Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Page 7
Mér hafði skilist að það gerði almennilegt
fólk alls ekki, nema í al-ítrustu neyð ...,
svo sem þegar bróðir þess færi í taugarnar
á því.
Pelargóníuátið olli mér miklum heila-
brotum. Þegar ég horfði upp á furðulegt
athæfið í fyrsta skipti tók ég út vítiskvalir
í fleiri klukkutíma. Gæti þetta ekki verið
stórhættulegt? Hvað ef pelargóníur væru
baneitraðar? Ætti ég að tilkynna þetta,
eða var það að klaga?
Ef hún Kata litla — ég kunni alls ekki
við „Trine" — dæi nú, væri það þá ekki
vegna þess að ég, sem var eldri, hafði
sleppt því að segja frá hættunni? Segði ég
hins vegar frá þessu, yrði hún amma vafa-
laust fjúkandi reið. Hún, sem dekraði við
blóm eins og börn.
Ef pelargóníur væru ekki beinlínis ban-
vænar, þá bæri mér sennilega að þegja,
eða hvað? Ég tvísteig og tvísteig, skipti um
skoðun á fimm mínútna fresti — og fylgd-
ist alveg sérlega vandlega með heilsufari
Kötu. — Mat mitt á viðbrögðum ömmu
gagnvart fólki, sem æti blómin hennar,
varð þó öllu öðru yfirsterkara. Sú var lík-
leg til þess að taka mjúklega á þvílíkum
dauðasyndum, eða hitt þó heldur.
Af biturri reynslunni var mér jafnframt
kunnugt um það, að fullorðið fólk gat verið
viðsjárvert. Maður sagði bara svona, í
mesta sakleysi, frá skemmtilegustu til-
tækjum, og gat átt í vændum að viðkom-
andi þyti beint til mömmu, pabba, afa og
ömmu, kannski rétt til þess að láta sér nú
ekki yfirsjást neitt.
Síðan gat maður þurft að hlusta á leið-
inda raus vikum saman á eftir: — Hvað
gekk eiginlega að þér, barn? Eða: Guð
minn almáttugur, veistu hvað þú hefur
gert? — Að ógleymdu: — Franzisca Gunn-
arsdóttir... — og oft hrikalegu framhaldi
setninga í þeim dúr. Nei, fáir vissu betur
en ég að fullorðið fólk var óútreiknanlegt.
Því var tæplega trúandi fyrir þessum
óvenjulegu neysluvenjum hennar Kötlu
litlu.
Þá var það einn góðan veðurdag að ég
sýndi henni frænku minni fjósið okkar —
og hún varð ástfangin. Ekki hreifst hún af
kúnum, enda voru þær aldrei inni að degi
til á sumrin, heldur varð hún gagntekin af
flugunum í fjósgluggunum. Þær voru ekk-
ert venjulegar húsaflugur, heldur þessar
stóru, feitu, þessar svokölluðu fiskiflugur.
Kata prílaði upp í einn gluggann og
horfði á þær yfir sig hrifin. Hún sýndi
þessum flugum þvílíka aðdáun, að ég tók
það allt til mín og uppveðraðist af ættjarð-
arást, kannske Fljótsdalsást. Min ættjörð
spannaði nú ekki lengra í þá daga. í þeirri
veröld fyrirfundust Fljótsdalur og Útland-
ið. Hið síðarnefnda var mjög víðtækt.
Landaheiti skipuðu sama sess og bæjaheiti
í dalnum mínum, þessum eina í veröldinni.
Ég stóð þarna uppblásin þeim ætternis-
hroka, sem hinum þröngsýna einum er
gefinn, og sá hvernig lítil hægri hönd Kötu
tók að fylgja flugu eftir, hægt og rólega.
Smáir, sólbrúnir, nánast gullnir fingur
eltu flugu, svipað og kóngulærnar gerðu.
Allt í einu gripu þessir litlu fingur kvik-
indið og báru það munni eiganda síns og
drottnara. Og munnurinn lokáðist. Hvítar,
sakleysislegar barnstennur heyrðust
bryðja. Síðan endurtók athöfnin sig.
Mér var gjörsamlega nóg boðið. Eitt var
að borða pelargóníurnar hennar ömmu,
ásamt hvers kyns öðru, sem ég hafði öllu
saman þagað yfir, en nú var of langt geng-
ið. Ég varð að segja frá þessu, en hverjum
átti ég að segja það? Ég vissi nú töluvert
um viðbrögð minna nánustu gagnvart
sjálfsögðustu hlutum. Ég sá hana Kötu
litlu í anda mæta því takmarkalausa skiln-
ingsleysi...
Eini maðurinn, sem ég þekkti, og alls
ekki hafði reynt á í slíkum efnum var Úlf-
ur frændi. Hann var líka pabbi hennar
Kötu og ólíklegur til þess að bregðast
henni. — Pabbar voru yfirleitt skástir þeg-
ar í vandræði var komið, hafði reynslan
kennt mér. Þeir voru ekki nærri eins æstir
og annað fólk; hlustuðu á mann í friðsam-
legum rólegheitum og heyrðu hvað sagt
var.
Úlfur, hún Trína borðar flugurnar í fjós-
inu — sagði ég varfærin, og gætti þess
vandlega að segja hvorki Kata né yfirleitt
neitt er kynni að gefa í skyn vanþóknun
mína á honum. — Þessar feitu, þú veist?
Og svo borðar hún líka pelargóníur og allt
mögulegt annað — bætti ég við, fyrst ég
var nú að hefja máls á þessu yfirleitt.
Er það svo? — svaraði úlfurinn á
dönsku. Láttu mig vita, ef hún tekur til við
kaktusinn. Það getur verið varasamt.
Ég varð orðlaus. Það var sem sé í góðu
lagi 'að borða svo til hvað sem vera skyldi,
og líka feitu flugurnar í fjósinu. En hún
mátti bara ekki leggja sér kaktus til
munns. Það var nefnilega það! — Læknar
voru ekkert venjulegt fólk, lærði ég mjög
snemma.
Háþróuð tæki eyða
nýrnasteinum
ískotmáli fyrir hljóðbyigjur
Læknirinn getur séð nýrnastein í kíki gegnum lýsta pípu og síðan
molað hann sundur með því að skjóta á hann hljóðbylgjum. Kanni
þessi hefur vökvunarbúnað, og nýrað er hreinsað, mylsnunni skolað
út á eftir. Skurðurinn vegna tækisins er innan við sentímetra á
lengd, og öll aðgerðin tekur um 45 mínútur. Lionsklúbburinn Njörð-
ur gaf nýlega Landakotsspítala slíkt tæki, og hefur það þegar verið
tekið í notkun.
reynslu hefur af hljóðbylgjukannanu
Joseph Segurae, við Mayo Clinic, segir,
árangurinn sé 98% og að flestir sjú
inganna geti farið að vinna í rólegheiti
eftir viku.
Þess má geta, aö síðarnefnda tækið h
ur nú verið tekið í notkun á íslan
Lionsklúbburinn Njörður gaf það Lant
kotsspítala fyrir skömmu.
Sv. Ásg. tók saman
Þjáningavaldar
Nýrnasteinasafn. Steinarnir eru mjög fjöl-
breytilegir að lögun og stærð. Stærsti steinn-
inn, sem sniðinn hefur verið í tvennt, var um
7x9 sm að stærð. Þeir eru úr ýmsum efnum,
en flestir innihalda eitthvað af kalsíum. Eng-
inn veit, af hverju þeir myndast, og eru uppi
um það margs konar tilgátur. Én þeir eru
grjóthörð staðreynd. i
Bandaríkjunum og hlutu viðurkenningu
viðkomandi yfirvalda þar í landi. Árangr-
inum á Methodist-spítalanum í Indiana-
polis, eftir að höggbylgjutækið hafði verið
reynt þar á 100 manns, lýsti þvagfæra-
fræðingur þar með þessum orðum: „Við
getum að heita má ráðið við hvaða stein,
sem við sjáum."
Hitt tækið er mjór hljóðbylgjukanni,
sem stungið er gegnum húðina. Kanninn
er útbúinn með kíki og Ijósabúnaði, svo að
læknirinn getur séð nýrnasteininn gegnum
pípuna, sem er líkt og penni í þvermál, og
síðan er hann brotinn sundur með hljóð-
bylgjum. Kanninn er einnig með vökvun-
arbúnaði, og nýrað er hreinsað þannig, að
engin „mylsna" verður eftir. Það er kostur
umfram fyrrgreinda tækið, en smáskurður
fylgir þessu, aðeins innan við sentimetra
að lengd. Öll aðgerðin tekur um 45 mínút-
ur, sjúklingurinn finnur lítið til og hann
getur yfirleitt farið af sjúkrahúsinu innan
viku.
Hvorugt þessara tækja er algott, og
ýmsar aukaverkanir eru hugsanlegar í
sambandi við aðgerðirnar, en þær eru lít-
ilvægar í samanburði við kostina. Reynsl-
an mun skera úr um það, hvort tækið verði
meira notað. Sá skurðlæknir, sem mesta
Nýrnasteinar hafa valdið mannkyninu mikl-
um þjáningum frá aldaöðli. Þeir hafa
fundizt í egypzkum múmíum og Hippó-
krates, „faðir læknisfræðinnar“, fjallaði
ítarlega um þá. Benjamín Franklín, Isaac
Newton, Pétur mikli, Rússakeisari, og sól-
konungurinn Loðvík 14. urðu að þola mikl-
ar þjáningar af völdum nýrnasteina. Það
er næsta lítil huggun fyrir þá, sem verða
að þola kvalir af þessum sökum nú á tím-
um, en hins vegar eru það mikil og góð
tíðindi fyrir alla, því að enginn veit, hve-
nær að honum gæti komið, að nýlega hafa
orðið þáttaskil í baráttu mannkyns við
þennan þjáningavald.
Nýrnasteinar myndast við það, að söltin
í þvaginu falla út. Við það kristallast út
óuppleysanlegir steinar. Þeir eru breyti-
legir að stærð, allt frá því að vera „nýrna-
möl“ og upp í stóra, samsetta kóralla.
Litlir steinar og möl komast oft alla leið
með þvaginu án þess að eftir því sé tekið.
En það kemur einnig fyrir, að steinkorn
festist í þvagpípunni og valdi áköfum
krampasamdrætti í vöðvunum í veggjum
pípunnar. Verkirnir byrja oftast í mjóbaki
og geislast niður í nárann. Nýrnasteina-
kast getur staðið í nokkrar mínútur og allt
upp í nokkra klukkutíma. Verkirnir geta
orðið svo sárir, að sjúklingurinn verður að
fá afar sterk verkjalyf. Má nærri geta,
hvernig mönnum hefur liðið, áður en þau
komu til sögunnar.
Eitt af fórnarlömbum nýrnasteina hefur
komizt svo að orði, að ef sársauki væri
mældur samkvæmt stigatöflu 1 til 10, þá
myndi þessi fá ellefu.
Hafi steinar skorðazt í þvagpípu, má
stundum kraka þá niður með litlum töng-
um. En séu steinarnir orðnir of stórir,
verður að nema þá burt með skurðaðgerð.
Hún er allmikil þolraun fyrir sjúklinginn,
sem verður yfirleitt að dveljast um viku-
tíma á spítala og hafa hægt um sig í sex
vikur þar á eftir.
En hin nýju tæki ættu að losa menn við
þessar þjáningar í flestum tilvikum. Hér
er um að ræða höggbylgjutæki og hljóð-
bylgjutæki, sem „mylja" steinana, án þess
að til uppskurðar þurfi að koma.
Aðgerðin með höggbylgjutækinu fer
þannig fram, að sjúklingurinn er settur
ofan í baðkar, en á hliðum þess er komið
fyrir tveimur röntgenmyndatækjum, sem
miða út steininn nákvæmlega. Steinninn
birtist á tveimur sjónvarpsskermum. Síð-
an er höggbylgjum skotið að honum úr
vatninu, og þær vinna á honum án þess að
skaða hina mjúku vefi umhverfis hann.
Hægt er svo að fylgjast með því á skerm-
unum, hvað steininum líði. Að jafnaði mun
þurfa um 800—1000 högg, og aðgerðin tek-
ur um 30—45 mínútur. Sjúklingurinn er
við meðvitund, en staðdeyfður. Ella myndi
hann finna fyrir höggunum sem slíkum,
síendurteknum höggum á bakið.
Eftir aðgerðina getur sjúklingurinn
samdægurs farið á fætur og gengið um.
Mylsnan eftir steininn hverfur síðan
smám saman venjulega leið úr líkamanum
á tveimur til sex vikum, og þeim mun
hraðar sem sjúklingurinn hreyfir sig
meira eftir aðgerðina.
Þessi tæki eru mjög dýr og kosta um 1,7
millj. dollara. Þau eru framleidd í
V-Þýzkalandi, þar sem reynslan af þeim er
hin ágætasta, og á sl. ári voru þau reynd í
Óvénjulegt baðkar
Sjúklingurinn liggur í vatni í baðkari, reyrður við bretti. Tveim stórum röntgen-
tækjum er beint að honum til að miða nákvæmlega úr steininn, en síðan er
höggbylgjunum skotið á steininn úr vatninu. Fylgzt er með steininum á tveim
sjónvarpsskermum. Steinninn eyðist við 800—1000 högg á 30—45 mínútum.
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 23. MARZ 1985 7