Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1985, Qupperneq 9
Sóisetur á Ingjaldssandi. Vatnslitamynd eftir Torfa Jónsson, 1984.
Mér fannst ég
loksins alveg frjáls
aði mikið um þetta og hafði samráð við
háskólamenn, en án árangurs."
„Þetta heitir víst hönnuður núna,“
sagði ég, „málið er leyst.“
„Að vísu, en mér hefur gengið illa að
sætta mig við þetta orð. En það finnst víst
ekkert betra.
Hönnun er margskonar nú á dögum. En
mitt hönnunarstarf felst í bókagerð fram-
ar öðru: Uppsetningu, leturvali, mynda- og
pappírsvali. Sem sagt: Útlit bókarinnar.
Ég hef mest fengizt við listaverkabækur,
hef séð um útlitið á bókunum um Ragnar í
Smára, Eirík Smith, Jóhann Briem, Mugg
og Sverri Haraldsson."
Allar þessar bækur eru afburða
fagmannlegar í útliti. Letur-
fræði eða týpógrafíu lærði
Torfi i Listaháskólanum í
Hamborg á árunum 1956—61. Hann
hafði þá lokið verzlunarprófi frá Verzl-
unarskólanum, verið í fjögur ár að læra
fiðluspil í Tónlistarskólanum og „eins
og grár köttur á myndlistarnámskeið-
um í Handíðaskólanum", svo sem Torfi
segir sjálfur. I Hamborg var Torfi að
hluta í auglýsingateiknun, þar á meðal
voru Ijósmyndagerð oggrafík. En hvers
vegna fór fiðlarinn tilvonandi út á
þessa braut? Kannski vissi hann ekki
vel, hvað hann vildi, var óráðinn eins
og títt er um unga menn.
Torfi: „Ég var mjög óráðinn. Faðir minn
átti og rak fyrirtæki, sem flutti inn snyrti-
vörur frá Þýzkalandi, þar á meðal Nivea-
krem. Hann vildi láta mig taka við fyrir-
tækinu og mörgum hefði þótt það girnilegt
boð. Mér leizt ekki illa á það og fór utan til
Þýzkalands að kynna mér rekstur á svona
fyrirtæki; lærði eitthvað í þá veru hjá
firma, sem heitir Beiersdorf í Hamborg.
Mér þótti það spennandi, en jafnframt
komst ég á myndlistarnámskeið og stund-
um fór ég með teikniblokkina mína niður
að höfn, eða í gleðihverfið St. Pauli. Lúðvik
hafði hvatt mig til að læra meira í mynd-
list. Hann lét mig hafa meðferðis bréf til
vinar síns í Hamborg, prófessors Mahlau,
sem var áhrifamikill kennari og listamað-
ur. Ég heimsótti hann fljótlega og hann
tók mér vel. Og um haustið var ég einn
þeirra 24 umsækjenda, sem inn komust af
300. Og þá er von að spurt sé: hvað um
hina gullnu framtíð í Nivea-kreminu og
allt það? Þarna varð gífurleg togstreita
Guðrún og Vestfirðirnir. Vatnslitamynd eftir Torfa, 1984.
segir Torfi Jónsson myndlistarmaður og skólastjóri
um þau tímamót fyrir fáeinum árum, þegar hann
hvarf frá öllu hér og hélt út í heim með einn bakpoka
meðferðis
símaskránni stendur Torfi Jónsson auglýsinga-
teiknari. En Torfi er ýmislegt fleira, til dæmis
skólastjóri Myndlista- og handíðaskólans. Ekki
nóg með það; hann er listmálari með vatnslit
sem sérgrein og nú um helgina lýkur sýningu
hans á vatnslitamyndum í Norræna hús-
inu. Sýninguna heldur Torfi í tilefni
fimmtugsafmælis síns og jafnframt var
haldinn konsert í Norræna húsinu, þar
sem Ingveldur Hjaltested söng við undir-
leik Jónínu Gísladóttur, sem er seinni
kona Torfa. Torfi er liðtækur áhugamaður
í fiðluleik og stundum stilla þau saman
strengi heima hjá sér.
Af þessu má ljóst vera, að Torfi hefur
víðfeðma hæfileika. Sá er þó hæfileikinn
ótalinn, sem mörgum þykir vænst um, en
það er að vera hvers manns hugljúfi. Torfi
hefur samt gengið í gegnum umþrotaskeið
og kreppu, sem varð í lífi hans. Hann hefur
sagt skilið við landið og dvalið erlendis í
þrjú ár — en kom sem betur fer aftur. Á
þessum tímamótum er Torfi bjartsýnn og
telur að kreppurnar séu að baki, — en
mikil átök við myndlistina framundan.
Sýning hans í Norræna húsinu hefur kom-
ið mörgum á óvart, sem vissu einungis, að
Torfi er iistrænn bókahönnuður. En þarna
sýnir Torfi vatnslitamyndir frá löngu
tímabili, sem hljóta að teljast með því
betra, sem sést hefur eftir íslenzka vatns-
litamálara. Það kemur einnig í ljós, að
þetta er garður, sem Torfi er búinn að
rækta lengi; elzta myndin er frá 1961.
En hvað er orðið um auglýsingateiknar-
ann, sem stendur í símaskránni?
Torfi: „Þetta starfsheiti hefur lengi fylgt
manni. Én það er hæpið að kalla sig aug-
lýsingateiknara. Ég er frekar það sem á
ensku heitir designer. Það hefur lengi
vantað orð yfir það. Lúðvík Guðmundsson
skólastjóri var málræktarmaður og hugs-
*
LESBÓK.MORGUNBLAÐSINS 27. APRlL 1985 9