Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.08.1985, Blaðsíða 7
Bíldudalur. inn hálfþreyttur eftir sjóferðina. Við sát- um í eldhúsinu heima í gömlu Valhöll á Bíldudal, en húsið er timburhús, kjallari, hæð og ris og er eldhúsið á miðhæðinni. Heyrðum við þá ógurlegan dyn og skruðn- inga úr fjallinu fyrir ofan þorpið, sem virt- ist nálgast óðfluga. Skipti þetta engum togum, gnýrinn steyptist yfir húsið, sem nötraði og skalf undan átökunum. Eins og hendi væri veifað var skollið á hið skelfi- legasta fárviðri. Veðrið hagaði sér þannig að nokkuð virtist draga úr því á milli roka, það kom eins og í lotum, en svo heyrðust skruðningarnir og gnýrinn úr fjallinu sem æddi út yfir þorpið og allt ætlaði um koll að keyra. Faðir minn skipaði okkur öllum niður í kjallara, sem var úr hlöðnu grjóti. Hjá okkur hagaði svo til að vestan við húsið áveðurs var skúrbygging með stórum gluggum allt í kring og vængjahurðum bæði út og inn í innri gang. Kölluðum við þessa útbyggingu „altanið" og var þetta nokkurs konar blómaskáli móður minnar vor og sumar og var þá sérlega indælt að dveljast þar, en á vetrum var lokað þar sökum kulda. Rúðurnar á altaninu brotn- uðu nú hver af annarri og hrikti þá mikið í innri vængjahurðunum. Nógur mannskap- ur var í Valhöll þessa nótt, auk föður okkar voru þar Kristján Árnason skip- stjóri, Gísli Guðmundsson stýrimaður, sem seinna varð mágur okkar, og Jón G. Jónsson frá Dynjanda, sem bjó hjá okkur í mörg ár. Sóttir voru 2 dívanar (legubekkir) og skorðaðir milli innri vængjahurðanna og gangveggjarins. Man ég að faðir minn sagði að ef vængjahurðirnar gæfu sig væri húsið í mikilli hættu. Engum kom dúr á auga þessa nótt enda hávaðinn og veð- urgnýrinn alveg óskaplegur. Rætt var um hvernig þorpinu myndi reiða af í þessum hrikalega veðurofsa og hugsanleg slys á sjó og landi. Um sjöleytið um morguninn þegar tók að birta, fór aðeins að draga úr mesta veðurofsanum. Karlmennirnir voru að reyna að grína út á voginn til þess að sjá hvort nokkur bátur eða skip væri þar ofansjávar, en særokið var fjallhátt og rokmökkurinn svo samfelldur að hvergi sá í sjó. Um níuleytið snarhægði og um há- degisbilið var komið logn og sólskin. Ljótt var um að litast í þorpinu. Nánast allar girðingar höfðu brotnað niður og lágu flatar. Svo að segja hver einasti hjall- ur, útikamrar, skúrar og smáhús, sem voru á bersvæði með öllu horfin eða mikið skemmd. Hjá okkur í Valhöll voru allir gluggar í vesturhlið mölbrotnir. Það var mölin, sem ofviðrið þeytti á húsið, sem braut gluggana; glerbrotin úr gluggunum á vesturhliðinni höfðu þeytzt með svo miklu afli, að þau stóðu föst í þilinu á austurveggnum eins og þeim hefði verið skotið úr byssu. Nærri má geta hvernig farið hefði ef fólk hefði verið þar á ferli. Þak hafði fokið af skúr, sem stóð við skepnuhús okkar, sem kallað var „tófuhús- ið“, — tveir kálfar stóðu þar í tóftinni, en þá sakaði ekki. Hjá Guðmundi í Kurfu fauk geitahúsið með öllu, en geiturnar, sem voru inni i þvi sakaði ekki; þær fund- ust í hlíðinni fyrir ofan með öllu ómeiddar. Þakið fauk að mestu af nýbyggðum prests- bústað. Hraðfrystihúsið var í byggingu og fauk allt þar sem fokið gat, battingar og borðviður brotnuðu eins og eldspýtur og stóðu nokkrir endar þeirra fastir ofan i túninu, sem var þar í kring. Bátur Jens Hermannssonar, sem stóð á kambinum tókst á loft og skall ofan á sjávarhús hans og braut það niður og sat þar eins og skúta á stalli. Svona mætti lengi telja, alls stað- ar blasti eyðileggingin við. Vegavinnumenn, sem voru með tjöld sín á eyrunum fyrir framan Hól komust þang- að við illan leik, óðu ána mest alla leiðina. Af búðum þeirra sást ekki eftir tangur né tetur, meira að segja skóflurnar fuku. Ljótast var þó að sjá fram á höfnina, báðir línuveiðararnir Ármann og Geysir horfn- ir, skakkútterinn Geysir sömuleiðis og all- ar trillurnar nema Blíðfari sem maraði í hálfu kafi og gamli Ægir, hann hékk. Auð- ur djúpúðga, lítill dragnótabátur, var norður á Flateyri þessa nótt og fyrir mikið harðfylgi áhafnarinnar var hægt að verja bátinn stóráföllum. Seinni hluta dags var Ægir sendur yfir fjörð til að reyna að kanna afdrif bátanna, Ármann hafði dregið legufæri yfir fjörð, en hafði stöðvast á Langanesgrunninu og var óskemmdur, báðir Geysarnir höfðu kastast langt upp á land á norðurströnd Ljósmynd/Hannes Pálsson. fjarðarins milli Auðkúlu og Tjaldaness. Flestar trillurnar höfðu sokkið í legufær- unum á voginum, nema Bjössi, Ýmir og Siggi. Ýmir fannst tveimur dögum seinna marandi í kafi inná Dynjandisvogi, Bjössi fannst nokkrum árum seinna á botninum i Vogkjaftinum, en Siggi fannst aldrei. Af trillu Eiríks Guðmundssonar er það að segja að til hennar hefur aldrei spurst og enginn þremenninganna fannst. Leitt var getum að því að þeir hefðu verið komnir alveg fast að þorpinu þegar veðrið skall á, en trillan endasenst eftir sjónum í ósköp- um fyrstu veðurhrinunnar, svo skelfileg sem hún var. Ekki var laust við að okkur strákunum þættu öll þessi ósköp spennandi, en um kvöldið þegar Ægir kom úr leiðangrinum með þær fréttir að ekkert hefði spurst til trillu Eiríks, en menn voru að vona að honum hefði tekist að hleypa yfir fjörð, skildi ég fyrst að vinur minn Ríkharður var dáinn. Hann kæmi aldrei aftur. Spenn- an vegna afleiðinga þessara hamfara var með öllu horfin. Eg gat ekki komist yfir þetta, vinur minn, drengurinn í næsta húsi, var dáinn, horfinn. Fyrsta alvara lífsins hafði heimsótt mig. Ætli verði nokkurn tíma gaman aftur hugsaði ég. En tíminn læknar öll sár. Páll Agústsson frá Blldudal er skólastjóri á Fá- skrúðsfirði. [C \s\ [u Það var á skemmtistað ... V Það var á skemmtistað einum í Reykjavík einhverntíma á fyrstu tugum þessarar aldar að ónefndur piltur vildi sýna stúlku sem hann þekkti, meiri blíðuhót en henni þótti við hæfi, a.m.k. í fjölmenni. Hann fékk því kinn- hest í staðinn fyrir koss. Hann orti: Barsmíð eigi blekkir mig, baugasól vil unna. Bráðum, rétt ef þekki ég þig, þverr mótstaðan, Gunna. Örn Arnarson, hið kunna skáld, hét réttu nafni Magnús Stefánsson, f. 1884, d. 1942. Hann átti því aldarafmæli ný- lega. Það er vel viðeigandi að birta hér þrjár vísur hans, sem vera munu frá síðustu æviárum skáldsins: Hávært tal er heimskra rök. Hæst í tómu bylur. Oft er viss í sinni sök sá er ekkert skilur. Ei mun hraun og eggjagrjót iljum sárum vægja. Legg ég upp á Leggjabrjót. Langt er nú til bæja. Herðir frost og byljablök. Ber mig vetur ráðum. Ævi mín er vörn í vök. Vökina leggur bráðum. Eiríkur Einarsson frá Hæli var kunnur maður á sinni tíð, dáinn aldraður 1951. Hann var lengi þingmaður Árnesinga og munu fáir þingmenn hafa ort fleiri græskulausar gamanvísur um félaga sína en hann. Ekki þótti hann að öðru leyti hávaða- maður í pólitíkinni, en kom sínu fram með hægð og gætni og var einstaklega vinsæll. Þær vísur, sem hér koma eru teknar úr einu bókinni sem út kom eftir hann, nokkrum vikum eftir lát hans, og sýna aðra hlið á honum en kunnugt var: Hver sem kýs úr hópnum vin, hann þarf vel að muna að holl er öllum hófsemin, hún ver kali og bruna. En komist blessuð ástin að inn til hjartaróta, svo er hún eins sólarbað send til meinabóta. Háski er að ala holdsins þrá, hún er oft skammvinnt gam- an. Margur er til sem meiddist á mýktinni einni saman. Ég hef vísurnar í annarri röð en þær eru í bókinni. Loks þess- ar tvær stökur Eiríks: Mér er hvimleitt myrkrið rauða, mannlegt ráð er ónóg hlíf. Guð, sem ræður gröf og dauða, gef mér trúna á annað líf. Sígur yfir heiminn húm, herra náðargjarni* ljáðu hentugt legurúm lífsins tökubarni. Kunningi vísnaþáttarins hringdi til mín og fór m.a. með tvær vísur eftir Þórmund Er- lingsson, en upplýsingar um hann gat hann ekki látið fylgja. Getur nokkur bætt úr því? Gam- an væri að koma smámsaman upp, þó ekki væri nema ófull- kominni, skrá yfir góða hagyrð- inga, lífs og liðna, hvar þeir voru helst og störfuðu, hvar fæddir og helstu ártöl á ferli þeirra. Vísur Þórmundar eru birtar I leyfis- leysi, eins og oft vill verða í svona þáttum, í von um fyrir- gefningu: Blundi værum sefur sær, silfur tær er áin, lindin hlær og grundin grær, golan bærir stráin. Esja mænir út á sjá ein á kvöldum löngum. er hún máski af ástarþrá orðin grá í vöngum. J.G.J. LESBÓK MORGUNBLAOSINS 10. AGÚST 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.