Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Qupperneq 13
séra Árni á einnig að hafa getað vitað allt um rétt endadægur þeirra hjóna, bæði af eigin minni og sögnum föður síns. Þegar Páll Melsted (sagnaritari o.fl.) tók að safna sögum af Fjalla-Eyvindi, sem hann birti í Islendingi gamla 1860—61, þá leitaði hann til séra Árna, sem þá hafði þrjá um áttrætt, um sagnir af þeim Ey- vindi og Höllu. Eftir séra Árna er það svo haft, að þau hjón hafi bæði dáið um 1780 og Eyvindur nokkru fyrr en Halla og séu þau bæöi jörðuð á Stað í Grunnavík. Séra Árni segist muna Höllu og þá venju henn- ar að standa fyrir utan kirkjudyr og hlýða messu, en hún hafi ekki fengizt til að ganga í kirkju hvað sem því hafi valdið. Þessar upplýsingar séra Árna verða vitaskuld að teljast hin merkasta heimild bæði um dánartíma og legstað hjónanna, en svo bölvanlega vill til, manni til ergels- is, að til er önnur álíka merk heimild, sem stangast á við sögn séra Árna. Gísli Konráðsson segir: „Sagt er, að Halla, kona Eyvindar, dæi á Hrafnsfjarðareyri og dysjaði Eyvindur hana sálfur. Hafa sumir sagt, að Eyvindur færi litla hríð suður í Árnesþing. En ekki er ljóst, hversu löngu síðar ... “ Þessi sögn Gísla kemur heim og saman við aðra staðbetri og svo staðgóða, að hún jafngildir sögn séra Árna. Grímur Jónsson (1779—1860), stúdent frá Reykjavíkurskóla og bóndi í Skipholti, sonur Jóns hreppstjóra Jónssonar í Skip- holti og Grímur því bróðursonur Fjalla- Leiði Eyvindar Sú sögn er til vestra, að Eyvindur hafi síðustu ár sín, lofað förumönnum að vera hjá sér íkofa á Hrafnsfjarðareyri, og hafi þeir jarðsett hann í túnfætinum og strax hlaðið honum leiði. Séra Torfi segir svo leiðið margupphlaðið, þegar hann er á Stað (1822—41) ogJón Eilífsson, gull- smiður, sem bjó á Hrafnsfjarðareyri um og eftir miðja síðustu öld, reisti Eyvindur bautasteininn. Það bar til með þeim hætti, að fé var að flæða fyrir Jóni, og hét hann á Eyvind fénu til bjargar. Eyvindur varð vel við, bjargaði fénu, ogJón stóð við heit sitt, reisti Eyvindi steininn og klapp- aði á hann: „Hér liggur Fjalla-Eyvindur." Á annarri mynd, sem tekin er laust 1950 er steinninn siginn í jörð. Árið 1954 þegar Magnús Elíasson kom til að gera upp Eyvindarleiði fyrir Pál Pálsson, formann og útvegsbónda i Hnífsdal, sem keypt hafði Hrafnsfjörð af síðustu ábú- endum, þá var ekki annað ummerkja um leiðið en ein spýta í mýrinni, leifar af krossi, en þar undir fann Magnús stein- inn. Hann hlóð veglega upp leiðið, reisti steininn á það upp á endann og smíðaði endingargóðan kross úr rekavið. Og þetta er nú umbúnaður Eyvindar- leiðis. t-j-wUfc- flyoirucli, - fíott oem. f^.rtg'V - <_>rri »fe.emr-i ÖÚ&fswSur-- an\ le-ngri ti’mss Xrtóí 3k.mtoecmt Uc ‘ 1 Eyvindar, hefur sögu að segja sem erfitt er að rengja, því Grímur var í allan máta hinn merkasti maður og gæddur ýmsum eiginleikum frænda síns. Naut mikilla vinsælda og var hagleiksmaður hinn mesti eða eins og segir í Islenzkum æviskrám: „Hann var sáttanefndarmaður í 28 ár, hreppstjóri í 15 ár, vel efnum búinn, jafn- an talinn bjargvættur sveitar sinnar, enda mesti greiðamaður og valmenni, vel hagur á tré og járn, góður bókbindari og blóðtökumaður." Engrar hvinnsku er getið í þessu ætt- fólki útaf Jóni í Hlíð og Ragnheiði Ey- vindsdóttur, segja mér ættfróðir menn, enda hef ég áður bókað í sögunni, að það geti allt verið tilbúningur, sem munnmæli segja til að skýra síðari feril hans, um þjófnað Eyvindar í æsku og alla tíð þar til hann hverfur úr Traðarkoti um þrítugt. Sögn Gríms er tekin úr Sagnaþáttum Fjallkonunnar (bls. 158—159) og er svo- felld: EYVINDUR á Ferð í Skipholti? „Þegar Grímur var um það bil átta ára að aldri, var það eitt kvöld um vetur, að hann fór út í fjós með fjósamanninum, þegar hann fór að gefa kúnum. Þegar út í fjósið kom, fór maðurinn að sópa frá kún- um, en Grímur fór inn í hlöðubás og stóð þar. Sér hann þá, hvar eitthvað kemur í dyrnar og skýzt inn í auðan bás, sem var nálægt þeim. Sýnist honum það líkast manni alsnjóugum, og skrjáfaði í þessu, eins og þegar gengið er á hörðum skinnföt- um. Þegar Grímur sá þetta, varð hann svo Leiðakort Eyvindar 1. Hlíð. 2. Traöarholt. 3. Skaldar- bjarnarvík. 4. Aöalvík. 5. Englnes — Gelrólfsnúpur. 6. Bjarnarfjöröur. 7. Hrafnsfjaröareyri. 8. Leirufjall. 9. Hveravellir. 10. Arnarfell. 11. Eyvind- arkofaver og Hreysiskvísl. 12. Reykja- vatn. 13. Drangar. 14. Fell. 15. Skriöuklaustur. 16. Sauöanes. 17. Svalbarö. 18. Heröubreiöarllndir. 19. Hvannalindir. 20. Seyölsá. 21. Reykja- hlíð — Vogar. 22. Rauöaskriöa. 23. Grund. 24. Flugumýri. 25. Grunnavík- ursókn. 26. Þingeyrar. Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðfræðingur, léði Lesbók til birt- ingar þetta skemmtilega og vel- gerða leiðakort, þar sem hann hef- ur rakið feril Eyvindar um fjöllin eftir bók Guðmundar Guðna Guð- mundssonar um Fjalla-Eyvind. Ferillinn á kortinu kemur ekki allur heim og saman við það sem ég hef sagt, það er reyndar langt frá því, en mínar skoðanir eru ágizkað- ar eins og annarra, og því tekur ekki að deila um, hvort einni línu eða fleirum sé ofaukið eða öðrum ívant eða árin fleiri; kortið í heild lýsir upp sögu Eyvindar og Höllu. hræddur, að hann þorði ekki að hreyfa sig, og ekki heldur að kalla til fjósamannsins, sem einskis varð var, af því að hann vr að gefa kúnum. Stuttu á eftir kom Jón, faðir Gríms, inn í fjósdyrnar; var það oft venja hans á kvöldin, þegar hann var búinn í garðinum, að koma í fjósið og líta eftir hirðingu kúnna. Þegar Jón var kominn í dyrnar, staldrar hann lítið eitt við, lítur upp í dyrabásinn og spyr, svo lágt, að Grímur, sem alltaf stóð í hlöðubásnum, aðeins heyrði það: „Er nokkur þarna?" Heyrði þá Grímur, að svarað var ofurlágt upp í básnum: „Eyvindur." Segir þá Jón svo lágt, að Grímur varla heyrði: „Já, já.“ Hélt Jón síðan áfram inn fjósið og fór að litast þar um. Þegar Grímur vissi, hver kominn var, varð hann óhræddur og hugs- aði einungis um að geta séð frænda sinn, en ekki þorði hann samt að ganga til hans. Eftir dálitla stund fór Jón bóndi aftur úr fjósinu og tók Grím með sér. Aldrei sá Grímur Eyvind koma til baðstofu um kvöldið. Hugsaði hann sér því að fara snemma á fætur morguninn eftir og skyggnast um í öðrum húsum eftir Ey- vindi, því það ímyndaði hann sér, að Ey- vindur mundi halda til þar einhvers staðar um nóttina. Um morguninn fór Grímur svo snemma ofan, að hann hugði að enginn mundi vera kominn á fætur, og gekk upp í heygarð. En þegar hann kom þangað, sér hann mann fara frá bænum gangandi og teymdi hann hest með böggum. Fór hann engan mannaveg og stefndi til óbyggða. Það þóttist Grímur vita, að þetta mundi vera Eyvindur. f heygarðinum hitti Grím- ur föður sinn, og var hann þá búinn að gera mikið af útiverkum. Aldrei sá Grímur Fjalla-Eyvind eftir þetta. Hestur hvarf frá Jóni í Skipholti um þessar mundir, og lét bóndi aldrei leita hans. Og þegar Grímur seinna sagði þessa sögu, taldi hann víst, að faðir sinn hefði gefið Eyvindi hestinn og klyfjar þær, sem hann flutti á honum." Enginn Vafi Um Greftrunarstað Eyvindar Við dánartíma Eyvindar verður því skil- izt svo hér, að mest séu líkindi til að hann hafi lifað fram undir eða framum 1790. En þá er eftir að koma honum í gröfina og þeim báðum og þá fyrst fer nú allt úr böndunum. Séra Árni segir þau hjón bæði jörðuð á Stað, séra Torfi að þau séu bæði jörðuð á Hrafnsfjarðareyri, Gísli Konráðsson er með þá sögn að Eyvindur hafi dysjað Höllu á Hrafnsfjarðareyri. Grunnvíkingar og Hrafnsfjarðarbúar og aðrir Jökulfirðingar segja engan vafa á því, að Eyvindur sé jarðsettur í mýrinni niðurundan bænum á Hrafnsfjarðareyri en Halla á Stað. Jóhann Gunnar Ólafsson (Ársrit Söguf. ísfirð- inga) segir það sögn, að Halla sé dysjuð á Álfsstöðum. ÚTILEGUTÍMI EYVINDAR Ekki vil ég telja raunverulegan útilegu- tíma Eyvindar nema frá vorinu 1761 og til 1775 og dragist þó frá árið sem hann er fanginn á Felli og tvö árin eystra, þegar hann er á Skriðuklaustri og í Þistilfirði. Utilegutíminn er þá alls 11 ár og er það ærinn tími á fjöllum uppi. Ég hef áður rakið það, að það er hlálegt, að hvenær sem finnst haglega hlaðinn bálkur í klettariði eða hraungjótu, þá hrópi menn „Eyvindur". Landið var fullt bæði fyrir hans tíma og á hans tíma af uppflosnuðu fólki á flakki um fjöllin og milli landshluta og útileguþjófum. Ef Eyvindur hefur verið kominn á Strandir fljótlega eftir að hann hvarf úr Traðarholti 1746 og fyrir 1750, öðru vísi hefur hann ekki getað barnað Höllu, sem fyrr er rakið, þá var engin ástæða fyrir hann til að liggja úti í hreysum í klettum. Þegar Eyvindur kemur á Strandir er annar hver bær í eyði eftir Stóru-Bólu 1707 á Vestur-Ströndum eða öðru nafni Hornströndum. Horn var í eyði, Höfn líklega einnig, Rekvík bak Höfn var í eyði, Hælavík í eyði og Kjaransvík og óvíst um byggð á Atla- stöðum og í Fljótavík og Glúmsstöðum. Margar jarðir á Ströndum, sem fóru í eyði í Stóru-Bólu, fóru ekki að byggjast skráð- um ábúendum fyrr en eftir miðja öld, en þær geta hafa verið setnar af allskonar umflakkandi fólki og þá einnig Eyvindi og Höllu áður en þau koma fram á Hrafns- fjarðareyri. Ég er orðinn efins um Miðvík- ursöguna, sem ég gat fyrr, sem trúlegri, eftir að ég fann ábúendur bæði í Efri- og Neðri-Miðvík um þetta leyti; trúlegra væri að Eyvindur hefði haldið sig á öðru hvoru eyðibýlanna í Fljótavík, Atlastöðum eða Glúmsstöðum, og eins og af upptalning- unni að framan sést átti hann um eyðibýli ræða til að hreiðra um sig á heldur en leggjast í klettaskorur í Geirólfsgnúp, Dröngum eða Leirufjalli, fyrr en þá þegar hann leitar aftur á Strandir 1763, og þá flest býli þar aftur komin í byggð. Enn er að nefna til sönnunar því, að Eyvindur hafi ekki legið úti á Ströndum, þegar hann kom þangað, að hann gengur í prestvígt hjónaband, það er ekki dregið í efa af yfirvöldum síðar að þau hafi verið lögformleg hjón, Eyvindur og Halla og Ey- vindur þá kvongazt undir eigin nafni og undir eigin nafni býr hann á Hrafnsfjarð- areyri. Ég vil ekkert gera úr útilegu Eyvindar á Ströndum fyrir 1761, og reyndar tel víst, að hann hafi alls ekki farið þar um sem sakamaður, til þess bendir bæði hjóna- vígslan og ábúðin á Hrafnsfjarðareyri. Hafði hann nokkra ástæðu til að líta á sig sem sakamann? Barst þessi eftirlýsing á Alþingi 1746 nokkurn tímann vestur á Strandir, vissi Eyvindur sjálfur nokkuð um hana, fyrr en þá löngu seinna, að hann hefur samband á ný við fólk sunnanlands? Ef hann hefur flúið úr Traðarholti aðal- lega vegna kvennamálanna, þá hafði hann enga ástæðu til að dyljast fyrir Horn- strendingum, hann var kominn útúr seil- ingu barnsmóður sinnar og hennar for- eldris. Erlendur sýslumaður hefur að minnsta kosti ekki vitað um Eyvind, sem eftirlýstan sakamann, þegar hann heimtir tugthústollinn 1761 af Éyvindi, sem lögleg- um ábúanda á Hrafnsfjarðareyri. Þá leið- réttingu man ég að gera hér í leiðinni, að þar sem getið er um tugthústollinn og byggingu tugthúss á vitaskuld að standa Reykjavík en ekki ísafjörður, enda sá staður ekki til fyrr en síðar, hét Skutulseyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. MARZ 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.