Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 6
t hefðu bælt með sér áfalliö sem kynferðis- leg áreitni olli þeim í bernsku en afleið- ingar þess hefðu brotist fram síðar, líkt og gamalt sár sem tekur sig upp. Freud var svo viss um réttmæti þessarar miklu uppgötvunar að hann flýtti sér að kynna akademískum starfsbræðrum sín- um hana persónulega. í apríl 1896 hélt hann ræðu á samkomu félags geð- og taugalækna í Vín og skýrði frá óhugnan- legri vitneskju sinni og þeim ályktunum sem hann dró af henni. Meðal áheyrenda hans voru frægustu kynlífsvísindamenn þess tíma. Það var mikið áfall fyrir Freud hvernig hinir lærðu menn brugðust við er- indi hans. „Þessir asnar þögðu þunnu hljóði," sagði hann biturlega. Richard von Krafft-Ebing, höfundur grundvallarritsins „Psychopathia sexualis“ (kynlíf og geðveiki) og heimsþekktur vísindamaður sagði er- indið hafa líkst „vísindalegu ævintýri". Hinir hneyksluðu vísdómsmenn leiddu kollega sinn Freud framvegis hjá sér, og þar með var bundinn endi á framavon Freuds í heimi vísindanna fyrst um sinn. Hvorki talsmenn sálgreiningarinnar né fjendur hennar furðuðu sig á því þar til fyrir skemmstu að Freud skyldi brátt hafa snúið baki við þessari móðursýkisrann- sókn sinni án viðhlítandi skýringa. Hann sagði skömmu síðar að þessir móðursjúku sjúklingar hefðu látið bældar kynhvatir hlaupa með sig í gönur og skáldað upp hryllingssögur sínar af síendurtekinni blóðskömm í virðuiegum borgarafjölskyld- um þar sem enginn mátti vamm sitt vita. Án frekari málalenginga dró hann til baka Kurt Eissler, 75 ára, er höfundur tveggja binda ritsmíðar þar sem aðferðum sálgreiningarinnar er beitt á Goethe og auk þess umsjónarmaður þess vitnisburð- ar um fyrstu ár fræðigreinarinnar sem varðveittur er í Freud-safninu. Hann varð afar hrifinn af hinum fróðleiksfúsa læri- sveini Jeffrey Masson og minnist þess enn með hrifningu hversu ákafur og hugsjóna- ríkur hann var. Kurt veitti Masson vel- launaða stöðu við safnið og sá til þess að þessi fyndni og heillandi fyrirmyndarnem- andi fékk inngöngu í helgasta vé sálgrein- ingarinnar: Anna Freud, kærasta dóttir Freuds, tók á móti honum á heimili sínu í London og veitti honum aðgang að ýmsum gögnum sem aðrir fræðimenn höfðu aldrei fengið að rýna í. Masson komst þar yfir fjölda bréfa sem Freud skrifaði hjartans vini sínum Wil- helm Fliess á síðustu áratugum aldarinnar sem leið en hvergi hafa birst. f bréfum þessum þóttist Masson finna sprengiefni sem duga myndi til að ráðast að rétttrún- aðarstefnunni um kenningar Freuds. í ljós kom að Freud trúði því lengi að „áreitis- kenning" sín væri rétt þó svp að hann hafi afneitað henni opinberlega. Eftir því sem Masson segir kynnti Freud sér ofan í kjöl- inn nokkrar rannsóknir frá þessum tíma þar sem bent var á mikinn fjölda kynferð- isafbrota gegn börnum og því bætt við að ekki fréttist um nema brot þeirra, vegna þess að þaggað sé niður í börnum með refsihótunum. Masson heldur því fram að Freud hafi þótt svo mikill áfellisdómur fólginn í FREUD og háls-, nef og eyrnalæknirinn FLIESS sem hafði mikil áhrif á Freud, en þykir hafa verið heldur vafasamur náttúru- skoðari. fyrra álit sitt, að hann hafi „séð uppruna síðari taugaveiklunar í kynferðislegu áreiti í bernsku". Nú viti hann betur: „Ef einhver hristir höfuðið í vantrú yfir trú- girni minni þá viðurkenni ég að það er ekki að ástæðulausu." „Hjátrú ALDARINNAR“ Næstum hundrað árum siðar eru nú deildar meiningar meðal sálgreina um þessa atburði í lífi Freuds — og það ekki að ástæðulausu. Því verður ekki á móti mælt að það var ekki fyrr en hann hafði afneitað „áreitiskenningu" sinni að Freud fór að þróa hina frægu kenningu um hin skapandi öfl undirmeðvitundarinnar, svo sem drauma og hvatir sem verða að Ödi- pusarduld þar sem engu máli skiptir leng- ur hvort taugaveiklun á sér rætur í raun- verulegu áfalli eða ímynduninni einni. Rétttrúaðir túlkendur Freuds álíta að með afneitun sinni hafi meistarinn snúið til baka úr öngstræti og lagt af stað á breiðri braut sannleikans. Dieter E. Zimmer álítur að hann hafi farið villur vegar og kallar sálgreiningu Freuds „hjá- trú aldarinnar". Þeir sem gagnrýna Freud segja að þrátt fyrir byrjun sem lofaði góðu hafi Freud sett fram blóðlausa speki sem hvorki geti þjónað sannleiksleit né orðið þeim til hjálpar sem geðsjúkir eru. Einna harðskeyttastur þessara gagn- rýnenda er Jeffrey M. Masson, fyrrverandi prófessor í sanskrít og þar til fyrir stuttu einn efnilegasti lærisveinn þeirra læri- sveina meistarans sem enn lifa og liggja á arfi hans eins og ormar á gulli. Masson gerðist sálgreinir, en sneri síðan baki við kenningu Freuds og gaf út bókina „The Assault on Truth“ (aðförin að sannleikan- um), en þar heldur hann því frm að sál- greinikenningin byggi á „hrikalegri lygi“ og hafi gert síðan Freud sneri baki við „áreitiskenningunni". Masson sem er útskrifaður úr Harvard- háskóla og afburða greindur, brá sér sem úlfur í sauðargæru inn í hjörð formælenda Freuds. Honum tókst á skömmum tíma á síðasta áratug að vinna trúnað æðstu prestanna, þar á meðal öldungsins Kurts R. Eissler, sem bjó í Vín, en er nú forstöðu- maður Sigmund Freud-deildar þingbóka- safnsins bandaríska. þeirri staðhæfingu að fjöldi barna þurfi að þola kynferðislegt ofbeldi af fjölskyldum sínum að hann hafi „bókstaflega orðið að eyða henni úr huganum". Það að starfs- bræður hans, vísindamennirnir, tóku hann aftur í sátt auðveldaði honum hugsvikin, „aðförina að sannleikanum". En þetta leiddi til þess segir Masson að sálgreining- in tók afstöðu með þeim „máttugu og áhrifaríku" í stað þess að gerast málsvari þeirra sem eru „fórnarlömb ofbeldis á heimilum". Masson er ekki einn um þessa skoðun. Svissneski sálgreinirinn Alice Miller hefur haldið því fram í mörg ár í bókum sínum að sálarflækjur geðveilla stafi af ofbeldi, þó ekki endilega kynferðislegu, á heimil- um, en séu ekki ytri einkenni ímyndaðra hvata sem kraumi undir niðri. Alice Miller heldur því fram að þeim sem skaðast alvarlega í æsku, hvort sem er vegna líkamlegs ofbeldis eða ástleysis for- eldra, sé meinað að muna eftir því af al- gildri þjóðfélagslegri hefð sem kveður svo á að „þú skalt ekki taka eftir neinu", en svo heitir ein bóka hennar. Freud hafi hlýtt einmitt þessu þagnargildi þegar hann lét „áreitiskenninguna" lönd og leið segir þýski þjóðfélagsfræðingurinn Marianne Krull, en hún reyndi að skilja sinnaskipti hans með því að sálgreina Freud með hans eigin aðferðum. í bók sinni „Freud und sein Vater" (Freud og faðir hans) heldur hún því fram að hann hafi snúið baki við blóðskammarkenningu til þess að bjarga heiðri föður síns, en hann lést um svipað leyti og rannsóknin birtist á prenti 1896. Um þær mundir gat Freud um fátt ann- að hugsað en hinar skelfilegu játningar sem hann heyrði hjá sjúklingum sínum. Hann hafði þegar greint móðursýkisein- kenni hjá sjálfum sér og nokkrum systkina sinna, og því var ekki nema rökrétt að sá grunur læddist að honum að faðir hans Jakob hefði einhvern tíma gert sig sekan um kynferðislegt áreiti við börn sín. Marianne Krull heldur að eftir að faðir hans dó hafi Freud gefið upp alla von um að geta nokkurn tímann fengið fullvissu fyrir sakleysi gamla mannsins. Og um þetta leyti varð Freud sannanlega svo sál- arveill að hann var vart fær um að halda á blýanti: hann þjáðist af „skriflömun". Niðurlag í næsta blaði. NEGLUR segja eitt og annað um heilsufarið Flest okkar veita nöglun- um — á fingrum eða tám — litla athygli, nema þegar á að mála þær eða þær brotna og við notum þær til hluta, sem betur . væru gerðir með bréfa- hníf, smátöng eða litlu skrúfjárni. En neglur lifa sínu eigin athyglisverða lífi, eins og dr. Kenneth Arndt, húðsjúkdóma- læknir í Boston, lýsir hér. Nöglin sjálf er um hálfur millimetri á þykkt. Hún er gerð úr harðri hvítu, próteini, sem einnig er kallað hornefni og keratín, en það er jafnframt aðal- efni hársins og yzta lags húðarinnar. Nöglin er ekki lifandi í þeirri merkingu, að hún hefur ekki að geyma lifandi frumur. Hún er mynduð af sér- stökum hópi frumna, sem kallast naglmót og liggja undir hinum hvít- leita hálfmána (naglmána), sem er rót hverrar naglar, en sést greinilegast á þumalfingri. Þessar frumur framleiða stöðugt hornefnið, sem nöglina mynd- ar. Það er kynleg en lævís spurning um nögl, af hverju hún vaxi fram í áttina að fingurgómnum eða tábroddinum í stað þess að vaxa lóðrétt eins og hárið. En svarið við henni er, að neglur myndu vaxa beint upp, ef ekki væri umgjörðin um þær úr skinni. Neglurn- ar eru í þessu skinnslíðri eins og bréf í umslagi, og vöxtur þeirra er því þvingaður í ákveðna átt. Húðin undir nöglunum hefur „fingr- aför“ með rákum og skorum, en er að því leyti ólík húðinni á fingurgómun- um, sem er með ýmiss konar lykkjur og boga, hvirfla og hræringa, að hún er samsett af beinum, jafnhliða línum. Frumur þessarar húðar eru tengdar við neglurnar og virðast ábyrgar fyrir því, að nöglin haldi sinni stefnu. Neglur vaxa stöðugt, sem ekki verður um hárið sagt, sem vex yfirleitt í nokk- ur ár, en hættir því svo um skeið. Að meðaltali vex fingurnögl einn tíunda úr millimetra á sólarhring, sem gerir um þrjá millimetra á mánuði. Enginn veit hvers vegna, en þeim mun lengri sem fingurinn er, þeim mun hraðar leitast nöglin við að vaxa. Þannig vex nöglin á iöngutöng hraðast, en aftur á móti hægar á þumalfingri og litlafingri. Táneglur vaxa aðeins um þriðjung eða helming á við neglurnar á fingrunum. Vöxtur naglanna krefst mikillar orku miðað við hið litla magn vefja, sem þar kemur við sögu. Þessi hlut- fallslega miklu efnaskipti eru allvið- kvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum. Neglur vaxa hægar þegar fólk eldist og vöxturinn getur hægt mjög snögglega á sér, ef veikindi ber að höndum. Þessi áhrif eru svo mikil, að þeirra getur séð stað í formi rákar eða skorar þvert yfir hornlag naglanna. Ef maður sér fína rák liggja þvert yfir aliar hinar tíu neglur á fingrum einhvers, eru líkur á þvf, að viðkomandi hafi orðið alvarlega veikur og fengið hita eða hafi ef til vill gengist undir meiriháttar uppskurð. Ef maður sér að auki, að rákirnar eru um það bil á miðjum nöglunum, er óhætt að ætla, að þessi veikindi hafi átt sér stað fyrir tveimur mánuðum eða svo. Við sum skilyrði vaxa neglur hraðar en venjulega. Meðal þeirra er þungun eða of miklir hormónar frá skjaldkirtli. Skaðist nögl, vex hún hraðar, meðan hún er að endurnýja sig. Psóríasis (blettahreistur, blettaskán, spæringur) veldur því, að húðin vex miklu hraðar en venjulega og hefur sömu áhrif á neglurnar, ef sjúkdómurinn snertir þær. Það er ævagömul hjátrú og alröng, að fólk geti fengið neglurnar til að vaxa hraðar og verða sterkari með því að borða hlaup (gelatin) eða ýmsa aðra fæðu. Enginn sérstakur matur eða nein næringarefni, sem menn geta neytt, fá knúið neglurnar til að vaxa öðruvísi en þær gera venjulega. En hafi menn verið sárlega vannærðir um skeið — hafi al- veg skort eggjahvítuefni og hitaein- ingar — þá myndu neglurnar líða fyrir það eins og líkaminn allur að öðru leyti. Eðlilegt mataræði myndi svo bæta úr því á ný, en að bæta einhverju við venjulegan og hollan mat, breytir ekki nokkrum sköpuðum hlut í þessum efn- um. Undarlegar Neglur Heilsufar manna getur stundum haft áhrif á útlit naglanna, og glöggur læknir getur notfært sér þær vísbend- ingar, sem þannig koma fram. Lifr- arhrörnun (skorpulifur) á til að valda því, að neglur verði óeðlilega ógagn- sæjar og hvítar í stað þess að vera venjulega ljósrauðar af blóðinu í húð- inni undir hinu gagnsæja hornlagi. Stundum leiðir langvarandi nýrnasjúk- dómur til þess, að neglur verði rauðar nálægt fingurgómunum, en hvítar yfir rótinni. Þá getur gulleitur litur á nögl- um staðið í sambandi við blóðvökva, sem safnast um of saman þrálátlega, en algengara er þó að gulur litur á nöglum stafi af sígarettureykingum. Eitrun af völdum of mikils kopars eða silfurs getur gert neglurnar bláar. (Við efnagreiningu er hægt að finna önnur eiturefni í nöglum, sem þó eru alveg eðlilegar útlits.) Skortur á járni leiðir til þess, að neglur verði skeiðlaga eða íhvolfar í stað þess að vera kúptar, eins og eðlilegt er. Psóríasis veldur því stundum, að litlar, kringlóttar holur myndist í nöglunum. Of virkur skjald- kirtill getur valdið því, að neglurnar losni frá húðinni undir þeim. Lang- vinnur súrefnisskortur (vegna lungna- sjúkdóms eða arfgengrar hjartveiki) gerir fingurgómana þykka og mjúka, og það getur svo haft nokkur áhrif á lögun naglanna og ástand. En flest þessara áfbrigða eru tiltölu- lega sjaldgæf. Hin venjulega ástæða fyrir rák eða skoru á nöglunum til dæmis er einhverskonar sköddun. Slíkt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.