Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Page 11
— Síðari hluti
Úr prentaðri bók (erlendrí) frá 1628. Sýnir hún prentþröngina fá öðru sjónarhorni
en fyrri myndin (frá 1559). Þar eð þessi prentþröng sýnist öllu minni umfangs
beidur en sú á fyrri myndinni, er líklegra að þessi mynd (þótt yngri sé) gefi betri
hugmynd af því hvernig prentverk Jóns Arasonar muni hafa litið úk
einmitt um það leyti, sem Jón biskup
var tekinn og líflátinn, en aldrei virki-
lega komið út, og svo hafi siðabótar-
menn getað eyðilagt upplagið, nema
eitt eða fáein eintök, sem hefðu haldist
í ætt biskups. Það er mögulegt, en varla
sennilegt, einkum vegna þess, að þessu
er hvergi vikið neinsstaðar.“ (H.H.:
Prentsmiðja ... bls. 8—10).
Nú fer Halldór að velta fyrir sér hvaða
bók önnur gæti hafa verið lögð í kistuna
með Brynjólfi biskupi, hafi það ekki verið
þessi útgáfa Jóns Arasonar. Segir hann, að
ekki sé gott að vita hvaða bók það hefur
verið, en bendir þó á, að til sé prentuð bók
frá 16. öldinni, þar sem orðin „fjórir guð-
spjallamenn" komi fyrir í titlinum. Þetta
er „Historía pínunnar og uppri.su Drottins
vors Jesú Christi útaf fjórum guöspjalla-
mönnum ... til samans lesin“ af Jóhanni
Bugenhagen. Oddur Gottskálksson mun
hafa þýtt hana, en Gísli biskup Jónsson
látið prenta hana í Kaupmannahöfn 1558.
Síðan segir Halldór:
„Upplagið hefur sjálfsagt verið lítið,
því fyrir lok aldarinnar hefur hún verið
orðin sjaldgæf; Guðbrandur lét sem sé
„Þaö er hugsanlegt aö bókin hafi
verið prentuð einmitt um þaö
leyti sem Jón biskup var tekinn
og líflátinn, en aldrei virkilega
komiö út, og svo hafi siðbótar-
menn getaö eyöilagt upplagið,
nema eitt eöa fáein eintök, sem
höfðu haldizt í ætt biskups.“
Halldór Hermannsson
oarctbí mcfacðpuMtónw
Ktxnoþtediið mcnttð m comfcðtioíð et toftitruttur
tmioccrcr viucrc: vt ab úmbario Pfaiuíe
bcm mercftttmr g4«biá pev tropic;»tticqj pcncr«0it«i
ccuíre.pcrö. Bcnc&tcriisnc<gfrcitrca
í'gniw bnm.cc.vtq. m eo aixmr.cjctra íoc» lio\
JÍTH'Sxn janct* iec.j. quo fePcrant peOejmooere
•V^geneOtct^ foto:^ cí* potutffent,^. Hon eriot«
fcotrjltM öb mc|U5 fcOcvct; tcr i>gtcð,Þí>.q. jg.cc,tq<
«t ítcr facra doquta tarln ýf Xmqj Otc altcro vitie*
fiifcfy<>utptmaþwctu:0c Ji& raQiUe feriitnc fcofa^í
fcrimonwítð fcmío rogo^ ca^cetUmptopiwjrecepi
W!t eííötcene. (D»efo ut tfto fjffét;Pir bet $eit<&tcrii60&
riOcte me no Oeferoo:«t pf* monofiermj rebtjr. (£e ecce
cg titAíc oftqutöbc cekp.to poft trrbtmm «t celia cott*
ottegmbtjo Íoqnn)r.-(£t3t ti hftcne efawttð tn aetd ocn
lercfpoibtt. ffiutiOcq$ío# iW.Ptbttctufqc fozoriðfttc
quette^íot itteaátHancre <trttwj«Pe cotpoteet^mref#
etra c|l(*mtUafM.p<?ffti5 fan, r> ííifcfpcctc ceft (e*
Cartm -ero critt feremtao; crctapcneftare, <Dot totite
vtmilWacrc nw0eð>ppa<* |rie etus ýgaubcnsotpo#
CbO.q.cf.q. 8uegr«rio6rcC>öt0t'tetuflö
2*1 p?ro fcolafúcavcú tnr oSúqjfrAtrig? bcnöctautr*
fetfrrtrriluegÖrið IJr.^fognu möt>t.^b.q. t
ifcrt4ð Otgttiv ituituo fup Zt> fatuí>cs.«n.
itc|am pofík: ct capttt in ^“Vjlcctc mt nolt' me b€
riioííttðoíporércsOöntro* i/fcrerequoáíwfqjma
'rijjtf fexftimirit, naoqmurl»« cdefié?. C&
Fyrír allmörgum árum fundust tvö blöð (sem talin voru úr fornri norrænni bæna-
bók) í spjöldum á bandríti einu íslensku, komnu til Svíþjóðar frá íslandi árið 1681.
Myndin sýnir bluta þessara tveggja blaða. Hafa margir fyrir satt að þau séu úr
Breviarium Holense, kaþólskri bænabók sem er sögð bafa verið prentuð á Hólum
árið 1534. Sé þetta reyndin, er hér um að ræða leifar ar fyrstu prentuðu bók á
fslandi.
að frásögn hans sé áreiðanleg.
Þá snýr Halldór sér að handritinu. Telur
hann „víst efalaust", að ævisagan sé eftir
séra Torfa, en öðru máli gegni um áreið-
anleik afskriftarinnar. Ekki bæti það úr
skák, að sá, er skrifað hafi handritið, segi
þar aftast, að hann hafi það „eptir rangt
skrifuðu exemplari uppskrifað, og svo víða
sem orðið gat lagfært", en það þurfi „þó í
sumum stöðum að réttast eptir betri for-
skript.“ Lætur Halldór þau orð falla, að nú
sé eftir að vita, hvort orðin „og þrykkja“
hafi í raun og veru staðið í frumritinu, eða
séu tilgáta eða mislesning einhvers afrit-
ara. Auðsjáanlega sé ýmislegt í handritinu
sem bendi til að vikið sé frá frumritinu,
svo sem það, að stundum tali höfundurinn
í fyrstu persónu, en stundum í þriðju. Þá
sé næsta tortryggilegt, að séra Torfi geti
ekki um prentunarstað, ártal eða nafn
þýðanda. Slíkt sé all merkilegt, þegar um
jafn sjaldgæfan grip hafi verið að ræða.
Síðar segir Halldór orðrétt:
„Það sætir mikilli furðu, ef Jón biskup
hefur látið þessa þýðingu „á þrykk út-
ganga,“ að hennar skuli hvergi ann-
arsstaðar vera getið, og nafn þýðand-
ans hafi gleymst með öllu, þótt það
hefði mátt telja með stærri afreksverk-
um að gera slíka þýðingu á þeim tím-
um. Ef þessi guðspjallaþýðing hefur
komið út, hlýtur það að hafa verið ætl-
un Jóns biskups, að hún skyldi keppa
við eða jafnvel útrýma þýðingu Odds
lögmanns, sem prentuð var 1540. En sú
útgáfa var með konungsbréfi 1539 lög-
gilt handa íslendingum, var mönnum
boðið að lesa hana ogjafnframt bannað
að hindra sölu hennar og útbreiðslu. Ef
nú Jón biskup hefur komið annarri
líkri bók á markaðinn, mundu siðabót-
armenn hafa látið það viðgangast
hljóðalaust? Það er harla ólíklegt, enda
mundu þeir hafa bent á, að slík bók
væri af kaþólskum rótum runnin og
varað menn við henni, og það er hér um
bil óhjákvæmilegt, að þessa mundi ein-
hversstaðar getið í ritum eða skjölum
frá þeim tímum. Þar að auki hefði það
verið æði nýstárlegt, að kaþólskur bisk-
up hefði farið að gefa út þýðingu af
bókum biblíunnar án þess að fá til þess i
leyfi yfirboðara sinna, páfa eða erki-
biskups; en hvergi er þessa heldur getið
... Þar við bætist og, að í skrá þeirri
(Sigurðarregistri), sem samin var um
eignir Hólastóls að Jóni biskupi látn-
um, eru talin mörgeintök af messubók-
inni, sem hann lét prenta, en ekkert er
þar að finna af Nýja testamentinu eða
Fjórum guðspjallamönnum á prenti, og
þó hefði helst mátt búast við þvi, að sú
bók hefði verið þar til, ef hún annars
hefur verið prentuð þar nyrðra. Það er
altaf varhugavert að draga ályktanir
eða sannanir af þögninni, en hér er þó
þögnin svo athugaverð, að ómögulegt er
annað en taka tillit til hennar. Það er
ekki hægt að ósanna frásögn séra
Torfa, en það er öll ástæða til að taka
hana með varhuga. Þangað til ein-
hverjar frekari upplýsingar koma
fram, verður að telja þessa „fjóra guð-
spjallamenn“ meðal hinna „apókrýf-
isku“ bóka íslenzkrar prentsögu. Það er
hugsanlegt, að bókin hafi verið prentuð
prenta upp aptur píningar- og upprisu
söguna 1596; þó er sú útgáfa allbreytt
frá hinni fyrri, skýringargreinum slept,
formála o.fl. Efalaust hefur útgáfan
frá 1558 verið mjög fágæt á dögum
Brynjólfs biskups, en ætla mætti þó að
eintak hafi verið til í Skálholti eða að
biskup, að minsta kosti, hafi séð það
einhversstaðar á vísitatíuferðum sín-
um. En skyldi það nú vera með öllu
ómögulegt, að hjá séra Torfa sé hér
eitthvað blandað málum, og þessir
„Fjórir guðspjallamenn“ séu einmitt
þessi bók eða brot úr henni? Það hefir
ekki verið dæmalaust, að brot eða kafl-
ar úr henni hafi gengið manna á milli
sem sérstök bók; að minsta kosti á
Fiskesafnið upprisusöguna sérstaka og
vel innbundna, og hjá eldri höfundum
er 53. kapítuli Esaja talinn sérstök bók,
þótt hann sé einungis hluti af útgáf-
unni frá 1558. Um slik bókabrot, sem
hvorki höfðu titilblað, prentstað, né
ártal, gátu myndast alskonar sagnir, og
voru menn ekki ætíð gætnir eða gagn-
rýnir gagnvart þeim. Líka eignuðu
menn þá stundum höfundum rit, sem
þeir als ekki höfðu samið; þarf eigi
annað en minna á, að Brynjólfur bisk-
up eignaði Sæmundi fróða Eddukvæð-
in, þótt enginn fótur væri fyrir því, að
minsta kosti af því sem kunnugt er. Og
eitthvað líkt kann að hafa átt sér stað
með þessa „Fjóra guðspjallamenn“
Jóns Arasonar, þótt erfitt sé að ráða þá
gátu nú.“ (H.H.: Prentsmiðja ... bls.
10—11).
Nú hefur verið minnst á rök þeirra
manna, sem ýmist telja handrit ævisög-
unnar óhrekjandi eða hrekjandi. En til eru
þeir menn, sem vilja fara bil þessara hópa
beggja. Hallast þeir að því, að bókin hafi
verið til, en aðeins tekið til sunnudaga-
guðspjallanna,
„ekki verið prentuð fyrr en á Breiða-
bólstað, líklega milli 1540 og 1550 og
því yngri en Nýja testamenti Odds —
og einmitt gerð því til mótvægis, svo að
prestar hefðu hér guðspjallatexta sína í
samhljóðan við hina viðurkenndu
Vulgata-þýðingu kaþólskra.“ (S.J.Þ.:
tsl. bibl, bls. 6).
Fæst líklega seint úr þessu máli skorið.
>> (J.H.: Biskupasögur II, bls. 38).
2> (A.J.: Crymogæa, bls. 209).
3> (Annálar 1400-1800, bls. 104).
4> (Biskupasögur Bókmenntafélagsins II,
bls. 693).
5> (sjá G.J.: Síra Jón ... bls. 182).
6> (H.Þ.: Formáli ... bls. 330).
Heimiidir:
Annálar Bókmenntafélagsins 1400—1800, 1. bindi.
Reykjavfk 1922.
Arngrlmur Jónsson: Crymogæa sive rerum Islandicar-
um libri III. Havniæ 1951.
Biskupasögur, gefnar út af Hinu Islenska bókmenntafé-
lagi. II. bindi. Kh. 1878.
Collijn, Isak: Tvá blad af det förlorade Breviarium Nidr-
osiense, Hólar 1534.
i: Sártryk ur Nordisk Tidskrift för Bok- ock
Bibliothecsvásen. Arg. I (1914).
Diplomatarium Islandicum. íslenskt fornbréfasafn.
Kaupmannahöfn og Reykjavlk 1857—1972.
Guöbrandur Jónsson: Herra Jón Arason, 1550—1950.
Reykjavík 1950.
Guðbrandur Jónsson: Slra Jón Matthlasson sænski.
i: Arbók Landsbókasafns íslands,
1950—1951, Reykjavlk.
Gunnar Pálsson: Typographiæ Islandicæ. (Lbs. 75, folio).
Hálfdán Einarsson: Sciagraphia historiæ literariæ Is-
landicæ, Havniæ 1777.
Hallbjörn Halldórsson: letraval I prentsmiöjum á fyrstu
öld prentlistarinnar á islandi.
i: Arbók Landsbókasafns islands,
1946—1947. Reykjavlk.
Halldór Hermannsson: lcelandic Books of the Sixteenth
Century (1534—1600).
Islandica. An Annual relating to lceland and
the Fiske lcelandic Collection in Cornell Uni-
versity. IX. N.Y. 1916.
Halldór Hermannsson: Prentsmiöja Jóns Matthlassonar.
i: Sérprentun úr Almanaki O.S.T.; Winnipeg
1930.
Halldór Hermannsson: Formáli aö Monumenta Typo-
graphica Islandica, Vol. II (Guöspjallabók
1562). Kaupmannahöfn 1933.
Hannes Þorsteinsson: Formáli aö Ævisögu Brynjólfs
biskups Sveinssonar.
i: Jón Halldórsson, Biskupasögur II. Reykjavlk
1911 — 1915.
Haraldur Nlelsson: De islandske bibeloversættelser.
í: Særtryk af studier tilegnede professor, dr.
phil & theol. Frants Buhl. (Kh. 1925).
Haraldur Sigurösson: Fjögurra alda afmæli bókageröar
Guöbrands Þorlákssonar biskups,
1575—1975.
í: Arbók Landsbókasafns (slands, 1975. Nýr
flokkur. Reykjavlk.
Harboe, Ludvig: Kurze Nachricht von der islándischen
Bibel-Historie.
i: Dánische Bibliothec, VIII. Kh. 1746.
Jón Espólln: islands Arbækur I sðgu-formi, af Jóni
Espolin. IV. deild. Kh. 1825.
Jón Halldórsson: Biskupasögur II. Hólabiskupar
1551—1798. Reykjavlk 1911—1915.
Klemens Jónsson: Fjögur hundruö ára saga prentlistar-
innar á islandi. Reykjavlk 1930.
Magnús Már Lárusson: Formáli aö endurútgáfu Guö-
brandsbibllu. Reykjavlk 1956— 1957.
Magnús Már Lárusson: Guöspjallabók Ölafs Hjaltasonar.
i: Arbók Landsbókasafns Islands, 1966.
Reykjavlk.
Páll Eggert Ólason: Menn og menntir siðskiptaaldarinn-
ar á Islandi. Reykjavlk 1919—1926.
Páll Eggert Ölason: Saga Islendinga, iV. bindi. Reykja-
vlk 1944.
Páll Eggert ðlason: Islenzkar æviskrár !—V. Reykjavlk
1948—1952.
Steingrlmur J. Þorsteinsson: islenzkar bibliuþýðingar.
I: Sérprentun úr IV. árgangi Vlöförla. Reykjavlk
1950.
Þorkell Jóhannesson: Prentlistin kemur til íslands.
i: Prentlistin 500 ára. Reykjavlk (1941).
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. MARZ 1985