Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Qupperneq 5
Sigmund Freud 1914.
Lækningastofa Freuds í Vínarborg.
ingarinnar. f augum Eschenröders jaðrar
sálgreinikenning Freuds og iðkun hennar
við skottulækningar.
Þótt deilt væri áratugum saman um
gildi kenninga Freuds leit svo út um nokk-
urt skeið að þessi byltingarmaður sálar-
innar hefði unnið fullnaðarsigur á and-
mælendum sínum: langt er síðan hugsana-
ferli sálgreiningarinnar og ýmis lykilorð
svo sem „sjálfið" urðu almenningseign.
Fyrir hálfum þriðja áratug skrifaði
bandaríski gagnrýnandinn Lionel Trilling
að „Freud, sá er uppgötvaði undirmeðvit-
undina, er sjálfur orðinn að hluta hennar"
meðal almennings á Vesturlöndum.
En á meðan þessi borgaraskelfir frá því
um aldamótin virtist festast æ betur í
sessi sem einn af höfuðhugsuðum vest-
rænnar menningar, jafnvel svo vel að
sjúkrasamlög fóru að greiða fyrir sálar-
lækningar sem kenndar voru við hann,
bjóst nýjasta kynslóð gagnrýnenda hans
til atlögu. Sú kynslóð virðist nú svo vel
vopnum búin, að óvíst er hvort sálgreining
Freuds heldur yfirhöfuð velli.
Kenningin Þykir Hæpin
Fréttatímaritið „Newsweek" tekur svo
til orða að „sótt er að öllum lendum kon-
ungsdæmis Ödipusar". Það er rétt að varla
finnst nokkurt það atriði í kenningum
Freuds sem ekki sætir vísindalegri gagn-
rýni um þessar mundir. Freud skipti
persónuleikanum í þrennt: „það“, „sjálf"
og „yfirsjálf". Vísindamönnum sem vinna
að heilarannsóknum þykir nú þetta módel
heldur frumstætt og halda því fram að það
sé ekki nothæft til að skýra þau ákaflega
flóknu ferli sem eiga sér stað i þessu
helsta líffæri mannsins. Lífeðlisfræðingar
og þeir sem stunda atferlisrannsóknir eru
á einu máli um að hvatakenning Freuds sé
alltof einföld enda byggi hún á hringrásar-
kenningu vatns, sem grundvölluð er á
fornum og löngu úreltum skilningi á orku.
Nútíma draumrannsóknir hafa ekkert
leitt í ljós, sem gæti rennt stoðum undir þá
skoðun sálgreina að í draumi rætist duldar
þrár dreymandans. Freud kallaði drauma
hinn konunglega veg til undirmeðvitund-
arinnar.
Sálfræðingar sem hafa nú hliðsjón af
langtíma raunvísindalegum rannsóknum
staðhæfa að Freud hafi gert alltof mikið
úr áhrifum reynslu frumbernskunnar á
einstaklinginn og því missi taugaveiklun-
arkenning hans marks og lækningaaðferð-
ir hans reynist ónothæfar. Margir sál-
fræðingar og geðlæknar álíta að þau heiti
sem Freud gaf hinum ýmsu fyrirbærum,
svo sem „Ödipusarduld" og „Narcissismus"
séu einna helst táknrænar myndir sem illa
dugi til að lýsa á vísindalegan hátt innvið-
um og gangverki sálarinnar.
Æ fleiri gagnrýna hvernig sálgreinend-
ur virðast slá skjaldborg um sjálfa sig og
starf sitt og afneita vísindalegri aöfinnslu.
Þar að auki hafi þeir allt fram á þennan
dag látið hjá líða að veita sannanlegar
upplýsingar um árangur af sálgreiningu
eftir aðferðum Freuds. Loks hafa ævisögu-
ritarar Freuds grafið upp á síðustu árum
ýmislegt það um persónu hans og ævistarf
sem likur eru til að kasti rýrð á minningu
hans.
Enginn vafi er á því að Freud er með
áhrifameiri mönnum í sögu mannsandans,
en áhrifa hans gætir þó meira utan sér-
ESCHENRÖDER, Bandaríski rísinda-
höfundur sagnfræðingurinn
bókarinnar „Hér fór SULLOWA Y rarð
Freud rillur regar“ tyrstur til ad steypa
Freud með bók sinni:
„Freud, líffræðingur
sálarinnar“.
greinar hans en innan. Jafnt í daglegu lífi
sem í hugvísindum, í bókmenntarýni, um-
ræðum um kynlíf og auglýsingagerð má
greina áhrif hugmynda hans.
Freud hikaði ekki við að fjalla um mál-
efni sem helst mátti ekki nefna á nafn á
hans dögum. Hann var mjög fær og ögr-
andi rithöfundur og seljast bækur hans
enn í geysistórum upplögum. í raun
breytti hann því hvernig allur þorri fólks
hugsar. Sú staðhæfing hans að maðurinn
sé „ekki einu sinni herra í eigin húsi“ held-
ur eigi leyndar óskir og hvatir drjúgan
þátt í að móta hugsun hans og gjörðir
hefur festst djúpt í hug almennings.
Gagnrýni Frá VÍSINDA-
LEGUM SJÓNARHÓLI
Sú hefðbundna gagnrýni að Freud hafi
spillt reisn mannsins og menningu með því
að ræna hann öllum hugsjónum sínum
eins og geðlæknirinn Oswald Bumke hélt
fram er gengin sér til húðar. Þeir sem nú
gagnrýna Freud og altækar kenningar
hans gera það frá vísindalegum sjónarhóli
en ekki siðferðilegum.
Breski líffræðingurinn og Nóbelsverð-
launahafinn Peter Medawar segir að æ
fleiri séu nú sannfærðir um að „hin kerf-
isbundna fræðisetning sálgreiningarinnar
sé hrikalegasta gildra tuttugustu aldar-
innar — eins og einhver risastór bygging
reist eftir varhugaverðri teikningu". Þar
að auki segir Medawar að ekki sé hægt að
þróa kenninguna og að hún sé einskonar
„risaeðla eða Zeppelin-loftfar í sögu hug-
myndanna.
Bandaríski vísindasagnfræðingurinn
Frank J. Sulloway varð fyrstur til að
steypa goðinu af stalli 1979 þegar hann
birti ævisögu prófessorsins frá Vínarborg:
„Freud, líffræðingur sálarinnar“. í bókinni
reynir Sulloway að fletta ofan af þeirri
goðsögn sem myndast hefur um Freud sem
einhverskonar hetju á sviði lækninga þar
sem kenningar hans eru álitnar einkarétt-
ur og viska fárra útvaldra. Höfundurinn
segir að þessi goðsögn sé ótrúlega út-
breidd.
Sulloway skrifar að Freud hafi sveipað
persónu sína leyndardómsfullri hulu, sem
leiddi til þess að áhangendur hans báru
enn meiri virðingu fyrir honum og litu
meira upp til hans en ella hefði orðið.
Ennfremur hafi prófessorinn ekki hikað
við að afneita ýmsu sem gerst hafði í lífi
EMMA ECKSTEIN MASSON höfundur
kynlífsrandamáiin bókarinnar „Aðfórin
í nefinu — að sannleikanum “.
hans. Hann eyðilagði tvisvar, 1885 og 1909,
öll handrit sín, dagbækur, umsagnir og
bréf. Þótt hann hafi þá verið lítt þekktur
vildi hann koma í veg fyrir að hann félli
niður í áliti sem „vitsmunaleg hetja".
Sulloway segir ennfremur að Freud hafi
ásamt fylgispökum lærisveinum sínum
blásið upp aðra „goðsagnarkennda loft-
bólu“ sem flestir lögðu trúnað á. Þeir hafi
að því er virðist af ásettu ráði látið í veðri
vaka að sálgreining Freuds hafi sprottið
fullburða úr hug meistarans eins og Aþena
úr enni Seifs forðum án þess að þar gætti
nokkuð áhrifa annarra vísindamanna. Því
fer þó fjarri segir Sulloway.
Hann sýnir fram á að kenningar Freuds
áttu rætur sínar að rekja til líffræðiskoð-
ana nítjándu aldarir.nar og þó að Freud
hafi viljað bylta og endurnýja sálarfræð-
ina hafi honum ekki tekist að losa sig frá
hugsunarhætti lærifeðra sinna í líffræði,
þeirra Charles Darwin, Jean-Baptiste de
Lamack og Ernst Haeckel, en kenningar
þeirra eru álitnar úreltar í dag eða orka
tvímælis ekki síður en verk Freuds sjálfs.
Freud getur heldur ekki lengur státað af
að hafa verið frumkvöðull á sviði vísinda-
legra kynlífsrannsókna, því að um alda-
mótin var starfrækt kynlífsrannsóknar-
stöð í hinni siðavöndu Vínarborg sem
sendi frá sér talsvert af fræðsluefni fyrir
almenning. Þangað sótti Freud margar
hugmyndir og ábendingar.
Nefskurður Fliess
Einnig þykir sannað að Freud hafi lengi
verið undir áhrifum frá Wilhelm nokkrum
Fliess, en sá þykir heldur vafasamur og
ekki sérlega góður náttúruskoðari. Fliess
var háls-, nef- og eyrnalæknir með aðsetur
í Berlín, og átti Freud svo vingott við hann
að kynhverfublæ sló á. Fliess var þess full-
viss að tilfinninga- og líffræðileg tengsl
væru milli þef- og kynfæra mannsins.
Því gaf hann þeim sem áttu við kynlífs-
vandamál að etja kókaín í nefið eða skar í
nasirnar á sjúklingum sínum ef þeir
hresstust ekki við eitrið. Freud sótti meira
til þessa vinar síns en hugmyndir. Prófess-
orinn þjáðist sjálfur af taugaveiklun í
kynlífinu og til að fríast af henni lét hann
Fliess skera upp á sér nefið nokkrum sinn-
um.
Svo virðist sem Freud hafi sloppið
óskaddaður frá þessum skurðaðgeröum, en
það er meira en hægt er að segja um
Emmu Eckstein, sem Freud vísaði til vinar
síns Fliess í ársbyrjun 1895. Emma þessi
virðist hafa átt við óreglulegar tíðir að
etja og gífurlegra tilhneigingu til sjálfs-
fróunar. Fliess, sannfæringu sinni trúr,
brá hnífnum á nefið á stúlkunni með þeim
afleiðingum að hún lét nærri því lífið.
Eftir uppskurðinn fór Fliess aftur frá
Vín til síns heima í Berlín, en þá urðu þau
eftirköst lækningarinnar að það blæddi
stöðugt úr nefi Emmu Eckstein. Siðan gróf
i sárinu óg beinflísar ullu út. Var stúlkan
svo kvalin að sprauta varð hana með morf-
íni.
Freud skilgreindi þessi eftirköst aðgerð-
arinnar sem sálræn eingöngu. Hann kvað
upp þann úrskurð að það blæddi úr stúlk-
unni vegna dulinnar þrár hennar til að
tæla karlmann að rúmi sínu. Þennan leik
hafi hún leikið áður þegar hún lét ungan
lækni sem hún hafði hrifist af koma til sín
vegna blóðnasa. Það var ekki fyrr en aðrir
læknar sem tilkvaddir voru drógu sára-
grisju úr nefi Emmu Eckstein sem Fliess
hafði gleymt að fjarlægja eftir uppskurð-
inn að Freud sá að sér um stund. En vart
var ár liðið frá þessum atburði þegar
Freud var aftur byrjaður að leita sálfræði-
legra skýringa á blæðingunum. Það er af
Emmu að segja að hún gekk með skakkt og
skælt nef það sem eftir var ævinnar.
í bandaríska tímaritinu „The Skeptical
Inquirer" segir að erfitt sé að dæma hvort
sé verra „barnaleg trúgirni Freuds" eða
hin „skammarlega" vanræksla afkomenda
hans sem leynt hafa þessum atburði
hingað til og breytt bréfum Freuds til
Fliess í þeim tilgangi að ekkert kvisaðist
út. Sagnfræðingurinn Donald Fleming við
Harvard-háskóla segir um hina viðamiklu
bók Sulloways að þar birtist rannsóknir er
geri „í raun öll rit Freuds" að marklausu
rusli. Þrátt fyrir þessa ögrun heyrist
hvorki hósti né tíst frá stórmeisturum
sálgreiningarklíkunnar um víða veröld.
Þeir virðast svo heillaðir af goðsögninni
um Freud að ekkert fær raskað ró þeirra.
En aðrir hafa tekið upp þráðinn þar sem
Sulloway skildi við, ýmist með það í huga
að bjarga því sem bjargað verður af lífs-
starfi Freuds eða einfaldlega í þeim yfir-
lýsta tilgangi að leggja það í rúst í eitt
skipti fyrir öll.
Skelfilegar
Uppuóstranir
Þeir beina einkum sjónum að fyrirbrigði
frá sokkabandsárum sálgreiningarinnar,
sem Freud sjálfur sagði að væri úrelt. f
rannsókn á orsökum móðursýki sem birt-
ist 1896 skilgreindi Freud skelfilegar upp-
ljóstranir sem hann hafði fengið við með-
ferð taugaveiklaðra kvenna.
Þessar stúlkur og konur, allar úr góð-
borgaralegum og efnuðum Vínarfjölskyld-
um, leystu frá skjóðunni þegar þeir voru
komnar á plussbeddann í lækningastofu
Freuds og rifjuðu upp heldur ömurlega
reynslu úr barnæsku. Næstum allar gáfu
þær í skyn að feður þeirra eða vandamenn,
jafnvel eldri systkin, hefðu þvingað sig til
kynlifsleikja á unga aldri eða þá nauðgað
sér.
Freud var að leita að orsökum móður-
sýkiseinkenna svo sem lömunar og tal-
truflana og var nú sannfærður um að hafa
fundið skýringu á þessum dularfullu fyrir-
brigðum. Hann þóttist sjá að konurnar
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 27. APRlL 1985 5