Lesbók Morgunblaðsins - 23.03.1985, Síða 14
ARNULF ÖVERLAND
NORDEKHAJ GEBIRTIG
Þrír bræöur
í Ghetto
BALDUR PÁLMASON ÞÝDDI
GUÐMUNDUR DANÍELSSON OG JERZY
WIELUNZKI ÞÝDDU
Bróðir minn eldri nam álfheima-man
burt úr hamrinum há,
en bróðirinn yngri tók gimstein og
gull
og skartklæðin skærleiks-
blá.
Hjör fann ég bak við hurðu.
Bræðurnir hlupu þar hjá.
Fögur sem dagur er dóttirin kóngs.
Vel er hún gullsins verð.
Kostuleg eru klæðin dýr
og tilkvæm í tignarferð.
En ástinni betur, auði og skarti,
nýtist mér nakið sverð!
Kóngsdóttirin er kynjafríð
sem sól skíni á mæra
mjöll,
þegar ryðjast burt skuggaský
og upptendrast fellin öll.
En systur hennar sitja þó eftir
inni í álfahöll.
Sæll munt þú, bróðir, er sefur í nótt
við mjallhvítan meyjarb-
arm.
Heill þér, bróðir, sem krúnu krýnist
og styðst við stásslegan
arm.
Skiptið þið auðnum og njótið hans nú!
Mér eflir það ekki harm.
Silfur oggull get ég sótt í bergið,
mátað þar myrkravöld.
Kóngsdætur bíða þar komu minnar,
hlekkjaðar harðri öld.
Allar götur til ellidaga
handleik ég hjör minn og
skjöld.
Verið þið sælir, vænir bræður,
þið ríku og ráðsettu menn!
Leið mína legg ég um blárnar,
— um endastöð veit ekki
enn.
Ég ætla að halda út í heiminn
og tefla um viðhorf tvenn!
Arnull Överland var norskt skáld,
1889—1968. Þýðandinn, Baldur
Pálmason býr ( Reykjavlk og er lands-
kunnur útvarpsmaöur.
Daga vora og vökunætur
vöðum sandinn, gröfum fylgsni,
snauður hópur þreyttra þræla
þraukar enn ísínu Ghetto.
Blýi þyngri er byrðin okkar,
barmafull afhrolli óttans:
Bara að dagur fölni ífriði,
og flýi nótt, og ekkert gerist!
Hrökkvum upp — við hlustir leggjum:
Hvern mun slysið núna henda ?
Hvern af okkur örlög skyldu
ætla böðli aðgóma næst?
í herkví dæmdri þreyttir þrauka
þrælar óttans, smáðir, píndir.
Nætur, daga, náðarvana
nafnlaust fólkið sandinn kafar.
Nötrum við afhryllings hrolli.
Hurðar marr? — Er voði á ferðum ?
Þögn, mitt hjarta! Þetta er aðeins
þrusk í mús sem naslar rusl.
Súgur hreyfir sorp á haugum,
setur geig að þeim sem hlusta,
klöngrast burt ogkveðja án orða
konur sínar, mæður, börn.
Nordekhaj Gebirtig orti Ijóö sln á jidd-
Isku, þvl máli sem gyðingar töluðu I
samfélögum slnum og nefnd voru
Ghettó, svo sem I Varsjá 1 Póllandi.
Gebirtig, f. 1877, var drepinn af nasist-
um I útrýmingarherferð þeirra gegn
gyðingum, sem náði hámarki 4. júnl
1942. Gerbirtig skáld dó á leiðinni til
útrýmingarbúðanna I Belzen. Ljóðið,
sem hér birtist, er ort á meðan stóð á
umsátrinu um gyðingahverfið I Varsjá,
Jerzy Wielunski er pólskt skáld og les-
endum Lesbókar vel kunnur. Hann að-
stoöaöi Guömund Danlelsson við þýð-
ingu Ijóösins, en Vielunski fékk það sent
frá jiddlsku sagnfræðistofnuninni (
Varsjá.
w W
u R M 1 N U H O R N 1
TOPPAR OG
UNDIRALDA
Ekki er um það að villast
að á yfirborði þess
mikla djúps, sem við
köllum menningarlíf,
lyftast og falla öldur og straum-
ar sem svo hreyfast og rísa í
mismunandi hæð. Einstaklingar
vaxa upp og þroskast við mis-
munandi góð skilyrði, fylkjast
saman og verða að áberandi öfl-
um í lífi einstakra þjóða og ná
mismunandi áhrifum, sem dreif-
ast um heiminn allan. Þetta ger-
ist í vísindum og listum jafnvel á
sviðum siðferðiskenninga á veg-
um trúarbragðanna og á stjórn-
málasviðinu. Frá þessu segir
menningarsagan í fortíð og nú-
tíð. En oft hefur sú spurning
vaknað hjá mér, einföldum
manni, hvort trúin á snilligáf-
una og mikilleikann sé ekki of
rík og mikil. Er það ekki hið
mikla meðalmennskudjúp hins
almenna, sem skiptir sköpum í
lífi þjóðanna? Er bilið milli
hinna meðalsnjöllu, þegar allt
kemur til alls, og afburðahópsins
í hverju samfélagi eins himin-
hrópandi stórt og mikilvægt og
margir vilja vera láta? Gætum
við ekki komist af með minni
ofurmennskudýrkun og ofur-
mennatrú en hvarvetna veður
uppi? Myndi það ekki reynast
farsælla? Kailar þessi dýrkun
einstaklinga og forréttindahópa
ekki á vissa blindu og kúgun, ef
betur er að gáð? Leynist ekki oft
á bak við snillingatrúna ákveðin
tegund af ótta og sjálfsblekk-
ingu, þar sem vopn auglýsinga-
tækni og tískuvalds truflar eðli-
lega dómgreind almennings?
Þetta er orðin löng málsgrein
á handritsörkinni. Og að baki
spurningaflóðsins kannski óljós-
ar hugsanir. Eflaust spyrja les-
endur mínir: Hvert er maðurinn
að fara?
Fræðingarnir
Og Tískan
Ég gæti auðvitað talað ljósar.
Jólakauptíð bókanna er mér sem
virkum þátttakanda enn í fersku
minni og því sem henni fylgir.
En það er fleira en bókagerð,
sem setur svip á menntalífið. Ég
gæti trúað að ýmsir fleiri lista-
menn okkar en nokkrir gamlir
rithöfundar virði fyrir sér með
nokkurri undrun viðbrögð fjöl-
miðla okkar og sumra hinna
ungu listfræðinga er þeir hafa í
þjónustu sinni.
Á hverju ári bætast nokkrir
nýir listfræðingar hinna ýmsu
greina í hópinn sem fyrir var,
komnir frá heimsborgum menn-
ingarinnar í vestri, austri og úr
miðju heims. Þeir voru sendir til
þess að sitja við lindir mennta
og lista, en tala þó heimkomnir
að margra dómi lítið gáfulegar
um það sem þeir eiga um að
fjalla en þeir sem höfðu lært að
stjórna skipum eða eru að kynna
sér hvernig á að selja kjöt og
fisk, svo að við getum haldið
áfram að vera landbúnaðar- og
útvegsfólk.
En auðvitað fara þessir ungu
menn að heiman með furðu
sterkt mótaðan smekk, a.m.k.
þeir sem áhuga hafa á bók-
menntum.
Það er eins og þessir hálærðu
piltar hafi á uppeldisárum sín-
um verið settir í skjól gáfaðra
íslenskra sveitakvenna, þjóð-
legra og rómantískra, t.d. í Þing-
eyjarsýslu. eða við ísafjarðar-
djúp, en veraldarsaga heimslist-
arinnar hafi svo öll farið fram-
hjá þeim, nema e.t.v. nýjasta
tíska, sem allir vita að hlýtur að
breytast á hverjum tíma eins og
sídd kjólfaldsins á lærum eða
kálfum ungu stúlknanna.
Auðvitað á það sem ég hér segi
ekki við alla þessa ungu spek-
inga en of marga fyrir okkur
sem lengi höfum beðið eftir betri
vinnubrögðum. Það er ósköp
eðlilegt að þeirra dýrð sé gerð
mikil, sem fylgja tísku síns tíma.
En það er ekki hollt að setja
menn of snemma á stall, kannski
eftir fyrstu og aðra bók. Við
tískulærdóminn þurfa þeir fyrst
að bæta áberandi gjöfum frá
sjálfum sér og geta sýnt ótvíræð
persónuleg einkenni.
KULDALEGT AÐ
HÚKAÍ
BÓKMENNTASÖGUNNI
Ég gæti auðvitað talað ljósar,
sagði ég. En hví skyldi ég, gam-
all dálkahöfundur, vera að upp-
vekja í kringum sjálfan mig og
aðra óþarfa leiðindi. En ég nenni
ekki að kasta því í ruslakörfuna,
sem að ofan er ritað, og leyfist
því góðum lesendum mínum að
skilja orð mín eins og þeim sýn-
ist. Auðvitað alltaf verið frjálst,
hér og annars staðar, að skilja
eða misskilja allt sem ég hef
sagt og skrifað.
Ekki er hollt að hafa ból
hefðar uppi á jökultindi,
af því þar er ekkert skjól
uppi fyrir frosti snjó né vindi.
Svona orti Bjarni Thorarensen
fyrir langa löngu og mátti vita
hvað hann sagði. — Það getur
orðið á við ótímabæra jarðarför
að komast of snemma inn í ís-
lenska bókmenntasögu, jafnvel
þótt menn hafi töluvert þurft að
hafa fyrir því að ná því marki.
Ég gat þess við kunningja minn
á meðan ég var að koma orðum
að efni þessarar greinar, sem ég
ætti kannski ekki að birta, að ég
héldi að ég vissi a.m.k. um tvo
listamenn, sem hefðu orðið verri
menn en efni stóðu til vegna
þeirrar tilhögunar, sem stjórn-
arvöld okkar hafa kosið á viður-
kenningarháttum sínum gagn-
vart íslenskum listamönnum.
Annar vegna þess að hann var of
snemma settur á efstu grein og
þóttist finna að annar hefði
frekar átt að njóta þeirrar upp-
hengingar — og ekki síst vegna
þess að hann var þeim sem
þannig hugsuðu hartnær sam-
mála. Hinn vegna þess að honum
hafði aldrei boðist upphefðin,
sem honum fannst hann hefði
unnið til og þóttist vita að fjöl-
mörgum öðrum fyndist það líka.
Auðvitað eru svona dómar og
tal vafasamt, en hitt er víst að
úti í íslenskri kylju hafa staðið
margir listamenn langa ævi með
litla frægð og enn minni peninga
og brosað með munnherkjum að
hégómaskapnum.
En talið um hégómaskapinn á
ekki að öllu leyti rétt á sér. Hér
er í mörgum tilfellum um til-
tölulega fátæka menn að ræða,
sem eru sviknir um kaup, vegna
þess að þeir gera ekki verkfall
eins og annað heiðarlegt fólk.
Hæ Tröllum
Táp og fjör og frískir menn og
hæ tröllum á meðan við.tórum
eru þjóðsöngvar okkar íslend-
inga. Biðilsbuxnamenn tala ekki
um hryggbrot sín, heldur halda
ferð sinni áfram. Dísir hinna
fögru lista hafa löngum verið
duttlungafullar, en þó nokkuð
mannvandar í lokin. Gamall
tólfbókalalli er ýmsu vanur.
Um þá bók mína, sem kom út í
haust, ritaði ungt skáld og
bókmenntafræðingur vinsam-
lega grein, ætti ég því hans
vegna að hugsa mig vel um áður
en ég tek ritdómara til bæna.
Tveir aðrir af miðkynslóðinni
rituðu líka í blöð sín. Sá fyrri var
svo úti á þekju að hann kunni
ekki einu sinni skil á bóka-
listanum, sem prentaður er
fremst, hvorki hvað snerti nöfn
á verkum mínum né ártöl, en
eignaði mér þó bók, sem líklega
hefur aldrei komið út á íslandi.
Ef ekki hefði verið nafn á grein-
inni hefði ekki verið hægt að sjá
um hvaða bók var verið að
skrifa. Hinn hafði augsýnilega
flett bókinni og valið sýnishorn
af handahófi.
Svona afgreiðsla er dálítið
þreytandi til lengdar. Blaðadóm-
ur, ef hann er ekki því vitlausari,
er auglýsing og gæti verið leið-
beining. Menn sem enn eru á lífi,
þótt kannski sé búið að setja þá
fyrir löngu á góðan stað í bók-
menntasögunni, kunna því samt
illa að alltaf sé verið að tala um
það, sem þeir gerðu fyrir tugum
ára, en að mestu þagað um nýju
bækurnar þeirra.
— febrúar JÓN ÚR VÖR
Um snillingatrúna