Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Qupperneq 2
Dýrkaður og hataður
w
agner er umdeildasta tónskáld sem
uppi hefur verið. Allir eru sammála
um snilld Bachs, Mozarts og Beet-
hovens. En því fer víðs fjarri með
Wagner. Menn skiptast alveg í tvo
hópa í afstöðunni til listar hans. Annars
vegar eru aðdáendurnir sem hefja hann
upp til skýjanna. Hins vegar eru andstæð-
ingar hans sem finna honum allt til for-
áttu. Meðan Wagner var á lífi var algengt
að menn dáðu ekki aðeins list hans heldur
einnig persónuna, manninn sjálfan. Lúð-
vík II. kóngur af Bavaríu skrifaði Wagner:
„Ég get ekki annað en dáð þig, get ekki
annað en lofað þau öfl er leiddu okkur
saman. Ég finn það æ betur og betur að ég
get ekki launað þér eins og vert væri; allt
sem ég get er að stama þakkaryrði. Mann-
leg vera fær ekki endurgoldið guðlegum
anda.“ Þetta bréf er ekki einsdæmi. Skrif
af þessu tæi voru býsna algeng þegar
Wagner átti í hlut. Hljómsveitarstjórinn
frægi, hans von Biilow, talaði um „þennan
dýrlega, einstæða mann sem maður veröur
að dýrka eins og guð“. Og Pierre Louyis
skrifaði Debussy: „Við áttum mjöjí alvar-
legt samtal um Richard Wagner. Ég sagði
einfaldlega að Wagner væri mesti maður
sem nokkru sinni hefði verið uppi og lét
þar við sitja. Ég sagði ekki að hann væri
sjálfur guð þó ég hafi hugsað eitthvað í þá
áttina."
Sú dýrkun sem tónlist Wagners vekur í
sumu fólki er ólík aðdáun manna á öðrum
tónskáldum. Hún líkist því að vera ást-
fanginn. Og viðbrögð þeirra er ekki geta
þolað Wagner eru álíka hastarleg og til-
finningaþrungin. Fyrir þeim er tónlist
Wagners ekki aðeins vond list heldur er
hún einnig hættuleg. Hún er siðlaus, úr-
kynjuð, sjúkleg og jafnvel ofurseld illum
öflum. Og síðan nasistar gerðu Wagner
spámann sinn hafa sumir talið að tónlist
hans sé eins konar fasismi.
Skírskotun Til
DULVITUNDAR
Hvernig stendur á þessum ofsafengnu
viðbrögðum margra við tónlist Wagners?
Menn hafa skýrt það út á þessa leið í ör-
stuttu máli: Tónlist Wagners skírskotar til
dulvitundarinnar og hreyfir þar við böld-
um hvötum, löngunum og óskum. Sið-
menningin hefur neytt okkur til að afneita
öflugum hvötum og löngunum úr meðvit-
und okkar, t.d. kyntilfinningum til for-
eldra og systkina eða hatri og löngun til að
ráðast á og tortíma þeim sem við erum
tilfinningalega háð. En þessar hvatir eru
ekki þar með horfnar af sjónarsviðinu.
Þær eru bældar í dulvitundinni og lifa þar
góðu lífi og valda árekstrum og spennu í
sálarlífinu og í samskiptum við annað fólk.
Þessi bæling er óaðskiljanleg frá því að
vera til og er hiuti af persónuleika hvers
manns. Og vitrir menn hyggja að tónlist
Wagners snerti fyrst og fremst dulvitund
hlustenda. Þessa kenningu er reyndar ekki
Wagner
hefur vakið hjá sumu fólki
dýrkun, sem er ólík
aðdáun manna á öðrum
tónskáldum.
Hún líkist því að vera
ástfangin.
Eftir
Sigurð Þór Guðjónsson
hægt að sanna. En hún er að minnsta kosti
mjög sannfærandi. Óperur Wagners eru
eins og góðar dæmisögur í kennslubók í
sálkönnun. Það er hljómsveitin sem ber
uppi þessa tilfinningalegu greiningu per-
sónanna. Svo gripið sé til freudískra hug-
taka hefur söngröddinni í óperum Wagn-
ers verið líkt við sjálfið (egóið) en hljóm-
sveitinni við þaðið. Þetta skýrir hvers
vegna reynsla manna af tónlist Wagners
fær oft á sig trúarlegan eða mystískan
blæ. Trúarleg reynsla eða mystísk upp-
hafning á ekki upptök sín í sjálfinu heldur
er hún sköpunarverk þaðsins. Tónlist
Wagners getur því haft mjög holl áhrif á
sálarlífið. Hún hefur svipaðar verkanir og
sálkönnun. En til að svo megi verða er
nauðsynlegt að gefa sig henni á. vald. En
það er sumum um megn. Þeir setja sig í
vörn og fyllast ótta og andúð.
Tónlist Wagners á oft mjög greiðan að-
gang að fólki sem er tilfinningalega inni-
lokað og á erfitt með að gefa og þiggja
hlýju í mannlegum samskiptum. Um þetta
eru mörg þekkt dæmi. Það má nefna
skáldið fræga Marcel Proust sem lifði
mjög einöngruðu lífi, leikritahöfundinn
Bernard Shaw sem ekki gat nálgast fólk
nema í gegnum hugmyndir og tónskáldin
Anton Bruckner sem var einhleypur sér-
vitringur og Hugo Wolf sem átti mjög erf-
itt með að aðlagast mannlegu samfélagi.
AUir voru þessir menn eldheitir aðdáend-
ur Wagners. Það sem hér hefur verið sagt
ber ekki að skilja svo að tónlist Wagners
hafi þau áhrif á alla að þeir annaðhvort
dýrki hana eða hati. En það er miklu al-
gengara en titt er um önnur tónskáld. Og
til eru auðvitað þeir sem láta músík Wagn-
ers ekki koma sér úr jafnvægi og líta að-
eins á hana sem hvern annan af hinum
miklu meisturum tónanna.
ALLT Og allir Urðu
að þjóna honum
Hinn stærsti snillingur þarf ekki þar
fyrir að vera mikill maður. Wagner var
stórkostlegur persónuleiki á ýmsa lund en
hefur yfirleitt ek’ki verið talinn vandur að
meðölum í mannlegum samskiptum. Eig-
ingirni hans var óskapleg og hann sveifst
einskis til að ná markmiðum sínum. Allt
og allir urðu að þjóna honum. En ef betur
er að gáð sést að kannski var Wagner ekki
svo mjög eigingjarn. Nú á dögum fórna
margir lífi sínu í að flytja eða á annan
hátt fást við verk hans. List hans er heill
heimur innan tónlistarinnar. Og Wagner
var ekki eigingjarn og frekur sjálfs sín
vegna heldur fyrir hönd listar sinnar. Þeg-
ar á allt er litið var hann í rauninni bar-
áttumaður máiefnis sem menn eru nú
sammála um að sé bæði fagurt og mikil-
fenglegt; sinnar eigin tónlistar.
Hugsjón Wagners var að sameina tón-
list, skáldlist og sviðslist í eina samræmda
heild sem hann kallaði músík-drama.
Hugmyndin var ekki ný og það var Wagn-
er vel ljóst. Þetta vakti fyrir Gluck. Og
Flórensbúar höfðu eitthvað svipað í
hyggju er þeir skópu óperuformið um alda-
mótin 1600. En Wagner komst nær því en
nokkur annar að gera þennan listdraum að
veruleika. Hann skrifaði sjálfur leik-
textann og gaf nákvæm fyrirmæli um bún-
inga, sviðsbúnað og allt er að uppfærslu
laut. Hann hafnaði hinu hefðbundna
óperuformi sem skipti tónlistinni niður í
atriði eða númer en skapaði í staðinn sam-
fellda tónlist frá upphafi þáttar til loka,
það sem kallað hefur ”erið „endalaus lag-
lína“. Til að binda betur saman hina ýmsu
þætti og treysta samræmið notaði Wagner
leiðsögustef. Leiðsögustef er tónhugsun
sem einkennir ákveðna persónu, tilfinn-
ingar eða aðstæður og fylgir þessari per-
sónu, tilfinningum eða aðstæðum í hvert
skipti sem þær koma fyrir í leiknum.
Hljómsvéit Wagners er lykilatrði í músík-
drama hans og það sem ber það uppi.
Hljómsveitin gefur í skyn, túlkar og út-
skýrir það sem á sér stað í hugskoti per-
sónanna og gerir óperur Wagners að stór-
kostlegu sálfræðilegu drama. Jafnframt
þessu stuðlaði útvíkkun hljómamálsins,
Richard Wagner. Samtíma teikning eftir Lenbach.
kontrapunktur og hugvitsamleg hljóm-
sveitarútsetning að því að skapa tónlistar-
legt drama sem á sér enga hliðstæðu hvað
snertir tjáningarlega dýpt og mikilleik.
Wagner fellir inn í list sína margt það
besta í eldri tónlist: dramatíska einlægni
Glucks, skarpskyggni Mozarts, symfónískt
viðhorf Bethovens, snilld Berlioz í meðferð
hljómsveitarinnar, rómantík Webers og
glæsibrag Meyerbeers. Hann kallaði tón-
Iist sína „tónlist framtíðarinnar" og voru
það orð að sönnu.
Gjörbreytti Viðhorf-
inu Til óperunnar
Wagner gerði byltingu í tónleikasölun-
um. Fyrir hans daga var lítil virðing borin
fyrir óperunni. Ljós voru í salnum meðan
sýningin stóð yfir, fólk gat haldið uppi
hörkusamræðum eða komið og farið þegar
því sýndist. En Wagner breytti þessu.
Hann lét myrkva salinn um leið og sýning-
in hófst og þeir sem komu of seint voru
Iokaðir úti. Nú á dögum finnst fólki það
hátíðleg athöfn að fara í óperuna. Menn
búa sig í sitt fegursta skart og fylgjast
með af djúpri andakt og alvöru. Og þetta
gildir ekki aðeins um óperuna. Þessi af-
staða á við meira og minna um alla tón-
leika þar sem flutt er klassísk músík. Þessi
virðing hins almenna tónleikagests er
Wagner að þakka. Hann gjörbreytti við-
horfi manna til klassískra tónleika al-
mennt og til óperunnar sér á parti.
Áhrif Wagners á önnur tónskáld verða
seint ofmetin. Margir gengu í fótspor hans
en aðrir urðu tónlist hans harkalega and-
snúnir. En allir urðu að taka afstöðu til
hans. Hann lét engan ósnortinn. Það er
varla of glannalega tekið til orða, þó sagt
sé að það sem Bruckner, Mahler og Hugo
Wolf höfðu fram að færa hafi í rauninni
verið lítið annað en viðaukar og athuga-
semdir við tónlist Wagners. Debussy var
mikill Wagner-aðdáandi og varð að gæta
sín til að áhrif meistarans kæmu ekki
fram í hans eigin tónlist. Þó fær engum
dulist nálægð Wagners í óperu Debussys
Pélleas et Mélisande. Saint-Saens og Gou-
nod voru persónulegir vinir Wagners. Biz-
et dýrkaði hann. César Franck er óhugs-
andi án Wagners. Massenet var kallaður
„mademoiselle Wagner". Dvorák varð
fyrir miklum áhrifum af Wagner og Tjai-
kovski sömuleiðis. Richard Strauss var
nefndur Richard annar og var þar átt við
það að hann hafði sama fornafn og Wagn-
er. Elgar elskaði aðeins eina óperu: Parsi-
fal. Schoenberg var Wagneristi og hljóm-
mál hans var beint framhald af hljómmáli
Wagners. Nemendur hans, Alban Berg og
Anton Webern voru sömuleiðis í Wagner-
söfnuðinum. Líka Bartok á sínum yngri
árum. Brahms dáði margt eftir Wagner þó
hann væri honum að mestu andsnúinn.
Hið sama er að segja um Verdi. Enginn
tónlistarmaður gat leitt Wagner hjá sér.
Mikil áhrif á Skáld
Og Listamenn
En áhrif Wagners voru einnig mikil á
heimspeki, myndlist, bókmenntir og jafn-
vel þjóðfélagsmál. Einhver áhrifamesti
heimspekingur nítjándu aldarinnar,
Friedrich Nietzsche, var í fyrstu ákafasti
Iærisveinn Wagners en síðar mesti haturs-
maður hans. Ofurmennið Nietszche kemur
reyndar fram holdi klætt sem Siegfried í
Niflungahringnum. Ekki þarf að minna á
þau áhrif sem tónlist og skoðanir Wagners
höfðu á hugmyndafræði nasismans. Því er
ekki að leyna að Wagner var æstur gyð-
ingahatari og voru nasistar ekki seinir að
grípa það. En rétt skilinn er hugmynda-
heimur Niflungahringsins andstæður nas-
isma. Grundvallarhugmynd Hringsins er
sú að þegar kærleikurinn fellur úr gildi og
skefjalaus valdagræðgi kemur í staðinn,
veldur það endalokum guða og manna.
Sagt hefur verið að Wagner hafi verið
andlegur faðir frönsku symbólistanna í
skáldskap. Baudelaire og Mallarmé skrif-
uðu ritgerðir um Wagner og Verlaine orti
sonnettu um Parsifal. í Marseilles var
Wagner-félag og meðan félagsmanna voru
Zola, einhver helsti frumkvöðull raunsæis-
stefnunnar í bókmenntum, og málarinn
Cézanne, faðir nútíma myndlistar. Renoir
málaði mynd af Wagner og Gaugain, Deg-
as og Whistler voru allir æstir Wagner-
dýrkendur. Mörg frægustu skáld nútíma-
bókmennta voru einlægir aðdáendur
Wagners. The Waste Land eftir T.S. Eliot
ber víða vitni um þekkingu og dálæti höf-
undarins á Wagner. James Joyce reyndi að
færa aðferðir Wagners inn í bókmenntirn-
ar. Bók hans Ulysses er sett saman eftir
wagnerískri formúlu; bókin er einn óslit-
inn flaumur út í gegn að sínu leyti eins og
tónlist Wagners er sístreymandi „endalaus
laglína". Thomas Mann, eitthvert mesta
skáld okkar aldar, var djúpt snortinn af
tónlist Wagners og kemur það víða fram í
bókum hans t.d. í Dauðanum í Feneyjum.
Um áhrif Wagners á tónlist og aðrar listir
hafa verið skrifaðar margar bækur og er
viðfangsefnið þó ekki fullkannað. En ár-
eiðanlega hefur ekkert tónskáld haft eins
margþætt og afgerandi áhrif á menningu
nútímans sem Richard Wagner.
Siguröur Þór Guöjónsson er rithöfundur I
Reykjavlk og hefur skrifaö margar greinar I
Lesbók og tónlistargagnrýni I Alþýðublaöið.