útskýrt þennan svokallaða Revelle-þátt? Revelle: Á höfunum er blandað sjávar- borð um 70 metra djúpt að meðaltali, þar sem lofttegundir geta auðveldlega farið um milli lofts og lagar. Þegar við rannsök- uðum þetta sjávarborð, komumst við að raun um, að ef magnið af koltvísýringi í andrúmsloftinu fer fram úr vissu marki, eykst það aðeins um einn níunda í þessu yfirborði sjávar. — Hvaða afleiðingar hefur það fyrir okkur, ef það hlýnar á jörðunni? Revelle: Það hefur margs konar áhrif. Aukið magn koltvísýrings í loftinu verkar eins og áburður á plöntur. Tilraunir sýna, að ef magnið af CO2 er aukið í gróðurhúsi, eykst vöxtur plantnanna, því að ljóstillíf- unin eykst. Það veldur því einnig, að meira af þeim sykri, sem verður til við ljóstillíf- unina, flyzt til í plöntunni sjálfri. í skóg- artrjám myndi hann flytjast frá laufunum í viðinn. Hið þriðja, sem gerðist, væri, að öndunin yrði hægari, þegar plönturnar taka í sig súrefni úr loftinu og gefa frá sér koltvísýring. Aukinn koltvísýringur hefur einnig áhrif á útgufunina, sem verður minni. Það þýðir, að plöntur geti vaxið í þurrara loftslagi. Það er önnur leið til að auka magn lífrænna efna. Ennfremur hef- ur þetta áhrif á viðbrögð plantna gagnvart ljósi. Plöntur munu vaxa við minna ljós, sem enn eykur magn lífrænna efna. — Veldur hið aukna magn koltvísýr- ings einhverju um það, að fólki finnst veð- urfara versnandi? Revelle: Fólk er alltaf að segja, að veðrið fari versnandi. Reyndar er aukning koltví- sýrings líkleg til að draga úr veðurofsa — að minnsta kosti á norðlægum slóðum, þar sem hin áætlaða hitaaukning yrði mun meiri á vetrum en sumrum. — Hefur hitastigið hækkað á síðustu hundrað árum ? Revelle: Samkvæmt niðurstöðum James Hansen, ioftslagsfræðings, og sam- starfsmanna hans við Goddard-stofnunina hækkaði meðalhiti á jörðunni um eina og hálfa gráðu á Celsíus milli 1880 og 1980, en það virðist í samræmi við aukningu koltví- sýrings í andrúmsloftinu. Það eru þó fleiri þættir, sem gætu hafa haft áhrif á hita- stigið. Enn sem komið er, er ekki hægt að segja, að um neina hlýindastefnu sé að ræða á bak við hinar miklu árlegu hita- sveiflur. — Hvenær heldurðu, að stefnan muni fara að verða greinileg? Revelle: Sumir segja, að innan tíu ára munum við vita það. Én annars gætirðu verið búinn að eignast mörg barnabörn um það leyti, sem það gerist. Við búumst við mikilvægum breytingum, þegar koltvísýr- ingsmagnið er orðið tvöfalt meira en það var á 19. öld. Eins og nú horfir, myndi það verða um miðja næstu öld. En þá verðum við búnir með olíuna og jarðgasið, svo að það, sem úrslitum ræður, er í rauninni, hvort við munum nýta aðrar orkulindir í stað þess að nota kol í framtíðinni. — Hvað gæti gerst, ef hitinn hækkaði um tvær til þrjár gráður? Revelle: Samkvæmt þeim líkönum, sem gerð hafa verð, myndi hækkun hitastigsins verða tvisvar eða þrisvar sinnum meiri á norðlægum breiddargráðum en suðlægum. Hitinn gæti hækkað um 6 eða 7 gráður í norðurhluta Bandaríkjanna, en aðeins um tvær eða þrjár á jörðinni í heild. Hitabelt- ið kynni að verða aðeins einu eða tveimur stigum hlýrra. En hverju það muni breyta, veit ég ekki. — Hver myndu áhrifin verða yfirleitt á framleiðslu matvæla? Revelle: Mesta hættan væri í sambandi við vatnið. Á jörðunni í heild myndi upp- gufun aukast um níu prósent um það bil. Auðvitað fellur það aftur niður, sem upp fer, en það gerist ekki á sama hátt alls staðar í heiminum. Þurru beltin, eyði- merkur og þurrkasvæði, færast sennilega norður á bóginn — einmitt yfir þau svæði, sem nú eru frjósömustu landbúnaðarhér- uðin. Vegna hærra hitastigs og ef til vill minni úrkomu, gæti vatn til vökvunar orð- ið mun torfengnara. — Mun loftslag batna annars staðar? Revelle: í Kanada og Norður-Síberíu mun gróðrartíminn lengjast. Beltið til hveitiræktar mun færast norðar. En þá kemur annað vandamál til sögunnar, því að jarðvegurinn er miklu lakari, þegar norðar dregur. Bezti jarðvegur í heimi er í Iowa, þykkur og leirborinn, en í Kanada er hann þunnur og súr. En hvað snertir land- búnað, sem byggist á regni, þá held ég, að áhrifin í heild verði hagstæð. Aðrir merki- legir hlutir munu einnig gerast. Hluti suð- urheimskautsíssins kynni að bráðna og við það myndi yfirborð sjávar hækka um 6 til 7 metra. — Hvenær myndi það gerast? Revelle: Sennilega mjög hægt — kannski á fimm hundruð árum og um metra á öld. — Myndir þú verða fyrir vonbrigðum, ef þessir hlutir gerðust ekki? Revelle: Já, vissuleg. Frami minn í fram- tíðinni væri ekki í veði, þvi að slíka fram- tíð á ég ekki, en ég myndi vilja sjá það gerast. Eins og við Seuss skrifuðum 1957, er mannkynið óafvitandi að gera mikla jarðeðlisfræðilega tilraun — sennilega hina mestu, sem nokkru sinni hefur verið gerð, hvað varðar hugsanleg áhrif. Við er- um að snúa aftur til loftslags, sem var hér fyrir löngu. Breytingarnar gerast hægt, svo að þær verða vart greinanlegar frá ári til árs, en það er of snemmt að byrja að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.