Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 9
Hlynur og Ingileif eru á öðru ári í málaradeild. Sranborg og Leifur sröruðu fyrir bönd þriðja árs nemenda í málaradeild. Túlka þó eigin skoðanir. Nemendur í grafíkdeild óskuðu að srara spurningunum í sameiningu. verða í upphafi fyrir erlendum áhrifum, taka hitt og þetta að utan, og reyna áð skapa stíl, persónulegan, þjóðlegan og vel seljanlegan. Þetta eru málamiðlunarmenn, sem reyna að laga erlendar línur að tak- markaðri íslenzkri listvitund. Þeir ein- angrast og verða lítið spennandi. Svo eru hinir heimssinnuðu. Þeir eru öllu færri. Þetta eru menn sem fara út í heim með sína íslenzku arfleifð, komast í kynni við myndlist á breiðara grundvelli, og koma heim og reyna að skapa myndlist sem skiptir máli. Flestir eiga í erfiðleikum með að Iifa, þeir eru misskildir til að byrja með, og daga margir uppi og gerast þjóð- legir ellegar ekki neitt. En aðrir halda ótrauðir áfram, fylgjast með og skapa list sem er mikilvæg, bæði á íslenzkan og heimslegan mælikvarða. Það eru þessir sem eru spennandi og athyglisverðir, og meðal þeirra eru þeir sem hafa gert það besta í íslenzkri list á 20. öld. Karl: Mér lízt mjög vel á það sem búið er að gera. íslenzkir myndlistarmenn hafa á þessari öld sýnt og sannað ágæti sitt. Frumherjar á sviði myndlistarinnar — í upphafi aldarinnar sýndu ótrúlegt þrek og þor. Þeir sem á eftir hafa komið og skarað framúr voru og eru ófeimnir við að fara ótroðnar slóðir og hafa sumir hverjir náð heimsfrægð. Leifun Það sem gert hefur verið í myndlist á 20. öld á íslandi mótast fyrst og fremst af skorti á hefð. Kannski er ekki hægt að tala um neitt íslenzkt í myndlist nema munstur í lopapeysum og útskurð á kistla og aska. Innan við 50 ár eru síðan MHÍ var stofnaður og frumherjar okkar urðu því að leita utan til náms. Með þeim bárust er- lendir straumar og stefnur til íslands og enn í dag halda menn utan til frekara náms. Bækur og tímarit auðvelda einnig mönnum að vera í sambandi við umheim- inn og er því ekki undarlegt að íslenzk myndlist skuli slá í takt við heimslistina. íslendingar vilja ekki láta kalla sig Molbúa og eru því móttækilegir fyrir nýj- um stefnum. Kannski er þetta á kostnað þeirrar einlægni sem þarf til að vera góður listamaður. En þrátt fyrir allt finnst mér að við höfum eignast marga mjög góða og persónulega listamenn. Ingileif: íslenzk myndlist á 20. öld er stað- reynd. Það sem búið er að gera verður ekki aftur tekið. Fólk sem stundar myndlist getur ekki frekar en aðrir lokað augunum fyrir fortíðinni, heldur hljótum við að byggja á henni hvort sem við erum sátt eða ósátt við einstök atriði hennar. Grafíkdeildin: Ómögulegt að svara spurn- ingunni nema frekar snubbótt. Á 20. öldinni og alla tíð hafa deilur verið um strauma og stefnur í myndlistinni. Modernisminn einkenndist af deilum milli hópa manna sem gera sínar eigin kenning- ar um list, en nú á okkar tímum, sem kalla má „eftirmodernismann", eru ekki gerðar neinar grillur um annarra manna kenn- ingar heldur virða listamenn nútímans hvorn annan, og gera ekki langtímaplön, um framtíðina, heldur lifa fyrir daginn í dag. Við höfum ugglaust lært mikið af ís- lenzkri myndlist á 20. öld og e.t.v. vantar okkur meiri upplýsingar og fræðslu um hana. Ásgerður: „Vituð þér enn eða hvat." Hvað fínnst ykkur að þurfi að gera í fram- tíðinni til að efla myndlist hér á landi? Svanborg: Staða myndlistar á íslandi er langt frá því að vera góð og margt að í því efni: hér koma nokkur atriði sem nauð- synlega þarf að bæta: a) stórbæta lista- sögukennslu í grunn- og framhaldsskólum. b) kynning á myndlist meðal almennings, t.d. með vönduðum þáttum um innlenda og erlenda myndlist í fjölmiðlum og farand- sýningum á vinnustöðum og opinberum stofnunum o.s.frv. Fella niður lúxustolla af myndlistarvörum. d) skapa íslenzkum myndlistarmönnum betri starfsskilyrði. e) koma MHÍ á háskólastig. Leifur: Afnema lúxustolla af myndlistar- vörum. Auka fræðslu á myndlist í skólum og í sjónvarpi, sem er tilvaiinn miðill. Aukinn áhugi og þekking á myndlist mundi auka kaup á góðri list. Söfn og gall- erý vandi val sitt á sýningum. Fleiri sam- sýningar ungs fólks, eins og t.d. U.M. sýn- ingin að Kjarvalsstöðum. Fáir ungir myndlistarmenn hafa bolmagn til að mála á stórar sérsýningar nema á löngum tíma. Vandaðar samsýningar eru upplífgandi. Grafík: Það þyrfti að auka fræðslu í skól- um um myndlist, jafnvel með listasögu- kennslu. Myndmennt er að vísu kennd í öllum barna- og unglingaskóium, en oft misskilur fólk þá fræðslu. Myndlist er nauðsynlegur grundvöllur fyrir fleiri en þá sem stefna að því að verða listamenn. Sköpun af einhverju tagi getur aldrei orðið til annars en góðs. Einnig þyrfti að sjá til þess að ungir myndlistarmenn fái fleiri verkefni upp í hendurnar eða styrki til að gera það sem þeir þrá. Það þyrfti að fjölga möguleikum á sýningarstöðum. Og er greinilega ein- róma álit okkar að þörf sé á stóru húsnæði þar sem uppákomur af öllu tagi geti átt sér stað. Karl: Efla mjög menntunaraðstöðu mynd- listarnema og yfirvöld þurfa að sýna það í verki að þeim sé alvara þegar þau tala um mikilvægi myndlistar í íslenzku menning- arlífi. Hlynur: Frumskilyrði þess að góð og at- hyglisverð myndlist verði annað en undan- tekning hér á landi er að almenn list- menntun verði aukin og ekki aðeins aukin heldur komið á. í grunnskólum er mynd- listarkennslan mjög takmörkuð og lista- sögukennslan engin. í framhaldsskólum er lítil áhersla lögð á þessa þætti, því er það svo að meginþorri Islendinga kann ekki einu sinni skil á frumforsendum myndlist- ar. Þetta er mjög slæmt því ef framsækin myndlist á að geta þróast og þrifist þá þarf að vera til staðar stór hópur fólks, fyrir utan myndlistarmenn, sem hefur skilning á því sem er að gerast. Ef slíkur hópur er til staðar þá held ég að flest mál leysist af sjálfu sér. Þorvaldur: Fyrst og fremst þarf að efla myndlistarþroska alls þorra fólks. Það þýðir ekki endilega að það eigi að reyna að gera alla að myndlistarmönnum í skóla- kerfinu, eins og venja hefur verið, heldur á að gera menn hæfari til að njóta myndlist- ar, að þeir verði sjálfstæðir áhorfendur og gagnrýnni. Með því að stórauka kynningu og umræðu um myndlist í skólakerfinu má auka til muna áhuga manna á að greina á milli fúskarans og myndlistarmannsins, yfirborðsins og þess sem skiptir raunveru- lega máli. Þannig verða fleiri hæfir til að njóta, áhuginn eykst, myndlistarmenn fá meira aðhald og stjórnvöld þurfa ekki að biðjast afsökunar á því að styrkja mynd- listarmenn með listaverkakaupum og öfl- ugum nútímalistasöfnum. Asgerður: Auka atvinnuöryggi myndlist- armanna — þeir fái laun fyrir unnin störf. Ingileif: Fyrst og fremst þarf að viður- kenna að listsköpun tekur tíma, þarafleið- andi eru einhverskonar laun nauðsynleg ef fólk á að geta starfað að myndlist öðru vísi en í næturvinnu. Eruð þið hrædd við endurtekningar á því sem gert hefur verið, þannig að þið þurfíð að fara nýjar leiðir eða álítið þið, að mögulegt sé að læra af því, sem forverar ykkar i íslenzkri myndlist hafa gert? Hlynur: Helsta hlutverk listamanna er að reyna að sameina innlenda arfleifð og er- lenda til að skapa list sem hefur tilgang í heiminum eins og hann er. Ef það tekst, þá er engin ástæða til að hræðast endurtekn- LESBOK MORGUNBLAOSINS 10. AGOST 1985 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.