Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Side 7
Ragnheiður Jónsdóttir: Hröðun U, 1985. KJARNI MÁLSINS Á vorsýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna á Kjarvalsstöðum hefur 5 listamönnum verið boðið að sýna sérstaklega og mynda þeir kjarna sýningarinnar. Listafólki er margt betur gefið en órofa sam- staða og myndlistarmenn eru þar engin und- antekning. Langt er síðan Félag íslenzkra myndlistarmanna var stofnað, en upphaf- lega var það félag listmálara. getur meira að segja gerzt við hand- snyrtingu, ef of hart er gengið að naglmótunum. Þá gæti starfsemi þeirra truflast um hríð og það valdið nokkrum lýtum á nöglunum. Ymislegt annað við neglurnar, sem kann að þykja skrítið, er það bara. Rákir, rendur, skorur, bólur, blettir og dílar og hvað menn vilja kalla það hverju sinni, eru aðeins tilbrigði við eðlilegar neglur. almennar Kvartanir Margt fólk kvartar yfir því, að neglur þess séu stökkar. Stundum veldur blóð- leysi eða eitthvað í sambandi við blóð- rásina því, að neglur verði stökkar, en aðallega er það bein sköddun á horn- lagi eða beði naglar, sem veldur því, sem aflaga fer. Sennilega er algengasta ástæðan til þess, að neglur verði stökk- ar, að þær eru oft og lengi í vatni. Þó að hvíta naglanna sé hörð og seig, er mjög auðvelt fyrir vatn og upplausn- ir að komast í gegnum hornlagið. Vatn kemst í gegnum nögl á fingri hundrað sinnum hraðar en það nær að þrengja sér gegnum ytra lag húðarinnar. Og þar sem neglurnar eru svo gljúpar, geta þær orðið fyrir skemmdum af völdum vökva á margvíslegan hátt. Venjulegt vatn veldur skaða með því að láta þær bólgna, meðan þær eru niðri í því. Síð- an þorna þær og dragast saman, eftir að hendurnar eru komnar upp úr vatn- inu. Þegar þær dragast þannig sundur og saman eins og harmónika, kemur það smám saman niður á ástandi þeirra og útliti og þær brotna auðveld- legar. Þess vegna er líklegast, að bar- þjónar, skurðlæknar, kokkar, sundfólk og þá ekki sízt þvottakonur og heima- vinnandi húsmæður og aðrir, sem sí- fellt eru með rakar eða blautar hendur, kvarti yfir slæmum nöglum. Efni, sem ertir eða veldur ofnæmis- viðbrögðum, kemst fljótt í gegnum nögl, ef það er sett á hana, og hefur áhrif á húðina undir henni. Þess vegna afmyndast nöglin og verður stökk og mjúk. Stundum gerist það, að efni á borð við formaldehyd sé í vöru á mark- aði til naglsnyrtingar. Þá getur gosið upp minniháttar húðbólgu- eða skinn- þrotafaraldur, sem hefur áhrif á negl- urnar og gengur, þangað til varan hef- ur verið tekin af markaðnum. Sveppir á nöglum eru allalgengir og leiðinlegir viðureignar. Angar eða þræðir sveppsins vaxa beint niður í hornlag naglarinnar, sem sér sveppn- um fyrir uppihaldi og aðgangi að nær- ingu. Jafnskjótt og hornlag naglarinn- ar vex fram, étur sveppurinn sig inn í hinn nýja hluta þess. Lyf gegn svepp- um, svo sem griseofulvin eða hið nýja ketoconazole, er hægt að gefa til að stöðva vöxt sveppsins, en þau verður að taka áfram, unz nöglin hefur algerlega vaxið burt — en það tekur 4—6 mánuði fyrir neglur á fingri og eitt ár eða hálft annað ár fyrir neglur á tám — til að vera viss um, að sýkingin taki sig ekki upp aftur. Hvorugt lyfið er ódýrt og bæði verður að gleypa, því að staðbund- in læknismeðferð verkar ekki. Auka- verkanir eru hugsanlegar, en þó sjald- gæfar. Svo að ákvörðun um að snúast gegn sveppum á nöglum í stað þess að lifa með þeim verður að taka út frá mati á óþægindum og leiðinlegu útliti af völdum sjúkdóms, sem að öðru leyti er meinlaus, annars vegar og á ókost- unum við læknismeðferðina hins vegar. Sífellt hafa einhverjir verið að taka sig útúr, stofna klofningsfélög eða sérfélög fyrir ákveðnar listgreinar. Nú er búið að mynda heildarsamband: SÍM, samband íslenzkra myndlistarfélaga, en stærsta félagið innan vébanda þess er Félag íslenzkra myndlistarmanna, skamm- stafað FÍM. Saga þess er orðin löng og nú munu vera þar innanborðs um 120 félagar. Áhugamenn um myndlist þekkja bezt til FÍM í sambandi við stórar samsýningar, oftast haustsýningar, sem voru árlegur viðburður. En FÍM hefur ekki orðið það sameiningartákn sem æskilegt hefði verið og hefur lengst af gengið erfiðleika að fá félagana til að taka þátt. Hópur hinna eldri, sem kenndi sig við september, tók sig út úr og fór að halda sínar eigin samsýn- ingar. Súmarar töldu sig ekki eiga samleið og ungt fólk, sem var óánægt með FÍM, stofnaði Hagsmunafélag myndlistar- manna. Það orð komst á, að FÍM væri ákaflega lokað félag og fremur væri reynt að halda ágætu fólki utan þess en fá það til liðs við samtökin. Margir voru, og eru enn, óánægðir með, að félagið skuli ekki fá meiru áorkað; til dæmis sameiginlegum innkaupum á efni og tollalækkun á efni. Nú er svo að sjá að ferskari vindar blási um FÍM. Ungt fólk er komið þar til áhrifa og með því hefur komið betri andi. Það er einnig verið að vekja hina árlegu samsýn- ingu félagsins til meiri vegs og var ekki vanþörf á. Tilviijun var látin ráða að mestu; sýningarnefndin tók við því sem barst og utanfélagsmönnum var heimilt að senda inn myndir. Þeir voru orðnir heldur áhugasamari en félagsmenn og sýningarn- ar urðu ákaflega misjafnar. Sá háttur hefur nú verið tekinn upp til þess að tryggja góða sýningu, að tilteknum hópi FÍM-félaga er boðið sérstaklega að sýna 5—6 myndir; þeir mynda þá kjarna, Vaigerður Bergsdóttir, Skuggar, 1985. LESBÓK MORGUNBLAOSINS 27. APRlL 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.