Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 5
Fyrirbæri sem flestir þekkja úr draumum sínum: Dreymandinn sjáifur eða einhver annar fer
að raxa óeðlilega. Neðri myndin: Algengt fyrirbæri í draumum er að dreyma sjálfan sig á
flugi eða í einhrerskonar srífandi ástandi.
Draumakenning Jungs:
Hjá Jung er Libido eða lífskrafturinn
meira almenns eðlis en hjá Freud, sem
leggur höfuðáherslu á kynferðislegar
hvatir. Þá greindi og á um dulvitundina.
Jung samþykkti að vísu að til væri hvat-
ræn dulvitund svipuð þeirri er Freud talar
um. Þessa dulvitund kallar hann persónu-
lega dulvitund. Hinsvegar er hin sameig-
inlega (collective) dulvitund, sem einnig er
hvatræn (dynamisk) en á annan hátt en
hin persónulega dulvitund. Sameiginlega
dulvitundin einkennist af „rninnum" (arki-
types) sem eru öllum mönnum sameigin-
leg, óháð kyni og þjóðfélagslegum mótun-
arþáttum. Þeir voru sammála um tákn-
ræna hvatadrauma, en Jung taldi þá frem-
ur fágæta. Jung taldi flesta drauma upp-
runna úr reynslu liðinna daga, en að hin
sameiginlegu minni væru einnig mikil-
vægur mótunarþáttur í draumainnihaldi.
Þroski mannsins hjá Jung byggist á því, að
horfast í augu við og sætta (integration)
hin fjölmörgu minni. í gegnum drauma
kemur dulvitundin til skila boðum til með-
vitundarinnar um það, hvaða þættir hins
áskapaða persónuleika eru vanræktir í
daglegu lífi og geta því reynst mikilvægt
hjálpartæki í þroskun mannsins. Þannig
hefur t.d. hver maður bæði kven- og
karlminni (Anima og Animus). Vanræki
karlmaður hina kvenlegu eiginleika sína
þ.e. þrjóskast við að sætta og horfast í
augu við hið kvenlega minni dreymir hann
kvenlega drauma og öfugt.
Hjá Jung er því draumurinn tæki til
þroskunar.
Kynjamismunur Og
Draumainnihald
Calvin Hall og Van de Castle greindu frá
nokkuð ítarlegri innihaldsgreiningu á
draumum í bók sinni „Content analysis of
dremas" (1966). Niðurstöður þeirra voru
þær, að talsverður munur væri á drauma-
innihaldi karla og kvenna.
Þegar slíkar niðurstöður liggja fyrir,
hlýtur sú spurning að vakna hvort hér sé
um erfðalega ákvarðaðan kynjamun að
ræða, eða hvort félagslegir mótunarþættir
ráði hér einhverju um. David Cohen vann
árið 1973 viðamikla rannsókn, þar sem
hann leitaðist við að varpa nokkru lósi á
þetta mál. Hann bar í fyrsta Iagi saman
konur og karla, auk þess sem hann greindi
hvorn hópinn fyrir sig niður í kvenlega
(feminin) og karllega (maskulin). Með því
að bera saman niðurstöður fyrir þessa
hópa, komst hann að þvi, að kynhlutverk
gerði betur grein fyrir draumainnihaldi en
sjálft kynið. Þannig líktust maskulin kon-
ur fremur maskulin körlum en kynsystr-
um sínum sem flokkaðar voru feminin.
Eins líktust feminin karlar fremur femin-
in konum en maskulin aðilum af báðum
kynjum.
Þó þessar rarinsóknir virtust benda til
þess að félagslegir mótunarþættir ráði
mestu hið kynbundna draumainnihald,
sem Hall og Van de Castle drógu fram í
dagsljósið, er eftir sem áður áhugavert að
maskulin karlar hafa tiltölulega langhæst
hlutfall ýgra (agressive) drauma.
Freistandi er að tengja þetta mikilli
testosteron hormónaframleiðslu í eistum,
enda alkunn sú staðreynd að gelding ýgra
karldýra breytir mjög skaphöfn þeirra í
átt til ljúflyndis.
ÁHRIF TÍÐAHRINGS
Á Draumainnihald
Rannsókn á þessum þætti var fram-
kvæmd af Dan G. Herz og Mogens R. Jen-
sen og birt undir nafninu „Menstrual
dreams and psychodynamics: emotional
conflict and manifesta dream content in
menstruating women".
Niðurstöður þessarar rannsóknar voru í
stuttu máli þær, að konur dreymdi mark-
tækt (P=.002) öðruvísi drauma meðan á
tíðum stóð og estrogen hormónamagn i
blóði var sem mest, en það er við upphaf
tíðahrings. Konur með blæðingar dreymdi
t.a.m. marktækt oftar fullorðna karlmenn,
hatur, samspil einstaklinga, hrifningu (at-
traction) og einnig tengdust draumar
þeirra mun oftar munni. Þaö er og athygl-
isvert að blæðingahópurinn var yfirleitt
hærri í flestum innihaldsflokkum drauma-
greiningarinnar. Þetta má e.t.v. skýra með
alhliða aukinni virkni samhliða aukningu
á estrogen í blóði. Aðeins í flokkum „ótti“
er viðmiðunarhópurinn hærri (P=.005).
TlLRAUNIR MEÐ FJARHRIFA-
DRAUMA OG FORSPÁR
Forspárdraumar eru eitt af algengari
þjóðsagnaminnum og nýlegar athuganir
sýna að á íslandi nútímans trúir um 71%
manna á forboðagildi drauma. Um það bil
44% kvenna telja sig hafa reynt slíkt og
um 27% karla.
Hugboð og vitjanir í draumi er annað
algengt minni úr gömlum sögnum. W.
Ullman við Maimonides rannsóknastöðina
í USA gerði nokkrar tilraunir til að athuga
þessi fyrirbæri.
Til að athuga hugsanlega áhrif fjarhrifa
á draumainnihald, fékk hann mann til að
sofa tengdan við heilalínurita og annan í
öðru herbergi. Hafði sá fjöld litríkra
mynda og átti að velja úr eina í hvert sinn
og beina hugsun sinni að henni.
Þegar svefnviðfangið hafði lokið hverju
REM-skeiði var það vakið og látið segja
frá draumum sínum. Að því loknu voru
óviðkomandi matsmenn fengnir til að raða
samn draumlýsingum og myndum. Var
það með ólíkindum hve rétt sú flokkun
varð og reyndist hún vel marktæk
(P=.001). Einnig var viðfangið sjálft beðið
um að raða saman eigin draumum af þeim
myndum sem við sögu komu. Sýndi það oft
góða marktækni (P=.004).
Til að athuga forspá, reyndu þeir að
velja myndirnar sem senda átti dreymand-
anum eftir að draumum næturinnar var
lokið. Þar fengust nokkrar vel marktækar
niðurstöður, (allt að .0002 öryggismörk-
unum).
Draumaminni: Hvernig stendur á því að
mönnum gengur misvel að muna og rifja
upp drauma? Þekktust er sjálfsagt kenn-
ing Freuds um bælingu (repression), þar
sem meðvitundin leitast við að gleyma
óþægilegum hlutum sem skjótast til henn-
ar í draumi, þegar hinn árvökuli ritskoðari
(sensor) er ekki eins virkur og ella.
Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar
til þess að kanna hvort einhver tengsl séu
milli persónuleikaeinkenna og hæfni til
þess að muna drauma sína. Niðurstöður
hafa verið nokkuð ölíkar, end töluverður
munur á þeim mælitækjum sem greina
eiga draumainnihaldið, og eins hafa mörg
mismunandi persónuleikapróf verið notuö.
A.B. Hill er sá er gert hefur eina vönd-
uðustu rannsóknina á þessu sviði. Rann-
sókn sína kallar hann: „Personality correl-
ates of dream recall."
Niðurstaða Hill’s var sú, að á grundvelli
persónugerðar mætti að nokkru spá fyrir
um draumaminni.
Þeir sem muna vel drauma sína eru
taldir „þroskaðri" (mature), í tilfinninga-
legu jafnvægi og tilbúnir til að horfast í
augu við raunveruleikann. Þeir meta til-
finningar sínar með sjálfstjórn og gera sér
grein fyrir innri vanliðan, eru hugmynda-
ríkir og nógu sterkir andlega til að muna
drauma sína. Innihald hins „manifest"
draums kemst óhikað til meðvitundarinn-
ar.
Þeir sem sjaldan muna drauma, afneita
að mörgu leyti sjálfum sér, hafa minna og
flatara hugmyndaflug, bregðast við með
bælingu, sýna hinum hlutlæga heimi
áhuga og eru harðlyndir, en frjálslyndir.
Þeir lifa lítið í heimi hugsana og tilfinn-
inga og eru samviskusamir.
Nýjar Kenningar
í Lífeðlisfræði
Nýlegar kenningar um eðli drauma
t.a.m. kenning Jouvet M. gera ráð fyrir að
í REM-svefni eigi sér stað genatísk endur-
röðun (genetic programing) á nýjum
taugafrumutengslum (synaps) á svipaðan
hátt og gerist á fyrstu stigum heilamynd-
unar. REM-svefn þjónar samkvæmt þess-
um kenningum þeim tilgangi að viðhalda
endurskipulagningu próteina, nýmyndun
taugafrumutengsla og/eða styrkingu ann-
arra tengsla meðan á svefntíma stendur.
Há rafvirkni í heila er forsenda slíkrar
ummyndunar og nýsköpunar í heila, en
REM-svefn einkennist einmitt af mikilli
rafvirkniaukningu í heilanum. Draumar
eru því samkvæmt þessum kenningum af- ‘
urð minnisúrvinnslu, festingar og flokkun-
ar í heilanum.
Nýjasta kenningin um eðli drauma var
sett fram fyrir skömmu af Mitchison, G.
og Crick, F. og gengur sú kenning þvert á
kenningu Jouvet’s, þó hún sé um margt
svipuð. Mitchison og Crick eru sammála
Jouvet í því, að draumar séu afsprengi
minnisúrvinnslu, en samkvæmt þeim eru
draumar ekki afsprengi minnisfestingar,
heldur virkrar gleymsku. Eins og Jouvet
byggja þeir sína kenningu á hugmyndum
Donalds O. Hebb (1958) um aukinn styrk
taugaboða í taugafrumumótum við nám.
Samkvæmt þessum hugmyndum taka
milljónir taugafruma þátt í minnisfesting-
unni og minnið felst í flóknu mynstri
taugaboða í heilanum. Þó þessar frumur
skipti milljónum, er ljóst að um endanlega
fjölda mögulegra tengsla er að ræða. Það
er því eðlileg ályktun að þeirra mati, að í
heila manna og dýra hafi þróast virkur
hæfileiki til þess að flokka úr og gleyma,
til að forðast ofhleðslu og glundroða í kerf-
inu. Það er einmitt REM-svefn sem sér um
þessa virku gleymsku. Samkvæmt þessari
kenningu getur það hreinlega reynst vara-
samt að leggja drauma sína á minnið.
Bæði er það vegna þess, að slíkt gengur
þvert á það hlutverk sem draumar hafa og
festir i minni það sem kerfið vildi losna
við. Eins hitt, sem er bein afleiðing af því
fyrra, að slík samblöndun draums og veru-
leika, firrir menn raunveruleikanum og
getur þegar til lengdar lætur leitt til rang-
hugmynda og ofskynjana.
Þessi niðurstaða kenningarinnar er um
leið stærsti gallinn við hana, því menn sem
sviptir eru REM-svefni um lengri tíma,
sýna fremur sjaldan nokkur merki
ofskynjana og ranghugmynda, a.m.k. ekki
í þeim mæli sem eðlilegt væri að gera ráð
fyrir á grundvelli kenningarinnar. En sú
staðreynd, að slík geðræn einkenni koma
fram hjá nokkrum hópi manna, virðist þó
benda til þess að Mitchison og Crick hafi
eitthvað til síns máls.
Lokaorð
Þó að þær kenningar um eðli og innihald
drauma sem minnst er á í þessari ritsmíð
séu oft næsta ólíkar hvor annarri, virðast
flestar hafa nokkuð til síns máls. Það er
alls ekki ólíklegt að þær séu allar réttar
svo langt sem þær ná, en þó er vafamál
hvort þær skýri að fullu það viðfangsefni
sem þeim er ætlað að skýra. Hver og einn
nálgast viðfangsefnið frá sínum sjónarhóli
og það er e.t.v. viðfangsefni nýrra kynslóða
draumarannsóknamanna að samrýma
þessa ólíku sjónarhóla og mynda heil-
steypta og fullkomnari mynd af draumum,
eðli þeirra og uppruna.
Heimildaskrá
Artbur M. Arkin, Antrobus, John, S. og Ellman Steven,
J,: The Mind in Sleep. lawrcnce Erlbaum Associates,
Publishers 1878, Hillsdale, New Jersey.
Backal, Donald, A.: Psychology and Medicine, 1979.
Springer Publishing Company Inc., New York.
Cartwright, R.C.: A Primer on Sleep and Dreaming.
Wesley, Reading Mass. 1978.
Cohen, D.B.: Sei Role Oricntation and Dream Recall;
Journal of Abnormal Psychology, 1973, 82, 2, 246—252.
Domino, G.: Compensatory aspects of Dreams; and
cmperical test of Jung’s theory. Journal of Personality
and Social Psychology, 1976, 34, 4, 658—662.
llaraldsson, E.: I>essa heims og annars. Saga 1978.
Hartman, R.: The biology of Dreaming. Springfield IL;
Charles, C. Thomas, 1967.
Herz, D.B. and Jensen, M.R.: Menstrual Dreams and
l’sychodynamics; emotional conflict and manifest
dreamcontcnt in menstruating women. British J. of
Medical Psychology, 1975,48,175—183.
Horne, J.: Why do we need sleep. New Scientíst, Nov.
12th, 1981.
Mclnechuk, T.: Thc Dream Machine. Psychology To-
day, Nov. 1983.
Thompson, R.F.: Introduction to Physilogical Psycho-
logy. Harper and Row, Publishers Inc., New York
(1975).
llllman, M. and Krippner, S.: An Experimental Ap-
proach to Drcams and Telepathy: Report of three studi-
es. American J. of Psychiatry, 1979, 126, 9, 116—123.
Höfundurinn hefur lagt stund á sálfræöi við Há-
skóla (slands, en vinnur nú aö rannsóknum á
rannsóknastofu Háskóla islands á sviði tauga-
sálfræðilegrar ónæmisfræði og er auk þess
fræðslufulltrúi hjá Krabbameinsfélaginu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. JÚNl 1985 5