Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Síða 8
sem svo er nefndur og tekur stærstan hluta
af sýningarrýminu. í þetta sinn mynda
kjarnann Jóhann Briem, Siguröur Sig-
urðsson, Magnús Kjartansson, Ragnheiður
Jónsdóttir og Valgerður Bergsdóttir. Þeir
Jóhann og Sigurður eru fulltrúar hins
hefðbundna olíumálverks; báðir af elztu
kynslóð myndlistarmanna í landinu og
kannski vekur mesta athygli, hvað fram-
lag þeirra er sterkt.
Lesbókin hitti að máli nokkra þeirra
FÍM-félaga, sem standa að sýningarnefnd-
inni: Jóhönnu Þórðardóttur, sem er nefnd-
arformaður, Sigurð Þóri Sigurðsson, Sig-
urð Örn Brynjólfsson, Ágúst Petersen,
Margréti Jónsdóttur, Árna Pál og auk þess
voru þar örn Þorsteinsson og Sigurður Ör-
lygsson, formaður FÍM.
Lesbók: „Hvernig er heilsufarið hjá FÍM
um bessar mundir?"
Örn Þorsteinsson: „Félagið er að rétta úr
kútnum eftir að hafa verið um tíma í
hroðalegum öldudal."
Árni Páll: „Þetta er félag gamalla kvenna
af báðum kynjum."
Örn: „Myndlistarmenn eru nú að reyna
að raða sér saman og eru búnir að koma
sér upp þessu nýja sambandi, SÍM.“
Lesbók: „Er þá FÍM orðið óþarft?"
Örn: „Það tókst ekki að gera FÍM að
sameiningartákni, vegna þess að félagið
hafði á sér ákveðinn stimpil."
Lesbók: „Hverskonar stimpill var það?“
Margrét: „Það var afturhaldsstimpill."
Sigurður Þórir: „Þetta var orðið lokað fé-
U
rn: „Við megum ekki gleyma því, að öll
félögin náðu samkomulagi um skilyrði
fyrir inngöngu. Nú er komið punktakerfi
sem farið er eftir.“
Sigurður Örlygsson: „Það eru eitthvað um
tíu atriði, sem gefa einn punkt hvert. Þar á
meðal er skólaganga, styrkir úr opinberum
sjóðum, listamannalaun þar á meðal, sam-
sýningar, einkasýningar, verk í eigu opin-
berra aðila og að hafa tekið þátt í sýningu,
sem (slenzka ríkið styrkir. Til þess að
sækja um inngöngu verður maður að hafa
minnst þrjá punkta, en síðan fjallar aðal-
fundur um umsóknina."
Lesbók: „Og menn eru ekki felldir í þrjú
ár áður en þeir fá náðarsamlegast inn-
göngu.“
Sigurður Örn: „Alls ekki. Það er alls ekki
reynt að halda fólki frá félaginu og til
dæmis má nefna að 12 nýir félagar voru
teknir inn á síðasta fundi."
Lesbók: „Grundvallarspurningin er
kannski þessi: Hvaða ávinning hefur
myndlistarmaður af því að vera félagi í
FIM?“
Örn Þorsteinsson: „Ég tel að það sé
ávinningur að eiga aðilda að sambandinu,
sem er stéttarfélag myndlistarmanna, og
til þess verður maður að vera í einhverju
félagi."
Sigurður Örlygsson: „Við eigum auðveld-
ara með að koma myndum á framfæri. Það
eru ýmsar sýningar, sem standa okkur til
boða. Til dæmis geta félagar í FÍM einir
sýnt á þessari samsýningu. Búið er að taka
fyrir það, að utanfélagsmenn sýni með.“
Lesbók: „Sú skoðun heyrist meðal sumra
úr hópi málara, að þeir séu komnir út í
horn í FÍM og megi sín einskis þar á móti
stórum hópum fólks úr öðrum listgrein-
um.“
Sigurður Örlygsson: „Ég held að þetta sé
alrangt og að þessir menn hafi sjálfir
komið sér út í horn.“
Jóhanna: „Við söknum margra góðra
málara, svo við hefðum getað haldið ennþá
glæsilegri sýningu og lagt undir okkar allt
húsið. Ég held, að FIM sé alls ekki í neinu
Magnús Kj&rtansson: Málverk, 1985.
Sigurður Sigurðsson: Kvöld á sandinum, 1984.
stríði við Listmálarafélagið til dæmis og
benda má á, að tveir félagar þaðan sýna
hér.“
Árni Páll: „Þessir menn sem hafa mynd-
að Listmálarafélagið eru stagneraðir. Það
er eitthvað að þeim fyrst þeir verða að
draga sig út úr.“
Sigurður Örlygsson: „Það segir sig sjálft,
að menn hafa mjög mörg sjónarmið í fé-
laginu. En það á ekki að koma að sök og
gerir það ekki.“
Margrét: „Það voru myndhöggvararnir,
sem fyrstir dróu sig út úr FÍM.“
Lesbók: „En nú fer samstaðan vaxandi,
eða hvað?“
Sigurður Örlygsson: „Já, ég held að sam-
staðan sé vaxandi. Ég finn verulegar beyt-
ingar frá því sem áður var.“
örn Þorsteinsson: „Því miður er heilmik-
ið af ungu fólki, sem ekki hefur gengið í
FÍM, en ætti að gera það. Þetta fólk hefur
þess í staö gengið í Hagsmunafélag mynd-
listarmanna, en það er á leiðinni að ganga
í FÍM.“
Árni Páll: „Allt konseptliðið virðist vera
á leiðinni."
Sigurður Örlygsson: „Já, þetta er einskon-
ar J)íða.“
Arni Páll: „Það sýnir bara, að þeir eru að
stagnerast, byrja að mygla og þá koma
þeir hingað.“
Lesbók: „En er þá margt myndlistarfólk
alveg utan félaga?"
Sigurður Örlygsson: „Ekki lengur. Það
hefur kannski verið eitthvað um slíkt. En
nú virðist mér að Iistamenn vilji eiga aðild
að félagi. En það er hægara sagt en gert að
vinna einhver stórvirki, til dæmis, í því að
standa að sameiginlegum innkaupum, eða
fá lækkaða tolla á efni. öll stjórnarstörf
eru ólaunuð, en það fer mikill tími í þetta,
því hef ég kynnst síðan ég varð formaður.
Stundum eru margir fundir í viku hverri.
En það er ýmislegt sem stefnir í framfara-
átt. Þessi sýning er þar á meðal."
Gísli SigurAsson