Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Side 8
Þú hefur ekkí sagt aukatekíð orð ... Trausti Einarsson ræðir við textíllistakonuna ínu Sal- óme sem býr í Finnlandi og er ein þátttakenda á 10 ára afmælissýningu Textílfélagsins, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. eðal þátttakenda á tíu ára afmælissýn- ingu textílfélagsins að Kjarvalsstöðum er ína Salóme, sem búsett hefur verið í Finnlandi um tveggja ára skeið. Mynd- ir sínar vinnur Ina úr taulitum og bómullarefni;, þær eru ekki þrykktar, sem mun vera algengasta aðferð textílmynd- Iistamanna á íslandi, heldur málar fna á bómullarefnið, annað hvort með pensli eða rúllu. „Margfaldar myndir" málar ína, en margföld mynd er í rauninni þrjár myndir, sem hanga með um fimm sm millibili hver frá annarri, og mynda því eina heild, eða eina mynd, sem er þó, þegar betur er að gáð, tveir myndfletir, því myndina má sjá frá tveimur hliðum. Staldri áhorfandinn við um stund er því líkast sem tíminn speglist í margfaldri myndgerðinni, því dýpt myndarinnar, eða fjarlægð, breytist eftir dagsbirtunni sem fellur umhverfis myndina. ína segist aldrei hafa unnið eins stórar myndir og núna, þetta sé algjör andstæða við þær smámyndir sem hún gerði á sl. ári (20x20 sm), en gaman sé að spreyta sig á mismunandi stórum myndflötum. En hvað getur hún sagt okkur nánar um þær mynd- ir sem hún sendi á afmælissýninguna? — Litina sem ég nota hef ég uppgötvað hér í Finnlandi. Aður en ég útfæri hug- myndirnar á tauið hef ég vatnslitað þær á litlar skissur. Fyrst tek ég litskyggnur af ína SaJóme í kuldanum í Finnlandi. vatnslitaskissunum, svo ég geti áttað mig á því hve mikla stækkun myndirnar þola. Það var hér í Finnlandi sem ég byrjaði fyrst á þessari vinnuaðferð að vatnslita fyrst litla skissu og útfæra hana svo á stórum myndfleti. Nafnlausar Myndir Myndirnar eru ólíkar þvi sem ég hef gert áður, ég nota svarta litinn mun meira núna, og áður voru myndir mínar meira fígúratífar. Ég hafði oft mótíf af konu, sem horfir inn í fjarlægðina. En nú hef ég breytt þessu: fígúran, ert þú, áhorfandinn. Myndirnar eiga það sameiginlegt að ein- hver birta leynist á bak við svartan flöt- inn. Mér finnst mikilvægt að áhorfandinn verði þessa áskynja. Annars gef ég mynd- um mínum ekki nöfn, því þá finnst mér sem ég hafi bundið þær við ákveðna fyrir- mynd. Fólk hefur komið til mín og sagt mér hvað það sér út úr myndum mínum, og það er svo ótrúlega ólíkt: sumir sjá landslag, þegar aðrir sjá fyrir sér eitthvað allt annað, segir fna. Við fyrstu sýn dettur áhorfandanum helst í hug að geómetrísk abstraktion hafi haldið innreið sína á nýjan leik, og því liggur beinast við að spyrja ínu, hvort þeir málarar á íslandi, sem lengi hafa fylgt þeirri stefnu, Karl Kvaran, Þorvaldur Skúlason, eða aðrir, hafi haft áhrif á myndlist hennar? Nei, svarar ína, nema ef vera skyldi Nína Tryggvadóttir. Hvenær hefurðu málað þessar myndir? — Myndirnar á sýningunni eru allar gerðar nú á þessu ári, fyrir utan eina sem máluð var í Róm á síðastliðnu ári. Þó verð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.