Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 3
LESBOK HSHffllullllDBaSHlimilll Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Svelnsson. Ritstjórar: Matthias Jo- hannessen, Styrmlr Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Slgurösson. Auglýsingar: Baldvln Jónsson. Ritstjórn: Aóalstrœti 6. Slmi 10100. Smásaga Krítarhríngurinn í Augsburg er fræg saga eftir Berthold Brecht — birtist í þessari Lesbók. Sögusviðið er lok 30 ára stríðsins um miðja 17. öld, en fyrirmyndin er al- þekkt frásögn um dóm Salómons í 3. kapí- tula Konungabókar Gamla testamentisins. Akrópólis Tímans tönn, loftmengun og fallbyssukúl- ur hafa herjað á þessi frægu hof í Aþenu. Oft hefur verið reynt að gera við skemmd- ir —' og nú er unnið að viðgerðum á vísindalegan hátt. Frá því segir i merkri grein. Forsíöan Á forsíðu Lesbókar er mynd af lista- verkinu „Höfuðlausn" eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara. Á vegum Ás- mundarsafns hefur verið gefinn út vand- aður litskyggnu-flokkur með 36 myndum af nokkrum verkum hans og fylgir viðeig- andi texti hverri mynd. Er þessi útgáfa hinn eigulegasti hlutur til notkunar í skól- um og reyndar fyrir hvern sem vill. Ung afstaða í tilefni árs æskunnar lagði Bragi Ás- geirsson nokkrar spurningar fyrir hóp nemenda í MHÍ um afstöðu þeirra til myndlistar. Fyrri hluti svaranna er hér á miðopnu. Síðari hluti birtist í næstu Les- bók. Guöfinna Jónsdóttir frá Hömrum Hið gullna augnablik Þú vissir það ei, þiggisti í gær hið gullna augnablik. Frá tímanna djúpi bylgja barst að brjósti þér, ljós og kvik. En sjón þín var haldin og heyrnin með við hversdagsins önn og ryk. Það örlögum réð, að sál þín svaf, er sótti þig heim sú stund, því aldan, er faldar geislum guðs um gæfunnar bláu sund, hnígur aðeins eitt einasta sinn á ævi þinnar fund. í morgun vaknaði vera þín í vitund um hjartans töp, því nóttin átti sér engan draum en ótal stjarna hröp. Þá fannst þér auðlegð, sem önnin gaf, vera illra norna sköp. Með þögulum trega telurðu nú hvert tímans bylgjuslag. Nú stillir ei himinn hörpu meir við hafsins undralag. Það augnablik, sem var gullið í gær, er grátt eins og vofa í dag. Ég hvísla óði í eyra þér um æskunnar týndu sýn. En ljóð mitt á framar engin orð og engan tón, sem skín. Þú vissir það ei: Þetta augnablik var eilífðin mín og þín. Hvaö er að frétta? Við eftirgrennslan, er gerð var á dögunum, kom í ljós, að fréttir í sjónvarpi draga að sér fjölmennari áhorfendahóp á íslandi en nokkurt annað efni. Ekki kom það á óvart. Sagna- þjóðin, alin á stórmerkj- um úr fornsögum, hefur alltaf verið frétta- þyrst. Uppúr aldamótunum komu blöðin á sveitabæina einu sinni eða tvisvar í mán- uði. Og þar var höfðingi á ferð, konungleg- ur embættismaður, sem pósturinn var. Hann blés í horn sitt í túnfætinum og til- kynnti þannig hátíðlega komu sína. Það voru gífurleg óhljóð í ekki stærra hljóð- færi. Bændur lásu blöðin af mikilli kost- gæfni, orði til orðs, og ritskýrðu efni þeirra upphátt, öðru heimilisfólki til fræðslu og uppbyggingar. Alltaf man ég Eirík heitinn bónda í Mó- fellsstaðakoti í Skorradal, þegar ég var þar snúningastrákur, þar sem hann hallaði sér aftur á bak ofan á rúmteppinu sínu að lesa Tímann eða Lögbirting, með pípuna rjúk- andi í munnvikinu. Þessir miðlar opnuðu hinum greinda bóndamanni sýn út í ver- öldina. Menn gerðu sér sínar hugmyndir, komu sér upp skoðunum með því að grand- skoða efni blaðanna. Ógleymanleg er lýs- ing Þórleifs Bjarnasonar, rithöfundar, á bændunum tveimur í Hælavík í Sléttu- hreppi og ólíkum viðhorfum þeirra til þjóðmálanna. „Er nokkuð í fréttum af Akranesi?" spyr Jón Guðmundsson úr Grindavík nafna sinn Hreggviðsson í kostulegri senu ís- landsklukkunnar og við urðum vitni að í flutningi Helga Skúlasonar og Sigurðar Sigurjónssonar fyrir skemmstu. Áhugi Grindvíkingsins beindist einkum að ein- kennilegum fyrirbrigðum, enda eftirlæti hans hvers konar fræði um hið furðulega í sköpuninni. Sá áhugi sýndist tryggur fylginautur mannskepnunnar, ef marka má það rými, sem blöðin þann dag i dag verja frásögnum af óvenjulegum fæðing- um, fjölburum, marglembum, vansköpnuð- um og óeðlilegum hneigðum. Afi minn hlustaði alltaf á útvarpsfrétt- irnar og væru þær aðeins almenns eðlis, án skandala eða stórslysa, var viðkvæði hans oftar en ekki þetta: „Nú, það er með öðrum orðum ekkert í fréttum." Gamlan bónda þekkti ég í Gnúpverjahreppi, sem hljóp stundum í veg fyrir bifreiðar og spurði fólkið, hvort það hefði frétt nokkuð. Og hann átti það til að fá sér salíbunu með mjólkurbílnum, ef vera kynni, að bílstjór- inn kynni frá tíðindum að segja. Þegar skipst er á fréttum, verður til vinhlýtt samband milli viðmælendanna, að minnsta kosti meðan verið er að telja hin markverðu tíðindi. Hér áður fyrr þótti ekki annað hæfa en umbuna gestinum fyrir góða frétt með því að gefa honum hressingu og var kölluð sögubiti. Sölvi Helgason naut þess víða að segja vel frá, enda mælskumaður og víðförull. Ef til vill eru fréttir skemmtiefni öðrum þræði. Nú á dögum setjast íslendingar við skjáinn eftir kvöldskattinn og láta sér síga ljúflega í brjóst á meðan þeir hlýða hana- stéli af tíðindum af vettvangi innan lands og utan. íslenska sjónvarpið er áskrifandi að filmum, sem erlendar fréttastofur framleiða og senda sjónvarpsstöðvum í póstkröfu. Sú er skýringin á því, að ýmsar fréttir sjónvarpsins utan úr heimi virðast stundum eins og dálítið út i hött við okkar kringumstæður. Vikum og mánuðum sam- an innbyrðum við nákvæmar lýsingar á skærum og hernaði fólks, sem býr einhvers staðar hinum megin á hnettinum. Og við byrjum smám saman að taka afstöðu, allt eftir því, hvernig frá er sagt, jafnvel eftir því hvernig myndirnar eru teknar og hversu til hefur tekist um lýsingu og fram- köllun. Þetta minnir á Guðna gamla i Hælavík, sem virtist Vilson hinn amríski bjóða af sér góðan þokka og vera sann- kristinn maður á svip. En franska ljónið, Klemens, sem hann kallaði svo, sýndist honum skuggalegur á mynd, með óræðan svip, líkast til geðillt gamalmenni og mið- ur góðgjarnt. Georg hinn enski þótti hon- um hins vegar heimsmannslegur í útliti og líklega stertimenni. Sitjum við ekki enn við sama borð og vestfirski bóndinn? Sjón- varpið hefur leyst hina pólitísku fundi af hólmi mikinn part. Bandarískir kjósendur ku verja atkvæði sínu allt eftir því, hvort þeim sýnist frambjóðandinn viðkunnan- legur í andliti, fríður og drengilegur eða að öðrum kosti illmannlegur og enganveginn. Fyrir austan járntjald er ekki frjáls pressa sem kunnugt er, og hætt við að lesendum á Vesturlöndum þættu blöðin þar heldur bragðlítil. Hjá okkur seljast blöðin því betur sem þau bjóða upp á fjöl- breytilegri blöndu af mergjuðum fregnum, sem dögum oftar auka lítt á hróður þeirra, sem skrifað er um. Daginn eftir birtist svo klausa, þar sem fórnarlambið freistar að bera hönd fyrir höfuð sér. Gróa gamla á Leiti er enn í fullu fjöri. Grikkir bentu á, að áhorfendur að harm- leikjum yrðu fyrir eins konar geðhreinsun, af því að þeir kæmust að raun um, að þeir væru ekki einir um innri vandkvæði sin, þegar þeir yrðu vitni að áþekkum átökum á leiksviðinu. Aumi bletturinn í sálinni verður hversdagslegur við það að við verð- um þess áskynja, að aðrir menn eiga einn- ig við svipað vandamál að stríða, meira að segja enn átakanlegri en maður sjálfur. Skuldugum nútímamanni verður hugar- hægra, þar sem hann situr hnípinn i pluss-sófanum sínum eftir kvöldmatinn og fréttir í sjónvarpinu, að átrúnaðargoð í út- löndum hafi orðið gjaldþrota. Hásetanum líður skár, ef hann fréttir af greiðsluörð- ugleikum útgerðarmannsins, sjálfs reiðar- ans. Hversdagslegri húsmóður, sem þykir lítið sögulegt drífa á sína daga, er einhver óútskýrð fróun í þvi að frétta, að vindkviða hafi feykt pilsunum upp um Díönu prins- essu, er staðið hafi jafnkeik eftir. Af ein- hverjum þvíumlíkum ástæðum prentum við svona fréttir í blöðunum og segja frá þeim á öldum ljósvakans. Kannski er það sálfræðileg nauðsyn að frétta sitt lítið af hverju úr hinum og þess- um stöðum. Ef til vill er það staðfesting á þvi, að hlutirnir séu þrátt fyrir allt með kyrrum kjörum, gangi sinn eðlilega gang. Við venjum okkur á að fylgjast með frétt- unum. Og vanafestan er dyggð út af fyrir sig. Hver veit nema við sofnum rólegri eftir að hafa fengið staðfestingu á því í sjónvarpinu, að enn hafi fálkaungum verið stolið úr hreiðri á Norðurlandi og enn á ný hafi orðið vart við grasmaðk í túnum. Ekki síst ef norðlenski þulurinn segir fálKi og maðKur. GUNNAR björnsson LESBOK MORGUNBLAÐSINS 10. AGOST 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.