Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 10
Tuttugu mót af fótsporum Stórfætíu, sem Grorer Krantz tehir ófolsuð. Mikhi fleirí spor hafa fundizt, en sum þeirra greiniiega tilbúin. vinstri fótinn á sasquatch, sem var í alla staði eðlilegur í lögun, þótt hann hlyti að vera risastór, við líkan af mannsfæti, sem stækkaður hafði verið upp í 43 sm,“ segir Krantz, „þá gerði ég mér ljóst, að sporið eftir sasquatch gæti ekki verið eftir eðli- legan mannsfót. Hlutföllin í sasquatch- fætinum voru önnur en i mannsfæti: Hæll- inn varð að teljast tiltölulega afar stór, fremri hluti fótarins var hlutfallslega miklu minni en framhluti mannsfótar, og staðsetning ökklans á sasquatch-fætinum var mun framar. En þetta atriði virtist eiga sér eölilega skýringu." Hann tók þá að fara aðra leið til þess að reyna að finna lausn á þessari ráðgátu. Hann reiknaði út nákvæmlega hve mikið þyrfti að færa ökklann fram á við, miðað við þá hæð og þyngd, sem sasquatch var sagður vera. Því næst snéri hann sér aftur að þeim teikningum af beinunum í fæti dýrsins, sem hann hafði gert á gifslíkan af sasquatch-fæti, mældi staðsetningu ökkl- ans á líkaninu, og út úr þessum saman- burði fékk hann sömu niðurstöðutölur. „Það var þá, sem ég þóttist þess fullviss, að þarna væri um eitthvað raunverulegt að ræða,“ segir Krantz. „Það verður að teljast útilokað, að svika- hrappur gæti hafa vitað hve framarlega ætti að setja ökklann í þessu tilviki. Það tók mig upp undir tvo mánuði að reikna það nákvæmlega út, þótt ég hefði líkanið af sasquatch-fætinum til að styðjast við, og því er hægt að ímynda sér, hve sleipur svikahrappur hefði orðið að vera til þess að geta falsað slíkt fótspor á réttan hátt. Ég hlýt því að draga þá ályktun, að ann- aðhvort sé dýrið raunverulega til eða þá, að það hafi verið maður, sem staðið hafi að því að falsa tilvist þessa dýrs. Af þessum tveimur kostum verður raunveruleg tilvist dýrsins að skoðast sem hlægilegur kostur, fölsun af hálfu einhvers manns er aftur á móti ómöguleg. Sherlock Holmes sagði eitt sinn: „Þegar hið ómögulega hefur verið útilokað, þá hlýtur það sem eftir verður, sama hve ólíklegt það kann að virðast, að vera sannleikurinn.““ Grover Krantz prófessor á núoröið heilt safn um tuttugu gifslíkana af sasquatch- sporum, og hann segist vera sannfærður um, að hann geti þekkt raunverulegt fót- spor dýrsins frá falsaðri eftirlíkingu. Fæt- urnir á sasquatch eru með fremur flatar iljar, hælarnir eru afar breiðir, tærnar stuttar. Vikin milli tánna eru miklu styttri en á mannsfæti. Samkvæmt athugun Krantz mundi falsaður fótur spyrna upp ofurlítilli hrúgu af mold fyrir aftan tærn- ar, þegar honum væri lyft og þessi mold- arhrúga sæist þá í sporinu. Ber fótur eða þá skór mundu spyrna upp dálítilli mold- arhrúgu aftur undir miðjan fót. Sumarið 1970 fundust fleiri ummerki sasquatch-mannapans. Handarför eftir þessi leyndardómsfullu dýr voru ljós- mynduð, og veiðivörður einn á þessu svæði í norðvesturhluta Washingtonfylkis tók gifsafsteypur af þeim. Að því er virtist hafði dýrið þá verið að grafa ofan í jörðina og hafði svo þrýst loppunni niður sér til stuðnings, þegar það rétti aftur úr sér og stóð upp. „Þessi lófi er tvisvar sinnum breiðari en minn,“ segir Krantz, um leið og hann lyftir upp gifslíkaninu af loppunni. „En hún er aftur á móti einungis hálfu lengri. Loppan hæfir að stærð 50 sm löngu fótspori. Hlutföllin á milli stærðar handar og fótar eru þá hin sömu og hjá mönnum." Að Skjóta Sasquatch Krantz bendir sérstaklega á athyglis- verðustu einkenni þessarar loppu: Þuml- arnir liggja beint fram með loppunni eins og hinir fingurnir. Þumalfingur á manni grípa hins vegar á móti hinum fingrunum; þeir hafa stefnuna inn á við inn í lófann í átt til hinna fingranna. Svo margar efasemdir hafa verið látnar í ljós um möguleika tilvistar sasquatch- mannapans í Norður-Ameríku, að Krantz segist nú orðið gera sér grein fyrir því, að einungis með því að hafa skepnuna með húð, holdi og beinum undir höndum sé unnt að sanna mönnum fullkomlega og á óyggjandi hátt, að dýrið sé virkilega til. „Og einasta skynsamlega leiðin til þess að komast yfir bein þessarar skepnu, er að gera út leiðangur og skjóta einn sas- quatch-mannapa. Það verður að teljast góð og gegn aðferð, af því að ekkert bendir til þess, að hann sé mennskur. Engin sæmilega áreiðanleg frásögn af sasquatch hefur gefið nokkra minnstu vísbendingu um að dýrið noti eða búi til einhver tól eða tæki, miðli upplýsingum með sérstöku tungumáli eða tilheyri einhverjum félags- legum hópi. Þarna er því um dýr að ræða.“ Krantz segir, að ef hann hefði yfir fjár- magni að ráða, þá myndi hann ráða til starfa 5 eða 10 þaulvana veiðimenn, sem fengist hafa við að skjóta stærri veiðidýr í skógunum. Þeir þyrftu að hafa vissan áhuga á sasquatch-mannapanum og hverj- um og einum yrði þá fengið afmarkað svæði til yfirferðar upp af Kyrrahafs- ströndinni norðanverðri, þar sem viðkom- andi veiðimaður þekkti einna bezt til allra staðhátta og þar sem menn hafa skýrt frá því, að þeir hafi einhvern tíma komið auga á sasquatch. „Ég er viss um, að þeim hefði þá tekizt að fella sasquatch innan fimm ára,“ bætir Krantz við. Prófessorinn álítur, að það séu mikil lík- indi á, að slíkur flokkur veiðimanna mundi hafa heppnina með sér. Hann telur senni- legt, að hugsanleg tala sasquatch-mann- apa í þessum norðvesturhéruðum Banda- rikjanna sé einhver staðar á bilinu 200 til 2000. „Ef þeir væru fleiri," segir Grover Krantz, „þá mundi fólk hafa orðið meira vart við þá, og þeir myndu þá líka hafa lent stundum fyrir bíl á þjóðvegunum eða fyrir járnbrautarlest." En séu dýrin í rauninni svona mörg, þá hlýtur sú spurning að vakna, af hverju hafi þá hingað til aldrei fundizt nein bein eða hræ? „Það yrði í raun og veru að telj- ast hreinasta undrunarefni, ef menn hefðu einhvern tíma rekizt á eitthvað slíkt," seg- ir hann. „Þeir sem eru á ferð í skógunum rekast aldrei á bein úr úlfum, bjarndýrum og kojótum, nema menn hafi drepið þá. Ef þessi dýr deyja eðlilegum dauðdaga, fela þau sig, þegar þau finna að þau eru að dauða komin." Það hefur verið sagt frá því, að sézt hafi til sasquatch-mannapa við að tína ávexti, ber og grænmeti, og að þeir hafi stundum hnuplað mat frá mönnum. Af slíkum frá- sögnum hefur Krantz dregið þá ályktun, að dýrin séu, líkt og skógarbirnir, fyrst og fremst jurtaætur, en éti kjöt einungis stöku sinnum, þegar tækifæri býðst. En sasquatch-apar eru að því leyti ólíkir björnunum í háttum, að þeir virðast helzt vera á ferli á næturþeli, enda hafa þeir oftast sézt á tímabilinu frá miðnætti og fram undir dagrenningu. Birnir skreiðast aftur á móti í bæli sín undir miðnætti og sofa jafnan langt fram á dag. „Úr því að skógarbirnir og sasquatch- mannapar eru allt að því beinir keppinaut- ar um fæðu og allar lífsnauðsynjar," segir Krantz, „þá er þaö ekkert undarlegt að þessi dýr skuli skipta sólarhringnum með sér á þennan hátt.“ Það er bjargföst sannfæring þessa einkar ötula vísindamanns, að einn góðan veðurdag eigi leit hans að hinni leyndar- dómsfullu amerísku stórfætlu eftir að bera mjög merkilegan árangur. ÞORVALDUR SÆMUNDSSON Vísur Fjalla-Eyvindar Sagnir herma, að veturinn 1772—1773 hafi Eyvindur hafst við í Herðubreiðarlindum, eftir aö þau Halla höfðu verið handtekin viö Innra-Hreysi í Þjórsárverum síðsumars 1772. Hafði Eyvindi tekist aö sleppa úr gæslu í Reykjahlíð þá um haustið og flúiö til fjalla. Híröist hann þar í klettaskoru eöa hraungjótu. Mun dvölin þar hafa veriö hin ömurlegasta og Eyvindur séö mesta tvísýnu á lífi sínu, en hjarði þó veturinn af. Kaldsöm er vist í klettaskor, klökugar sprungur gína. Reynir nú mjög á þrek og þor að þrauka hér útlegð mína. Seiddu mig fyrrum fjöllin blá, fangvíðar reginheiðar. Af gnípunum háu ég grundir sá, grösugar, meginbreiðar. Þá var mér löngum létt um spor í Ijósflóði sumardaga. Liðið er nú mitt ljósa vor; lýkst hér mín raunasaga? Ungur við fjöllin tók ég tryggð, treysti þá afli og þori; heldur þau kaus en kúra í byggð kvíðandi hverju vori. Hjarðirnar dreifðust frjálst um fjöll, fengsæll ég var að smala; mörg átti sjáleg sauðaföll, er sjálfsagt ei um má tala. Löngum var ævin kólguköld, kvíða og raunum blandin, döpur og myrk og óblíð öld, og ógnþrunginn tíðarandinn. Erfiðust reyndist einsemd þó í útlegð og fári öllu; einasta huggun, hjálp og fró að hafði ég samfylgd Höllu. Hún var mitt vísa vonarljós á vegferð um reginfjöllin, veittist þó aldrei hefð né hrós, heldur var líkt við tröllin. Stundum, er þyngst mér þrautin var og þjáningin sárt mig nísti, þá var það hún sem byrðar bar beggja, — uns aftur lýsti. Nú hafa bændur ból mitt skemmt, brotið og tætt að grunni. Fyrrum þessa ég hefði hefnt, nú hrjóta mér kvein af munni. Kúri ég hér í klaka og snjó, kaldur og matarsnauður. Langt er nú síðan ljósið dó; ligg ég hér bráðum dauður. Senn er á enda mitt kvalakvöld, kvíði ei hinsta dómi. Vel er við hæfi að kólgan köld kveðji mig dimmum rómi. Höfundurinn er kennari viö Langholtsskóla. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON Ferð Fór ég þar hátt sem hrapaði skriðan rauða um hraunbyggða stalla tæpa gatan mín lá gálaus um vegi, grunlaus um feigð og dauða grjótið hrundi þar stanslaust frá hæl og tá. Spurn mín var orðfá og urðin varð fyrir svörum, eldbrunnið grjótið við flugin þverhnípt og köld. Nestið var þrotið og nýju skórnir á förum. Nóttin var þar en hvorki dagur né kvöld. Sveinbjörn Beinteinsson er bóndi og allsherjargoði á Draghálsi. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.