Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 13
UM KARLMENN vera með öllu laus við hina minnstu kyn- ferðislegu löngun hvort til annars eða þá verið hrædd um að spilla því góða hjóna- bandi, sem þau búa í, eða eins og í tilviki okkar Sharon að hafa gert það endanlega upp við sig hvort um sig, að láta ekki koma til neins konar kynlífstengsla sín á milli. Við Sharon erum nánir vinir en erum hins vegar saklaus af því að eiga með okkur nokkur kynlífstengsl. Sá áhugi, sem við sýnum hvort öðru, stafar eingöngu af þeim sterka vinarhug, sem við berum hvort til annars, en alls ekki af neinum rómantísk- um kynlífsórum. Sumir þeirra, sem þekkja eitthvað betur til sambands okkar, kunna að segja að þetta sé í rauninni okkar eigin útgáfa af rómantísku ástarsambandi, en þannig lít ég nú ekki á málið. Sharon er bezti vinur minn og á trúnað minn, ekki einungis sökum þess hver hún er — heldur öllu fremur vegna þess hvað hún er — það er að segja önnur kona en eiginkona. Sé vináttusamband manns við aðra karlmenn haft til hliðsjónar, að minnsta kosti á borð við þau, sem ég hef sjálfur reynslu af, held ég að sérhver karlmaður þarfnist virkilega bæði eiginkonu og líka sambands við ein- hverja aðra konu. Þær Eru Næmari Á Tilfinningar Það er mín skoðun, að karlmenn séu yf- eftir MICHAEL McGILL irleitt heldur klénir í hlutverki trúnaðar- vina. Okkar á milli komum við karlar okkur gjarnan upp ósköp hagnýtum vin- áttusamböndum, tengslum sem þá þjóna einhverjum sérstökum, afmörkuðum markmiðum — samstarfi á svið viðskipta, félaga í útivistariðkun, bridgefélaga, mót- leikara í tennis eða drykkjufélaga. í þess háttar vináttusamböndum eigum viö eig- inlega fátt annaö sameiginlegt og komum líka ógjarnan inn á neitt annað en það, sem beinlínis varðar þá starfsemi, sem við tökum saman þátt í. Við beitum yfirleitt slíkum samskiptum að nokkru til þess að Iáta reyna á okkur sjálfa, til að fá úr því skorið hvers við erum megnugir, og við það fylgjum við gjarnan settum, hefðbundnum reglum, sem ríkjandi eru í viðskiptum og gilda um samkeppni almennt. Um leið ger- um við okkur ávallt ljósa grein fyrir því, að ef vináttusamband okkar við aðra karl- menn gerist of náið og við tökum til dæmis að sýna þessum vinum of mikið trúnað- artraust, þá megi alltaf búast við því, að það sem við höfum sagt í trúnaði, verði notað gegn okkur. Konur hagnýta sér aftur á móti slík gagnkvæm samskipti til þess að styrkja og treysta vináttutengslin. Það er því í sjálfu sér alls engin furða, að við karlmenn skul- um helzt leita á náðir einhverrr konu, þeg- ar málur er þannig varið, að okkur finnst við hafa ríka þörf fyrir að tjá okkur í trúnaði um eitthvað, sem varðar okkar eigið tilfinningalíf eða einkamál okkar yf- irleitt. Karlmönnum hefur ætíð þótt það mun auðveldara að ræða við konur um þess háttar mál, sem teljast virkilega þýð- ingarmikil. Þegar ég var barn var faðir minn vanur að hlusta mjög hreykinn á frásagnir mínar af einhverjum smáafrekum, sem ég hafði unnið. Hann var líka boðinn og búinn til að rétta mér hjálparhönd, þegar ég þurfti nauðsynlega á aðstoð að halda við eitt- hvað, sem ég hafði tekið mér fyrir hendur. En ef mig á hinn bóginn langaði til þess að tala við hann um það, hve sárt það væri að tapa í leik eða þegar ég var eitthvað van- sæll eða sneyptur, þá var eins og hann færi alltaf svolítið hjá sér, hann varð fár við og dró sig jafnan inn í skel sína. Það var hins vegar hún mamma, sem hlustaöi á tilfinn- ingamál mín og sýndi mér fulla samhygð í slíkum raunum. Þegar ég, smástrákurinn, varð fyrir því að verða alveg bálskotinn í einni stelpunni á leikvellinum, þá tóku strákarnir í mínum hópi mig heldur betur fyrir, drógu mig sundur og saman í háði, píndu mig og kvöldu og hlógu dátt að mér, fáráðlingnum. En stelpur á mínu reki virt- ust aftur á móti skilja ofboð vel, hvernig mér leið. Á menntaskólaárunum voru bekkjarfélagar mínir og kunningjar alveg einstaklega andríkir í alis konar heim- spekilegum vangaveltum yfir bjórglasi á góðri stundu, en þegar svo vildi til að einn úr okkar hópi svipti sig allt í einu lífi, þá var eins og okkur væri öllum lokið og við leituðum til vinstúlkna okkar um hjálp og ásjá við að bera þessa þungu sorg. Þegar náinn vinur minn stóð nýlega í storma- sömu skilnaðarmáli, þá sneri hann sér ekki til mín í raunum sínum til þess að ræða þetta mál sér til hugarléttis, heldur leitaði hann til traustrar vinkonu sinnar einnar. Þá má og geta þess, að enda þótt að við Tom séum mjög góðir og nánir vinir, þá hefur það einfaldlega aldrei borið á góma okkar á milli, hvaða hug ég beri til Sharon eða hvað honum finnist yfirleitt um þessi vináttutengsl mín við eiginkonu hans. Okkur karlmönnum er alls ekki tamt að ræða slíka hluti. Þegar eitthvað verulega mikið bjátar á og maður þarf nauðsynlega á skilningi annarra og samhygð að halda á erfiðum stundum, þá eru það konurnar, sem reyn- ast manni beztu og einlægustu vinirnir — og þetta höfum við karlmenn raunar alltaf vitað. Að vísu geta eiginkonur svo sem stund- um verið færar um að fullnægja að nokkru þörfum eiginmanna sinna fyrir vináttu, en annars er ég alltaf dálítið tortrygginn, þegar ég heyri eiginkonum fjálglega lýst sem beztu vinum eiginmanna sinna. Við vissar aðstæður megnar eiginkonan ein- faldlega ekki að taka líka að sér það hlut- verk að vera manni sínum trúnaðarvinur. Þannig get ég til dæmis alveg óhikað sagt Sharon hug minn allan, án þess að eiga á hættu neina ofanígjöf eða vandlætingu af hennar hálfu. Hún er ekki beint viðriðin okkar hagi á neinn hátt og getur því vel leyft sér að líta frjálslega og hlutlægt á málin, getur vegið þau og metið af þeirri sanngirni, sem óviðkomandi aðila er oft gefið, og segir svo óhikað álit sitt. Hún getur hlustað á mig segja frá því, sem er að brjótast í huga mér og ég þarf endilega að koma á framfæri, og hún sýnir jafnan góðan skilning á því, sem ég hef fram að færa, einfaldlega sökum þess, að hún á ekki sjálf neinna minnstu hagsmuna að gæta í þeim efnum, sem til tals koma. íif ég hins vegar segði sí svona við kon- una mína: „Heyrðu, ég er bara að hugsa um að taka mér alveg frí frá störfum í sumar," þá færi hún vitanlega strax að gera sér nokkrar áhyggjur af því, hvernig við eigum eiginlega að fara að því að borga heimilisreikningana. Vinkona mín spyr af- tur á móti þegar. í stað, á hvern hátt ég ætli mér svo að nota þennan frítíma; það er sú hlið málsins, sem hún mundi sýna mestan áhuga, en lætur sér annars í harla léttu rúmi liggja, hvað það nú er, sem ég hef kosið að taka mér fyrir hendur í fyrir- huguðu orlofi frá störfum. Ég get verið alveg hreinskilinn við hana án þess að eiga það yfir höfði mér að vera strax bent á kaldar staðreyndir lífsins, þurfa að líta ósköp raunsæjum augum á ríkjandi að- stæður og vera þannig knúinn til þess að koma í skyndi niður á jörðina aftur. Hin konan í lífi mínu er mér innan handar við að viðra svona rétt í tilrauna- skyni ýmsar tilfinningar og hugmyndir mínar. Stundum veit karlmaðurinn ekki almennilega, hvernig tilfinningum hans er varið, fyrr en hann hefur talað um það við einhvern annan aðila. Því er samt ein- hvern veginn þannig varið að til þess er hálfpartinn ætlast, að öllu því sem kemur eitthvað til tals á milli maka, verði þá líka raunverulega hrundið í framkvæmd — ef ekki núna strax þá síðar meir. Ég get fitj- að upp á ýmsu í tilraunaskyni við Sharon, án þess að þurfa endilega að sýna það í verki, áður en ég er tilbúinn til þess. Hún er eins konar öryggisventili, útblásturs- loki, sem hleypir út nokkrum hluta þess þrýstings, sem hleðst upp í hjónabandi; í viðræðum við hana get ég eiginlega sýnt hvaða viðbrögð, sem mér eru skapi næst hverju sinni, án þess að þurfa að óttast ofanígjöf. Svo er enn eitt mikilsvert atriði, sem máli skiptir í sambandi við að eiga konu að trúnaðarvini, en það er, aö meö því móti tekst mér að öðlast miklu víð- feðmari og dýpri innsýn í hugarheim kvenna. Vinkona mín stuðlar þannig að því, að ég skilji eiginkonu mína betur. Það er loksins svo komið, að Janet hefur skilið þetta — að minnsta kosti að hluta. Eða eins og hún komst að oröi: „Það er sama ástæðan og sú, sem veldur því að Tom skuli þarfnast mín sem trúnaðarvin- ar. Ég get fellt mig við vináttutengsl þín við hana Sharon en hvað þá um okkar tengsl? Af hverju finnst þér eiginlega, að þú getir ekki talað opinskátt við mig um einhver viss mál? Ég á víst enn eftir að útskýra málið betur. Michael McGill er prólessor viö viöskiptadeild Soulhern Methodist University i Bandarlkjunum. Hann er höfundur bókarinnar „ McGill-skýrslan um einkahagi karimanna. “ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15. JÚNl 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.